Morgunblaðið - 13.12.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
C 25
Biðröð í Búkarest: erfitt líf.
ekki tekizt að fylla framieiðslukvót-
ann“ skv. lögum um „sjálfstjóm"
fyrirtækja. Framleiðslan í október
hafði numið aðeins 80% af því sem
að var stefnt og launin voru lækkuð
um 20%.
Verkamönnunum hafði verið
skipað að vinna á sunnudegi og
þeir fengu þessar hvimleiðu fréttir
þegar vinnu lauk og neyða átti þá
til að að fara með strætisvögnum
á kjörstað og greiða atkvæði í bæj-
ar- og sveitarstjómarkosningum,
sem fóru fram þennan dag. I þess
stað gerðu þeir uppreisn og gengu
fylktu liði til ráðhússins og aðal-
stöðva kommúnistaflokksins við
aðaltorgið í miðborginni. Starfs-
menn tveggja annarra verksmiðja
og fleiri borgarbúar bættust í hóp-
inn. Þegar mannfjöldinn streymdi
inn á torgið skipti hann þúsundum
og vopnaðir starfsmenn öryggislög-
reglunnar vissu ekki hvaðan á sig
stóð veðrið. Verkamennimir veifuðu
kröfuspjöldum og hrópuðu „Niður
með einræðið!", „Við viljum brauð!",
„Niður með kerfið!‘‘ og fleiri vígorð.
Inni skáluðu leiðtogar flokksins
í borginni fyrir því að hafa fengið
99,8% atkvæða í kosningunum.
Aðeins 2.000 kjósenda í borginni
höfðu setið heima. Ceausescu lýsti
því yflr opinberlega að hann væri
„fullkomlega ánægður" með úrslitin
og kvað þau „kröftuga yfirlýsingu
um byltingarlýðræði verkamanna,"
en óeirðimar gerðu flokkinn að at-
hiægi.
Ættjarðarlög
Veizla flokksbrodda í sveltandi
borg hleypti illu blóði í mannijöld-
ann, sem sveið mest að þjórað var
óspart í veizlunni, því að erfítt er
að komast yfír áfengi í Brasov.
Nokkrir verkamenn ruddust inn í
flokksmiðstöðina, skáru lögreglu-
mann á háls og börðu annan til
bana. Síðan rifu þeir niður fána og
myndir af Ceausescu og Elenu konu
hans og fleygðu þeim ásamt hús-
gögnum, skjölum og fleira dóti út
um glugga til mannfjöldans, sem
kveikti í öllu saman. Með fylgdu
appelsínur, sem nóg var af í veizl-
unni, þótt þær séu „munaðarvara"
í Rúmeníu. Mannfjöldinn kyijaði
kunnan baráttusöng frá byltingar-
árinu 1848 með viðlaginu „Vakna
þú, Rúmenía!“ og söng fleiri ætt-
jarðarlög.
Mörg hundmð lögreglumenn
voru kvaddir á vettvang til að kljást
við múginn, en að sögn sjónarvotts
virtust þeir halda að sér höndum í
fyrstu. Síðan hitnaði í kolunum.
Fyrst var bareflum og byssuskeft-
um beitt gegn mannfjöldanum, en
síðan skotvopnum og táragasi.
Ástandið varð svo alvarlegt að fá
varð liðsauka hermanna, sem komu
brunandi í brynvögnum og lokuðu
vegum út úr borginni. Andófsmenn
dreifðu sér og flúðu í allar áttir.
Uppþotin virðast hafa staðið í
allt að sex tíma, en ekki er vitað
hve margir verkamenn féllu auk
minnst tveggja lögreglumanna.
Múgurinn kveikti í a.m.k. einni op-
inberri byggingu, velti um bifreið-
um og braut rúður verzlana. Borgin
var einangruð í marga daga á eftir
og mikil spenna ríkir enn í borginni
Hermenn hafa verið á verði á mikil-
vægustu stöðum.
Daginn eftir óeirðimar komu
háttsettir flokksstarfsmenn frá
Búkarest og vöruðu verkamenn við
að vera með meiri uppsteit. Nokkr-
um dögum síðar efndu háskólastúd-
entar í Brasov til annarra mótmæla
gegn Ceausescu. Þeir gengu fylktu
liði um miðborgina, báru spjöld með
skömmum um hann, hrópuðu vígorð
til stuðnings verkamönnum og
kröfðust þess að framboð á matvæl-
um yrði aukið og óþolandi lífsskil-
Nicu: ný staða.
yrði bætt. Öryggislögreglan dreifði
þeim eftir nokkurt þóf.
Leiðtogar verkamannamótmæl-
anna í Brasov hafa verið sviptir
störfum ásamt yfirmönnum verk-
smiðjunnar og verða leiddir fyrir
rétt. Einræðisstjóm Ceausescus
hefur sjaldan eða aldrei sætt eins
mikilli og opinskárri gagniýni.
Þetta voru alvarlegustu óeirðir í
Rúmeníu síðan 35.000 kolanámu-
menn í Jiu-dalnum lögðu niður
vinnu 1977 til að mótmæia nýjum
eftirlaunalögum og ógreiddri yfír-
vinnu og krefjast betri vinnuskil-
yrða.
Pólskt andrúmsloft
Þegar Ceausescu tók upp núver-
andi aðhaldsstefnu 1981 mættu
margir ekki til vinnu og báru því
við að þeir þyrftu að standa í biðröð-
um til að kaupa mat. Tveimur árum
síðar lögðu um 1.000 verkamenn
„Rauða fánans“ í Brasov niður
vinnu, þegar laun þeirra höfðu ver-
ið lækkuð úr 2.500 leium (9.250
kr.) á mánuði í um 700 (2.600 kr.)
vegna nýsettra laga um sjálfstjóm
fyrirtækja (fær Brasov svipaðan
sess og Gdansk?). í fyrra lokuðu
flutningaverkamenn í Árad í Vest-
ur-Rúmeníu sig inni í verksmiðju
til að mótmæla því að þeir höfðu
ekki fengið laun sín greidd og að
lítið væri til af matvælum í verzlun-
um. Verkamenn í Cluj (Klausen-
burg) og Turda mótmæltu einnig
launalækkunum og matvæla-
skömmtun.
„Fólkið er reitt, hungrað og
hrætt við öryggislögregluna," sagði
erlendur ' stúdent í háskólanum í
Brasov eftir óeirðimar. „Mótmæl-
endumir urðu fyrir hrottalegri árás
og drápu lögreglumann í staðinn."
Erlendum stúdentum var hótað
brottrekstri, ef þeir minntust á upp-
þotin. „Lífíð er linnulaus og
örvæntingarfull barátta," sagði
ferðamaður, sem kom frá Rúmeníu.
„Það fæst ekkert kjöt, bara bein.
Síðasti vetur var nógu slæmur, en
þessi verður hroðalegur." Erlendur
stjómarerindreki sagði: „Rúmenar
geta átt von á fleiri slíkum óundir-
búnum mótmælaaðgerðum í vetur,
því að ástandið heldur áfram að
versna, skömmtun á hita og raf-
magni verður aukin og matvæla-
skorturinn mun magnast."
Rúmensk blöð sögðu ekkert frá
óeirðunum, en skýrðu frá því
skömmu síðar að framboð á mat-
vælum hefði verið aukið. Flokks-
blaðið Scinteia. veittist að
ráðamönnum í Brasov, án þess að
minnast á matvælaóeirðimar, og
hvatti til „árangursríkrar samvinnu
borgara og kjörinna embættis-
rnanna."
Gamalreyndur flokksleiðtogi úr
„innsta hring", Silviu Brucan, líkti
andrúmsloftinu við tímann fyrir
stofnun Samstöðu í Póllandi 1981
og sagði í viðtölum að mótmælin
mörkuðu „þáttaskil". Rúmenskir
leiðtogar gætu valið um tvennt: að
svara djúpstæðri óánægju með kúg-.
un eða einlægum tilraunum til að
koma til móts við verkamenn.
„Óeirðimar í Brasov sýna að
verkamenn hafa fengið sig full-
sadda á vömskortinum og sætta sig
ekki lengur við að komið sé fram
við þá eins og auðmjúka þjóna,"
sagði Bruscan. „Með síðustu orku-
tilskipun er verkamönnum í raun
og veru sagt að stytta sér aldur
með því að frjósa í hel í rúmum
sínum." Hann hvatti Ceausescu til
að refsa ekki verkamönnum í
Brasov fyrir að mótmæla og sagði
að Rúmenía gæti einangrazt frá
löndum í austri og vestri, ef of
mikil harka yrði sýnd.
Brucan gaf til kynna að hann
hefði ákveðið að segja hug sinn
vegna þess að nú væri kjörinn tími
til þess og meirihluti flokksmanna
á hans bandi. Hann sagðist ekki
óttast að verða handtekinn vegna
ummælanna, en viku síðar hvarf
hann í heilan dag. Vinir hans urðu
kvíðafullir, en þegar hann skaut
aftur upp kollinum kvað hann
ástæðulaust að vera með áhyggjur.
Gatan, sem hann býr við, hefur
verið lokuð umferð síðan dularfullt
hvarf hans bar að höndum.
Ættarveldi
Hingað til hafa Rúmenar þótt
daufir og framtakslitlir, en þótt
jafnvel þeir virðist vera að missa
þolinmæðina virðast fréttir um að
Ceausescu-ættin sé að falli komin
vera orðum auknar. Ceausescu taldi
sig svo traustan í sessi að hann fór
í áður ráðgerða ferð til Egyptalands
átta dögum eftir óeirðimar. Hann
hefur lengi predikað bindindi, þótt
hann og kona hans séu ekkert bind-
indisfólk, og kallaði andófsfólkið
„drykkjurúta“ við heimkomuna.
Þrátt fyrir áskomn Bmcans virð-
ist Ceausescu staðráðinn í að sýna
andófsmönnum í Brasov í tvo heim-
ana og fara þar með að vilja Elenu,
sem er varaforsætisráðherra og illa
sokkuð. Forsetinn vill helzt láta
birta nöfn allra þátttakenda í mót-
mælunum og refsa þeim öllum ekki
síður en a.m.k. 80 verkamönnum,
sem þegar hafa verið handteknir
og eiga yfír höfði sér 5-15 ára fang-
elsi fyrir brot gegn 166. grein
hegningarlaga um „áróður gegn
sósíalistaríkinu".
Ceausescu og Elena hafa skipað
35 nána ættingja í valdamikil emb-
ætti. Á hveijum degi birta flokks-
blöðin myndir af „hinum mikla
leiðtoga" og „yfirhershöfðingj a“ og
yfirlýsingar frá honum, sem ná yfír
margar blaðsíður. En Ceausescu og
frú virðast ekki eins hófsöm og lifa
ekki eins fábrotnu lífí og látið er í
veðri vaka skv. væntanlegri bók
Ions Mihai Pacepa hershöfðingja,
fv. yfírmanns rúmensku leyniþjón-
ustunnar, sem flúði land.
Diykkfelldur sonur forsetahjón-
anna, Nicu, sem hefur verið talinn
hugsanlegur arftaki hans, var ný-
lega leystur frá störfum leiðtoga
æskulýðshreyfíngar kommúnista.
Hann þarf þó ekki að örvænta, því
að í staðinn var hann skipaður
flokksleiðtogi í Sibiu í Norður-
Rúmeníu og hann heldur sæti sínu
í miðstjóm. Með þessu vildi Ceau-
sescu líklega friða embættismenn,
sem reiddust svo mjög síðustu
mannabreytingum hans í haust að
völd hans hafa í fyrsta skipti komizt
í hættu. Tveir ráðherrar, sem Ceau-
sescu rak, hafa opinberlega lýst sig
ósammála stefnu hans, en slíkt
hefur ekki gerzt í rúman áratug.
Annar þeirra, Gheorghe Petrescu
fv. orkumálaráðherra, er mágur
hans.
Bróðir hans, Ilie, ræður lögum
og lofum í landvamaráðuneytinu.
Tengdasonur hans, Ion, er yfírmað-
ur áætlananefndar ríkisins. Dóttir
hans, Zaioa, stjómar vísinda- og
tæknistofnun ríkisins.
„Land hljóðnemanna"
Ceausescu lýsti fyrir Pacepa þeim
draumi sínum að gera Rúmeníu að
„landi hinna 10 milljóna huldu
hljóðnema" og hefur náð langt á
þeirri braut. Að sögn Pacepa líkist
hann að sumu leyti Ferdínandi
Marcos, fv. forseta Filippseyja, sem
hann átti vingott við. Hann telur
þá álíka auðuga og segir að Ceau-
sescu hafí stofnað leynireikninga í
svissneskum bönkum fyrir mörgum
árum.
Ætt Ceausescus fer ekki dult
með aðdáun sína á stalínisma og
andúð á glasnost-stefnu Míkhafl
Gorbatsjovs. Þegar Gorbatsjov var
í Búkarest í vor sagði hann Ceau-
sescu að hann væri mótfallinn
„persónudýrkun" og lagði áherzlu
á galla, sem auðvelt yrði að kippa
í lag með perestrojka og glas-
nost. Ceausescu lét sem hann tæki
ekki eftir þessari ádrepu og virðist
enga aðstoð hafa fengið frá Gorba-
tsjov. ítarlegar frásagnir af ástand-
inu í Rúmeníu hafa birzt í sovézkum
blöðum, en Pravda fæst ekki í Búk-
arest.
Rúmenar virðast hafa meiri
áhuga á glasnost en forseti þeirra.
Sovézka sendiráðinu hafa borizt
bréf frá rúmenskum borgurum, sem
biðja um nánari upplýsingar um
breytingamar í Sovétríkjunum og
vilja sams konar stefnu í Rúmeníu.
Stefnubreytingin í Sovétríkjunum
hefur haft lítil áhrif í Rúmeníu.
Virorel Salagean, ritstjóri Scinteia,
sagði nýlega: „Glasnost er ekkert
nýtt fyrir Rúmenum. Hugmyndin
er okkur gamalkunn." Ceausescu
er innilega sammála og breytinga
er ekki að vænta meðan hann held-
ur völdunum. Þótt hann hafí aldrei
notið minna trausts og völd hans
hafi aldrei verið eins ótrygg er staða
hans sterk og hann getur huggað
sig við að eiga stórfé í banka í Sviss.
GH