Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
Betri nýting fjár?
Stöðvar tvö og Bylgjunnar er skýrt
dæmi um nýja siði í íslenskri fjöl-
miðlun. Þátturinn er styrktur af Sól
hf. Áhorfendur í sjónvarpssal
hampa í gosdrykkjum Sólar og
vörumerkið birtist reglulega á
skjánum. Aðstandendur þáttarins
segja að það sé engin tilviljun að
gosdrykkjaframleiðandi styrki gerð
hans, því unglingar séu í senn unn-
endur dægurtónlistar og kaupi gos
í miklum mæli.
Að sögn Davíðs Schevings Thor-
steinssonar framkvæmdastjóra
gerði Sól hf. samning um styrk til
gerðar fimmtíu þátta í þessari röð
og beinna auglýsinga á Stöð tvö.
Styrkurinn hafí verið veittur án
allra skuldbindinga.
„Ég treysti þeim smekkmönnum
sem að þættinum standa til þess
að meta með hvaða hætti nafni
fýrirtækisins verði sem best komið
á framfæri. Það þjónar ekki mínum
hagsmunum að áhorfendum sé mis-
boðið. Ég hefði frekar áhyggjur af
því en að Sól sé ekki kynnt nóg í
þættinum," segir Davíð.
Davíð segir að óbeinar auglýsing-
ar séu úbreiddari en margir vilji
vera að láta. Það þekki hann af
eigin raun því kvikmyndagerðar-
menn hafí unnvörpum leitað til
AF INNLENDUM
VETTVANGI
STEFÁN BENEDIKTSSON
Ný fjáröflunarleið útvarps og sjónvarpsstöðva:
• •
Oflug ínnlend dagskrár-
gerð óhugsandi án
styrkja frá fyrirtækjum
— segja forráðamenn Stöðvar 2, en útvarpsmenn
segja lítið fé standa þeim til boða
í REGLUGERÐ um tímabundin
Ieyfi til útvarpsrekstrar var rétt-
höfum heimilað að leita eftir
styrkjum frá fyrirtækjum til að
kosta gerð einstakra dagskrár-
liða. Undanfarin misseri hefur
Stöð tvö farið þessa leið til fjár-
öflunar og segja forráðamenn
hennar að innlend dagskrárgerð
væri óhugsandi ef þessara tekna
nyti ekki við. Talsmenn útvarps-
stöðva eru sammála um að
fyrirtæki hafi takmarkaðan
áhuga á því að veita fé til dag-
skrárgerðar þeirra, þótt þróunin
erlendis bendi til að það kynni
að breytast.
í Bandaríkjunum hefur styrktar-
formið náð mikilli úbreiðslu, jafnt
í útvarpi og sjónvarpi. Sem dæmi
má nefna að „Almenningssjónvarp-
ið“ PBS fjármagnar alla dagskrár-
gerð sína með þessum hætti. Þar
standa stórfyrirtæki til að mynda
að baki virtra fréttaþátta, en slíkt
væri óhugsandi hérlendis að mati
viðmælenda blaðsins.
Löggjafinn hefur á sinn hátt
hvatt auglýsendur til að veita frem-
ur styrki til dagskrárgerðar en að
kaupa auglýsingatíma. Það hlýst
af því að á auglýsingar er lagður
25% söluskattur, auk 10% menning;-
arsjóðsgjalds á meðan styrkir til
dagskrárgerðar eru undanþegnir
öllum gjöldum. Viðmælendur telja
þó að þetta atriði skipti ekki sköp-
um.
Auglýsingamenn eru ekki á einu
máli um hvort styrkir til dagskrár-
gerðar skili tilætluðum árangri.
Olafur Stephensen formaður Sam-
bands íslenskra auglýsingastofa
dregur auglýsingagildi styrkjanna
í efa. Hann segir að fyrirtæki eigi
frekar að beina kröftum sínum að
sölumennsku en óbeinum auglýs-
ingum.
Óbeinar auglýsingar
útbreiddar
„íslenski listinn“ sem sendur er
út á laugardagskvöldum í samvinnu
Sólar og beðið um styrki gegn því
að vörur fyrirtækisins beri fyrir
augu í verkum þeirra. Mörg dæmi
séu um slíkar kynningar í íslenskum
kvikmyndum og bandarískar mynd-
ir séu alsettar duldum auglýsingum
fyrir bíla og áfengi meðal annars.
Bjöm Bjömsson sem stjómar
innlendri dagskrárgerð á Stöð tvö
segir að í fyrstu þáttum íslenska
listans hafí tilraunir verið gerðar
með kynningu styrktaraðilans. Það
sé stefnan að finna henni smekkleg-
an farveg. „Allir þættir verða að
hafa dagskrárgildi," segir Bjöm.
„Það er áhorfandinn sem á síðasta
orðið.“
Betri ímynd fyrir
menningu
Þegar oddvitar ljósvakamiðla eru
spurðir um þær reglur sem gildi í
þessum efnum er álit þeirra nokkuð
samhljóða. Fréttir og fréttatengdir
þættir eru útilokaðir frá öllum
styrkjum. Ekki kemur til greina að
stöðvamar framleiði dagskrá eða
flytji sem hafí þann tilgang að
kynna fýrirtæki og þjónustu þess.
Óbeinar auglýsingar eru að þeirra
sögn slys og aldrei birtar af ásettu
ráði.
„Við getum skipt styrkjum til
dagskrárgerðar í tvo flokka," segir
Sighvatur Blöndal markaðsstjóri
Stöðvar tvö. „Annars vegar taka
fýrirtæki Kitt í kostnaði við dag-
skrárgerð sem er óskyld þeirra
starfsemi og hefur gjaman á sér
einhverskonar menningarstimpil.
Dæmi um þetta em þættir okkar
um íslendinga erlendis. Hins vegar
leggja fýrirtæki fram fé við gerð
þátta sem tengjast að einhveiju
leyti starfsemi þeirra, dæmi um það
er íslenski listinn sem höfðar til
unglinga og nýtur styrkjar gos-
drykkjaframleiðanda."
Sighvatur segir að þessi mögu-
leiki hafí verið kynntur viðskipta-
vinum stöðvarinnar í tengslum við
sölu á auglýsingatímum. Þetta sé
„aukabúgrein" og stöðin hafí ekki
sent menn út af örkinni gagngert
til að afla styrkja.
„Það sem vakir gjaman fyrir
forráðamönnum fýrirtækja er að
byggja upp góða „ímynd" með því
að tengja nafn sitt menningarlegu
framtaki. Þannig höfðu forráða-
menn Verzlunarbankans hug á að
veita fé til góðs málefnis og styrktu
gerð „Nærmynda“ af listamönnum"
segir Sighvatur.
Féð af skornum
skammti
Að sögn Einars Sigurðssonar
útvarpsstjóra Bylgjunnar hafa fé-
lagsamtök sýnt áhuga á að kom
einhveijum boðskap á framfæri á
sinn kostnað og kaupa upp dag-
skrártíma. „Það hefur ekki komið
til greina af okkar hálfu að selja
þannig dagskrástjómina úr húsi.
Við viljum halda utan um það sem
héðan fer út þótt visssulega sé stöð-
in opin fyrir skoðunum einstaklinga
og samtaka þeirra,“ sagði Einar.
Markús Öm Antonsson útvarps-
stjóri telur ákjósanlegast að §öl-
Stykkishólmur;
80 manns á söng-
námskeiði Landssam-
bands blandaðra kóra
Stykkishólmi.
KÓRANÁMSKEIÐ fyrir alla
sýsluna var haldið í félagsheimil-
inu í Stykkishólmi helgina
23.-25. október sl. og var vel
mætt. Um 80 manns tóku þátt í
námskeiðinu sem hófst eftir há-
degi og stóð til sunnudagskvölds
með litlum hvíldum og var áhug-
inn mikill.
Fréttaritari fór á staðinn og
fylgdist með og það fór ekki á milli
mála að þar var vel að öllu staðið,
áhuginn og gleðin og svo að ná sem
mestu á þessum stutta tíma. Frétta-
ritari ræddi við nokkra þátttakend-
ur og vom þeir sammála um að
svona námskeið skiluðu miklu
meiru enn þeir hefðu búist við.
Þátttakendur voru að mestu leyti
uppistaðan úr Jöklakómum, sem
stofnaður var f fyrra fyrir ferð til
ísraels um jólin til að syngja þar
við guðsþjónustur. Þá sameinuðust
kirkjukórar á Nesinu til æfínga og
söngs.
Það var Landssamband bland-
aðra kóra sem gekkst fyrir þessu
námskeiði í samvinnu við félaga-
samtökin hér. Af hálfu landssam-
bandsins mættu Sigríður Péturs-
dóttir og Sólveig Olafsdóttir. Er
þetta 4. móti sem haldið hefir verið
síðan þau hófust. Tvö hafa verið
haldin í Reykjavík, eitt á Akureyri
og svo þetta f Stykkishólmi.
Leiðbeinendur á þessu námskeiði
voru þeir Bo Johansen frá Stokk-
hólmi og Jón Stefánsson, organisti
og kórstjóri Langholtskirkju í
Reykjavík, og á því sést að ekki
var valið af lakari endanum. Bo
Johansen hefír tvisvar komið hér
Frá æfingu kóranna.
Morgunblaðið/Ámi Helgason
til íslands og er mjög hrifínn af
landi og þjóð. Meðal annars kom
hann hér árið 1978 með stúlknakór
í Norðurlandakeppni og vann sá
hópur glæsilegan sigur og vakti
verðskuldaða athygli. Bo Johanson
kennir við grunnskólann í Stokk-
hólmi, Adolf Frederik-tónskóla, sem
er mjög virtur skóli og þar fá böm
og unglingar tilsögn um tónlist.
Hann er mjög lærður og í hópi
þeirra Svía sem langt hafa komist
á braut tónlistar. Jón Stefánsson
þarf ekki að kynna því hann hefir
getið sér gott orð.
Jón sagði fréttaritara að tak-
markið með þessum námskeiðum
væri margþætt og meðal annars
væri þama tækifæri til að fámenn-
ir kórar syngju með stærri kómm.
Þá er þetta uppörvun og kynning
milli kóra þar sem hver lærir af
öðmm. Hann nefndi að á þessum
þremur dögum fengi fólkið marga
tíma í söngkennslu og ekkert kemst
að nema söngur og að ná sem
mestum árangri. Þetta væri að
sfnum dómi bæði athyglisverð starf-
semi og gæfi mikið í aðra hönd og
skilaði árangri til lengri tíma. Þá
sagði Bo Johansen fréttaritara að
hann hefði tæpast búist við svona
miklum árangri á jafn stuttum tíma,