Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 45 Svo sigra ég söknuð og amann, og kveð yfír mold þinni minni eins fíjálslega og sætum nú saman, sem værir þú enn hjá mér inni. Eg kveð þig með kærleikum góði þig, drenginn minn dána, með ljóði. En ekki í síðasta sinni. Þú lifír mér allt eins og áður, svo lengi ég hugsun er háður. Þú gengur í götunni minni, þú situr svo oft hjá mér inni. Hver vorgeisli vaxandi fagur er venslaður verunni þinni. Þinn hugur hver hreinviðrisdagur, því þaðan kom sál þín og sinni. (Stephan G. Stephansson) Elsku Ella systir og fjölskylda, Guð styrki ykkur í sorginni, Heitar bænir okkar og þakkir fyrir allt fylgja Barða. Guð blessi hann um alla eilífð. Lalla, Ketill, Kolla, Birna, Dísa, Stína og Bjössi. Hann Barði er allur. Við Islendingamir í Þrándheimi fréttum haustið 1975 af landa nokkrum, sem átti það til að taka upp á ýmsu þegar sá gállinn var á honum. Var ekki laust við að ýmsir hneyksluðust svolítið á þessum til- tækjum hans. Þeir sem gáfu sér tíma til þess að kynnast honum, fundu þó fljótt að á bak við bjó viðkvæm sál og hrekklaus. Varð okkur Barða fljótt til vina og þótt þar væri stundum látið vaða á súð- um og fleira gert en gott þykir, þá er einskis að iðrast. Barði lét sér ekki nægja að vera í Þrándheimi, heldur fór hann víða um Noreg til vinnu og náms. Meðal annars vann hann um hríð í Norð- ur-Noregi og í framahaldi af því gaf hann mér flugfarmiða til Tromsö, svo ég gæti heimsótt góðan vin í vetrarfríinu mínu. Er það að- eins eitt af mörgu sem ég á þessum ágæta dreng að þakka. Vorið 1978 kom ég í heimsókn til íslands með hóp af 16 ára ungl- ingum. Barði kom með sömu vél og við og gerði hann það ekki enda- sleppt við okkur. Hann hélt okkur veislu og útvegaði blaðamann og Ijósmyndara, svo hópurinn fékk af sér mynd í íslensku blaði. Var þetta blað fljótt að seljast upp í þeirri sjoppu er næst var dvalarstað okk- ar, og veit ég að krakkamir vom Barða þakklát fyrir þennan óvænta greiða. Ekki vora þau síður undr- andi á höfðingsskap þeim, sem hann sýndi þessu bláókunnuga fólki. Leiðir skildu, þegar ég flutti ásamt fjölskyldu minni til Dan- merkur, og átti ég satt best að segja varla von á því að þær lægju saman aftur, nema endrum og sinnum á flugvöllum eða lestarstöðvum. En svo varð þó ekki. Eitt síðdegið, þegar Heidi var að vesenast með þvottinn, þá fínnur hún óvæntan glaðning innan um sængurfötin. Skömmu síðar kom ég heim úr vinnu minni og við settumst niður, alveg gáttuð á þessu og reyndum að ímynda okkur, hver væri hér á ferðinni. Ýmislegt benti til þess að hér væri flugfarþegi kominn og skyndilega rann upp fyrir okkur ljós: Barði er mættur! Ég fór á stúf- ana og fann hann fljótlega, þar sem hann sat á notalegum stað í hróka- samræðum við káta Dani. Urðu þar fagnaðarfundir, en hann kom svo með mér heim og bjó hjá okkur um hríð. Fékk hann vinnu hjá gyðinga- slátrara, sem útbjó kjöt fyrir múhameðstrúarmenn (!) og skemmtum við okkur oft við sögur frá ýmsu kyndugu á þeim vinnu- stað. Þar kom vel í ljós hversu laginn Barði gat verið að segja frá hlutum, svo þeir stóðu manni lif- andi fýrir hugskotssjónum. En einn daginn var hann horfinn og síðar fékk ég kort frá honum, þar semjiann var að vinna á fetju í Grikklandi. Seinna var ég að segja kunningja okkar frá þessu, en þá sagði hann: Barði? Hann rekur búð í Osló. Þannig var Barði, sífellt að koma manni á óvart, líka haustið 1982, en þá átti ég erindi til Osló. Tók hann fagnandi á móti mér og sagði frá ýmsu því sem á dagana hafði drifíð. Margt var að gerast og frá mörgu að segja. Og enn einu sinni kemur Barði mér á óvart, en í þetta sinn era fréttimar daprari en áður. Bíll er á ferð, eitthvað fer úrskeiðis og öllu er lokið. Og sömu tilgangslausu spumingamar æpa á mann: Hvers vegna hann? Hvers vegna núna, þegar allt var farið að ganga honum í hag? En svör fást engin og ekki er um annað að ræða en að taka því sem gerst hefur. Við Heidi vottum aðstandendum Barða okkar dýpstu samúð og von- um að minningin um góðan dreng megi styrkja þau í sorginni. Matthías og Heidi Kristiansen Skákfélag Hafnarfjarðar: Jón L. Arnason sigraði SKÁKFÉLAG Hafnarfjarðar hélt skákmót í samvinnu við Sparisjóð Hafnarfjarðar laugar- daginn 24. október sl. Alls tefldu 56 skákmenn á mótinu. Tefldar vora 11 umferðir eftir Monrad-kerfi og sigurvegari varð Jón L. Ámason með 9'/2 vinning, 2. til 4. sæti hlutu Ásgeir Þ. Áma- son, Margeir Pétursson og Snorri G. Bergsson með 8 vinninga. 5. til 8. sæti hlutu Elvar Guðmundsson, Ögmundur Kristinsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Siguijónsson, allir með 7V2 vinning. Unglingaverðlaun hlaut Brynjar Jóhannsson og Ingvar Ásmundsson sigraði í öldungaflokki. Aukaverðlaun vora veitt fýrir Frá fjölteflinu sem var fyrir börn 5-15 ára. Þar tefldi Helgi Áss Grétarsson, 10 ára, við 25 unglinga. Jón L. Árnason varð sigurvegari mótsins og tekur hann hér við verðlaununum. þann Hafnfírðing er bestum árangri næði, jafnir vora Benedikt Jónasson og Bjöm Freyr Bjömsson. Fjöltefli fyrir böm 5-15 ára var haldið sunnudaginn 25. október. Þar tefldi Helgi Ass Grétarsson, 10 ára, við 25 unglinga. Tveir þátttak- endur náðu að sigra og sjö gerðu jafntefli. Þessar telpur færðu Hjálparstofnun kirkjunnar rúmlega 2.600 kr. um daginn, en það var ágóði af hlutaveltu sem þær efndu til. Þær heita Eva Hrund Willatgen og Hennú Helga Hafsteinsdóttir. Þesssar dömur Júlíana Bjarney Björnsdóttir og Inga Rún Bjöms- dóttir héldu fyrir nokkru hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins og söfnuðu 110 kr. * MAZDA PICKUP 1988 árgerðin er nú fyrirliggjandi með lengdu húsi, aflmikilli (high torque) 2600 vél, vökvastýri og 16" hjólbörðum á hvítum sport- felgum. Ennfremur margar aðrar gerðir af pallbílum með bensín- eða dieselvélum. Sérlega hagstætt verð. Opið laugardaga frá kl. 1—5 BILABORG HF FOSSHÁLSI 1.SÍMI 68 12 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.