Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Mannlýsingar Békmenntir Siglaugur Brynleifsson Sigurður Nordal: Mannlýsingar I—III. Ritsafn. Jóhannes Nordal hafði umsjón með útgáfunni. í rit- nefnd með honum voru: Eiríkur Hreinn Finnbogason, Kristján Karlsson og Ólafur Pálmason. Út- lit: Hafsteinn Guðmundsson. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1986. Fyrstu bindin í fyrirhugaðri út- gáfu heildarverka Sigurðar Nordal komu út á aldarafmæli hans 14. september 1986. í fyrsta áfanga útgáfunnar eru prentaðar ritgerðir og rit, sem útgefendur nefna „Mannlýsingar", í þremur bindum. í fyrsta bindi, sem ber undirtitil- inn „Frá Snorra til Hallgríms" eru rakin nokkur æviatriði og helstu áfangar í ritferli Sigurðar Nordal. Fyrsta verkið er Snorri Sturluson sem kom fyrst út 1920, síðan rit- gerð á 700 ára ártíð hans, prentuð í Skími 1941. Þamæst em prentað- ar ritgerðimar um Átrúnað Egils Skallagrímssonar, Gunnhildi kon- ungamóður, Völu Stein og Bjöm úr Mörk. Persónulýsingar frá 17. öld með Trúarlífi síra Jóns Magnús- sonar og ritgerð um Píslarsöguna og Tyrkja-Guddu koma þamæst. í lokin er síðasta meiriháttar ritgerð höfundar, Hallgrímur Pétursson og Passíusálmamir, en sú bók kom út þegar höfundurinn var áttatíu og Qögurra ára, 1970. Athugasemdir höfundar, sem koma fram í formálum og eftirmál- um og neðanmálsgreinum, em teknar að nokkm í þessa útgáfu. í formála fyrstu útgáfu „Snorra Sturlusonar" skrifar höfundur: „Ég hef ... reynt að skrifa þessa bók um lifandi rit fyrir lifandi menn . . . En þau vísindi, sem em fólgin í tómum fræðatíningi, upptalningu í stað ályktana og skilnings, bóka- skrám í stað dómgreindar, þykja mér lítils virði.. . andleg störf verða ekki unnin með vélum, og aðferðun- um er ofvaxið að gera vélgenga þumbara að vísindamönnum ...“ „Snorri Sturluson" er þrátt fyrir gagnrýni höfundar sjálfs á suma kafla ritsins, höfuðrit um verk Snorra Sturlusonar og þá einkum Ólafs sögu helga, sem er snilldar- legasta sagnfræði- og ævisögurit, sem skráð hefur verið hér á landi. Skilningur Sigurðar Nordal á að- ferðum og snilld Snorra við samn- ingu sögunnar er einstök. Ritið er menningarsaga 13. aldar, en fyrst og fremst saga snillings og sagna- sköpunar hans, ítarlegt og efnis- mikið og skrifað af andagift, sem gerir það að „lifandi riti". Aðrar ritgerðir í þessu bindi vöktu mikla athygli á sínum tíma, bæði fara saman sjaldgæf þekking á viðfangsefnunum og skáldleg til- þrif. Skilningur höfundar á rétt- trúnaði 17. aldar í „Trúarlíf Jóns Magnússonar" og „Hallgrímur Pét- ursson og Passíusálmamir" er blessunarlega flarlæg því fordæm- ingarrausi, sem hefur einkennt skrif margra höfunda um 17. öldina og rétttrúnaðinn. Annað bindi „Mannlýsinga" Skáldaöld, fjallar um 14 skáld 19. og 20. aldar. Sigurður Nordal skrif- aði langar ritgerðir sem formála að útgáfum verka þeirra margra og eru þeir endurprentaðir hér ásamt erindum sem hann flutti varðandi þau. Þótt hér sé fjallað um skáldskap og bókmenntir þá er kveikjan að skáldskapnum skáldið sjálft og þessvegna eru lýsingar og skilning- ur á höfundunum viðamikill þáttur þessara ritgerða. Sigurður Nordal mat Jónas Hallgrímsson mest allra skálda, eins og kemur fram í formála að þessu bindi, „áhrif hans (J.H.), svo hljóðlát og tormæld sem þau eru, ómetanleg fyrir íslenzkt þióðlíf og menningu". Þótt svo væri, auðnað- ist Sigurði Nordal ekki að skrifa um Jónas og gefa út rit hans, þótt hann hefði fullan hug á því. Hér er tekin með greinin „Alsnjóa" sem er ritskýring á einu kvæði Jónasar, sem er jafnframt eina ritgerð höf- undar um Jónas. Þetta bindi hefst á útvarpserindi sem flutt var á 150 ára afmæli Bjama Thorarensen, 30. des. 1936. Ritgerðimar fylgja tíma- röð, aldri skáldanna og síðustu ritgerðimar eru um þau skáld sem voru samtíða höfundi og sem hann var „mjög kunnugur". Hér eru birt- ar tvær áður óprentaðar greinar, ræða og erindi um Vatnsenda-Rósu og um Sigurð Breiðíjörð og Bólu- Hjálmar. Ritgerðin um Grím Thomsen, sem birtist fyrst með Ljóðmælum hans 1969 er hér endurprentuð og einnig „Frá meistaraprófi Gríms Thomsens", sem birtist í Afmælis- riti Halldórs Hermannssonar 1948. Sigurður Nordal víkur að Búa- rímum í ritgerðinni, en eins og hann segir hefur mörgum sést yfir þær. En þar er að fínna „allra fegurstu erindi sem hann (Gr. Th.) hefur ort“. í þessu bindi eru m.a. formál- Sigurður Nordal inn að Andvökum Stephans G. Stephanssonar og formáli að annari prentun þeirrar ritgerðar (1959). Höfundur skrifar í þeim formála þá: „Erþessi ritgerð a.m.k. rækileg- asta tilraun, sem enn hefur verið gerð til þess að lýsa St. G. St., manninum og skáldinu". Trúmál og trúarreynsla var Sig- urði Nordal alltaf mjög hugstæð og í ritgerð hans um „andvöku“-skáld- ið ber þessi efni mjög á góma. „Því að það er sannfæring mín, að trúar- brögð af einhverju tagi séu hæsta takmark mannlegs þroska og án þeirra geti enginn maður orðið sannarlegt stórskáld." Hér er það setningin „trúarbrögð af einhveiju tagi“, sem þarfnast nánari skil- greiningar. íslenska hugtakið „trúarbrögð" er ekki sömu merk- ingar og „religio", og trú á fram- vindu og glæsta framtíð er ekki „religio". Höfundurinn ræðir þetta misræmi á „trú“ og „religio" á öðr- um stað. St.G.St. taldi sig heiðingja, „aþeista". Sigurður Nordal kemur að lýsingum á hughrifum og anda- gift skáldanna í þessu sambandi og talar um svipaða reynslu trúmanna, talað er um hugardjúp í tengslum við þetta, miðaldamenn töluðu um andartakið utan rúms og tíma, „nunc stans" algjöra lausn frá tíma, fortíð og framtíð. Hegel talar um „nunc etemitatis" þar sem allurtími samtengist og verður eitt, nútíð, fortíð og framtíð. Þessar stundir uppljómunar, hrifningar, innblást- urs og andagiftar eru gefnar, ef svo má segja. Trúaður maður getur hlotið þær, einnig heiðið skáld. Or- sökina veit enginn. Formálinn að Þymum Þorsteins Erlingssonar ásamt ræðum til hans og um hann er prentað hér. Sigurð- ur Nordal telur sig standa í þakkarskuld við Þorstein, einkum vegna þess að eins og hann skrif- ar: „Vantrúarkvæði Þorsteins ... áttu e.t.v. diýgstan þátt í því að gera mig að saklausum heiðingja á bamsaldri og forða mér svo óbeinlínis frá ýmsum hleypidómum á fullorðinsárum ...“ Þakklæti höf- undar og hlýhugur vermir allar umsagnir hans um þetta ljúfa skáld. Sigurður Nordal skrifaði um Einar Benediktsson í Kvæðasafnið 1964, síðar gefið út í sérútgáfu 1971. I formála að þeirri útgáfu talar höf- undurinn um þau atriði sem hann fjallar um í ritgerðinni um skáldið, en þau snerta einkum lífsskoðun og heimsskoðun E.B. í sambandi við lífsskoðun E.B. skrifar Sigurður Nordal um nútíma sálarfræði og háttemisfræði (behaviorism). Kenningar þessara greina hlutu að verða Sigurði Nordal hinar hvim- leiðustu, öll hans skrif eru algjör andstæða fordóma, einsýnnar, vísindalegrar drýldni og furðulegrar þröngsýni. „Er það ekki fulldjörf ályktun, að ekkert sé til í sálinni nema það, sem sálfræðin getur náð tökum á, þar sem hún er á vegi stödd á hveijum tíma.“ Með ritgerð sinni dregur höfundurinn upp lif- raunar vitað, að sumum hefur tekizt það. Rudolf von Zell hafði verið hægri hönd Martins Bormanns í stríðinu og líklega hafði hann einnig beint samband við Hitler. Rudolf von Zell hefur nú náttúrlega horfið, eins og jörðin hafí gleypt hann og það sem verra er, hann hafði á brott með sér digran feng eldgamalla gullmynta. Walter er fengið það verkefni að reyna að hafa upp á Rudolf. Hann á að yfirheyra Konstönzu, eiginkonu hans í því skyni. Ýmsir hafa reynt það áður, en Konstanza lætur sig hvergi og henni hefur tekizt að sann- færa mennina, sem a’ yfirheyrslun- um stóðu um að hún væri að segja sannleikann. Samt verður að gera Eigmkona nazista Kápumynd Erlendar baekur Jóhanna Kristjónsdóttir Peter Watson: The Nazi's Wife Útfif. Grafton Books 1987 HEIMSSTYRJÖLDINA síðari ætlar seint að þijóta sem uppsprettu fyrir höfunda af öllu tagi. Stríðssög- ur, örlagasögur, sögulegar sögur, afþreyingasögur, sögur um leit að gömlum nazistum og ég veit ekki hvað. Peter Watson hefur ekki skrif- að skáldsögu fyrr, en sent frá sér nokkrar bækur um ár heimsstyijald- arinnar síðari. Hann átti þátt í að hafa upp á listaverkum, sem nazist- ar höfðu komið undan og skrifaði um það bók og hlaut hina mestu viðurkenningu fyrir. Hann var lengi blaðamaður og síðar ritstjóri við Sunday Times. Walter Wolff, bandarískur starfs- maður (?) í Þýzkalandi eftir stríðið. Hans verk er raunar að hafa upp á fjársjóðum, sem nazistar hafa reynt að fela. Vegna þess að í fyrsta lagi má menningararfurinn ekki glatast og á hinn bóginn gætu nazistamir notað þessi listaverk til að flármagna flótta sinn í ýmsar áttir og það er eina tilraun enn og þá kemur sem sagt Walter til skjalanna. Honum er fullljóst að ekki dugir að flana að neinu og því reynir hann að afla sér upplýsinga og kanna málið, áður en að því komi að hann hitti Konstönzu. Hann ræðir við fjöl- skyldumeðlimi, einkaritara og fleiri. Lendir í glæfraævintýri á fjöllum, þegar hann og stúlkan Allie, hafa fengið grun um, hvar Rudolf von Zell gæti leynzt og halda því þang- að. Það er liðið vel fram í bókina þegar leiðir Walters og Konstönzu liggja að lokum saman og það sýnir sig fljótlega að viturlegt hafði verið af Walter að taka sér nokkum tíma í undirbúninginn. Á hinn bóginn hefði höfundur mátt þjappa fyrri hlutanum betur saman og sleppa ýmsum smáatriðum, sem þjóna erg- um tilgangi og leiðir til spennufalls. Það má sjá að höfundur er vanur að skrifa og hann nær að gera nokkrar ágætar persónur. Þegar á líður fer það sömuleiðis að verða nokkuð augljóst, að hann hefur meiri metnað með bókinni en að hún sé bara góð spennu og afþreyingar- lesning. Ekkí tómt kjaftæði Békmenntir Jóhann Hjálmarsson KJAFTÆÐI. Ljóð og smásögur eftir framhaldsskólanemendur. Efnisval: Guðmundur Andri Thorsson, Gyrðir Elíasson og Steinunn Sigurðardóttir. Útg- áfuféiag framhaldsskólanna 1987. Efnið í Kjaftæði er úr ljóða- og smásagnakeppni framhaldsskól- anna á þessu ári. Þótt hér sé varla um að ræða fullkomna mynd af því sem ort er og skrifað í fram- haldsskólum má ætla að kverið (88 bls.) gefi einhveija hugmynd um bókmenntaviðleitni skólafólks. Það er reyndar sjaldgæft að verulega góður skáldskapur komi frá nemendum á framhaldsskóla- stigi, en unnt hefur verið að greina efni í skáld, samanber Nýjan Gretti hér um árið. í Kjaftæði staðnæmist lesandi fyrst við ljóðadeildina. Sá hluti bókarinnar hefst að vonum á verð- launaljóðinu, Stjömum eftir Stein- ar Guðmundsson: Skínandi stjama á kolsvörtum himni. Skýjakljúfar, leigubílar. Það eru milljónir allt í kring ljósár í burtu. Stjömur em snoturt ljóð, mynd- rænt og hófsamt í framsetningu. Meira niðri fyrir er Þómnni Bjöms- dóttur í 39 dögum, ljóðinu sem fékk önnur verðlaun: „svitinn renn- ur niður heita líkama/ mannanna með byssustingina/ sem halda frelsinu fyrir utan/ gluggann okk- ar.“ Uggi Jónsson sem hlaut þriðju verðlaun fyrir Hugannir yrkir: „Mér til hugarhægðar hugsa ég öðru hvora með mér að/ allt sé í lagi. Hvað get ég annað en reynt/ að aka seglum eftir vindi á hring- sóli mínu?/ Þið megið álasa mér fyrir að vera minn eiginn herra/ og augnaþjónn - en sýnið aðgát í nærvem sálar:/ Farið á bak við mig.“ Uggi er ungæðislegur og tilfinningasamur höfundur í já- kvæðri merkingu orðanna. Það sýnir ekki síst annað ljóð eftir hann: Fuglar — mansöngur. Fleiri höfundar yrkja laglega: Elsa Björk Valsdóttir, Erla M. Marteinsdóttir, Hermína D. Ólafs- dóttir, Jón Hersir Elíasson, Steingrímur P. Kárason og Þórar- inn Torfason. Flest ljóð em eftir Kristján Þ. Hrafnsson sem að mínum dómi er efnilegt skáld og hefði átt skilið verðlaun. Hann yrk- ir á næmlegan hátt um ást og einsemd, til dæmis í Endurfundum: Um hvað eigum við að tala? Tími samveru okkar langt að baki og fyrir því að við höfum þekkst engar sannanir aðeins minningar um nokkur augnablik og endurómur hljóðlátra orða Nú horfum við hvort í sína áttina tvær manneskjur sem fyrir tilviljun hafa lent hlið við hlið í biðröð og finnst þær kannast eitthvað við hvor aðra Smásagnadeildin er ójafnari en ljóðadeildin. En athyglisverðar Kjaftæði er kver með ljóðum og sögum eftir framhaldsskólanem- endur og er gefið út af þeim sjálfum. sögur er að finna í Kjaftæði. Verð- launasögumar era allar í þeim flokki, hver með sínum hætti: Minningar spámanns eftir Garðar Á. Ámason (fyrstu verðlaun), Skeljar eftir Ugga Jónsson (önnur verðlaun) og Þegar ég eftir Elsu Björk Valsdóttur (þriðju verðlaun). Gömul saga og ný eftir Kristján Þ. Hrafnsson er saga í gamalkunn- um raunsæisstíl, en vekur athygli fyrir góða byggingu, hve vel er haldið á söguþræði. Aðra sögu mætti nefna, Vetrarmorgun eftir Melkorku T. Ólafsdóttur, sem er keimlík sögu Elsu Bjarkar Vals- dóttur. Gálgahúmor og menntaskóla- fyndni koma fram hjá Sigurgeiri Órra Sigurgeirssyni og Sindra Freyssyni. Sólveig G. Jónsdóttir tekur mið af hryllingssagnagerð í í minningu húss. Aðrir smásagna- höfundar Kjaftæðis em Aðalsteinn leifsson, Halldór Friðrik Þorsteins- son, Hrafnkell Þorsteinsson og Steingrímur Páll Kárason. Kjaftæði hefur einkum gildi fyr- ir nemendur sjálfa og slík útgáfa á rétt á sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.