Morgunblaðið - 13.12.1987, Síða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
Teinæringur Kristins Vigfússonar á siglingu i góðum byr vestan úr Háaleitisforum vertíðina 1918.
Kristinn Vigfús-
son staðarsmiður
Kristinn Vigfússon staðarsmiður.
Kristinn Vigfússon staðarsmiður heitir nýútkomin bók sem Guð-
mundur Kristinsson á Selfossi hefur skráð eftir föður sínum.
Kristinn var sjómaður og smiður og var víða í fremstu röð verka
á sínu sviði á Suðurlandi. 630 menn koma við sögu í bókinni en
Morgunblaðið birtir hér kafla úr bókinni með leyfi höfundar.
„Peningarnir eru
í gaflinum“
Þegar foreldrar mínir fluttust
niður á Eyrarbakka hafði faðir minn
með sér kistugarm, sem hann hafði
keypt á upboði eftir Hjört í Bola-
fæti. Fannst honum einkennilegt,
hvað kistan fór illa á hestinum og
sótti niður í annan endann. Um
vorið hjó hann hana í eldinn.
Nokkru áður dreymdi móður mína
einkennilegan draum. Henni þótti
hún vera úti á hlaði og sá hrúgu
af tölum á jörðinni. Tíndi hún þær
upp í svuntuna og bar inn í bæ.
Þegar faðir minn hjó í sundur
kistugaflinn, þar sem handraðinn
var, sá hann sér til mikillar furðu,
að út úr honum hrukkú silfurspesí-
ur. Kom í ljós að gaflinn var
tvöfaldur undir handarðanum. Og
þar var leynihólf, fullt af silfurspesí-
um og ríkisdölum og var hver
peningur saumaður inn í striga.
Móðir mín kom út og tíndi pening-
ana upp í svuntuna, eins og hún
hafði gert í draumnum. Alls voru
þetta 190 ríkisdalir.
Hafliði, bróðir Þorleifs ríka á
Háeyri, hafði lent í Kambsráninu
og var dæmdur til ævilangrar
fangavistar á Brimarhólm. Hann
var lipurmenni og laginn og var því
oft hafður til þess að aðstoða lækn-
ana. Þannig græddist honum
talsvert fé og fór vel með. Þegar
heim kom sagði hann engum hvar
hann hefði fólgið fé sitt. Sigríður,
dóttir hans, spurði hann hvar hann
geymdi peningana.
„Það segi ég þér ekki. Þú átt
vin, þú segir honum, hann á vin,
hann segir honum, og svo er búið.“
Nokkrum árum síðar drukknaði
hann í fískiróðri, og fundust engir
peningar eftir hann. Skömmu síðar
kom hann til dóttur sinnar í draumi,
og sagði, að peningamir væru í
gaflinum. Var grafið í húsgaflinn,
en ekkert fannst.
Þótti nú ljóst, að hér væri komin
kista Hafliða, sem hann hafði kom-
ið með frá Kaupmannahöfn og
skýring á því, sem hann hefði sagt,
að peningamir væm „í gaflinum".
Var þeim skipt í banka í krónur
með smávegis afföllum, því að þessi
mynt hafði verið innkölluð 1874.
Notaði faðir minn þá til þess að
reisa sér vandaðan bæ með skarsúð-
arbaðstofu og kallaði hann Sauðhús
af því að Þorleifur ríki hafði haft
þar sauðahús. Fyrir norðan hann
reisti Þorvaldur, faðir Magnúsar
aðventista, síðar lítið timburhús og
kallaði Þorvaldseyri. Ólafur Bjama-
son keypt: það 1918 og stækkaði.
í Sauðhúsum bjuggum við til 1905,
er faðir minn keypti Frambæjar-
húsið í Litlu-Háeyrarhverfi af Ólafi
Sigurðssyni söðlasmið fyrir 700
krónur. Það var reist sem pakkhús
um 1870 úr strandeik, en var fljót-
lega gert að íbúðarhúsi.
Þýzki sjómaðurinn
Á vertíðinni 1940 höfðu stórir
atburðir gerzt úti í heimi. Evrópu-
styrjöld hafði brotizt út um haustið.
ísland hafði þá ekki verið hemum-
ið, en ófriðarblikan var farin að
færast nær, út á Atlantshaf.
Skömmu fyrir lok var ég einn
morgun snemma staddur niðri á
Norðurhellu, en bátar allir á sjó í
blíðuveðri. Þá kom hlaupandi til
mín unglingspiltur og sagðist hafa
fundið sjórekið lík frammi á Kampi,
suður á móts við Sporið. Gat hann
enga skýringu gefíð á því, hvers
vegna hann hefði farið þangað, þar
sem hann átti að vera kominn til
vinnu sinnar sem landmaður við
bátinn.
Hann sagðist allt í einu hafa
verið gripinn sterkri löngun til þess
að ganga fram á Kamp. Og þar
hefði hann gengið fram á sjórekinn
mann í einkennisbúningi.
Fékk ég menn með hest og vagn
að sækja líkið. Var greinilegt, að
maðurinn hafði fótbrotnað, áður en
hann drukknaði. Og örfáum metr-
um frá honum fundum við í fjörunni
gullúr, sem hann hafði borið. Hann
var í einkennisbúningi með þrjár
hvítar randir á ermunum.
Fluttum við hann heim á vagnin-
um og lögðum hann til í hlöðunni.
Var héraðslækni, Lúðvík Norðdal á
Eyrarbakka, þegar gert viðvart, og
kom hann úteftir.
Af plöggum, sem fundust á hin-
um látna sjómanni, kom í ljós, að
hann var frá Dresden í Þýzkalandi.
Hann hét Dietrich Karl Netzer og
var 59 ára, vélstjóri í þýzka sjóhem-
um. Hafði hann sénnilega farist í
sjóorustu suður af landinu.
Líkkista var fengin austan af
Eyrarbakka og hann kistulagður.
Einn sjómanna, Þórður í Bjarg-
húsum, flutti guðsorð og sálmar
voru sungnir. Síðan var kistan flutt
austur á Eyrarbakka, þar sem hinn
ókunni, þýzki sjómaður var lagður
til hinztu hvfldar á lokadag.
Ræðismanni Þjóðveija í Reykja-
vík var tilkynnt um atburðinn og
krafðist hann þess, að sér yrðu taf-
arlaust send öll hans plögg svo og
fatnaður. En einmitt þá um lokin,
10. maí, steig b'rezkur her á land
í Reykjavík. Varð það hans fyrsta
verk að handtaka ræðismanninn,
svo að óvíst er, hvort honum bárust
þau plögg nokkum tíma í hendur.
En þegar farið var að taka sam-
an föggur þýzka sjómannsins vöktu
leðurstígvél hans athygli. Einn við-
staddra, Guðmundur Jónsson
fyrrum oddviti í Einarshúsi, sagði
bezt, að hann hirti þau. Sagðist
ekki vita nema einhver vildi nú
plampa á þeim á Bakkanum og
hengdi þau til þerris í hjalli sínum.
Að nokkmm dögum liðnum vom
stígvélin farin að þoma og saumar
að gisna. Þóttu sólamir einkenni-
legir. Var þeim flett í sundur, og
kom þá í ljós allþykkur bunki af
útlendum peningaseðlum. Þannig
hafði þessi óþekkti, þýzki
stríðsmaður viljað tryggja sig, ef
hann lenti í óvinahöndum og talið
víst, að stígvélunum fengi hann allt-
af að halda, hvað sem á gengi.
(m
a/M/
Dregíb uar í Jólahappdrætti Sflfl þ. 3. des. um 10 S0NV
SRF-6 ferba- útuarpstæki. Upp komu eftirtalin númer;
1144 13959 39787 44163 47552
48710 59856 103064 105376 115665
Þar sem útsending mlba dróst á langlnn hefur
stjórn Sflfl ókuebib, ab sú regla gildi um þennan fyrsta
drótt, ab dagsetning greibslu skipti ekki máll. Ef mibi
er greiddur uerbur tækib afhent.
Dregib uar suo i annab sinn þ.lO.des. um 10 stk. S0NV
D-30 ferbageislaspilara. Upp komu eftirtalin númer;
19155 19581 28812 31263 39424
65772 85089 85659 98833 121327
Númer girósebllsins er happdrættlsnúmerib og eftlr er
ab draga út 10 rafdrifna lelkfangobflo þ.17.des. og
loks 10 MITSUBISHI PflJERO jeppa, 5 stutta og 5 langa,
ó öbrum degi Jóla, þ.26 des.
Dráttur fer fram f belnni útsendingu á STÖÐ 2
ofantalda daga i þættinum 19:19. Þökkum stubning nú
sem fyrr.
OEYMIÐl
B>EKLINGINN
1877 ÍSAFOLD 1987 J
Spariskór handa
konum og körlum
Leðurstígvél, töskur, hanskar, leðurjakkar.
Skóverslun Kópavogs,
Hamraborg 3.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
(U) PIOIMEER