Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
100000
80000
60000
fl Legucl.fcéykjftvik
ö Legud.ísland
’ 1965-69 1970-74 1975-79 1980-84 x
Arsbil
1965-69 1970-74 1975-79 1980-84 x X 2000-2004
Mjaðmarbrot aldraðra
- hvað er til ráða?
eftír Brynjólf
Mogensen
Vegna aukins fjölda sjúklinga
með mjaðmarbrot verða gerðar
helmingi færri gerfiliðaaðgerðir um
aldamót en árið 1986 ef ekkert er
að gert.
Mjaðmarbrot:
Með mjaðmarbroti er átt við brot
á lærleggshálsi eða lærhnútu, sjá
mynd 1.
Tíðni:
Mjaðmarbrot eiga sér stað aðab
lega hjá eldri þjóðfélagsþegnum. í
Reykjavík voru 214 mjaðmarbrot
hjá 50 ára og eldri árin 1965—1969,
en voru orðin 489 1980—1984.
Spáð ér mikilli §ölgun aldraðra á
næstu árum og áratugum. Þetta
leiðir væntanlega til hlutfallslegrar
aukningar á mjaðmarbrotum eða
jafnvel meiri vegna aukinnar brota-
tíðni.
Því er spáð, að á árunum
2000—2004 verði mjaðmarbrot í
Reykjavík um 894, en á íslandi öllu
1.932, sjá mjmd 2.
Legutími:
Legutíminn hefur breytzt mjög
mikið á síðustu árum. Með meiri
þekkingu, bættri tækni og aukinni
samfélagshjálp, hefur legutíminn
stytzt úr 86 dögum 1965—1969 í
41 dag 1980—1984, þrátt fyrir að
meðalaldurinn jókst úr 72 árum
1965 í 79 ár 1984. Þannig þurfti
jafnmarga legudaga til að lækna
489 sjúklinga á árunum
1980—1984 í Reykjavík og þurfti
fyrir 214 sjúklinga 1965—1969, sjá
mynd 3.
Nú er hins vegar svo komið, að
ekki er hægt að stytta legutímann
með óbreyttu kerfí. Sjúklingunum
og aðstandendum þeirra þykir orðið
meira en nóg um álagið við útskrift
svo stuttu eftir aðgerð, því ekki er
hægt að reiða sig á heimilishjálp
og heimahjúkrun. Slíka þjónustu
er einfaldlega mjög erfítt að fá í
dag.
Vegna aukins álags af sjúkling-
um með mjaðmarbrot með vaxandi
heildarlegudagafjölda (mynd 3)
mun það að óbreyttri stefíiu leiða
til 50% fækkunar á gerfiliðaaðgerð-
um árið 2000 miðað við það sem er
í dag.
Slysin:
Brotin eru fjórum sinnum al-
gengari hjá konum en körlum.
Rúmlega helmingur sjúklinganna
brotnar heima við og eru brotin
algengari á vetuma. Vinnu- og
umferðarslys eru fátíð. Langflestir
brotna vegna þess að þeir hrasa eða
detta. Beingisnun (úrkölkun) gerir
það að verkum, að aðeins þarf lítinn
áverka til þess að brotna.
Forvamir:
Langstærsti þátturinn fyrir
beingisnun (úrkölkun) em horm-
ónabreytingar hjá konum eftir
tíðahvörf. Samverkandi þættir em
ýmsir, t.d. mataræði, hreyfingar-
leysi, vín og tóbaksneyzla: Bein
þynnast hjá öllum með aldri, körlum
líka.
Vitaskuld má bæta stöðuna með
heilbrigðu lífemi frá unga aldri. Þá
ber að reyna að koma í veg fyrir
fall aldraðra í heimahúsum með
réttri hönnun fbúða.
Vert er einnig að rannsaka hvaða
hópi kvenna er mest hætt við broti
svo að gefa megi þeim hormóna-
meðferð.
Þrátt fyrir þetta er líklegt að um
400 íslendingar hljóti mjaðmarbrot
ár hvert um aldamót.
*
Arlegnr kostnaður 200
milljónir — hvað
er til ráða?
Eins og venjulega ræður fjár-
magnið ferðinni. Núverandi kostn-
aður vegna mjaðmarbrota á íslandi
er áætlaður um 200 millj. króna.
Má áætla, að árið 2000 verði kostn-
aðurinn a.m.k. 400 millj. á ári á
núvirði, ef ekkert er að gert. Því
er til mikils að vinna, ef hægt er
að veita eins góða þjónustu og nú
er, eða betri, með minni tilkostnaði.
Eftirfarandi áætlun tel ég að
myndi reynast bezt:
a) Meta heildaraðstæður sjúklings
við innlögn. Upplýsa sjúkling og
aðstandendur eftir því, sem
hægt er, um gang mála og gera
ráð fyrir útskrift innan ákveðins
tíma. Áherzla skal lögð á að
sjúklingur, sem kemur að heim-
an, fari heim aftur, án viðkomu
á endurhæfíngardeild. Reynslan
sýnir, að sjúkl. eru bezt endur-
hæfðir í umhverfí, sem þeir
þekkja, þ.e. á eigin heimili.
b) Heimilishjálp og heimahjúkrun
verði aukin. Þetta er nauðsyn-
legt, ef það á að vera hægt að
senda sjúkl. beint heim og halda
í horfinu núverandi legutíma, en
vísbending er um að hann leng-
ist vegna breyttrar brotatíðni á
næstu árum, nema eitthvað sé
að gert. Með þessu móti má
minnka stórlega þörfína á end-
urhæfíngarrými fyrir þennan
hóp sjúklinga. Sýnt hefur verið
fram á í Svíþjóð, að með réttum
aðbúnaði gangi endurhæfíngin
jafn vel heima eins og á endur-
hæf.deild, en kostnaðurinn á
sjúkling miklu minni.
Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída
Börkur dómari
Þið, sem eruð svona vel upplýst
og fylgist svo vel með öllu, sem
gerist úti i hinum stóra heimi,
hafíð eflaust verið að undrast yfír
þvi, hvers vegna búið er að vera
svona mikið veður út af honum
Berki dómara. Reagan, karlgrey-
ið, sem á í vök að veijast í Hvíta
húsinu, þurfti að skipa nýjan
hæstaréttardómara fyrir annan,
sem fór í kör. Hann vildi fá Hró-
bjart Börk í starfíð, en fyrst þurfti
öldungadeildin að samþykkja va-
lið.
Síðan ég heyrði fyrst um Ro-
bert Bork, en það var þegar hann
rak Cox saksóknara í Watergate-
málinu, sem frægt var, hefir mig
grunað, að hér gæti leynst afkom-
andi íslenzkra innflytjenda.
Börkur er gott og gilt islenzkt
nafn, en aumingja maðurinn verð-
ur að kalla sig Börk, því Amerík-
anar geta ekki borið fram -ur og
ensk tunga á ekki til ö.
Sjálfur er maðurinn ekki óís-
Ienzkur í útliti: Hann kemur hálf
tætingslega fyrir, er ekki alltof
fínn í tauinu, hár og skegg rytju-
legt, eins og hann fari alltof
sjaldan til rakarans. Stundum
sýnist hann hálf svolalegur og svo
er röddin, sem er djúp og líklega
góð söngrödd, oft rám, eins og
hann reyki, tali og drekki meira
en góðu hófí gegnir. En þetta eru
bara umbúðimar; maðurinn er
ljóngáfaður og næstum ofviti, en
hvoru tveggja eru al-íslenzk ein-
kenni, eins og við öll vitum.
Héma í henni Ameríku emm
við alvön því, að þingnefndir haldi
opinberar vitnaleiðslur eða yfir-
heyrslur, ekki eingöngu til að
kanna hæfni manna, sem forset-
inn hefír tilnefnt í háar stöður,
heldur út af ýmsum öðrum tilefn-
um. Nærtækt dæmi em yfír-
heyrslumar út af Íran/Contra-
málinu illræmda. Börkur var
kallaður á teppið, og í fímm daga
vora raktar úr honum gamimar
um allt milli himins og jarðar, sem
þingnefndarmenn töldu koma tiln-
efningu hans við. Dómarinn er
mjög umdeildur maður, og hefír
hann, allt frá því að hann kom
við sögu í Watergate-málinu skrif-
að og talað opinberlega á mjög
afgerandi veg, sem skapað hefír
honum Q'ölda óvildarmanna og
andstæðinga.
Meðal annars telja sumir Börk
vera blámannahatara, og segja
þeir hann hafa dæmt í málum,
•sem varðað hafa kynþáttamál á
þann veg, að ekki sé um að vill-
ast. Andstæðingar hans telja hann
einnig vera á móti jafnrétti karla
og kvenna, og hann er sagður
andvígur því, að konur megi sjálf-
ar ráða hvort þær vilji láta eyða
fóstmm. Sagður er hann hafa
dæmt á móti neytendum og með
stómm fyrirtækjum; jafnan verið
andvígur hinum vinnandi manni
en ávallt á bandi atvinnurekan-
dans.
Reagan forseti og hans menn
reyndu eftir mætti að styðja sinn
mann og leiddu þeir fram stóran
hóp vitna, sem prísuðu Börk á
alla kanta. Þar var að fínna Ford,
fyrrverandi forseta, nokkra fyrr-
verandi ráðherra, marga rektora
lagaskóla, prófessora og samsafn
af öðmm minni spámönnum. Tóku
yfirheyrslumar margar vikur og
var þeim sjónvarpað til þess, að
landslýðurinn mætti hafa af
nokkra skemmtan.
Andstæðingarnir lýstu áhyggj-
umm sínum yfir þvi, að ef Börkur
yrði samþykktur, myndi hann með
tíð og tíma snúa hæstaréttinum
inn á afturhaldsbraut. Myndi þá
vera hægt að breyta mörgum nið-
urstöðum um túlkanir á stjómar-
skránni, sem dómstóllinn hefir
látiðfrá sér fara á síðustu áratug-
um.
Mörgum almúgamanninum
fannst nóg um hve langan tíma
það tók að komast að raun um
það, hvort Börkur væri hæfur til
að verða einn af hinum níu hæsta-
réttardómuram. Hann undraðist
það, að þingnefndin skyldi ekkert
þarfara hafa að gera, en að hlusta
á vitni eftir vitni með eða á móti
dómaranum. Hann furðaði sig líka
á þeirri tilviljun, að allir, sem vom
Berki andvígir, skyldu vera demó-
kratar, en vinveittir repúblikanar.
Margir hér em nefnilega enn svo
einfaldir að halda, að dómarar
eigi að vera ópólitískir og eins
hlutlausir og hægt er.
Þegar leið á, náðu óvinir Bark-
ar dómara yfírhöndinni. Þing-
neftidin greiddi atkvæði á móti
honum og einnig var hann felldur
í sjálfri öldungadeildinni.
Hér að ofan minntist ég á þann
möguleika, að Börkur dómari
gæti verið af íslenzku bergi brot-
inn. Takandi með í reikninginn,
hve illa fór fyrir honum, held ég,
að við látum milli hluta liggja að
grafast fyrir um sannleikisgildi
þessarar ágizkunar minnar. Við
skulum bara láta hann vera
Ameríkana og lofa honum að
halda áfram að kalla sig Bork.
Höfundur er ræðiamaður ís-
lands í Suður-Flórída og
framkvæmdastjóri hjá fisksölu-
fyrirtækii Miami.