Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
57
Afmæliskveðja:
Guðjón Emils-
son sjötugur
Á göngu okkar gegnum verald-
arinnar lystigarð mætum við fjölda
fólks. Flestir hendast fram hjá án
nokkurra afskipta, aðrir staldra
við litla stund og nokkrum kynn-
umst við náið. Þau kynni geta
verið margþætt og skilja eftir eða
marka misdjúp spor í vitundinni,
hreyfa hina ólíku strengi sálarlífs-
ins misfast. Við nefnum það
gjaman viðkynningu í minninga-
bókum. Hvort sú viðkynning
verður langæ og djúpstæð eða
líkist ljósbroti fer eftir skapgerð
hvers og eins. Það er sagt, að fólk
sé ýmist opið eða lokað, rétt eins
og Ijóðið.
Ég mun teljast í síðari flokknum
og kynni mín af samborgurunum
mótast þar af, á nokkra kunningja
og fáa vini. Þess vegna eru þeir
mikils virði.
í dag, 4. nóvember, staldra ég
því við í lystigarðinum, sest undir
naktar bjarkir og rifja upp kynni
mín af Guðjóni Emilssyni. Hann
er sjötugur í dag. Ekki var ætlun-
in að skrifa um hann ævisöguþátt,
heldur rétt að kasta á hann kveðju,
sæll nafni og þakka þér frábæra
viðkynningu!
Að eiga vináttu og hafa átt vin-
áttu manns á borð við þennan
nafna minn, má líkja við verð-
tryggða innistæðu í hinum eilífa
gjaldeyrissjóði mannlegra sam-
skipta, þar sem innistæðan
ávaxtast og rýrist ekki við verð-
fall annarra gjaldmiðla. Guðjón er
einn af þeim samferðamönnum
mínum, sem hvað hæst hefur ris-
ið, mannkostir hans slíkir, kjarkur
hans og dugnaður mikill.
Guðjón Emilsson er borinn og
bamfæddur Seyðfirðingur, fædd-
ur á svonefndum Hánefsstaðaeyr-
um. Hann ólst upp við sjósókn og
landbú, en faðir hans fékkst við
hvoru tveggja jöfnum höndum. Sá
atvinnuvegur er svo til að hverfa
af sjónarsviðinu. Guðjón mun hafa
ætlað að leggja fýrir sig sjó-
mennsku, því hann lauk prófi úr
Stýrimannaskólanum 1942. Hann
hafði áður verið formaður á dekk-
bát er gerður var út frá Eyrunum
fyrir austan. En það fór á annan
veg.
Laust fyrir miðjan fímmta ára-
tuginn kvæntist Guðjón Dagrúnu
Gunnarsdóttur, ættaðri úr Breiðd-
al austur. Hófu þau búskap við
Faxaflóann í skjóli Esjunnar, þar
sem sólsetrið er fegurst á jarðríki.
Þar búa þau enn.
Um svipað leyti og þessar breyt-
ingar urðu á högum nafna míns,
fór hann að vinna í Vélsmiðjunni
Héðni hf. og einnig að kenna und-
arlegs lasleika. Hann leiddi til
þess, aðjáfnvægisskyniðtruflaðist
Morgunblaðið/Ingólfur Friðgeirsson
Mikið fjölmenni tók þátt i göngunni.
Eskifjörður:
Fjölmenn ganga
fyrir bættri umferð
þátt í göngunni, bæði böm og full-
orðnir, og var gengið frá Eskigrilli,
innst í bænum, og út að félags-
heimilinu Valhöll. Á göngunni báru
bömin borða og skilti með ýmsum
umferðaráróðri og hvatningu til
ökumanna um betri umferð. Að lok-
inni göngunni bauð JC bömunum
á diskótek í félagsheimilinu, þar
sem enn meiri umferðaráróðri var
komið á framfæri.
— Ingólfur
Eskifirði.
MIKIÐ fjölmenni tók þátt í
göngu sem JC-félagið á Eskfirði
stóð fyrir laugardaginn 24. októ-
ber sl. Tilefni göngunnar var
landsátak sem JC-hreyfingin á
íslandi stóð fyrir og helgað var
öryggismálum.
Að sögn Guðrúnar Karlsdóttur,
forseta JC-Eskifjarðar, veir ákveðið
í félaginu á Eskifírði, að einkum
skyldi unnið að öryggi í umferð-
inni. Til að vekja athygli á þeim
málum stóð JC fyrir ofangreindri
göngu, og sagði Guðrún að hátt á
þriðja hundrað manns hefðu tekið
Guðrún Karlsdóttir, forseti JC á
Eskifirði.
Á göngunni báru börnin borða og skilti með ýmsum umferðará-
róðri og hvatningu til ökumanna um betri umferð.
svo, að Guðjón hefur síðan verið
fatlaður. Ekki gátu læknavísindin
ráðið við þennan sjúkdóm og töldu
læknar, að Guðjón næði ekki háum
aldri. Þá var hann um þrítugt.
Þetta fór á annan veg og veit
enginn, hver þar hefur ráðið gangi
mála.
Að verða fatlaður um þrítugt
er mikið áfall. Þá fyrst reynir á
sálarþrekið og samskiptin við sína
nánustu, hversu vel menn sigrast
á slíku mótlæti._ Þetta tókst Guð-
jóni Emilssyni. Ég hef þekkt hann
náið í þriðjung aldar. Hann hefur
aldrei notið örorkubóta, heldur
unnið sem vaktmaður í Héðni
langan vinnudag og vafalítið einn
elsti starfsmaður þar. Guðjón lét
aldrei bugast, var yfírleitt léttur í
lund, greiðvikinn, gamansamur og
traustur. Þau hjón hafa eignast
fjögur mannvænleg börn, sem öll-
um hefur vegnað vel, enda haft
að heiman gott veganesti.
Guðjón Emilsson er einn af hin-
um hljóðu hetjum þjóðlífsins. Nú,
eftir sjötíu ára göngu í gegnum
lífsins lystigarð, hefur hann áun-
nið sér rétt til áhyggjulausra
ellidaga. Ég veit, að skapanornim-
ar sjá gegnum fíngur við hann,
því það á hann vissulega skilið.
Nafni minn. Við hjónin og böm
okkar árnum þér og þínum allra
hei'la og þökkum margan greiðann
í okkar garð. Ég þykist vita, að
þér fínnst þetta raus í mér pir-
randi, en jafnframt að það er
vináttuvottur. Sjáumst svo hressir.
Lif heill.
Guðjón Sveinsson
Veggflísar
Karsnesbraut 106. Simi 46044 — 651222.
ZéntiS
- orugg gæði -
6 MISMUNANDI GERÐIR
• KIWISULTA
• BLÁBERJASULTA
• JARÐABERJASULTA
• APRIKÓSUSULTA
• HINDBERJ ASULTA
• ÁVAXTASULTA BLÖNDUÐ
ft
Heildsölubirgðir:
Þ. Marelsson
Hjallavef;i 27, 104 Reykjavik
ST 91-37390 - 985-20676
ZENTIS VÖRL'R FVRIR VANDLATA
- Miðsvæðis á rólegum stað í
borginni.
- 100 glæsileg herbergi með stórum
þægilegum rúmum.
- Hentug samliggjandi herbergi fyrir
fjMskyldur.
- Jfitasjónvarp, minibar og
hárþu/rka á hverju herbergf
- Verið velkomin.
* • I
SigtúátSS, 105 Reykjavtk Sími (91) 689000
y