Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Sorp á sýningu LANDV'ERND hefur sett upp óvenjulega sýningu í glugga versl- unarhúss Domus á Laugarvegi. Þar er til sýnis það sorp sem meðal íslendingur skilur eftir sig að á hveiju ári. Talið er að 380 tonn af sorpi liggi eftir hvern íslending á ári eða alls 93 þúsund tonn af sorpi eftir íslensk heimili. Þar við bætast 130 þúsund tonn frá iðnaðar og atvinnufyrirtækj- um. Að sögn Svanhildar Skaftadóttur framkvæmdastjóra Landvemdar vill félagið með þessu móti meðal annars vekja athygli fólks á því hve lítill gaumur er gefinn að þvf hvemig sorpi er fyrirkomið eða eytt. Um næstkom- andi helgi heldur félagið aðalfund sinn á Flúðum og er yfirskrift hans „Úrgangur og endurvinnsla". Þar flytja erindi Birgir Ásgeirson um- hverfisskipulagsfræðingur _ hjá Holl- ustuvemd ríkisins, Sveinn Ásgeirsson verkstjóri hjá endurvinnsludeild Sindra stáls og Skúli Ingimundarson viðskiptafræðingur. öllum er heimil aðgangur frá klukkan 13.30 á laugar- dag. Sýningargluggi Landverndar á Laugarvegi Morgunbiaðifl/Julius VEÐUR IDAGkl. 12.00: r r Heimild: Veðursiola Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 4.11.87 YFIRLIT é hódegl í gcer: Við strönd Grœnlands, vest-norð-vestur af Veatfjörðum, var 990 mb lœgðarmiðja og önnur heldur grynnri við Jan Mayen, báðar á lelö norð-austur. Yfir Bretlandseyjum var 1037 mb hœð. Langt suð-vestur ( hafi var 990 mb lægð á leið noröur. Hiti átti að breytast litið. SPÁ: ( dag veröur suðlaag átt á landlnu, viða kaldi. Um sunnan- og vestanvert landið verður rignlng eða súld en þurrt að kalla á Norður- og Norð-austurlandi. Hiti verður 5—8 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA FIMMTUDAGUR OG FÖSTUDAGUR: Sunnan- og suö-austanátt og hlýindi um allt land. Súld eða rigning á Suður- og Vesturlandl en aö meatu þurrt norðan- og austanlands. Heiðskírt TÁKN: o a Léttskýjað ■Qk Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstlg: " Vlndörln sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / # / * Slydda / * / # ■» # * * * * Snjókoma # # # •j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Suld OO Mistur _j- Skafrenningur Þrumuveður 'M? >f*| VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl v*4ur Akureyrl 7 »ký|aft Raykjavlk 6 úrkoma Björgvln 9 léttakýjað Halslnkl e slcýjaft Jan Mayen 1 moldrok Kaupmannah. 10 skýjaö Narssaraauaq #6 tnjóél Nuuk #6 snjóél Ósló +1 Þokuruönlngur Stokkhólmur 9 léttskýjað Þórshöfn vantar Algarve 18 rlgning Amaterdam 12 léttskýjaft AÞena vantar Barcelona 19 mlstur Berlln 8 akýjað Chlcago 14 hálfskýjað Fenayiar 1B þokumóða Frankfurt 10 skýjað Glasgow 11 skýjaft Hamborg 9 þokumóða Las Palmas 24 léttakyjað London 11 alekýjað LosAngeles 14 léttakýjað Lúxemborg 9 akýjað Madrfd 16 rignlng Malaga 19 þokumófta Mallorca 21 lltkýjað Montreal 6 altkýjað NewYork 12 léttakýjaft Parfa vantar Róm 20 léttakýjað Vfn B akýjað Washlngton 11 þokumóða Wlnnlpeg 2 alakýjað Valencla 16 rlgnlng Saltað í 20.000 tunniir dag hvem Búið að salta í 138.000 tunnur SÍLDARSÖLTUN gengur nú mjög vel eftir að samningar tók- ust um sölu saltsildar til Sov- étríkjanna. Veiði er mikil og saltað í um 20.000 tunnur hvern sólarhring. Frá þvi um helgi hef- ur verið saltað í um 80.000 tunnur fyrir Sovétmenn og alls nam söltun á þriðjudagskvöld 138.000 tunnum. Saltað er á svæðinu frá Vopna- firði og suður um til Akraness, en sfidin veiðist að mestu inni á fjörð- um frá Seyðisfírði og suður í Reyðarfjörð. Mest hefur verið saltað á Eskifírði, en Pólarsfld á Fáskrúðs- firði er hæsta stöðin. Á mánudags- kvöld var söltun eftirfamandi: Vopnafjörður 6.132 tunnur, Borg- arfjörður eystri 1.064, Seyðisfjörð- ur 14.034, Neskaupstaður 625, EskiQörður 21.075, Reyðarfjörður 15.774, Fáskrúðsfjörður 12.377, Stöðvarfjörður 3.899, Breiðdalsvík 4.314, Djúpivogur 4.566, Homa- §örður 15.314, Vestmannaeyjar 3,895, Þorlákshöfn 2.607, Grindavík 8.621, Keflavík 274, Reykjavík 642 og Akranes 3.007 tunnur. Hæstu söltunarstöðvamar em: Pólarsfld, Fáskrúðsfirði 9.738 tunn- ur, Fiskimjölsverksmiðja Homa- Qarðar 8.944 og Strandarsíld, Seyðisfirði með 7.562 tunnur. Fjórtánda starfsár Kammersveitar Reykjavíkur: Kvöldstund með Mozart í Askirkju FJÓRTÁNDA starfsár Kammer- sveitar Reykjavíkur hefst með tónleikum í Áskirkju á sunnudag- inn kemur, 8. nóvember, klukkan 20.30. Tónleikarnir nefnast Kvöldstund með Mozart og þar verða ieikin þijú af kammer- verkum Mozarts, en á milli þeirra verður lesið úr bréfum tón- skáldsins og sagt frá lífi þess. Þorsteinn Gylfason héfur tekið saman textann og Gunnar Eyj- ólfsson les. Þau verk sem leikin verða á tón- leikunum heita: Kvintett fyrir hom og strengi K. 407, Kvintett fyrir óbó og strengi K. 407 og Kvintett fyrir klarinett og strengi K. 581. Joseph Ognibene leikur á hom, Kristján Þ. Stephensen á óbó og Guðni Franzson leikur á klarinett. Þrír tónleikar til viðbótar eru fyrirhugaðir síðar á starfsárinu. Jólatónleikar verða haldnir í Ás- kirkju sunnudaginn 20. desember. Þar verða leikin verk eftir Vivaldi, Tartini, Giuliani og Manfredini. Ein- leikarar verða Lárus Sveinsson, Ásgeir H. Steingrímsson, Rúnar H. Vilbergsson, Laufey Sigurðar- dóttir og Amaldur Amarson. Á þriðju tónleikum vetrarins, sem haldnir verða 7. febrúar í Bústaða- kirkju, verður minnst 150 ára afmælis Max Bruchs. Leikin verða verkin: Tríó fyrir klarinett, lágfiðlu og pianó op. 83 og Septett í Es-dúr op. posth. fyrir klarinett, hom, fag- ott, tvær fiðlur, selló og kontra- bassa, auk verksins Canticle II, „Abraham og ísak“, op. 51. fyrir kontratenór, tenór og píanó eftir B. Britten. Sverrir Guðjónsson og Gunnar Guðbjömsson syngja og Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur á píanó. Fjórðu og síðustu tónleikamir verða haldnir 13. mars. Þar mun Blásarakvintett Reykjavíkur flytja tvö verk af efnisskrá tónleika sinna í Bretlandi og Svíþjóð á næsta ári, eftir þá S. Barber og G. Ligeti og einnig verður kvintett op. 39 eftir S. Prokofief á dagskránni. Stjóm Kammersveitar Reykja- víkur skipa Rut Ingólfsdóttir, Auður Ingvadóttir og Sesselja Halldórs- dóttir. Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda: Rækjukvóta verði skipt milli veiða og vinnslu FULLTRÚI Félags rælqu- og hörpudiskframleiðenda í ráðgjafar- nefndinni um stjórnun fiskveiða hefur lagt fram tillögu í nefndinni þess efnis að kvóta á úthafsrækjuveiðar verði skipt jafnt miili skipa og vinnslustöðva. Hann segir, að þó raunhæfara mætti telja að allur kvótinn kæmi til vinnslustöðvanna eins og væri á innfjarða- rækju, væri þarna um að ræða málamiðiun í því skyni að setja niður deilur milli greinanna. Hann segir ennfremur að til greina kæmi að frystiskipin yrðu með sérkvóta. Guðmundur Stefán Maríasson, framkvæmdastjóri félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að með þessu gæti náðst samræming og jafnvægi milli vinnslu og veiða. Þá yrði minni spenna milli veiða og vinnslu og hugsanlega væri hægt að fella niður yfirborganir á afla framhjá skiptum, sem nú væru aðallega í formi framlags •vinnslustöðvanna í veiðarfæra- kostnaði og öðrum útgerðarkostn- aði. Með því móti hefðu þessar yfirborganir ekki komið sjómönn- um til góða. Guðmundur sagði, að um þessa tillögu hefði verið full samstaða innan félagsins. Menn hefðu miðað við heildarafla eins og í tillögum sjávarútvegsráðuneytisins upp á 36.000 tonn. Miðað yrði að ein- hveiju leyti við vinnslugetu og framleiðslu síðustu ára og að fleiri leyfi til rækjuvinnslu yrðu ekki gefin út. Með þessu móti kæmi heldur minna í hlut stóru verk- smiðjanna, en vannýttar verk- smiðjur fengju tækifæri til betri nýtingar. Þá skertist möguleiki þeirra minni á því að ná til sín auknum afla. Þannig gæfu allir eitthvað. Jafnframt þyrfti að koma í veg fyrir, að þeir, sem ekki nýttu veiðileyfi sín, fengju ekki úthlutað- an kvóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.