Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 58
7861 H3aMaVOVí .fc HUOAOIIHTVOIM .OKIAJ9VÍIT05IOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 58 Minning: Birgir Grétars- son - Hafnarfirði Fæddur 31. mars 1967 Dáinn 27. október 1987 „Þeir sem Guðimir elska deyja ungir." Þessi setning kom upp í hugann þegar mér var tilkynnt að Birgir frændi minn væri látinn eftir harða lífsbaráttu vegna alvarlegs vinnuslyss. Birgir var fæddur 31. mars 1967 og því rétt tvítugur að aldri, elstur þriggja sona Agnesar Eymunds- dóttir og Grétars Geirs Guðmunds- sonar, Olduslóð 45 í Hafnarfírði. Ég átti þess kost að fylgjast með frænda mínum strax fyrstu ár hans í þessu lífi heima á Homafirði þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu hjúskaparár sín. Mér er Birgir minnisstæður fyrir að vera sérstak- Iega skýrt og greindarlegt bam, enda var hann læs á bækur yngri en gerist og gengur með böm. Það kom líka fljótlega í ljós eftir að Birg- ir hóf skólagöngu að hann var óvenju góður námsmaður. Ég minnist þess að þegar foreldrar hans fluttu í Hafnarfjörð vildi starfsfólk skólans þar flýta honum í námi. Það lýsir vel viðhorfum foreldra hans til upp- eldis bama að þau töldu honum best borgið með jafnöldrum sínum og félögum og ekki ástæðu til að hampa hæfíleikum hans, þó svo að lokum væri farið að ráðum sérfræðinganna og lauk hann skyldunámi ári fyrr en ætlast er til. Birgir var hispurslaus og hrein- skiptinn í allri framgöngu og laus við allt sem kallast getur sýndar- mennska. Þó Birgir væri góður námsmaður gleymdi hann sér ekki í bókalestri en tók jafnan mikinn þátt í félagsstörfum enda félags- lyndur og glaðlyndur að eðlisfari og því vel liðinn og virtur af félögum sínum. Birgir hafði bytjað nám í raf- magnsverkfræði við Háskóla Islands og var búinn a marka sér lífsbraut. Hann hafði ríka ábyrgðartilfinningu og var tilbúinn að axla þá ábyrgð að stofna heimili og eignast fjöl- skyldu með unnustu sinni Hönnu Björk Guðjónsdóttur. Einmitt þess vegna lagði hann harðar að sér við vinnu nú til að geta séð þeim betur farborða þegar fjölga átti í fjölskyld- unni. Það er erfitt að skilja tilgang þess lífs sem leggur svo mikið á unga verðandi móður, foreldra, bræður og aðra nánustu. En með æðruleysi, kjarki og dugnaði þessar erfiðu vik- ur hafa þau veitt hvert öðru ómetanlegan styrk, vonandi styrk til að auðvelda að umbera og komast yfir sorgina. Birgis verður líka sárt saknað af okkur öllum í móðurfjöl- skyldu hans, sem reynt höfum að efla Qölskyldutengslin sem mest og áttum svo ánægjulegar stundir sam- an síðastliðið sumar. En við eigum líka bjartar minningar um góðan dreng og erum þakklát fyrir að hafa átt samleið með honum. Megi Guð styrkja Hönnu Björk, Agnesi, Grétar, Guðmund Lúðvík, Inga Val og aðra sem um sárt eiga að binda. Blessuð sé minning hans. Albert Eymundsson Hvað kemur upp í hugann þegar einn af vinunum fellur frá í blóma lífsins? Minningar um góðar stundir rifjast upp, minningar sem munu lifa. Efst í hugum okkar er þakk- læti fyrir að hafa kynnst Birgi Grétarssyni. Það er erfitt að sætta sig við að hann sé tekinn burt svo snemma. Við kynntumst Bigga þegar við byijuðum allir í Flensborgarskóla haustið 1982 og þar varð hann starx framarlega í félagsstarfi. Hann starfaði af miklum áhuga að öllu því sem hann tók sér fyrir hendur og var einatt hvetjandi fyrir okkur sem unnum með honum. Biggi var hrókur alls fagnaðar og minningam- ar um hann eru minningar um skemmtilegar samverustundir. Við vonum að Guð veiti Hönnu Björk, foreldrum Birgis og bræðrum hans styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Arnar Hannes Halldórsson, Örn Almarsson. Það er með djúpum söknuði sem við kveðjum vin okkar og félaga, Birgi Grétarsson. Kynni okkar af Birgi hófust fyrir alvöru í Flensborgarskóla þar sem hann, ásamt okkur, hóf nám haustið 1982. Strax kom í ljós að hann hafði mikinn áhuga á öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var mjög áberandi í félagslífinu enda drífandi og góður stjómandi. Birgir var af- burða námsmaður og gat því helgað félagslífínu krafta sína okkur hinum til mikillar ánægju. Hann var einnig snjall ræðumaður og átti ávallt auð- velt með að koma fyrir sig orði. Meðal annars flutti hann ræðuna við útskriftina vorið 1986. Haustið eftir stúdentspróf hóf hann nám í Háskólanum ásamt flest- um okkar. Hann lagði stund á rafmagnsverkfræði en það hafði lengi verið draumur hans, enda áhugi hans á tölvum og tækni á því sviði mikill. Birgi sóttist námið vel en ákvað hann að taka sér frí á öðm námsári og stunda vinnu við einn verklegan þátt námsins. Fríið tók hann sér ekki síst til þess að geta verið með unnustu sinni sem á von á bami innan tíðar. Við minnumst margra góðra stunda sem við áttum saman í gegn- um tíðina. Allra þeirra stunda sem við sátum yfir kaffíbolla og ræddum málin eða slógum á létta strengi, enda var Birgir lífið og sálin í hveij- um hópi. Við sendum Hönnu, foreldrum Birgis og bræðmm hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Björn, Halldór, Gunnar, Steindór, Emil, Ragnar, Pálmar, Sigurgeir, Ólafur og Marinó. Birgir Grétarsson er fallinn frá. Horfinn. Samt verður hann alltaf hjá okkur. Hann gaf okkur svo mik- ið af sjálfum sér, hafði svo mikil áhrif á okkur, að þótt hann sé ekki verður hann samt alltaf. Söknuður er hlutskipti kennarans. Að þurfa að lokinni hverri vinnulotu að kveðja og sjá á bak flestum sam- verkamönnunum getur verið erfítt. Einstaka sinnum hefur þó tekist vin- átta milli mín og nemanda þrátt fyrir múra hinna ólíku hlutverka. Þá múra sem og aðra múra milli fólks braut Birgir Grétarsson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa Birgi sem nemanda og bindast honum einnig vináttuböndum. Birgir Grétarsson var í flestu til- liti óvenjulegur maður. Hann hafði til að bera þá mannkosti, hæfileika til hugar og handar, atorku og kraft, sem mjög fáum er gefið. En okkur hinum var dýrmætastur hæfileiki hans til að gefa af sjálfum sér. A.f öllu þessu sem hann hafði til að bera gaf hann ótæpilega okkur sem fengum að vinna með honum ótæpi- lega. Birgir virtist alltaf vera í góðu skapi, alltaf brosandi, og það smit- aði svo út frá sér að öllum leið vel í návist hans. Glaðværð og kátína fylgdu honum hvar sem hann fór. Ef hann fékk áhuga á einhveiju tókst honum alltaf að geisla þessum áhuga svo til félaga sinna að þeir hrifust með. Svo mikill var áhugi hans og þeirra félaga á eðlisfræði að á Vakningardögum, þegar hefð- bundið skólastarf er brotið upp, vildu þeir fá að vinna að eðlisfræðilegum verkefnum. í þijá daga unnu þau síðan að sérstökum verkefnum og býr skólinn enn að þeirri vinnu. Eft- ir að skóiavistinni Iauk hélt þessi hópur saman, hádegisverðarídúb- burinn hefur stækkað og hittist reglulega. Þar var Birgir hrókur alls fagnaðar án þess þó að stela sen- unni frá öðrum. Birgir lagði metnað sinn í allt sem hann tók sér fyrir hendur. Metnaður hans var að skila miklu verki og góðu og oft fannst manni sem hann hefði færst of mikið í fang og hefði of mörg jám í eldinum. En með ein- stökum krafti og vinnuþreki skilaði hann alltaf sínu verki þó það þýddi að stundum yrði hann að vinna hvíldarlítið sólarhringum saman. Slík var ábyrgðartilfinning hans. Þessara hæfileika Birgis naut ekki síst leikfélag Flensborgarskólans. Birgir Grétarsson hefur verið tek- inn frá okkur. Það sem hann gaf okkur af sjálfum sér verður hins vegar aldrei frá okkur tekið. Hann var okkur fordæmi um það hvemig við getum gert þennan heim betri. Enginn veit það betur en þú, Hanna Björk. Þið Birgir áttuð marga vini. Við emm öll hjá þér. Eggert Lárusson í dag kveðjum við góðan vin okk- ar, Birgi Grétarsson, sem lést eftir harða baráttu upp á líf og dauða þar sem maðurinn með ljáinn hafði betur. Okkur þykir mjög sárt að kveðja Birgi fyrír fullt og allt, í blóma lífsins og þá sérstaklega þeg- ar framtíðin var svo björt. Á þessari sorgarstund koma upp í hugann minningar um góðar sam- verustundir, til dæmis þorrablótin okkar og útilegur á sumrin, þar sem gleðin og samstaðan var ávallt ríkjandi. Birgir var sannur vinur vina sinna og var hann alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar þannig stóð á. Það em aðeins ijórar vikur síðan við samglöddumst einu pari úr hópn- um þegar það gekk í hjónaband og hver hefði trúað því þá að næst þeg- ar hópurinn kæmi saman þá væri það við útför eins okkar. Elsku Hanna okkar, við vonum að góður Guð gefí þér og ófæddu barni ykkar styrk til að ganga í gegnum þessa þungu raun. Við vottum þér og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér Ijósara í fjar- veru hans, eins og flallgöngumaður sér fyallið best af sléttunni." (Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran.) Halla, Óskar, Hrafnliildur, Tommi, Didda, Pétur, Marta, Valli, Inga Dóra, Ingi, Fanney, Bárður, Aslaug, Þröstur, Júlla, Jón og Brynhildur. Slys gera ekki boð á undan sér, og oft er eins og reiðarslagið falli þar sem síst skyldi. I dag er Birgir Grétarsson borinn til grafar, tvítug- ur efnismaður sem hafði alla burði til að lifa lífinu á farsælan hátt og útilokað var annað en að spá glæstri og gæfuríkri framtíð. En þá féll höggið mikla, það hörmulega slys sem nú hefur dregið hann til dauða. Birgir var í fjögur ár nemandi í Flensborgarskólanum og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1986. Strax sem nýnemi vakti hann athygli mína fyr- ir einarða og þó kurteisa framkomu og ótvíræða forystuhæfileika. Hann var árinu yngri en flestir aðrir ný- nemar, en þó virtist hann á margan hátt standa framar að þroska, ekki aðeins þeim heldur einnig mörgum sem enn eldri voru. Hann var góður námsmaður og sóttist námið vel, en gaf sér þó tíma til að sinna mörgu öðru um leið. Hann var afar félags- lyndur og átti mörg áhugamál og var því frá fyrstu tíð mjög virkur í félagslifí nemenda og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Meðal annars átti hann sæti í skólastjórn fyrir hönd nemenda síðasta ár sitt í skólanum og leysti þau störf af hendi með mikilli prýði eins og ann- að sem hann tók að sér. Hann var einarður talsmaður umbjóðenda sinna, ef því var að skipta, en um leið sanngjam og fylgdi því einu sem hann taldi sjálfur réttast hveiju sinni. Eftir að Birgir lauk stúdentsprófi kom hann iðulega í heimsókn í skól- ann til að spjalla við gamla kennara, fá hjá þeim ráðleggingar og láta vita hvemig gengi á nýjum náms- vettvangi. Hann var jafnan aufúsu- gestur, bæði vegna þeirrar tryggðar sem þetta sýndi við skólann, en þó enn frekar vegna hans sjálfs, vegna þess hve skemmtilegur og gefandi gestur hann var. En nú hefur snögg- Kveðjuorð: Guðmundur Benedikts son á Barði íFljótum Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja... Þeir skulu fá hvíld frá erfíði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim. (Op. Jóh. 14.13) I dag verður til moldar borinn frá Barðskirkju í Fljótum móðurbróðir minn, sr. Guðmundur Benediktsson, er varð bráðkvaddur sunnudaginn 25. október síðastliðinn á heimili sonar síns og tengdadóttur á Voga- braut 32 á Ákranesi. Við fráfall hans streyma minning- amar fram í hugann og allar eru þær á einn veg, stafa frá sér fegurð og birtu. Hér er elskulegt ljúfmenni kvatt, sá glaði og góði drengur geng- inn, sem hamingja var að eiga samleið með á lífsveginum og njóta návista við. Hann var gæddur þeim fágætu eiginleikum að géta ævin- lega hýrgað og glatt samferðamenn sína, svo að tilveran fékk á sig bjart- ara yfirbragð eftir en áður, svo eðlislæg og smitandi var glaðværð hans og góðvild. Sjálfan mig tel ég hafa orðið að betri manni við að kynnast honum, og eignast hann að uppáhaldsfrænda og hollvini og margir munu geta tekið undir þessi orð, því að Guðmundur var hvers manns hugljúfi og öllum þótti vænt um hann, er höfðu af honum per- sónuleg kynni. Því ríkir nú söknuður í hugum fjölskyldu hans, ættingja og vina, er hann er horfínn úr sam- ferðahópnum, en fyrst og fremst skipar þó þökkin til Guðs öndvegi í hjörtum okkar fyrir að hafa gefíð okkur hann að samferðamanni og vini. Það lán fáum við, sem kynnt- umst mannkostum hans seint full- þakkað. „Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir.“ Guðmundur Benediktsson var Húnvetningur að ætt og uppruna. Hann fæddist hinn 6. apríl árið 1901 á Hrafnabjörgum í Svínadal í Aust- ur-Húnavatnssýslu og var því á 87. aldursárinu er hann lést. Foreldrar hans voru þau hjónin Benedikt Jó- hannes Helgason, bóndi á Hrafna- björgum, ættaður frá Eiðsstöðum í Blöndudal og kona hans, Guðrún Ólafsdóttir frá Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, en hún var alsystir Guð- mundar Ólafssonar bónda og al- þingismanns í Ási í sömu sveit. Guðmundur missti föður sinn um 7 ára aldurinn og ólst síðan upp með móður sinni meðal annars um nokk- urt skeið í Ási hjá móðurbróður sínum og konu hans og var þar þá samtíða móður minni, sem þar ólst upp. Á skólaárunum vann hann oft í Ási yfir sumartímann og hafði með höndum um skeið bústjóm á búi frænda síns. Þannig kynntist hann öllum algengum sveitastörfum og var hinn vaskasti maður til allra verka, í senn kappsfullur og sam- viskusamur. En hugur hans stóð til mennta lega verið bundinn endir á þessar heimsóknir. Nú eru það minningam- ar og minningin sem einar verða eftir. Við fráfall Birgirs Grétarssonar hefur horfíð af sjónarsviðinu óvenju efnilegur ungur maður. Við söknum hans öll sem af honum höfðum ein- hver kynni. Mestur er þó eðlilega söknuður þeirra sem honum stóðu næst. Fyrir eigin hönd og fyrir hönd Flensborgarskólans votta ég þeim dýpstu samúð á erfiðri stundu. Kristján Bersi Ólafsson Fyrstu viðbrögð okkar við fráfall Bigga voru djúp sárindi og reiði yfir óréttlæti lífsins. Maður skilur ekki ráðstöfun almættisins að kalla burtu svo ungan og þróttmikinn dreng sem var rétt að byija líf sitt. í reiðinni missir maður trúna, en veit um leið að einmitt á slikri stundu er þörfín fyrir hana mest. Við höfðum ekki þekkt Bigga nema í fáein ár, en samt átt með honum svo margar góðar stundir. Við fundum í honum góðan dreng sem verða mundi samferðamaður í gegnum lífið. Og ekki er langt síðan við sátum með Bigga og fleiri vinum undir hól við Klaustur og nutum náttúrunnar og lffsins. Við gleymd- um okkur við spjall, skoðunarferðir og leiki sem gáfu baminu í okkur lausan tauminn. Biggi var afkastamikill námsmað- ur, aðeins tvítugur og kominn í háskóla. Eftir eitt ár í verkfræði ákvað hann að fresta námi um hálft ár til að fá betur undirbúið komu bamsins þeirra Hönnu. En þegar draumur um líf er að verða að vem- leika knýr dauðinn skyndilega dyra. Eftir stöndum við máttvana og smá, en getum ekki annað en dáðst að þreki Hönnu að takast á við svo miskunnarlausan vemleika. Tuttugu ár er em ekki langur tími og síst til að fylla heila mannsævi. Á stuttri ævi tókst Bigga samt að skilja eftir sig spor, líf og ljúfa minn- ingu. Þó ævi okkar hinna verði ef’ til vill lengri er ekki líklegt að við munum og lokum gera betur. Í minningunni sjáum við Bigga brosandi og lífsglaðan, til staðar þar sem eitthvað var að gerast í hópi vina. Guð styrki þig áfram, elsku Hanna okkar, að takast á við það sem framundan er. Guð tekur og Guð gefur. Við hlökkum til að sjá bamið ykkar komið í heiminn. Guð veri með foreldmm Bigga og bræðr- um og fjölskyldum ykkar beggja. Obba og Freyr og því hóf hann nám norður á Akur- eyri og lauk þar stúdentsprófi vorið 1928. Var hann í hópi fyrstu stúden- tanna, er brautskráðust frá Mennta- skólanum á Akureyri en þeir vom þá aðeins 5 er prófi luku. Guðmund- ur hóf síðan nám við guðfræðideild Háskóla Islands og lauk þaðan emb- ættisprófi 23. júlí þá um sumarið og fékk veitingu fyrir Barðspre- stakalli 7. desember það sama ár. Á skólaárunum' eignaðist Guð- mundur marga góða félaga og vini, en hann hélt tryggð við og góðu sambandi þótt árin færðust yfir. Glaðlyndi hans og spaugsemi, hógværð hans og velvildarhugur áttu ekki hvað sístan þátt í því, hve vel honum varð til vina. Mönnum leið svo vel í nærvem hans. Glaðværðin geislaði af honum og fáir munu þeir vera, er vom fundvísari en hann á hið broslega í tilvemnni og gátu nýtt sér það á græskulausari og saklausari hátt en hann. Árið 1932 kvæntist Guðmundur Guðrúnu Jónsdóttur frá Kimbastöð- um í Borgarsveit í Skagafirði. Var hún einstök gæðakona og var það eitt stærsta lífslán Guðmundar að eignast hana að lífsfömnaut. Þeim hjónum var 5 barna auðið, en misstu eitt þeirra, dreng, Ármann Bene- dikt, nokkurra mánaða gamlan árið 1942 af völdum lungnabólgu. Börnin þeirra önnur em öll á lífi, en þau em: dr. Guðmundur efnaverkfræð- ingur, tæknilegur framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, kvæntur þýskri konu, Hildi Guð- mundsdóttur og eiga þau 3 böm, Jón Björgvin, fulltrúi við Ríkisendur- skoðun, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ásu Stefánsdóttur og eiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.