Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 23 Hvað verður um Krýsuvík? Frá Krýsuvík. Lj6sm./Kr.Ben eftirJóhann Guðjónsson Umræða um landeyðingu og landgræðslu hefur verið þó nokkur í sumar og eru menn yfirleitt sam- mála að ástandið sé víða slæmt í þeim málum og þörf sé aðgerða. Framkvæmdaaðilar eru í flestum tiifellum ríki eða sveitarfélög og nú r íður á að þau undirbúi verkefni næsta sumars tímanlega. Á árinu 1936 tók ríkið eignar- námi jarðimar Krýsuvík og Stóra- Nýjabæ sem voru eign Einars Benediktssonar skálds. Var það gert vegna óska Hafnarfjarðarbæj- ar sem taldi sig vanta land til virkjunar hita, landbúnaðar, gróð- urstöðva, ræktunar og útivistar. Fjórum ámm síðar var lögunum breytt og verður þá Hafnarfjarðar- bær eigandi að Kleifarvatni og landinu þar suður af allt fram á Krýsuvíkurbjarg. Annað land jarð- anna féll undir ríkissjóð vegna beitarákvæða. Ekki ætla ég hér að blanda mér í deilur um eignarhald landsins heldur halda mig við það svæði sem til Hafnarfjarðar telst og hvemig bæjarfélagið hefur ávaxtað þessa eign sína. Nú er landi bæjarins skipt milli tveggja áhugamannafélaga um húsdýraeldi. Annars vegar er það hestamannafélagið Sörli, sem hefur á leigu land sunnan Kleifarvatns, en hins vegar hefur Fjáreigendafé- lag Hafnarfjarðar á leigu landið frá gamla Krýsuvíkurbænum og suður á Krýsuvíkurbjarg. Landið sem þessi tvö félög skipta þannig á milli sín er ftjósamasta og besta búfjár- ræktarsvæðið. Þar skiptast á þurrir móar, votlendi auk ræktaðra, fram- ræstra túna. Leigan sem þessi félög greiða er eingöngu að girða löndin og sjá um viðhald girðinganna, svo ekki er hægt að segja að um okur- leigu sé að ræða. Samt sem áður hefur orðið misbrestur á því að fé- „Það er spurning hvort ekki ætti að lögsækja félagið fyrir illa með- ferð á landinu og svik á samningum um girð- ingar og sáningu. Þetta land er alls ekki nauð- synlegt fyrir hesta- menn. Þeir geta leigt jörð annað hvort á Suð- urlandi eða upp í Borgarfirði og flutt hesta sína þangað til sumarbeitar.“ iögin haldi þessi leigugjöld, sérstak- lega hefur hestamannafélagið staðið sig illa, svo nú er land þeirra opið sauðfé frá afréttarlöndunum í kring. Ef litið er á sögu Krýsuvíkur kemur margt þar fram um gróður- far sem vekur furðu okkar í dag. Þar kemur fram að skógur var í Krýsuvík fyrir ekki meir en 150 árum. Þar sést nú ekki ein einasta hrísla. Beitarland var þar einnig mjög gott. Það sést m.a. á réttar- rústum vestan Krýsuvíkurbæjarins. Rústimar em þama á melhól og ekki stingandi strá í kring. Hverjir byggja fjárréttirá gróðurlausum jökulurðum? Einnig er til ömefnið Trygghólamýri, þar er nú engin mýri því allur jarðvegur og þar með jarðvatnið er horfið út í veður og vind. Samkvæmt sögunni var Krýsuvík talin með betri búfjáijörð- um á íslandi, en nú er svo komið að landið þar er allt í tötrum, rofa- börð og blásnir melar. Á árinu 1986 gerði gróðumýtingardeild Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins ástandskönnun á landi Krýsuvíkur. Ástandskönnunin „leiddi í ljós mjög rýmandi gróðurfar graslendis og lyngheiðar sem leggja til 88% af nýtanlegum fóðureiningum". „Ástand nýgræðu er einnig mjög slæmt" segir í sömu skýrslu. Þetta þurfti svo sem ekki að koma á óvart. Hestamenn fengu beitar- hólfið sitt stækkað 1982 vegna svipaðrar niðurstöðu sömu rann- sóknarstofnunar á landi þeirra þá. Nú er bara stærra land rótnagað af hestum en þá var. í framhaldi af þessum niðurstöð- um ástandskönnunarinnar benti gróðurvemdamefnd Hafnarfjarðar í vor á þá staðreynd að eitthvað yrði að gera í málinu strax í sum- ar. Bæjarráð Hafnarfjarðar óskaði eftir tillögum frá nefndinni og sam- þykkti hún samhljóða þann 19. september síðastliðinn eftirfarandi tillögur: 1. „Hestamannafélaginu Sörla verði sagt upp leigu á landi sínu undireins og Hafnarfjarðarbær taki að sér landgræðslu á því svæði strax næsta sumar." Það er spuming hvort ekki ætti að lögsækja félagið fyrir illa með- ferð á landinu og svik á samningum um girðingar og sáningu. Þetta land er alls ekki nauðsynlegt fyrir hesta- menn. Þeir geta leigt jörð annað hvort á Suðurlandi eða upp í Borg- arfirði og flutt hesta sína þangað til sumarbeitar. 2. „Á næstu fimm árum verði sauð- fjárbeit hætt á landi fjáreigenda- félagsins.“ Hér er ef til vill of vægt staðið að málum því landið hefur verið beitt langt um getu. Ekki virðast fjáreigendur hafa miklar áhyggjur af ástandinu því þann 24. október voru enn um 150 kindur taldar í Krýsuvík mánuði eftir að smalað var. Greinilegt er að bændumir geyma þar fé sitt miklu lengur en eðlilegt getur talist um afréttarland. Nú er liðið á annan mánuð án þess að bæjarstjóm hafi afgreitt málið, en eðlilegt hlýtur að teljast að þessu máli sé flýtt meðal annars vegna sauðfjárslátrunar. Fjáreig- endur í Hafnarfirði teljast til svokallaðra „hobbý“ bænda þ.e. hafa ekki sauðfjárrækt sem aðalat- vinnu og því engan fullvirðisrétt. Nú nýverið hefur verið sett reglu- gerð um stjóm sauðfjárframleiðslu en þar er þeim, sem engan eða óvemlegan fullvirðisrétt hafa, greitt að fullu fyrir allt sitt sauðfé gegn því að þeir hætti framleiðsl- unni. Þetta er boð sem fjáreigendur í Hafnarfírði geta nýtt sér og verða að gera ef bæjastjóm samþykkir að draga úr beit í Krýsuvík. Hafn- firðingar hafa ekki annað beitar- land fyrir sauðfé. Reykjanesskagi og reyndar allt landnám Ingólfs er ofbeitt og að blása upp og þörf er á að afréttimar verði friðaðar fyrir beit næstu áratugi. Þess vegna er nauðsynlegt að bæjarstjóm afgreiði þetta mál sem fyrst svo ekki verði eitt árið enn látið vaða á súðum í Krýsuvík. Höfundur er formaður gróður- vemdamefndar Hafnarfjarðar- bæjar. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Sjö af væntanlegum keppendum í undankeppninni um titilinn fegurð- ardrottning Suðurlands ásamt leiðbeinendum. Harpa Rós Björgvins- dóttir, Ólöf Dagmar Úlfarsdóttir, Margrét Birgisdóttir, Auður Svala Hreiðarsdóttir leiðbeinandi, Fjóla Grétarsdóttir Ungfrú Suðurland 1986, Kristrún Marvinsdóttir, Eygló Linda Hallgrímsdóttir, Ellisif Malmo Bjarnadóttir og Anna Berglind Júlidóttir. Ungfru Suðurland 1987: Undankeppni i Hótel Selfossi um næstu helgi Selfossi. 16 STÚLKUR úr Ámes-, Rangár- valla-, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum munu taka þátt í undankeppni að titlinum Ungfrú Suðurland 1987. Keppnin fer fram á dansleik Handknatt- leiksdeildar Hveragerðis í Hótel Selfossi næstkomandi laugardag. Á dansleiknum verða 7 stúlkur valdar til að taka þátt í lokakeppn- inni um titilinn ungfrú Suðurland sem síðan verður meðal keppenda um nafnbótina ungfrú ísland. Á sunnudag mættu sjö stúlkn- anna á æfingu í Hótel Selfoss þar sem Fjóla Grétarsdóttir Ungfrú Suðurland frá í fyrra leiðbeindi stúlkunum ásamt Auði Svölu Hreið- arsdóttur sem tók þátt í keppninni í fyrra. Fjóla sem er frá Reykjum í Ölf- usi varð fjórða í keppninni um nafnbótina ungfrú ísland. Hún tók þátt í Norðurlandakeppni um ungfrú Norðurlönd og model Norð- urlanda. Hún sagðist hafa mjög gaman af að leiðbeina væntanleg- um keppendum og að i svona keppnum lærðist margt meðal ann- ars sjálfstraust og sjálfsvirðing. Stúlkumar sem taka þátt í keppninni hafa náð 18 ára aldri og eru valdar til keppninnar eftir ábendingum. - Sig. Jóns. LOTUS 1-2-3 16.11. INNRITUNTIL 13.NÓV. SIMI: 621066 TÖFLUREIKNIR, GAGNASÖFNUN, GAGNAVINNSLA. FRAMSETNING í TÖLURÖÐUM OG MYNDRÆN FRAMSETNING. ÞAÐ ER LOTUS 1-2-3. Breytirðu einu atriði, færðu nýja heildarmynd. Breytirðu öðru, færðu aðra. Lotus 1-2-3 er vinsælasti töflureiknirinn í Bandaríkjunum. EFNI: Uppsetning reiknilíkana • Myndræn framsetning • Tenging við önqur kerfi. LEIÐBEINANDI: Bjarni Júlíusson, tölvunar- og rekstrarhagfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 16.-19. nóv. kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: Multiplan 9.-11. nóv., Query (Svari)/IDDU 9.-11. nóv. og Alvís fyrir stjórnendur 12.-13. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.