Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
19
Sjálfstæðisflokkur-
inn, endurreisn og
máíefnanefndir
Athugasemdir við Reykjavíkurbréf 31. október 1987
eftirÓlafÖrn
Amarson
í Reykjavíkurbréfi 31. október sl.
er rætt um vandamál Sjálfstæðis-
flokksins að undanfomu. Tilefnið er
nýleg skoðanakönnun Hagvangs þar
sem skýrt kemur fram að flokkurinn
hefur ekki náð að endurheimta tiltrú
kjósenda eftir ófarimar í síðustu
kosningum. Þetta er höfundi að sjálf-
sögðu mikið og alvarlegt umhugsun-
arefni og hann gerir grein fyrir
viðbrögðum breskra íhaldsmanna
eftir kosningaósigur Winstons
Churchill að loknu síðasta stríði, þar
sem málefnaleg staða flokksins var
tekin til rækilegrar endurskoðunar
og leiddi til sigurs í kosningunum
1951. Síðan er lýst starfi Jóhanns
Hafstein, fyrrum forsætisráðherra
og formanns flokksins eftir kosn-
ingaósigurinn 1971 í lok viðreisnar.
Þar kemur fram að Jóhann „beitti
sér fyrir því, að ijölmargar svokallað-
ar málefnanefndir vom settar á
stofn, sem skyldu endurskoða stefnu
flokksins frá gmnni og leggja drög
að endumýjun hennar". Þess er síðan
getið að nefndimar hafi haft mikil
áhrif og reynst býsna lífseigar. Síðan
er rakinn mikill kosningasigur 1974,
sem sennilega hafi átt rót sína að
rekja til þessara endurskoðunar-
starfa. Nú er hinsvegar svo, að
ekkert bóli á slíku endurreisnar-
starfi, en það sé fyllilega tímabært
að það hefjist. Höfundur telur að
slíkt sé forsenda þess, að flokkurinn
geti endurheimt sinn fyrri sess í
íslensku þjóðlífi. Þá segir í bréfinu:
„Spumingar hljóta líka að vakna um
það, hvort ekki sé æskilegt að finna
því endurskoðunarstarfí annan far-
veg en málefnanefndimar sem
reyndust svo vel, þegar þær vom
settar á stofn fyrir 16 ámm, en þurfa
ekki endilega að vera besti kosturinn
nú.“
Ekki kemur fram nein sérstök
gagnrýni á störf málefnanefndanna
né er ljóst hvers vegna þær em óhæf-
ar til þess að takast á við þetta
verkefni. Ekki er heldur gerð nein
tillaga um hvemig þetta verk eigi
að vinna.
Undirritaður hefur verið þátttak-
andi í starfí einnar málefnanefndar,
þ.e. heilbrigðis- og trygginganefndar
í allmörg ár, slðustu 4 árin sem for-
maður nefndarinnar. Meðan flokkur-
inn var í stjómarandstöðu var ekki
„Sem formaður nefnd-
arinnar gekk undirrit-
aður á fund ráðherra
og bauð honum sam-
starf. Taldi ég að
nauðsynlegt væri fyrir
ráðherra að hafa að-
gang að pólitískum
ráðgjöfum í heilbrigðis-
málum en treysta ekki
eingöngu á embættis-
menn. I stuttu máli
urðum við fyrir miklum
vonbrigðum. Nánast
aldrei var leitað til
nefndarinnar um að-
stoð við skoðun mála.“
mikið líf í starfinu. Aðallega var það
fyrir landsfundi að nefndin var kölluð
saman til þess að semja drög að
landsfundarályktun. Stefnan í heil-
brigðismálum var nokkuð skýrt
mótuð og síðan samþykkt á lands-
fundi. Þegar flokkurinn tók við
ráðuneyti í þessum málaflokki fyrir
4 árum bjuggust nefndarmenn við
því, að nú kæmi nefndin til með að
gegna nokkru hlutverki um fram-
kvæmd þeirrar stefnu, sem hún hafði
átt þátt í að móta og samþykkt hafði
verið á landsfundi. Sem formaður
nefndarinnar gekk undirritaður á
fund ráðherra og bauð honum sam-
starf. Taldi ég áð nauðsynlegt væri
fyrir ráðherra að hafa aðgang að
pólitískum ráðgjöfum í heilbrigðis-
málum en treysta ekki eingöngu á
embættismenn. í stuttu máli urðum
við fyrir miklum vonbrigðum. Nánast
aldrei var leitað til nefndarinnar um
aðstoð við skoðun mála.
Á miðju kjörtimabili fór fram upp-
stokkun ráðuneyta svo sem öllum er
í fersku minni. Þá glæddust vonir
um að samstarf við ráðherra gæti
orðið betra, sérstaklega þar sem fyrr-
verandi framkvæmdastjóri flokksins
var gerður að aðstoðarmanni ráð-
herra og hafði tekið þátt í starfi
nefndarinnar áður. Og allt fór vel
af stað. Töluvert var unnið að skoðun
á lyfjamálum og fleiru. En þá kom
Borgarspítalamálið til skjalanna.
Álits nefndarinnar á því máli var
Sannleikann má
endurtaka
Ég fullyrði að samkvæmt sér-
ákvæðum frumvarpsins um lífeyris-
mál opinberra starfsmanna
(bráðabirgðaákvæðum) eru tryggð
sömu réttindi og opinberir starfs-
menn búa nú við samkvæmt lögum
og reglugerðum, nema um annað
semjist.
Við sem sömdum um þetta
ákvæði í 17 manna nefndinni erum
um þetta sammála.
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri, formaður 17 manna nefndar-
innar sagði um þetta orðrétt í
samtali við Dagblaðið:
„Það er alveg gersamlega ótví-
rætt að með ákvæði til bráðabirgða
eru opinberum starfsmönnum
tryggð óskert lífeyrisréttindi í því
frumvarpi, sem við höfum skilað.
Tújkun BSRB er því rétt.“
í sama streng tekur Hallgrímur
Snorrason, hagstofustjóri, vara-
formaður 17 manna nefndarinnar.
Gerðardómur í
lífeyrismálinu
Ef samningar takast ekki ! við-
ræðum fjármálaráðherra og heild-
aldrei leitað. Ábyrgðin var í höndum
Sjálfstæðisflokksins, þar sem aðilar
þess voru borgarstjóri, fjármálaráð-
herra og heilbrigðisráðherra. Heil-
brigðisnefndin ályktaði eftir að málið
kom fram að með sameiningu þess-
ara stærstu sjúkrastofnana landsins
væri stefnt að mikilli miðstýringu í
þessum mikilvæga málaflokki, þar
sem valddreifing væri ekki síður
nauðsynleg en annars staðar. Því
samræmdist fyrirhuguð sameining
ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins. Um
pólitískar afleiðingar taldi nefndin
að hér væri um mikið og viðkvæmt
deilumál að ræða, sem mjög óheppi-
legt væri að draga fram óundirbúið
stuttu fyrir kosningar og þar kynni
að valda tapi á 2.000—3.000 atkvæð-
um í Reykjavík og Reykjanesi.
Forráðamenn flokksins vanmátu
þetta atriði algerlega og töldu að hér
væri aðeins um „storm í vatnsglasi"
Ólafur Örn Amarson
að ræða. Annað kom þó á daginn.
Annað mál, sem má nefna hér um
vinnubrögð er íslensk heilbrigðis-
áætlun, sem ráðherra lagði fyrir
Alþingi sl. vor. Skipuð var nefnd
þriggja embættismanna til að semja
plagg, sem í eðli sínu er stór-
pólitískt. Ráðherra lagði það síðan
fyrir Alþingi án þess að nokkur
umræða færi fram innan flokksins.
Niðurstaðan er sú að hér er plagg,
sem að mörgu leyti er gott, en þegar
kemur að því hvemig reka eigi heil-
brigðisþjónustuna er því best lýst
með því að hugmyndafræðin er aug-
Ijóslega mnnin undan rifjum
sænskra sósíaldemókrata. Með öðr-
um orðum hér á að taka upp sænska
heilbrigðiskerfið, sem hefur sýnt sig
að vera eitt dýrasta kerfíð í veröld-
inni án þess að skila þeirri þjónustu,
sem þörf er á. Sem sjálfstæðismanni
sýnist mér hér vera á ferð hreint
pólitískt slys.
Niðurstaða mín af starfi í málefna-
nefnd flokksins undanfarin ár er sú
að vandræði flokksins stafa ekki af
skorti á stefnu eða málefnaþurrð.
Stefnan liggur ljós fyrir í þeim álykt-
unum, sem samdar hafa verið af
málefnanefndunum og samþykktar á
landsfundum undanfarin ár. Vanda-
málið er miklu frekar það, að flokk-
urinn hefur ekki framfylgt þeirri
stefnu, sem mörkuð hefur verið.
Síðar! sama Reykjavíkurbréfí seg-
ir: „Það er ein af syndum Sjálfstæðis-
flokksins (hveijar eru hinar? (innskot
ÓÖA)), að hafa ekki unnið ötullegar
að sölu ríkisfyrirtækja en raun ber
vitni. Það er í rauninni ákaflega erf-
itt að skilja það tómlæti, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur sýnt þessu
máli. Umræður um sölu ríkisfyrir-
tækja hófust að marki að sumarið
1983. Þá þegar kom í ljós, að það
var hljómgrunnur fyrir þvi meðal
kjósenda að selja fýrirtæki í eigu
ríkisins. Hins vegar varð minna um
framkvæmdir en efni stóðu til.“
Það skyldi þó ekki vera að við
höfundur Reykj avíkurbréfs séum
sammála um það, að stefnan er ljós
en vandamál flokksins eru þau, að
ekki hefur verið staðið við að fram-
kvæma hana.
Höfundur eryfiríæknir og for-
maður heilbrigðis- og trygginga-
nefndar Sjálfstæðisflokksins.
Verði réttindalausir kenn-
arar hraktir úr störfum
grisjast skólar í strjálbýli
eftírJónÁ.
Gissurarson
arsamtaka opinberra starfsmanna
um lífeyrissjóðina, á 5 manna dóm-
ur skipaður af Hæstarétti að reikna
út iðgjald sem nægi til að standa
undir þeim lífeyrisréttindum sem
núgildandi lög segja til um.
Vegna vantrúar okkar allra á
„Kjaradómi" sem við bjuggum áður
við, er ástæða til að vekja sérstaka
athygli á því að þessir gerðardómar
eru alls ekki sambærilegir.
Veiki punkturinn í lögunum um
„Kjaradóm" var að hann átti að
taka tillit til þjóðarhags, sem jafnan
var deiluatriði, það var m.a. þetta
ákvæði sem varð þess valdandi að
opinberum starfsmönnum gekk svo
illa að ná rétti sínum með úrskurð-
um „Kjaradóms".
Sá gerðardómur sem lífeyris-
frumvarpið gerir ráð fyrir, hefur
það hlutverk eitt að reikna út og
meta á tryggingarfræðilegan hátt
hvert þurfi að vera iðgjald til að
standa undir réttindum í lífeyris-
málum, sem BSRB hefur tekist með
áratuga baráttu að semja um við
ríkisstjómir og síðan hefur verið
lögfest.
Höfundur er formaður Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja.
Síðastliðið skólaár voru 2.757
grunnskólakennarar starfandi á ís-
landi, þar af voru 433 réttindalausir,
flestir á Vestfjörðum og Austurlandi.
Eru þá allir taldir, þeir sem voru í
fullu- eða hlutastarfi úr báðum flokk-
um. Dæmi voru þess að skólar hefðu
engum réttindamanni á að skipa.
Talið er að ástand mála hafi síst
batnað í ár, jafnvel versnað.
Lögum samkvæmt hafa þeir einir
rétt til skipunar eða setningar í kenn-
arastarf I grunnskólum sem lokið
hafa fullgildu kennaraprófí frá Kenn-
araskóla íslands og sl. fimmtán ár
frá Kennaraháskóla íslands svo og
frá ýmsum íslenskum stofhunum sem
mennta sérkennara — þar með talinn
Háskóli íslands. Matsnefnd metur
próf frá erlendum skólum.
Svo sem öðrum starfshópum ber
grunnskólakennurum að vera í stétt-
arfélagi. Réttindalausir kennarar eru
í sambandi þeirra, greiða iðgjöld sem
aðrir en njóta mjög skertra réttinda.
Strangar skorður eru settar fyrir
setningu réttindalauss kennara. Ráð-
inn verður hann þvi aðeins að full-
reynt sé að réttindamaður fáist ekki
og ekki nema til eins árs í senn. Síðan
skal stjómskipuð nefnd í Reykjavík
fjalla um mál þetta. (Má furðulegt
telja að fræðslustjóra skuli ekki falinn
úrskurður í sltkum málum. Hann er
þó manna kunnugastur öllum hnútum
í sínu umdæmi.) Liðið er því oft að
skólasetningu — eða skóli jafnvel
byijaður — er viðkomandi veit hvort
hann hreppir starf það sem í boði er
eðá ekki. Byijar svo sama ptslargang-
an næsta haust. Laun réttindalausra
kennara eru nú þremur flokkum Iægri
en hinna, en verður fjórir flokkar 1.
febrúar næsta árs samkvæmt lögum
frá 1986. Þau voru sett að kröfu KÍ
(Kennarasambands íslands) og hertu
mjög snöruna að hálsi þessara rétt-
lausu manna. Auk launalækkunar,
sem áður er getið, þrengja þau rétt
þessara manna að sækja námskeið
sem Kennaraháskóli íslands annast.
Samkvæmt fyrri lögum skyldu um-
sækjendur hafa verið fjögur ár í
starfi en nú sex ár. Fyrst kastar þó
tólfunum að þeir nú skuli ekki kall-
ast kennarar, þótt þeir kenni, heldur
leiðbeinendur. Mörgum virðist kyn-
legt að þáverandi menntamálaráð-
Jón Á. Gissurarson
„Réttindalausir kenn-
arar eru þvi síst til
trafala, þeir eru og
munu verða í náinni
framtíð ómissandi.
Þeim ber að taka með
velvilja og létta þeim
róðurinn.“
herra, Sverrir Hermannsson, skyldi
standa að setningu þessara laga. Þau
bitna harðast á átthögum hans og
kjördæmi. Takist Kf að flæma þessa
menn úr starfí, sem það virðist stefna
markvisst að, leggjast skólar niður !
báðum þessum héruðum. Engin von
er að úr rætist um framboð á rétt-
indamönnum hin næstu ár.
Rétt er að ekki hafa réttindalausir
lokið kennaraprófi. Sjálfsagt er skóla-
ganga þeirra mislöng. Sagt er þó að
annar hver réttindalausra hafi lokið
stúdentsprófi en þriðji hver hinna sem
í starfi eru.
Undanfarið hefur Kennaraháskóli
íslands brottskráð 100 til 110 kenn-
araefni árlega. Af þeim hafa um 70
gerst kennarar ár hvert, en hinir
horfíð til annarra starfa. Þyrfti þvf
sex slíka árganga til þess að leysa
þá réttindalausu af hólmi. Auk þess
er baráttumál KÍ að fækka I bekkjar-
deildum, lækka kennsluskyldu
grunnskólakennara og lengja skóla-
dag. Þetta eitt myndi auka kennara-
þörf svo hundruðum skipti.
Réttindalausir kennarar eru því síst
til trafala, þeir eru og munu verða í
náinni framtíð ómissandi. Þeim ber
að taka með velvilja og létta þeim
róðurinn. Eitt af því væri íjar-
kennsla, svo að nám gætu þeir
stundað jafnhliða starfi. Útvarp, sjón-
varp, myndbönd, bæklingar standa
til boða.
Aðgerðir þola enga bið. Mér sýnist
brýnast nú að:
1. réttindalausir kennarar sem í
skólum starfa hljóti á ný starfsheitið
kennari;
2. fjarkennslu verði tafarlaust
hrundið í framkvæmd;
3. skólastjóra verði heimilt að ráða
réttindalausan kennara með nokkrum
fyrirvara, t.d. mánuði áður en kennsla
hefst;
4. launamunur sá sem taka á gildi
11. febrúar nk. komi ekki til fram-
kvæmda;
5. staða kennara sem stundar
§amám með árangri verði ekki aug-
lýst laus til umsóknar.
Ljóst er að lagabreytingar þarf til
svo að þetta næði fram að ganga.
Það er brýnna fyrir Vestfirði að fá
kennara að skólum sínum heldur en
löggilda aflóga sláturhús á Bfldudal.
Of fáir útskrifast úr Kennarahá-
skóla íslands og of margir þeirra
sækja í önnur störf. Of lág laun hafa
hér verið þrándur í götu. Þau hafa
nú hækkað að mun, en betur má víst
ef duga skal. En annað kemur til.
Neikvæð blaðaskrif um kjör og að-
búnað kennara frá hendi KÍ hafa
vafalaust gert unga menn fráhverfa
kennarastarfi. Þessu þarf að breyta,
gera umræðu jákvaeða, laða ungt
fólk til kennarastarfa í stað þess að
fæla það frá.
Væri nú ekki ráð að stofna kenn-
aradeild við hinn nýja háskóla á
Akureyri? í hinum mörgu skólum á
Akureyri byðist nemendum aðstaða
til æfinga undir leiðsögn góðra kenn-
ara. Þann hátt tel ég vænlegri heldur
en að kennaraskóli hafi æfingaskóla
á sinni könnu svo sem nú er I
Reykjavík.
Heimilda hef ég aflað hjá formanni
Kennarasambands íslands, frú Svan-
hildi Kaaber, Kennaraháskóla íslands
\ og lögum frá 1978 og 1986 um rétt-
indi kennara og skólastjóra.
Höfundur er fyrrverandi skóla-
stjóri Gagnfræðaskóla Austurbæj-