Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
55
Ég les — því er ég
Meira framboð — minni útlán bókasafna
eftirHrafnA.
Harðarson
Síðustu mánuði hef ég iðulega
verið spurður hvort útlánum Bóka-
safns Kópavogs hafí ekki fækkað
síðan Stöð 2 kom til sögunnar, og
nýju útvarpsstöðvamar.
Ég hef svarað ýmsu til — eftir
því hvemig skapið hefur verið í það
og það sinnið. Én nú langar mig til
að leggja út af þessari spumingu.
Þegar útvarpið hóf útsendingar
á sínum tíma heyrðust raddir um
það að kirkjur yrðu óþarfar, því
messum yrði einfaldlega útvarpað
til allra landsmanna og þjóðin gæti
þar með sparað sér kirkjubygging-
ar, kirkjuklæðnað og messuferðir.
Þegar stálþráðurinn og síðar
segulbandið komu til sögunnar
sögðu ýmsir frómir spámenn að
dagar bókarinnar og skríbenta væm
taldin höfundar, bæði skáldsagna,
leikrita og ljóða, myndu einfaldlega
lesa verk sín upp á þráð og fólkið
hlýddi á ómfagrar raddir þeirra með
hjálp þessarar undursamlegu tækni.
Þegar sjónvarp íslendinga hóf
útsendingar drógust útlán almenn-
ingsbókasafna mikið saman í 2—3
ár og framsýnir hugsuðir sögðu fyr-
ir um endalok bóklesturs.
Þegar fólksbillinn fór að verða
almenningseign og menn gerðu sér
ljósa kosti hans sögðu spekingamir
að hesturinn, þarfasti þjónninn,
myndi deyja út og yrði aðeins til
sýnis í dýragörðum og náttúmgripa-
söfnum.
Þegar myndbandið haslaði sér
völl og leigumar spmttu upp um
borg og bí sagði fólkið: Nú er úti
um bókina og bókasöfnin, bíóin og
leikhúsin, og sinfóníuna og jafnvel
árshátíðir og þorrablót. En hver
hefur þróunin orðið?
Þegar tölvuvísindin og efnafræð-
in lögðu gmnn að fjöldaframleiðslu
á ódýmm einkatölvum og ferming-
arböm ekki lengur spurð hvort þau
vildi heldur hest með tilbehör eða
ritsafn Jóns Trausta heldur hvort
þau vilji IBM PC, Maclntosh eða
Atlantis-tölvu, þá segja menn að
nú sé bókin endanlega dauð og söfn-
in þar með. Nú þurfí menn varla
að hugsa lengur — hvað þá leggja
saman eða draga frá: tölvan getur
gert það fyrir okkur, og betur en
við sjálf. Ekki er lengur þörf, segja
menn, að taka rangar ákvarðanir,
gera vitlausar áætlanir í stjómun
fyrirtækja, heimila eða þjóðarbú-
skapnum.
Jú, tölvan sér fyrir þessu öllu og
við getum hætt að hugsa.
En hver er þróunin?
Staðreyndin er sem betur fer sú,
að þrátt fyrir allar þessar tækninýj-
ungar heldur bókin enn velli. Hún
er að vísu í nokkurri lægð í svipinn,
reyndar aðallega útlánsbókin á
bókasöfnunum, en hún hefur áður
fallið í lægð, en risið við á nýjan leik.
Bykkjur og tmntur hafa sjaldan
eða aldrei verið fleiri í landinu —
þrátt fyrir gífurlega flölgun fólks-
bíla, kirkjubyggingar em heill
kapítuli út af fyrir sig með nýja
strauma; tjaldbúðastíll, skútustíll og
kubbastíll.
Og í dag em til fleiri rithöfundar
og skáld en nokkm sinni áður. Og
þrátt fyrir undramátt tölvunnar og
tölvuvæðingar Alþingis og ráðu-
neyta, að ógleymdri fjölgun þing-
manna, sýnist mér að ekki hafí
fækkað vitlausum ákvörðunum og
samþykktum.
Og bókaútgefendur og bóksalar
keppast við að segja okkur að bók-
sala og bókaútgáfa hafí aldrei verið
blómlegri. Svo varla er ástæða til
að örvænta um framtíð bókarinnar
og bókmenningar, þótt eitthvað hafí
dregið úr útlánum Bókasafns Kópa-
vogs. Drífíð ykkur bara að fá ykkur
skírteini og fáið lánaðar bækur til
að lesa — þar með getið þið hjálpað
okkur að snúa vöm í sókn.
En þrátt fyrir þessar bjartsýnu
nótur er því ekki að leyna að bóka-
verðir og aðrir, sem bera hag
bókarinnar fyrir bijósti, hafa nokkr-
ar áhyggjur af framvindu mála.
Erfingjar lands
og menningar
Alvarlegust í mínum augum er
áberandi fækkun bama og unglinga
meðal gesta bókasafna. Því takist
ekki að glæða lestraráhuga meðal
þessara þegna, sem erfa munu
landið og menninguna, þá er hætt
við að íslendingum framtíðarinnar
gangi verr að viðhalda og auðga
íslenska menningu. Ritmálið, hið
skrifaða orð (hvort sem það er á
pappír eða seguldisk) er og hefur
verið samnefnari íslenskrar menn-
ingar, sama hvað hver segir.
Ástandið í sumum löndum í þessu
tilliti er orðið vægast sagt ískyggi-
legt — kannanir þar sýna í auknum
mæli að færri og færri geta lesið
sér til gagns og gamans — og ólæsi
í heiminum fer vaxandi þrátt fyrir
alla tilburði til að uppræta það. Og
hvers virði em þá skriflegar upplýs-
ingar um skaðsemi reykinga eða
mengunar, um réttindi og skyldur
þegna heimsins og um eyðni, ef
fólk kann ekki að lesa þær? Og
hvers virði eru Snorri Sturluson,
Shakespeare og Laxness ef fólk
hættir að nenna að kunna að lesa
og glápir á Rambó í staðinn?
Islensk mynd-
bandamenning-?
Einn fyrrverandi menntamála-
ráðherra hafði fjálg orð um framtíð
myndbandagerðar með auknu frelsi
í fjölmiðlum, sérstaklega í garð
auglýsingamynda. Þessi ráðherra
hefur svo sannarlega reynst sann-
spár: íslensk auglýsingamyndageð
er komin í fremstu röð í heiminum.
En hvað kemur það íslenskri menn-
ingu við? Hreint ekki neitt.
Enda þótt einhver amerískur rit-
höfundur hafí aflað sé heimsfrægð-
ar með því að raða saman — og
gefa út á bók — sundurleita auglýs-
ingatexta, þá er það vonandi ekki
til marks um framtíðarstefnu í
íslenskum bókmenntum. Og enda
þótt íslensk fíjáls sjónvarpsstöð
hafí afrekað það helst í kvikmynda-
gerð að framleiða sjúklega eftiröp-
un á lélegum þýskum framhalds-
myndaflokki, þá vona ég svo
sannarlega að það sé ekki framtíðin
í íslenskri sjónvarpsmyndagerð.
Og hvemig er umhorfs á svo-
nefndum myndbandamarkaði,
hverslags mjmdefni er á öllum þess-
um leigum? Að sjálfsögðu bæði
gott og vont. Hið vonda — ég hika
ekki við að segja vonda — er í
meirihluta. Kyss-kyss- og bang-
bang-myndir, oft 2. eða 3. flokks,
þa sem ofbeldið og innihaldslaust
klámið er meginþráður, varla örlar
á listrænum tilburðum. Og illa tal-
andi leikarar rembast við að líta
út eins og mannkynsfrelsarar með
þjóðrembu.
Yfír 90% af þessu efni er vaðall
til dægrastyttingar — og fátt væri
illt um það að segja, ef vandað
væri til þess — en því er ekki að
fagna.
„íslenskir textar" era á flestum
myndböndum, en því set ég gæsa-
lappir að álitamál er hvort kalla
megi þetta íslenskan texta. „Mér
langar — ég vill — okkur hlakkar
til“, þessi dæmi era aðeins brot af
þessum íslensku textum.
Þeir sem séð hafa sér arð í því
að fjölfalda og dreifa myndböndum
hér á landi hafa ýmist ekki vit eða
vilja til að vanda sig: hvorki á texta
með upplýsingum á kápum né texta
með tali myndanna — og enginn
Hrafn A. Harðarson
„Myndbandið er komið til
að vera með okkur, til
góðs eða ills. Okkar er
valið. I sjálfu sér er þessi
nýi miðill ómetanleg
tækninýjung, sem alls
ekki ætti að vera bókinni
tíl bölvunar. Þvert á móti
geta kvikmyndir, ef þær
eru vel gerðar og efni
valið af kostgæfni, eflt
bókina og lesandann og
giætt áhuga á bókum og
lestri.“
veitir þessu aðhald — því t.a.m.
þeir sem „gagnrýna" myndbönd í
blöðum virðast undir sömu sökina
seldir. Og nú á þessum frelsistímum
kemur auðvitað ekki til greina að
„hið opinbera" megi skipta sér af
þessari atvinnugrein. Svo halda
menn, að því er virðist, að íslensku-
kennarar grannskólanna megi við
margnum. Ég er illa svikinn ef ekki
kæmi í ljós, væri það kannað á
annað borð, að tjónið sem ein mynd-
bandsskoðun veldur ' málkennd
bams/unglings er margfalt á við
gagnið sem verða mátti af 2—3
kennslustundum í íslensku í skóla.
Því miður.
Vatíkan menntamála á íslandi
virðist vera langt yfir það hafíð að
skipta sér af, eða hafa áhyggjur
af þessari þróun — nema það sé
svo upptekið af öðram mikilvægari
þáttum menningarlífsins eða telji
sig ekki varða þessi þáttur vegna
þess að hann fellur utan hugtaksins
menntamál — les skólamál!
Hvenær skyldu íslendingar fínna
hjá sér hvöt til að skipa menningar-
málaráðherra?
\
Bókerbest . . .
Spyiji einhver hvem §andann ég
sé eiginlega að fara með þessu
nöldri og hvað ég eigi við með
menningar- og fræðsluefni, þá er
þessu að svara.
íslenska sjónvarpið hefur nýlega
hafíð fjölföldun og dreifíngu á
myndböndum með fræðsluefni:
Stiklur Ómars Ragarssonar, veður-
þættir, spænskukennsla, þættir um
Afríku o.fl. og Námsgagnastofnun
er loksins að rumsaka. Þetta er vel
og þetta kalla ég fræðsluefni. En
mjög mikið vantar á svo vel megi
við una.
Myndbandið er komið til að vera
með okkur, til góðs eða ills. Okkar
er valið. í sjálfu sér er þessi nýi
miðill ómetanleg tækninýjung, sem
alls ekki ætti að vera bókinni til
bölvunar. Þvert á móti geta kvik-
myndir, ef þær era vel gerðar og
efni valið af kostgæfni, eflt bókina
og lesandann og glætt áhuga á
bókum og lestri. Það er reynsla
bókavarða, að athyglisvert efni í
sjónvarpi vekur forvitni og löngun
til að kryfja efni til mergjar með
því að lesa sér til um það í bókum.
Myndrænt efni getur sjaldnast full-
nægt þekkingarþörf fólks. Það geta
bækur hins vegar. Og þessi áhugi
vaknar nær eingöngu þegar um er
að ræða fræðslu- eða menningar-
þætti, ekki sápuóperar eða ramb-
óskan trylling.
Enn sem komið er er flestu fólki
í blóð borin fróðleiksfysn — en hún
hefur líka gengið í arf kynslóð fram
af kynslóð. Hvað verður ef þessi
dýrmæti hlekkur glatast?
Að sjálfsögðu er allt fræðandi
efni menningarlegt og skilin þarna
á milli era óljós, en óþarft er að
fjölyrða um það.
Bókasafn Kópavogs bauð mynd-
bandið velkomið í hillur sínar fyrir
nokkram áram og á nú um eða
yfír 400 bönd. Miklum vandkvæð-
um er og hefur verið bundið að
afla safninu efnis við hæfí: mynd-
bandadreifíng kvikmyndahúsanna
og annarra einkafyrirtækja hafa
aðallega boðið kvikmyndir og hefur
safnið leitast við að kaupa góðar
myndir og þær sem byggjast á bók-
menntaverkum og eða á sögulegum
atburðum, sem dæmi_ má nefna
Macbeth, Pétur mikli, Útlaginn. En
fræðsluefni er vandfengið. Allar
myndir Ósvalds Knudsen era til
útleigu, mjög gott fræðsluefni og
menningarlegt. Þýska sendiráðið
hefur útvegað safninu ýmsar stutt-
ar fræðslumyndir, m.a. um dýralíf
og menningarlíf í Þýskalandi, en
það er auðvitað með þýsku tali.
Myndbandstæknin býður upp á
ótal möguleika í miðlun þekkingar
og menningar og er næstum óþol-
andi að svo örðugt skuli vera að
útvega slíkt efni á myndböndum.
Þótt vafalaust væri gagnlegt að
flytja inn erlent efni á útlendu
máli, þá era ótal hömlur á innflutn-
ingi þess, skattar og tollar. En
aðallega áhugaleysi innflytjenda.
Það er ekki laust við að það
hvarfli að manni að íslenskir ráða-
menn leggi beinlínis stein í götu
þeirra sem ekki sætta sig við ein-
tómt afþreyingarefni en vilja annað
og meira, í stað þess að leggja sig
fram um að greiða götur þeirra,
með lögum, ef ekki vill betur.
Annað dæmi um þennan menn-
ingarfjandskap er sölugjald á
innfluttum erlendum bókum. Eigum
við að enda sem þröngsýnir eftirap-
ar og eyða tómstundum okkar í
gláp á engilsaxneskt frauð?
Jónas Hallgrímsson og
Snorri Sturluson lesa
úr verkum sínum
Hver vildi ekki geta hlustað á
og séð á myndbandi Jónas og
Snorra lesa úr verkum sínum og
segja frá tilurð þeirra? Þessu er því
miður ekki að heilsa af tæknilegum
ástæðum. En hvað geram við í dag
til þess að tryggja að kynslóðir
framtíðarinnar geti notið þess að
hlusta og horfa á alla Snorrana og
Jónasana á okkar tækniöld miðla
• af snilld sinni og andagift? Eða eig-
um við þess kost hér og nú, að labba
okkur á myndbandaleigu, eða
næsta bóksafn, og velja myndband
eða hljóðsnældu með Guðbergi
Bergssyni, Jakobínu Sigurðardótt-
ur, Jóni úr Vör eða Vilborgu
Dagbjartsdóttur? Eða getum við
fengið lánaða miðla sem fjalla um
nýja málverkið, íslenska leiklist,
Atla Heimi og Jón Ásgeirsson?
Nei, því miður. Og ástæðan er ekki
tæknileg. Hún er einfaldlega mann-
dómsskortur, níska og/eða and-
legur sljóleiki. Það er svo dýrt, segja
menn, að gera myndband um menn
og málefni líðandi stundar, menn-
ingu og listir. Markaðurinn er svo
lítill o.s.frv. En ég spyr á móti:
Hver borgar fyrir allar þessar
glæsilegu auglýsingar á skjánum
sem þröngvað er upp á okkur dag
eftir dag?
Kálfskinn nútímans
= mynd-/hljóðband
Hveijir skyldu hafa blætt í öll
kálfskinnin sem notuð vora í hand-
ritin okkar, sjálfan lykilinn að frelsi
okkar og sjálfstæði? Vora það hug-
sjonamenn, stórhuga athafnamenn,
embættismenn, bankar eða verslan-
ir, eða „hið opinbera". Svari þeir
sem vita.
íslensk menning á í vök að veij-
ast. Hún er á undanhaldi fyrir ásókn
erlendrar kaupmenningar og tísku-
tildurs. Og það sem verra er: við
virðumst fljóta sofandi að feigðar-
ósi, svo andvaralaus eram við.
Einstaka tilfelli um viðleitni til
að veijast má nefna, en því miður
era það undantekningar: Sögu-
snældan hefur gefíð út hljóðsnældu
fyrir böm, Ásmundarsafn gaf út
myndband um konur í list Ásmund-
ar, nokkrir rithöfundar hafa gefíð
út hljóðsnældur með eigin upplestri
(Kristinn Reyr, Pjetur Hafstein
Lárasson, Ingó) og Bókasafn Kópa-
vogs hefur tekið upp á myndband
viðtal við einn mesta plötusafnara
landsins, Stefán Á. Guðjónsson og
dagskrá með Matthíasi Johannes-
sen, og loks ber að nefna Martein
Sigurgeirsson, sem gert hefur
nokkur myndbönd um líf og starf
í Kópavogi. En flest er þetta gert
af hugsjón eingöngu, án fjárhags-
legs bolmagns til að kynna þetta
eða vanda sem skyldi.
Ég get ekki, og vil ekki trúa því
að íslendingar, með íslensk stjóm-
völd í fylkingarbijósti, séu svo
gjörsamlega kæralausir í menning-
armálum, sem blasir við í ofan-
greindu máli. Einhver önnur
skýring hlýtur að vera á þessu:
vantar pening, segja menn. Ekki
vantar pening til að reisa Berlínar-
múr um Þjóðarbókhlöðu (er hann
ætlaður til vemdar íslenskri bók-
menningu eða til að vama mönnum
aðgangs að henni?), enda þótt ekki
sé hægt að flytja þangað inn fjör-
egg þjóðarinnar. Ekki vantar
pening til að gefa upp skuldir eins
fallits bankaræfíls, svo bjóða megi
hann til sölu ef einhver skyldi vilj’-
ann. Ekki vantar pening í kringlur
og ieifar, ekki júróvisjón og ekki í
ráðhús. Þetta hlýtur bara að vera
einhver menningarflensa, sem þá
vonandi gengur yfír og framundan
hlýtur að vera betri tíð með blóm
í haga.
Höfundur er forstöðumaður
Bókaaafns Kópavogs.
ZENTIS
örugg gæði -
KOKUKREM
2 MISMUNANDl GERÐIR
• SÚKKULAÐIKREM
• MÖNDLU NOUGA KREM
Heildsölubirgðir:
Þ. Marelsson
I Hjðlhvegi 27, 104 Reykjjvik
j S* 91-37390 - 985-20676
ZENTIS VORUR'FYRIR VANDLATA