Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 íslendingar vinna að þróun tækniaðferða til ormaleitar Um 75% hringorma finnast á ljósaborðum frystihúsanna ÍSLENSKIR visindamenn hafa undanfarin ár unnið að þróun tækniaðferða tíl hringormaleit- ar í fiski til að minnka kostnað- inn við leitina en núverandi aðferðir við hana kosta frysti- húsaeigendur hundruð milljóna króna árlega og einungis 75% ormanna finnast á ljósaborðum frystihúsanna. Ferskfískmarkaðurinn í Vest- ur-Þýskalandi hefur orðið veru- lega lakari eftir að þáttur um hringorma í sfld var sýndur þar í sjónvarpi 25. júlí sl. og 14. októ- ber sl. birti bandaríska dagblaðið The New York Times grein um hringorma í físki sem seldur er í Bandaríkjunum. Þar hefur neysla á hráum físki aukist mikið undan- farin ár en hringormurinn getur enn verið lifandi í honum þegar hans er neytt. Hringormurinn drepst hins vegar við frystingu, hitun og bökun. Einnig drepst hann í saltfíski og skreið. Umfjöllun bandarískra fjöl- miðla gæti hugsanlega haft svipuð áhrif á fískmarkað íslendinga í Bandaríkjunum og umfjöllun þý- skra Ijölmiðla um sfldarorminn hafði í Þýskalandi. Meðal annars vegna hringorma í físki hefur nú verið lagt fram frumvarp á Banda- ríkjaþingi um skoðun alls físks sem seldur er í Bandaríkjunum. Hringormum fjöigar vegna fleiri sela Hringormum í físki hefur fjölg- að mjög undanfama áratugi vegna ijölgunar sela en þeir em lokahýslar selormsins. Selum hef- ur fjölgað vegna minni veiða á þeim, svo og vegna byggðarösk- unar, t.d. á Ströndum og í Skaftafellssýslum. Áætlað er að stærð selastofnsins hér við land sé nú um 40 þúsund landselir og um 10 þúsund útselir. í útsel em að meðaltali tvö til þijú þúsund hringormar en einungis nokkur hundmð í landsel. í kvenkyns sel- ormi géta verið tvö til þijú hundmð þúsund egg. Þau fara með saur selsins í sjóinn þar sem þau klekjast síðan út. Lirfumar em síðan étnar af smákrabbadýr- um sem em aftur á móti étin af físki en lirfumar geta orðið að ormum í fjölmörgum físktegund- um. Hringormseggin þroskast hins vegar ekki í mjög köldum sjó, svo sem við Grænland og Norður- Noreg og þar er því lítið um hringorm. Hvalir em lokahýslar sfldarormsins en hann er ekki al- varlegt vandamál hér við land. Hins vegar er mikið um sfldarorm í Norðursjávarsfldinni en hann olli einmitt hmni ferskfískmarkaðar- ins í Vestur-Þýskalandi. Ormatínslukostnaður hefur aukist um 786% Árið 1963 var einn og hálfur hringormur að meðaltali í hveiju kílói flaka af þorski veiddum á grannslóð en 1985 vom ormamir hins vegar 9,65 í hveiju kflói flaka af línu- og handfæraþorski. í þorski veiddum á djúpslóð var hálfur ormur í hveiju kflói flaka árið 1963 en fímm og hálfur í togaraþorski árið 1985. Kostnað- urinn við að tína ormana úr þorskinum jókst frá árinu 1964 til 1985 um 786%, miðað við laun 1. október 1985, frá 65 aurum við hvert kfló árið 1964 upp f 5,11 krónur árið 1985, að því er segir Dr. Hannes Hafsteinsson á einni af rannsóknastofum Coraellháskólans við mælingar á deyfingu hljóð- bylgna. „Fyrstu mánuðimir, sem ég vann að doktorsritgerðinni í Bandaríkjunum," sagði dr. Hann- es, „fóm í að rannsaka eiginleika hringormsins. Síðan fór ég yfír þær aðferðir sem notaðar em til þess að leita að göllum, eða að- skotahlutum, ýmist í fljótandi efni eða föstu, t.d. vefjum, þ.e.a.s. röntgentækni, ljóstækni, hljóð- bylgjutækni og svokallaða NMR-tækni eða Nuclear Magnetic Reconance. Þetta vom einungis pappírsrannsóknir á bókasafni Comell-háskólans. Við smíði ormaleitartækis hafa flestir einbeitt sér að ljóstæknileg- um aðferðum. Því miður hafði vinna þeirra ekki borið meiri árangur en svo að ormar, sem lágu dýpra í fískholdinu en 6 til 8 mm frá yfírborði físksins, greindust ekki. Með ljóstækninni var heldur ekki hægt að sjá í gegn- um roðið. Röntgentæknina vildi ég ekki nota vegna þess að rannsóknir Kanadamanna höfðu leitt það í ljós að ormar sjást illa eða alls ekki með röntgengeislum. NMR- tæknin var á það miklu fmmstigi, hvað gegnumlýsingu varðar, að ég taldi ekki mögulegt að ná mikl- um árangri með henni á þessu stigi. Hljóðbylgjutækni á sjúkrahúsum Hljóðbylgjutæknin hefur verið notuð um nokkurt skeið á sjúkra- húsum, m.a. við fósturrannsóknir. í hljóðbylgjutækjum sjúkrahú- sanna em yfírleitt notaðar hljóð- 1| ,'V r<:, v ■ Ljjósmynd/Dr. Hannes Hafsteinsson Myndin til vinstri er af þorskflaki á ljósaborði. Myndin til hægri er sama myndin unnin með merkjafræðilegum aðferðum svo betur megi greina hringormana. í grein Halldórs Bemódussonar í 1. tölublaði Ægis 1986. Vestfírðingar veiddu 47.217 tonn af þorski árið 1984. Ef þessi afli hefði allur verið unninn í neyt- endapakkningar og blokk hefði tekið 395 þúsund klukkustundir, eða 191 mannár, að tína orminn úr honum en það hefði kostað um 60 til 70 milljónir króna. Einnig hafa lauslegar athuganir sýnt að þorskurinn léttist hlutfallslega eftir því sem fleiri ormar em í honum. Reynt hefur verið að minnka tilkostnaðinn við ormaleitina með tvennum hætti. Annars vegar var byijað á því, árið 1982, að greiða verðlaun fyrir selveiðar og frá árinu 1985 hafa ur.i 5.500 selir verið veiddir hér árloga. Hins veg- ar hafa vísindamenn unnið að þróun tækniaðferða til hringorma- leitar. Þróun tækniaðferða til hringormaleitar Dr. Hannes Hafsteinsson mat- vælaverkfræðingur varði nýlega í Bandaríkjunum doktorsritgerð sína um hringorma og tækjabúnað til að greina þá í físki. Ljóamynd/dr. Kevin Parker Tækjasamstæða á Upplýsinga- og merkjafræðistofu Háskóla íslands til tölvumyndgreiningar á ormum, beinum og ýmsum gæðaeiginleikum i fiskflökum. bylgjur með tíðni á bilinu 2,5 til 5 megarið en til era hljóðbylgj- usmásjár með yfír 100 megariða hljóðbylgjutíðni. Allt benti til þess að hægt væri að nota svipaða tækni, og hljóðbylgjusmásjáin er byggð á, til að ^greina hringorma og bein í físki. Utreikningar mínir sýndu að til þess að nota mætti hljóðbylgjutækni við ormaleit þurfti að nota tíðni á bilinu 10 til 20 megarið. Styrkur hljóðbylgna minnkar á leið þeirra í gegnum fískhold vegna ísogs og dreifíngar. Til samans nefnast þessir þættir deyfíng. Til þess að nýta megi sömu tækni í ormaleitartæki og hljóðbylgjusmásjáin er byggð á verður að vera mikill mismunur á því hvemig hljóðbylgjur dofna í fískholdi annars vegar og í hring- ormum hins vegar. Þegar ég hóf rannsóknir mínar var ekki vitað hversu mikill þessi mismunur þyrfti að vera þannig að ég kann- aði hversu mikið hljóðbylgjumar deyfast í fískholdi og hringormum við mismunandi tíðni. Rannsóknir mínar leiddu í ljós að hljóðbylgjur dofna álíka mikið í mismunandi gömlum og stómm þorski, ýsu og steinbít. Hljóð- bylgjumar dofna meira við aukna tíðni og mun meira í hringormum en fískholdi. Hins vegar komast hljóðbylgjur með háa tíðni ekki í gegnum þykkt fískhold. Hljóð- bylgjumar deyfast meira í fryst- um hringormum en lifandi. Þar af leiðandi er hægt að greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.