Morgunblaðið - 13.12.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
G 33
Ljósmynd/Guðjón Einarsson
Frá pressuballi árið 1966. Til vinstri eru hjónin Álfbeiður Guðmundsdóttir og Kmil Bjömsson sem þá
var formaður BÍ, síðan eru heiðursgestimir Helle Virkner og Jens Otto Krag, og loks Sigurður Bjarna-
son þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Ólöf Pálsdóttir eiginkona hans.
Innfluttur humar frá Danmörku
Af gullöld pressuballanna
PRESSUBÖLL voru lengi
áberandi þáttur í
þjóðlífinu, sérstaklega á 7.
áratugnum þegar ýmsir
þekktir erlendir
stjórnmálamenn þekktust
boð Blaðamannafélags
Islands um að verða
heiðursgestir. Þessi böll
vorú einn
aðalviðburðurinn í
samkvæmislífi
Reykvíkinga og var jafnað
við áramótafagnaðina á
Hótel Borg.
Pressuböll voru haldin allt frá
5. áratugnum og voru einskonar
árshátíð Blaðamannafélagsins. Þar
var talvert mikið við haft og sóttu
þessar samkomur margir brodd-
borgarar bæjarins. Þó fór svo að
Ólyginn
sagði. . .
„Nú virðist mér að talsvert
sé farið að sækja í gamla horf-
ið, einkum í sambandi við hina
svokölluðu rannsóknarblaða-
mennsku, sem byggist talsvert
á reglunni „ólyginn sagði mér“.
Áður fyrr var margt af því, sem
nú nefnist rannsóknarblaða-
mennska, hins vegar kölluð
æsifréttamennska."
Þórarinn Þórarinsson í viðtali
við Blaðamanninn.
Gera betur
„Blaðamenn eiga að leitast
við að leyfa fólki að mynda sér
skoðanir. Þar verða þeir sífellt
að reyna að gera betur. En
blaðamenn eru upp til hópa betri
fagmenn en áður. Kannski
skrifa þeir ekki eins fallegt mál
og sumir eldri blaðamenn
gerðu...“
Ómar Valdimarsson í viðtali
við Blaðamanninn.
Ijósmynd/Guðjón Einarsson
Kristján Eldjám, sem þá var nýkjörinn forseti íslands, var heiðurs-
gestur á pressuballinu 1968 en þá var jafnframt minnst 70 ára
afmælis félagsins. Fremst á myndinni em Atli Steinarsson, Kristin
Halldórsdóttir, Kristján Eldjárn, Guðrún Vilmundardóttir, Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason og Tómas Karlsson.
Fyr sti kj ara-
sflmninguriTiri
Árið 1946 sömdu blaðamenn og
útgefendur fyrsta sinn formlega um
kaup og kjör. Fram að því hafði
aðeins verið spjallað yfír kaffíbolla
um launahækkanir og yfírleitt tekið
mið af almennum launahækkunum
í landinu. Almennir blaðamenn
fengu í árslaun kr. 6.000 og upp í
kr. 7.800, fréttastjórar og aðrir
yfírmenn fengu kr. 7.200 til 9.600
og ritstjórar kr. 10.200.
Séu þessar tölur lauslega fram-
reiknaðar til þessa árs ættu árslaun
almenns blaðamanns að vera kring-
um 8 milljónir. Var tekið mið af
byggingavísitölu gegnum árin og
má auðvitað deila um þá aðferð.
Nokkuð mun vanta upp á þessar 8
milljónir og fara launin reyndar
ekki yfír hálfa milljón. Blaðamenn
með framhaldsmenntun hafa kring-
um 600 þúsund í árslaun og
yfírmenn aðrir en ritstjórar um og
yfír 700 þúsund.
Nokkrar stéttir ríkisstarfsmanna
höfðu á þessum árum svipuð laun
og almennir blaðamenn. Má þar
nefna ríkislögregluþjóna, fanga-
verði, tollverði, heilsuvemdarhjúkr-
unarkonur og kennara héraðsskóla.
Þá höfðu ráðherrar kr. 15.000, pró-
fessorar 14.000 og yfírlæknar kr.
11.100 í árslaun. I dag eru árslaun
þeirra síðasttöldu kringum 1,5 m.
kr.
í þessum fyrsta kjarasamningi
eru engpn ákvæði um vinnutíma.
Litið var svo á að menn ynnu á
degi hveijum og viku hverri eins
og þyrfti til að koma blöðunum út.
Sumarleyfi var 12 dagar og 18
Ljósmynd/Guðjón Einarsson
Einar Ágústsson þáverandi utanríkisráðherra var heiðursgestur á
pressuballinu sem Bernadette Devlin mætti ekki á. Þessi mynd er
af háborðinu og sjást þar ýmsir þekktir blaðamenn.
áhuginn dofnaði og árið 1964 var
rætt um það í stjóm félagsins að
leggja pressuböllin niður. Þá var
reynt að fá einhvem kunnan útlend-
ing til að setja svip sinn á hátíðina
en mistókst.
Árið 1966 þekktist Jens Otto
Krag, þáverandi forsætisráðherra
Dana, boð um að koma á pressu-
ball ásamt eiginkonu sinni, Helle
Virkner. Heimsókn þeirra hjóna
vakti gífurlega athygli og segir í
skýrslu^ Emils Bjömssonar form-
anns BÍ. um starfsárið 1965-66 að
þetta pressuball hafi aflað óvenju
mikilla tekna í félagssjóð þótt
kostnaður hefði verið tiltölulega
mikill.
í skýrslunni minnist Emil einnig
á ýmsar óánægjuraddir vegna
pressuballanna og segir þær aðal-
lega vera frá þeim sem sátu heima.
„En því meira sem talað er um
pressuböllin því meiri auglýsing er
það fyrir þau, eins og það sem sagt
er til að hæðast að snobbinu sem
þeir kalla svo. Engar samkomur í
bæjarlífinu hafa verið umtalaðri en
þessar síðan þær hófust og engar
betur sóttar og svo mun verða."
segir orðrétt i skýrslunni.
Pressuballið árið eftir var jafiivel
enn betur heppnað. Þá var Edward
Heath, þáverandi formanni breska
íhaldsflokksins og síðar forsætis;
ráðherra Breta boðið á ballið. í
fundargerðarbók BÍ má lesa eftir-
farandi: „Stjóm BÍ tók á móti
honum á Keflavíkurflugvelli að-
faranótt föstudagsins. Heath fór
síðan í bæinn með breska sendiher-
ranum og bjó hjá honum meðan
heimsóknin stóð yfír. Hann heim-
sótti forseta íslands, forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra. Erindi
hélt hann í sjómannaskólanum fyrir
250 áheyrendur. Var erindið um
„Hina nýju Evrópu" og fékk góðar
viðtökur. BÍ gaf honum áletraðan
silfurhníf að skilnaði.
Tæplega 300 gestir voru á
Pressuballinu. Matur hafði verið
sérstaklega pantaður og t.d. humar
fenginn frá Danmörku. Súlnasaiur-
inn var sérstaklega skreyttur.
Skemmtikraftar höfðu verið fengnir
14 fóstbræður og ómar Ragnarsson
með sérstakt prógramm fyrir ballið.
Heath flutti ræðu kvöldsins. Vakti
ballið sérstaka lukku."
Fleiri gestir komu á pressuböll,
eins og Per Hækkerup utanríkisráð-
herra Danmörku. Böllin vora enn
hápunkur samkvæmislifsins en þær
raddir gerðust háværari að snobb
í kringum þau væri of mikið. Það
má síðan segja að örlög ballanna
hafí ráðist árið 1971. Þá var norð-
ur-írska þingmanninum Bemedette
Devlin boðið á ballið, en hún hafði
fyrr á árinu verið kjörin á breska
þingið, aðeins 22 ára gömul og
vakið heimsathygli.
Devlin þekktist boðið og vakti
fyrirhuguð koma hennar hingað
mikla athygli og jafnvel deilur.
Gjafír til hennar fóra að streyma
til Blaðamannafélagsins og vora
þær af ýmsu tagi, þar á meðal
gjafabréf á lopap>eysur. En rétt
áður en Devlin átti að stiga upp í
vélina til íslands hætti hún við, og
var sagt að það hefði verið vegna
þrýstings frá íslandi. Ballið var
samt haldið en hafði auðvitað sett
ofan og svo fór að pressuball var
ekki haldið eftir þetta í þessari
mynd. Raunar var skoðanakönnun
meðal félagsmanna í BÍ ári síðar
um hvort leggja ætti pressuböll nið-
ur og var það fellt. Um tíma var
reynt að fá Edward Kennedy á
pressuball en það mistókst. Stungið
var upp á ýmsum fleiri nöfiium en
af frekari heimsóknum erlendra
gesta á pressuböll varð ekki og
lögðust þau síðan af.
GSH
dagar fyrir þá sem vora með 10
ára starfsaldur eða lengri. Síðar er
reynt að stemma stigu við óhóf-
legri vinnu. í samningi frá árinu
1954 er sérstök grein þar sem seg-
ir svo: Ritstjórar hlutist til um, að
vinna komi sem jafnast niður á
blaðamenn hvers blaðs, einkum að
því er snertir kvöld- og næturvinnu.
Þá er sumarleyfi komið í 15 og 20
daga og það ár kemur líka inn
ákvæði um aukafrí. Er þeim er
unnið hafa 5 ár (og síðan fimmta
hvert ár frá því) veitt þriggja mán-
aða frí á fullum launum (sumarfrí
ársins innifalið) og skal það notað
til utanfarar eða á annan hátt í því
skyni að auka hæfni sína í starfinu.
Þetta ákvæði er komið inn sem
uppbót á yfirvinnu sem ekki var
greidd á þessum áram.
Leyndar
upplýsingar
Eftirfarandi tillaga sýnir
að blaðamenn hafa stundum
átt erfltt með að fá ýmsar
upplýsingar frá hinu opin-
bera:
Almennur fundur í Blaða-
mannafélagi íslands haldinn 8.
desember 1946, lítur svo á, að
það geti oft reynst skaðlegt að
ganga í gagnstæða átt við það
sem ætlað er, þegar opinberir
embættismenn halda leyndum
uppiýsingum um mikilsverð
mál, sem almenning varðar.
Telur félagið, að jrfírvöld eigi
oft að leita frekari samvinnu við
blöð og almenning en gert er,
því að það má þá verða til þess
að skjótari lausn fáist en ella á
þeim málum, sem til rannsóknar
eru.
Hersteinn Pálsson
ívar Guðmundsson
Benedikt Gröndal
Jón Bjamason