Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 41 Utanríkisráðherra: Endurskoðun olíu- kaupa hótað við síldarsamninga STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra sagði á Al- þingri í fyrradag, að hann hefði haft samband við sendiherra Sovétrikjanna hér á landi sl. föstudag og tjáði honum að ef slitnaði upp úr síldarsamningum þessara þjóða yrðu öll viðskipti landanna, þar með olíuviðskiptin, tekin til endurskoðunar. Fram kom að samráð var haft við við- skiptaráðherra um þessa ákvörð- un. Sama dag gengu Sovétmenn að skilmálum íslendinga um kaup á 200 þúsund tunnum af síld á 11% hærra verði í dölum en á síðasta ári. milljónum króna, féllu niður væri ekki lengur jafnvægi í viðskiptun- um. Ég veit að hann hafði samband við Moskvu strax en ég get ekkert fullyrt um hvaða áhrif þetta hafði á samningana," sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að núverandi sendiherra Sovétmanna á íslandi, Igor Krasavin, væri mjög velviljaður og hefði gert sér góða grein fyrir þeim eftirköstum sem það hefði getað haft í för með sér ef slitnaði upp úr samningaviðræðunum um siidarkaupin. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, tók í gær sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Kemur hann inn sem varamaður Svavars Gestssonar, er heldur til New York á þing Sameinuðu þjóð- anna strax að loknum landsfundi Alþýðubandalagsins. ^ Morgunblaðið/Sverrir Asmundur á Alþingi Allirámóti Dounreay HJÖRLEIFUR Guttormsson (Abl.-Al.) mælti í gær fyrir til- lögu sem hann og þingmenn úr öllum flokkum, nema Sjálfstæð- isflokki, flytja um að kjarnorku- rendurvinnsíustöðinni í Dounreay verði mótmælt. Sagði hann m.a. að geislamengun haf- svæða gæti ógnað lífríki sjávar og fiskveiðum okkar. Ragnhildur Helgadóttir (S.-Rvk.) sagði þetta vera tillögu um efni sem allir gætu verið sammála um. Bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjóm hefðu haft þetta mál í athugun og beitt sér fyrir mótmælum á mis- munandi vettvöngum. Einnig væri það á dagskrá væntanlegrar heim- sóknar iðnaðarráðherra til Bret- lands. Þar myndi hann meðal annarra hitta að máli Skotlands- málaráðherra Breta. „Ég vil taka það skýrt fram að auðvitað eiga Gunnar Flovenz og hans menn heiðurinn af samningun- um,“ sagði Steingrímur Hermanns- son við Morgunblaðið. „En það er rétt að ég kallaði á sendiherrann og benti honum á að ef þessi kaup á síld féllu niður hlyti það að leiða til endurskoðunar okkar á heildar- viðskiptum við Sovétmenn. Þegar ég var þar í opinberri heimsókn í vor lagði Ryzckov for- setisráðherra mjög mikla áherslu á að jafnvægi væri í viðskiptum þjóð- anna. Ég benti sendiherranum á að svipað gilti af okkar hálfu og ef þessir samningar, sem námu 700 Dómsmálaráðherra: Fullgilding samnings gegn pynt- ingum er fremst í forgangsröð FULLGILDING samnings Sameinuðu þjóðanna um bann gegn pyntingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu hefur verið sett efst í forgangsröð þeirra samninga sem ísland hefur undirritað og bíða nú fullgildingar. Kom þetta fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guð- rúnar Helgadóttur um hvað liði fullgildingu samningsins. Hann var undirritaður fyrir íslands hönd 4. febrúar 1985. AIÞMMil Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, sagði ekki vanta vilja af íslands hálfu til að fullgilda samn- inginn en vanda þyrfti verkið. Utanríkisráðherra hefði sett samn- ing þennan fyrst í forgangsröð þeirra samninga sem ísland hefði undirritað og biðu nú fullgildingar. Um þetta væri hann sammála ut- anríkisráðherra. Meðal þeirra atriða sem nú væru til athugunar nefndi dómsmálaráð- herra m.a. að ekki lægi fyrir alveg skýr skilgreining á hvað teldist pynding samkvæmt samningnum. Það lægi því ekki ljóst fyrir, án ítar- legrar athugunar, hvort íslensk hegningarlög veitu refsivemd gagnvart öllum tegundum af pynd- ingum. Dómsmálaráðherra sagði einnig að við fullgildingu samningsins Viðskiptaráðherra: Viðskiptaráðherra svaraði í gær fyrirspurn Skúla Alexand- erssonar um hvað Flugleiðir hefðu greitt fyrir leigu á Fok- Skjaldborg um ríkis- bankana Á FUNDI þingflokks Borgara- flokksins 2. nóvember sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Þingflokkurinn mótmælir hug- myndum viðskiptaráðherra og ríkisstjómarinnar um að breyta ríkisbönkum í hlutafélagabanka. Þessi samþykkt á sérstaklega við þá umræðu, sem hefur átt sér stað um Búnaðarbanka íslands og vænt- anlega breytingu á eignarhluta ríkisins í honum. Borgaraflokkurinn hvetur lands- menn alla til að mynda skjaldborg um ríkisbankana." ker-vél Landhelgisgæslunnar, TF-Sýn, á árinu 1986 og þessu ári. Þá var spurt hvort þær tekj- ur hafi verið notaðar til kaupa á nýjum og bættum tækjakosti fyr- ir Landhelgisgæsluna. í svari viðskiptaráðherra kom m.a. fram að tekjur af leigu hefðu verið 7,45 milljónir samtals og hefði þeim verið varið til tækja- kaupa fyrir Landhelgisgæsluna. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði leigugreiðslur Flug- leiða hafa verið 6,7 milljónir á árinu 1986 en 750 þúsund krónur það sem af væri þessu ári, eða samtals 7,45 milljónir króna. Leigutekjum þessum hefði að stærstum hluta verið varið til greiðslu á milligjöf vegna makaskipta á þyrlu af gerð- inni Hughes 500 D og annarar af gerðinni AS 350 (TF-Gró). Verð- munur þyrlanna var 5,8 milljónir. Einnig hefðu verið keypt upp- tökutæki fýrir TF-SÝN til skráning- ar á stjórn vélarinnar og fjarskipt- um. Verð þessara tækja var 1,4 milljónir og er þá kostnaður við ísetningu ekki meðtalin. Þessi út- gjöld væru því a.m.k. á við leigu- tekjur. Viðskiptaráðherra sagði þessa tækju íslensk stjómvöld á sig skyld- ur sem taka þyrfti afstöðu til hvemig yrði fullnægt. Mætti þar nefna að tryggja skal að kennsla og upplýsingar um bann við pynd- ingum verði gagngert innifalin í þjálfun löggæslumanna, starfsfólks heilsugæslu, yfirheyrslu eða með- ferð hvers þess manns sem sætir handtöku, varðhaldi, eða fangelsun af nokkm tagi og að aðildarríki skulu tilgreina bann þetta í reglum þeim eða fyrirmælum sem sett eru með hliðsjón af skyldum og verk- sviði allra slíka starfsmanna. Taka þyrfti afstöðu til hvaða starfsstéttir væri átt við og hvemig hægt væri að taka framangreinda kennslu upp með beinum hætti í nám þeirra. Stuttar þingfréttir Leigutekjur af TF-SÝN hafa farið tíl tækjakaupa Fundur var í sameinuðu þingi í gær. Á fundinum voru lögð fram þrjú ný þingmál. Norræni fjárfesting- arbankinn Ríkisstjómin hefur lagt fram frumvarp um að heimilt verði að auka hlutafé Islands í Norræna fjárfestingarbankanum um 7,2 milljónir sérstakra dráttarréttinda (SDR) og leggja fram 7,5% þeirr- ar fjárhæðar. Viðmiðun við verð- tryggingu Kristín Einarsdóttir (Kvl.-Rvk.) spyr viðskiptaráðherra hvort hann hafi einhver áform um að endur- skoða samsetningu lánskjaravísi- tölu eða að taka upp aðra viðmiðun við verðtryggingu. Dreifing útvarps og sjónvarps Níu þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram þings- ályktunartillögu um dreifingu útvarps og sjónvarps. Lagt er til að á næstu þremur árum verði nægjanlegt fjármagn tryggt svo að koma megi upp þeim búnaði sem þarf til þess að allar útsend- ingar Rikisútvarpsins frá stöðvum þess í Reykjavík náist hvar sem er á landinu. Kosið í Norðurlandaráð Kosið var í Norðurlandaráð í gær. Kosin voru sem aðalmenn þau Ólafur G. Einarsson (S.-Rn.), Páll Pétursson (F.-Nv.), Eiður Guðnason (A.-Vl.), Sverrir Her- mannsson (S.-AL), Valgerður Sverrisdóttir (F.-Ne.), Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.), Óli Þ. Guðbjartsson (B.-Sl.). Uppsagnir á Orku- stofnun til umræðu Jón Sigurðsson, viðskipta- og dómsmálaráðherra. fyrirspum gefa tilefni til að velta fyrir sér hvort fjármagna mætti tækjakaup Landhelgisgæslunnar að einhverju leyti með leigu á tækjum hennar, þ.e. flugvélum og skipum. Taldi hann að það ætti að megin- stefnu til ekki að gera. Hinsvegar gætu komið upp undantekningartil- felli þar sem nauðsynlegt væri að Landhelgisgæslan tæki að sér verk- efni sem aðrir aðilar hérlendis gætu ekki innt af hendi. UPPSAGNIR átján starfsmanna á Orkustofnun, komu til umræðu í sameinuðu þingi í gær í kjölfar fyrirspumar frá Steingrími J. Sigfússyni (Abl.-Ne.) til Friðriks Sophussonar, iðnaðarráðherra. Uppsagnirnar taka gildi um næstu áramót. Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra, sagði þessar uppsagnir vera til komnar fýrst og fremst vegna samdráttar í verkefnum hjá stofnuninni og þar með sértekjum hennar. Ef ákveðið hefði verið að seinka þessum uppsögnum hefði það einungis haft í för með sér að segja hefði upp fleiri starfsmönn- um. Samdrátturinn væri raunar meiri en uppsagnimar gæfu til kynna þar sem ekki yrði ráðið í ný störf á næsta ári. Fjórir þingmenn úr þremur flokk- um, þau Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.), Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.), Álbert Guðmundsson (B.-Rvk.) og Kristín Einarsdóttir (Kvl.-Rvk.) gagnrýndu uppsagnim- ar og töldu að bíða hefði átt eftir afgreiðslu íjárlaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.