Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
67
Konur
Til Velvakanda.
Dag nokkum árið 1924 þusti
hópur unglingsstúlkna upp þrönga
stigana sem liggja áð áheyrenda-
pöllum Alþingis. Þær voru komnar
til þess að hlusta á ræðu einu kon-
unnar sem fram til þess tíma hafði
setið Alþingi íslendinga sem lqorinn
þingmaður. Hún hét Ingibjörg H.
Bjamason. Þama stóð hún í ræðu-
stólnum, virðuleg, hnarreist og
glæsileg og flutti mál sitt skýrum
rómi. — Við vissum að sumir þing-
menn áttu það til að tala til hennar
með rustaskap og þursalegu við-
móti. Þó var bót í máli að hún gat
öðlast stuðning hjá forsætisráð-
herra, því rólega prúðmenni og
vitmanni Jóni Magnússyni. Það var
hann sem að lokum rak endahnút-
inn á sjálfstæðismálið með samn-
ingunum 1918. En mikið fannst
okkur samt þessi eina kona vera
einmana. Vei þeim eina, stóð í
Prédikaranum.
Varla hefur nokkurri okkar á
þessari tíð dottið í hug að við ættum
eftir að sjá á annan tug kvenna slá
ljóma og lit yfir sali hins háa Al-
þingis. En svona er nú loksins komið
og mátti satt að segja ekki seinna
a Alþingi
vera. Þó að svo fámennri þjóð sem
íslendingar eru veitir sannarlega
ekki af að sérhver þegn fái tæki-
færi til að gera þjóð sinni það gagn
sem frekast má. Árum saman hefir
mátt lesa í blöðum fréttir af náms-
árangri skólafólks. Þar hafa stúlkur
oft raðað sér í efstu sætin ár eftir
ár. Maður hefír spurt: Hvað varð
um allar þessar duglegu og gáfuðu
stúlkur? Lengi vel sagði fátt af
þeim, en skólabræður þeirra tóku
forystu í þjóðlífinu, þótt lærdómsaf-
rekin væru ekki alltaf í besta lagi.
Sá skemmtilegi tími sem við nú
lifum gefur færi á að horfa við og
við í sjónvarpinu beint inn á Al-
þingi. Yfírleitt munu deilur þing-
manna vera með rólegra yfírbragði
en gerðist fyrr á öldinni.
Tilkoma kvennanna sýnir þó
stundum nokkum mun á því hvort
það eru karlar sem deila hver við
annan eða hvort þeir tala til kvenn-
anna. Sem sé, þegar karlar eru á
öndverðum meiði þá tala þeir í lá-
réttri línu til andstæðingsins, þeir
standa líkingalega séð á sama palli.
En þegar þeir deila við konu þá ligg-
ur línan nærri lóðrétt, konan virðist
standa á lægri palli. Þó era margir
þingmenn prúðir í reiði sinni, sem
betur fer flestir. En samt sér maður
„rastikusinn" og þursann reka upp
hausinn við og við.
Hér er alls ekki átt við tilfínn-
ingamanneskjuna, sem berst af
eldmóði fyrir máli sínu og það jafn-
vel svo að hún á erfítt með
taumhaldið á ríkum skapsmunum.
Þess háttar manngerð fylgir ekki
þursaskapur. Frægasta dæmi um
slíkar eldsálir er gamli Benedikt
Sveinsson sýslumaður. Hann kvað
hafa þeytt af sér gleraugunum út
í sal, tárast svo sem hrykki hagl-
kom af vöngum, og loks stokkið
út og hent hurðum. Þessi maður
er talinn vera almesti mælskumaður
sem á Alþingi hefur setið. En hann
var ekki í hinum leiðinlega og
drýldna þursaflokki.
Það hlægir mig I elli minni að
sjá og heyra flokk hinna gáfuðu
og vitru kvenna sem nú loksins
hefur útrýmt einmanaleikanum sem
umlukti fyrstu þingkonumar. Svo
kvað Einar Benediktsson:
Vort land er í dögun af annarri öld.
Nú ris elding þess tíma, sem fáliðann virðir.
Sigurveig Guðmundsdóttir
ÓKEYPIS BÆKLINGUR
Starfsframi, betri vinna, betri laun
Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum
starfsf rama og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima
hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón-
ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskó!ann! Líttu á listann og
sjáöu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur
örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír-
teini í lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú færö
ÓKEYPIS BÆKLING sendan íflugpósti. (Setjið kross í aðeins
einn reit). Námskeiöin eru öll áensku.
□ Tölvuforritun
□ Ratvirkjun
□ Ritstörf
□ Bókhald
□ Vélvirkjun
□ Almennt nám
□ Bifvólavirkjun
□ Nytjalist
□ Stjórnun
fyrirtœkja
□ Garóyrkja
□ Kjólasaumur
□ Innanhúa-
arkitektúr
□ Stjórnun hótela
og veitingastaöa
□ Blaóamennska
□ Kœlitsakni og
loftræsting
Nafn:
Heimílisfang:..........................
ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High
Street, Sutton, Surrey SM11PR, England.
m m m m m-m mmmmmmummmmmummmmmmmmmummm
Jakkar og terelynekápur
Ný sending af ullarjökkum í mörgum litum.
Verð kr. 4.500,-
Terelynekápur verð
kr. 3.800,-
Úlpur loðfóðraðar með hettu,
verð kr. 3.800,-
Kjólar í fjölbreyttu úrvali,
verð frá kr. 1.600,-
Dalakofinn,
Linnetstíg 1, Hafnarfirði,
sími 54295.
tungumál eða stærðfræði?
5 vikna námskeið hjá Mími
gefa þér tækifæri til að
bæta árangurinn. Skólinn
verður skemmtilegri og
prófin engin hindrun.
9. nóv. — 10. des.
tvisvar í viku.
Upplýsingar og innritun í s. ma 10004/21655/11109
i r
IÁNANAUSTUM 15H
X'
■f
J