Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 16

Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU m'i 4 :T>] I Allar RING bílaperur bera merkið (§) sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröffur E.B.E. RING bílaperurnar fást á bensínstöðvum Skeljungs Góður skáldskapur á alltaf erindi til fólks - segir Eysteinn Sigurðsson, sem gefið hefur út bók um ævi og skáldskap Bólu- Hjálmars ÚT ER komin bókin Bólu- Hjálnmr eftir Eystein Sigurðs- son, bókmenntafrœðing, yfir 300 síðna rit, þar sem fjallað er jöfnum höndum um ævi og ljóð skáldsins. Eysteinn segist ekki vilja kalla þetta ævisögu, honum finnist hins vegar að bókmenntaleg ævisaga nái því nokkuð vel, sem hann er að reyna að gera í ritinu. Hann segist hafa haft áhuga á mann- inum og skáldskap hans í yfir 20 ár eða allar götur frá þvi að hann var i Háskólanum og til þessa tímabils megi rekja það sem nú er út komið á bók. „Hjálmar er einn af þessum stóru ljóðskáldum, sem komu upp á íslandi á 19. öld. Það er eigin- lega bókmenntasöguleg tilviljun, að hérlendis kom upp þá hvert stóra ljóðskáldið á fætur öðru,“ segir Eysteinn. Hann nefnir Jónas og Bjama og síðar Gröndal, Steingrím, Matthías og Grím Thomsen, Stefán G. Stefánsson og Einar Benediktsson. „Þetta eru allt menn sem ortu ákaflega góð ljóð, hver á sinn hátt. Ljóðagerð á þessum tíma átti sér það sér- kenni að hún var ákaflega bundin í formi. Hjálmar er einn í þessum hópi og það sem ég hef reynt að gera í þessari bók er að skrifa allsheijar greinargerð um hann sem mann og sem 19. aldar ljóð- skáld,“ segir Eysteinn. Hann segir að ástæðan fyrir því að hann taki Hjálmar sérstak- lega fyrir sem mann sé sú að margt af hans ljóðum sé tækifær- isskáldskapur og Hjálmar sé kannski meira en flest önnur ljóð- skáld bundinn af umhverfi sínu. „Helsta niðurstaða mín er sú að Hjálmar sé miklu tengdari ró- mantfsku stefnunni, en menn hafá gert sér grein fyrir og ég sé ekki rökin til þess að spyrða hann sérs- taklega við Sigurð Breiðfjörð, sem alþýðuskáld, eins og bókmennta- fræðingar hafa gert. Sérstaða Hjálmars er að hann er bóndi og sveitamaður og hann er undir miklu meiri áhrifum frá þeim anda sem sveif yfír vötnunum á þessum tfma, en menn hafa til þessa ver- ið tilbúnir að viðurkenna." Eysteinn bendir á að eitt ein- kenni rómantíkurinnar sé aðdáun á því hrikalega, þar sem veruleik- inn sé ýktur og andstæðumar skerptar. Til dæmis verði Hjálm- ari að yrkisefni ellihrömun sín og þau ljóð beri þessa skýran vott. „Að mínu viti er ástæðan fyrir því hversu mönnum hefur orðið starsýnt á erfíð lífskjör Bólu- Hjálmars góð skáldgáfa hans. Honum tekst að lýsa nöturlegum veruleika þannig að það vekur meiri athygli en ella vegna þess hve gott skáld hann er.“ Hann segist ekki telja að það hafí haft úrslitaþýðingu fyrir Hjálmar sem skáld að komast ekki til mennta. Það sé ekki hægt að fullyrða um það hvort skáld- gáfa hans hefði náð að þroskast betur, ef honum hefði gefíst kost- ur á að ganga í Latínuskólann eða nema f Kaupmannahöfn. Hitt sé víst að hann hafí fylgst vel með og verið vel lesinn á þeirrar tíðar mælikvarða. Aðspurður hvort skáldskapur Bólu-Hjálmars eigi ennþá erindi til samtímans, segir Eysteinn: „Mín kynni af honum em orðin talsvert löng. Hann hafði sína galla, eins og aðrir menn, en það sem ég hef kynnst honum í gegn- um ljóðagerðina, fínnst mér ákaflega viðkunnanlegt og mað- urinn skemmtilegur í viðkynn- ingu. Auðvitað á hann erindi við samtfmann. Góður skáldskapur er sígildur og sígildur skáldskapur á erindi til fólks á öllum tímum.“ Happdrætti Krabbameinsfélagsins: KEPPNI MILLI BYGGÐARLAGA NÚ stendur yfir sala á miðum f hausthappdrætti Krabbameins- félagsins. Dregið verður á að- fangadag og úrslitin birt f útvarpi samdægurs. í tílefni happdrættis- ins athugar Krabbameinsfélagið og ber saman eftir póstnúmerum hvernig einstakir hreppar, kaup- gtaðir og landshlutar gera skil á heimsendum miðum. 4. desember höfðu Grfmseyingar tekið forystuna yfír allt landið og þá strax höfðu 73,5% heimsendra miða verið greiddir þar. Grímsey- ingar gerðu einnig best skil í vorhappdrætti Krabbameinsfélags- ins. Af landshlutum höfðu best skil verið gerð á Austurlandi en Suður- land kom fast á eftir. íbúar Egils- staða, Eskiljarðar, Vestmannaeyja og Selfoss stóðu sig best kaup- staðabúa og af kauptúnum voru fremstir íbúar Hríseyjar, Breið- dalsvíkur, Raufarhafnar og Eyrar- bakka. Krabbameinsfélagið mun greina frá lokaniðurstöðum þessa saman- burðar fljótlega eftir áramót. VERÐ KR. 30 PR. STK.* MINNSTA PÖNTUN 10STK. Sendu vinum og vandamönnum skemmtilega og persónulega jólakveðju með jólakorti, eftir þínum eigin myndum. JOLAKORT EFTIR ÞÍNUM EIGIN MYNDUM wsmmmm Skipholti 31, simi 25177 Austurstræti 6, sími 611788

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.