Morgunblaðið - 13.12.1987, Page 29

Morgunblaðið - 13.12.1987, Page 29
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 C 29 SAKAMALl Fallinn^ dáðadrengur Sumarið 1988 verður ekki eins ánægjulegt í endurminningunni og David Jenkins kemst áreiðan- lega ekki hjá því að veija því í kalifomísku fangelsi. Þar á hann að sitja fyrir að hafa selt í Banda- ríkjunum ólögleg lyf, svokallaða bola, sem íþróttamenn freistast stundum til að nota, en þeim smyglaði hann inn frá Mexíkó ásamt 33 mönnum öðrum. Þessi ólöglega iðja velti milljón- um dollara og telja yfirvöld að Jenkins og félagar hans hafí haft um 70% markaðarins í sínum höndum. Eru þessi lyf notuð til að örva vöðvavöxt þótt sannað sé, að þau hafí stórhættulegar hliðar- verkanir. David Jenkins féllst á fjögur ákæmatriði af 36 og með sam- komulagi við ríkissaksóknarann, Philip Halpem, var hinum 32 sleppt. Lögum samkvæmt gæti dómurinn hljóðað upp á 16 ára fangelsi og allt að tveggja milljón dollara sekt. Verður hann kveðinn upp 9. maí að ári. veitt alltof lítil aðstoð, þegar þær eiga í vandræðum og aðstoðin kem- ur of seint. Fólk er mjög vankunn- andi um einföldustu atriði btjóstagjafar, til dæmis hvemig á að meðhöndla aumar geirvörtur og hvemig á að bregðast við, þegar mjólkin er of lítil. Slíkum vandamál- um væri hægt að bægja frá mörgum konum ef þeim væri leið- beint." Hún vill að framleitt verði fyrsta flokks mjólkurduft fyrir þau böm sem ekki njóta móðurmjólkurinnar en jafnframt vill hún að komið verði á fót mjólkurbönkum þar sem fyllsta öryggis sé gætt. „Þar að auki þarf að lengja fæðingarorlof og auka vinnuvemd og bamagæslu á vinnustöðum," segir hún. En hvað þá um konur sem hafa gefið bömum sínum pela annað- hvort vegna þess að þær hafa ekki fengið rétta aðstoð eða af því að þær hafa ekki haft næga mjólk? Maureen skilur vanda þeirra og vill forðast að valda þeim kvíða. „Það þarf að fullvissa þær um að meiri- hluti pelabarna þrífist vel og þurrmjólkin þarf alls ekki að hafa skaðvænleg áhrif. En alltof oft fell- ur fólk samt í þá freistni að horfa framhjá áhættunni eða afneita henni til að komast hjá sektarkennd og kvíða.“ - HEATHER WELFORD „Ef ég vil, muntu lifa — Ef ég vil, verðurðu skotinn“ SJÁ: Ófreskjur BARNAGULLl Sumarið 1972 var hann tvítugur að aldri og eftirlæti allra í Bretlandi, íþróttamaðurinn ungi sem með glæsilegum endaspretti tryggði landi sínu silfrið í 4x400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Miinchen. Jankins, sem er útskrifaður frá háskólanum í Edinborg og settist síðan að í Kalifomíu þar sem hann var með fyrirtæki og seldi vítamínpillur, var látinn laus gegn 750.000 dollara tryggingu og er aftur kominn heim í villuna sína í Oceanside, skammt fyrir norðan San Diego. Þegar hann stóð frammi fyrir dómaranum var hann vissulega sjálfum sér líkur, glaum- gosalegur, hár og grannur, íjakka sem íþróttahetjur og ólympíufarar klæðast gjama en samt leyndi sér ekki að nú var Bleik brugðið. Hendumar skulfu, hann spennti greipar í sífellu og var allur á iði þegar hann skýrði frá því, að hann væri á lyfjum vegna þunglyndisk- asta. Við yfirheyrslur dómarans, Lawrence Irvings, skýrði Jenkins meðal annars frá því að í mars á þessu ári hefði hann haft afskipti af lyfjasendingu, sem var seld fyrir 220—225.000 dollara. „Ég lét menn fá lykilinn og sagði þeim hvar þeir gætu fundið bílinn og lyfín," sagði Jenkins og dómarinn spurði hvort hann hefði ekki vitað að þetta væri ólöglegt. „Jú, herra dómari," sagði hann og svaraði því einnig játandi, að fjárvonin hefði ráðið gerðum hans. „Við fengum 8,25% og 10% hvor,“ sagði hann. Það var fyrr í sumar, sem lög- reglan fletti ofan af smyglara- hópnum sem Jenkins var í og hafði þá fylgst með afhendingu og sölu lyfjanna nokkrum sinnum og hljóðritað samtöl. Smyglið hófst hins vegar árið 1985, skömmu eftir að lyfíð Dianobol hafði verið bannað í Bandaríkjun- um. Segir í ákæmnni að Jenkins hafi sjálfur haft samband við mexíkanskan lyfjaframleiðanda, John Micklis, en síðan var lyfjun- um smyglað til Bandaríkjanna með fölskum merkimiða, sem gaf til kynna að þau hefðu verið fram- leidd af kunnum lyfjaverksmiðjum þar í landi. Micklis hefur ekki náðst en 25 af 33 félögum Jenkins hafa játað á sig flestar sakargiftir. Bolar (anabolic steroids) hafa lengi verið notaðir eða öllu heldur misnotaðir meðal lyftingamanna og annarra íþróttamanna. Telja læknar, að þeir geti meðal annars valdið krabbameini, ófíjósemi, vansköpun og óeðlilegri árásar- hvöt og er aðeins leyfilegt að taka þá f samráði við lækni. - RUPERT MORRIS Engin friðar- jól ef marka má leikf öngin M IHong Kong er einhver mesta leikfangaframleiðsla í heimi og því ekki óeðlilegt að búast við, að á leik- fangasýningunni, sem þar var haldin nýlega, mætti sjá úrvalið af því besta, sem bömunum er boðið fyrir þessi jól. Leikfangasýningin var ekkert, sem ég vil mæla með við foreldra, að minnsta kosti ekki við þá, sem hafa dálitlar efa- semdir um bamagullin nú á dögum. Þeir hefðu bara orðið leiðir og þunglyndir af að skoða hana. Þegar ég hafði olnbogað mig framhjá rafknúnum fomald- areðlum, sem hreyfa höfuðið í sífellu og blikka grænum, lýsandi augunum, blöstu við mér langar raðir af leisigeisla- byssum, því allra nýjasta á markaðnum. Það má þó segja um þessar byssur að þær séu ölhi sakleysislegri en allur herbúnaðurinn, sem á að gefa litlum strákum þá hugmynd, að þeir séu raunverulega Rambó. í einni sýningarstúkunni voru eingöngu plastlíkön af alls konar drápstækjum, þar á meðal allt það, sem einn kaldur karl þarf til að komast af |W í þessum heimi: Sjálfvirkur rifill, handsprengjur, hnífur og önnur þarfaþing. „Það getur verið, að sumum foreldrum líki þetta ekki,“ sagði K.L. Tong, markaðsstjóri fyrirtækisins, „þetta er gott fyrir krakkana, þeim fínnst gaman að þessu." Fjarstýrða hulduflugvélin, F-19, var einu sinni mesta leyndarmálið í bandaríska vamarmálaráðuneyt- inu, segir fulltrúi Leroy Industries Ltd., en nú geta krakkamir leikið sér að henni heima í stofu og látið hana skjóta ömmu gömlu eða ein- hvem annan, sem langar til að kynnast þessu tækniundri. Einhveijum léttir vafalaust við að heyra, að bamagullin eru ekki bara fyrir böm, heldur líka fyrir fullorðna. Fyrirtæki nokkurt í Kansas-borg í Bandaríkjunum hef- ur framleitt borðspil, sem gætu jafnvel hleypt nýju lífi í uppgjafa Matador-spilara. Það helsta heitir Elvis og er leikurinn fólginn í því að ganga í gengum margt það, sem Elvis Presley upplifði á sínum tíma, herskylduna, plötuupptökur og Hawaii, en ekki, geri ég ráð fyrir, ömurlega eiturlyfj aneysluna. Þeir, sem hafa alist upp við að leikföng séu það sama og lestir og bangsar, sem geta ekki einu sinni talað, hvað þá blimskakkað upp á fólk grænum glymum, verða fyrir hálfgerðu áfalli, þegar þeir virða fyrir sér nýjustu leikföngin. Þau eru þannig úr garði gerð, að bömin sjálf fá ekkert tækifæri til að njóta síns eigin ímyndunarafls. Það er dálítið kaldhæðnislegt, að flest leikföng með merkinu „framleitt í Hong Kong“ eru að hluta smíðuð í Kína þar sem fáir geta keypt þau. Kínversku bömin leika sér þess í stað með potta, pönnur og prik og ef mér skjátlast ekki þá ljóma þau af ánægju í leiknum. Vafalaust reiknast svona þenk- ingar bara sem nöldur og hvaða heimili getur líka verið án galdra- tólanna frá Wing Tai Plastics, plasthauskúpu á staf og kylfu. zSTEVE WINE HINIR OFERJANDI Nóg komið af nöldrinu < Breski ferðamaðurinn á Krít, sem kvartaði yfir kúmenkom- inu í brauðinu sínu og sagði, að það væri músaskítur, hefur ef til vill farið í sína síðustu sumarleyfís- ferð. Ferðaskrifstofumar bresku em orðnar svo þreyttar á fáránleg- um umkvörtunum, að þær ætla að setja saman „svartan lista" yfir vandræðagemsana. Svo kann að fara, að þær neiti að eiga skipti við fólk, sem verður allt að umkvörtunarefni, enda hef- ur smávægilegum aðfinnslum farið sífjölgandi og ferðaskrifstofufólk- inu finnst mælirinn fullur. Segist það hvorki hafa fé né tíma til að sinna þessu ómerkilega kvabbi. Breska blaðið The Sunday Times birti nýlega nokkur dæmi um þetta: + Kona nokkur, sem var í fríi á eynni Krít, sendi blaðinu tíu blaðsíðna bréf þar sem hún lýsti því með ólýsanlegum hryllingi, að kolkrabbi eða smokkfiskur hefði verið borinn fram sem sal- at. + Ferðamaður einn bar sig upp undan því, að það væri „snjór" á skíðastaðnum Engelberg I Sviss. + Bretar, sem vom í fríi í Aumacao de Peva í Algarve, reiddust því, að þýskir ferðamenn skyldu verða fyrri til að ná öllum sund- laugarstólunum. + Hjón, sem vom í Hersonisson á Krít, kvörtuðu hástöfum yfír þvi, að sólin feldi sig á bak við skýin og hitastigið væri aðeins fjómm gráðum hærra en í Eng- landi. Sumar ferðaskrifstofumar hafa komið sér upp sínum eigin listum yfir verstu nöldurseggina. Harry Chandler, sem rekur Ferðaklúbbinn í Upminster í Essex, hefur til dæm- is á sinni skrá nöfn 100 manna, sem hann vill ekki eiga nein við- skipti við. „Fólk er orðið vandfysnara, en margir ganga líka á lagið og mis- nota kerfið. Það fer óskaplegur tími í einskisvert kvabb og þá vilja stundum verða útundan umkvart- anir, sem eiga fullan rétt á sér. Það er full þörf á einum yfirgrips- miklum „svörtum lista", segir hann. Edward Montague, píanósali í Berkhamsted í Hertfordshire, sem nýlega bar fram kvörtun við Ferða- klúbb Chandlers, segist þó ekki hafa neinar áhyggjur af „svörtum lista". Umkvörtunarefnið hans Montague var það, að þegar hann var að koma heim frá Mallorka fékk hann rækjukokkteil en ekki reyktan lax. „Þetta er kannski smámál en það á rétt á sér líka. Ég kippi mér ekki upp við að lenda á „svörtum lista", ég hélt ég væri að gera þeim greiða með því að vekja athygli á þessu," segir hann. í fyrra kostuðu kvartanimar breskar ferðaskrifstofur 20 milljón- ir punda og á þessu ári hefur Sambandi breskra ferðaskrifstofa borist 13.000 umkvartanir — 29% aukning frá í fyrra. Kvörtununurn hefur fjölgað í takt við fjölgun pakkaferða en ferðaskrifstofufólkið kennir einnig um neytendaþáttum í sjónvarpi og tímaritum þar sem almenningur er hvattur til að kvarta. - GEORDIE GREIG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.