Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
17
andi mynd af skáldinu og getur
þess í athugasemdum í sérútgáf-
unni, að hann hafi stuðst við
„æviágrip" Steingríms J. Þorsteins-
sonar, sem prentað er aftan við
Einar Benediktsson: Laust mál.
Úrval. R, 1952. En þar er að finna
allt það „er tekur til sannfræði um
æviferil skáldsins".
Þriðrja bindi „Mannlýsinga" kall-
ast Svipir. Þar er fjallað um
samtímamenn Sigurðar Nordal að
undanskildum sex greinum sem
nefndir eru Örlagaþættir. Þar
greinir frá einstaklingum, sem
fæddir eru á síðustu öld. Alls eru
þessar greinar 71. Meðal greina hér —
er ágrip af ævi Meistara Guðmund-
ar Þorlákssonar (Glosa). Guðmund-
ur var með snjöllustu norrænufræð-
ingum á sinni tíð, enda naut hann
kennslu Konráðs Gíslasonar og
margt benti til þess að hann yrði
eftirmaður hans, ekki síst ágætur
námsárangur og merk útgáfustarf-
semi, en svo fór þó ekki. Sigurður
Nordal rekur síðan æviferil Guð-
mundar og störf í Kaupmannahöfn
og í Reykjavík. Glosi og Konráð
voru náskyldir og að undanskildum
Indriða Einarssyni hafði Guðmund-
ur „mest persónuleg kynni af
honum". (Heimild: Þórhallur
Bjamason.) Guðmundur starfaði að
ýmsu eftir að heim kom, þ. á m.
afritun Bréfabóka Brynjólfs bisk-
ups. Guðmundur afritaði nær 13
bindi af fjórtán, alls 9.974 blað-
síður. Glosi var hagmæltur og eftir
hann er m.a. hin alkunna vísa „Aft-
ur á móti ansar Þór...“ sem
Guðmundur sagði að væri 13. vísa
úr 15. rímu af för Þórs til Útgarða-
loka (og væru enn ekki fleiri ortar).
Nokkrar vísur hafa varðveist í
vísnasafni Benedikts Þórarinsson-
ar. Árið 1906 hélt Guðmundur
norður á æskuslóðir sínar og ætt-
slóðir og dvaldi hjá bróðursyni
sínum, Magnúsi Gíslasyni á Frosta-
stöðum það sem eftir var ævinnar.
Þeir sem mundu Guðmund um og
eftir síðustu aldamót í Skagafírði
minntust hans með hlýju og virð-
ingu, eins og Sigurður Nordal gerir
í þessu æviágripi.
Meðal greinanna hér eru þijár
um kennara Sigurðar Nordal. Hjör-
leifur Einarsson, prestur á Undom-
felli, kenndi honum latínu undir
skóla og lýsingin á því námi er ein-
staklega skemmtileg og ekki síður
á hinum kvika sálusorgara, sem
hafði þá skoðun að allir gætu lært.
Höfundur skrifar um Bjöm M. Ól-
sen og Finn Jónsson og eins og
aðrar greinar í þessu bindi og þeim
fyrri, þá lífgar höfundurinn þessa
liðnu einstaklinga með töfrafjöður
sinni.
Þessi þijú bindi „Mannlýsinga"
eru íslendingaþættir og um þá má
segja eins og Sigurður Nordal segir
viðvíkjandi íslenskri sagnaritun á
miðöldum: „Aðal viðfangsefni
íslenzkrar sagnaritunar eru lýsing-
ar einstaklinga. Hún kemst einmitt
svo langt í þessu efni, af því að hún
lætur hvorki hugsjónir né skoðanir
glepja sér sýn. í heimsskoðun henn-
ar er einstaklingurinn það verð-
mæti, sem skyggir á öll önnur ...“
Þessi er afstaða Sigurðar Nordal.
Þegar Sigurður Nordal lýsir
smekk Snorra Sturlusonar og vali
hans á umsögnum og lýsingum til
persónusköpunar og lýsinga, þá
skín í gegn smekkur höfundarins
sjálfs, sem var af þeim sama toga
og kemur fram í verkum Snorra.
Aristókratísk afstaða og smekkur,
virðing fyrir einstaklingnum og
verðmæti hans. Þessi aristókratíska
meðvitund eða sjálfsvitund stangast
nú algjörlega á við þá plebeisku
vitund, sem er kveikjan að ýmsum
fyrirbrigðum fræðimennsku síðustu
áratuga. Allt sem Sigurður Nordal
hefur skrifað er algjör andstæða
þröngsýnnar og staðlaðar meðvit-
undar. Því er mikill fengur að
þessari útgáfu, sem kemur út þegar
margvíslegar hættur steðja að
íslensku þjóðerni og tungu.
Um útgáfuna er það að segja að
hún er á allan hátt smekkleg um
prentun, leturflöt, pappír og band.
Aðalfundur FEF annað kvöld:
Rætt um stöðu umgengnis-
pabba eftir aðalfundarstörf
FÉLAG einstæðra foreldra
heldur aðalfund í Skeljanesi 6,
fimmtudagskvöldið 5.nóvember
og hefst hann kl 21. Að lokinni
aðalfundardagskrá, ræða tveir
feður um, hvernig er að vera
„umgengnispabbi.“Það eru þeir
Hermann Gunnarsson, sjón-
varpsmaður og Sigurður
Skúlason, leikari. Einnig kynna
félagsráðgjafarnir hópstarf
með einstæðum mæðrum og
sagt er frá umræðufundum um
efni haustfundar FEF „VUja
einstæðir foreldrar vera einir.“
Jóhanna Kristjónsdóttir, form-
aður FEF, flytur skýrslu stjómar.
Endurskoðaðir reikningar liggja
frammi og síðan kynnir kjömefnd
tillögur sínar um nýja stjóm. Jó-
hanna Kristjónsdóttir, sem hefur
verið í stjóm FEF frá stofnun,
1969, þar af formaður í 15 ár,
gefur ekki kost á sér.
Á fundinum geta gestir tekið
jólakort FEF í sölu og einnig er
nú að hefjast skráning þátttak-
enda í nýstárlega uppákomu, sem
fyrirhuguð er í byijun desember.
Stjóm FEF hefur ekki skýrt nán-
ar, hvað þar verður á ferðinni, en
spáir góðri skemmtun fyrir þá sem
vilja vera með og vonandi skilding-
um í kassann.
Tekið skal fram að nýir félagar
og gestir era velkomnir.
Hermann Gunnarsson
Sigurður Skúlason
Námskeið í
gæðastjómun
Á tímum aukinnar samkeppni vaxa kröfurnar um
gallalausar vörur og örugga þjónustu. Gæðastjórnun
er verkefni stjórnenda til að ná settum markmiðum
fyrirtækisins og bæta frammistöðu þess á skipulegan
hátt.
Námskeiðið er ætlað þeim, sem vilja afla sér meiri
þekkingar á gæðamálum. Það byggist á fyrirlestrum
og æfingaverkefnum, sem auka skilning og gefa gagn-
legar vísbendingar til að nota eftir námskeiðið.
Þátttakendur eiga að hafa góða þekkingu á upp-
byggingu gæðamála og geta miðlað henni innan eigin
fyrirtækis.
Viðolíubenun
undirvagna
Smiðjuvegi 50 d
sími 71919.
Besta og ódýrasta
leiðin
til viðhalds
áryJvöm
á öllum gerðum
bifreiða
ATH.
* Olían þornar ekki
* Stöðvar tæringu í málmi
* Hrindir vatni
Verðdæmi:
Daihatsu Charade...........kr.2790,-
Subaru station.............kr.3290,-
Cabric Classic.............kr. 3990,-
Jeppar.............. ......kr.4590,-
\
Starfsmenn Ráógarðs og Iðntæknistofnunar hafa byggt upp íslenskt gæða-
námskeið. Það styðst við erlendar fyrirmyndir og reynslu úr tslenskum
fyrirtækjum.
Gæðahugtakið, bæði í framleiðslu-
og þjónustufyrirtækjum
Stefnumótun í gæðamálum
Gæðakostnaður og hagkvæmni gæða
Þátttaka starfsmanna
Gæði sett í kerfi
★ Vöruþróun og hönnun
★ Innkaup og framleiðsla
★ Markaður og þjónusta
Gæðahandbók
Staðlar um gæðakerfi
Hvernig á að byrja?
Leiðbeinendur: Gunnar H. Guðmundsson, Haukur Alfreðs-
son, Skúli Tryggvason og Ingvar Kristinsson.
Tími: 9.-10 nóvemberkl. 08.00-17.00
Staður: Holidaylnn
Bókanir í síma (91)-687000________________________________
Upplýsingar: Haukur Alfreðsson f síma 687000 og
Gunnar H. Guðmundsson í síma 686688.
RÁÐGARÐUR
STJÓRNUNAROG REKSTRARRÁÐGJÖF
n
IDNTÆKNISTOFNUN
iSLANDS