Morgunblaðið - 13.12.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
C 43
Ný tónlist
fyrir klarinett
SPOR
í RÉTTA
ÁTT
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Spor í rétta átt.
Höfundur: Gunnhildur
Hrólfsdóttir.
Kápuhönnun: Birgir
Ingimarsson.
Prentverk: ísafoldarprentsmiðja
hf. Útgefandi: ísafold.
Við þetta sögusvið kannast ég
mæta vel úr starfí mínu sem prest-
ur. Maríanna, Marí, er 16 ára stelpa
og að hefja nám í Menntaskólanum
við Hamrahlíð. Námið gengur illa
og veldur tvennt: Hið fyrra, að
heimili hennar er í rúst, hið síðara,
að líkami hennar er þroskaðri en
sálin.
Fyrir um 4 árum hafði fjölskyld-
an lent í bílslysi. Hjörtur, faðir
Marí, slasaðist illa, svamlaði síðan
um í pytti sjálfsmeðaumkunar, þar
til hann var kominn í hjólastól, neit-
aði að leita sér lækninga, naut þess
að þjást og þjá aðra. Jóhanna,
móðir Marí, hafði setið við stýrið
er slysið varð. í fyrstu kvaldi
sjálfsásökun hana, þar til þreyta
Gunnhildur Hrólfsdóttir
hennar varð slík, að hún steypti sér
líka í pytt sjálfsmeðaumkunar, og
greip því fegins hendi að flýja í
faðm flagara, er fann í henni auð-
velda bráð.
Nú, svo var það kroppurinn. Eins
og unglinga hendir varð Marí bál-
skotin í pilti, en eins og dæmin
mörg sanna, þá réð skynsemin litlu,
sá var mestur í hennar augum, sem
djarfastur var í orðum og fjölþreyf-
inn um lær og brjóst, svaka karl,
Raggi. Um þetta botnfall dreymdi
hana, gat ekki lært af ást, og hvað
varðaði hana um, þó allir aðrir,
nema náttúrlega sumar stelpnanna,
sæju ekki í honum annað en partí-
gepil, ónytjung? Heilladísir Marí
leiða hana þó frá því að ánetjast
gerpinu.
En svo er það, að hún kemur að
móður sinni, í yfírvinnu, í faðmi
Blómdals. Þá ríkur hún að heiman,
austur á Homafjörð og heldur í
bamaskap, að vandamálin verði flú-
in, skilur ekki, að þau verður að
leysa á heimahlaði. Stutt verður í
dvölinni eystra. Hún kemur heim,
og með hjálp Amar, eins af gæða-
piltum skólans, tekst henni að
stinga á kýli fjölskyldulífsins og ná
takti við sjálfa sig og námið. Mér
fínnst höfundur segja söguna lista-
vel, baráttu Marí lýst af skilningi,
afbrýði hennar útí „fitubolluna"
Möggu Betu og hversu auðveldara
henni er að koma auga á flísina í
auga móður sinnar en bjálkann í
sínu eigin. Já, því er meistaralega
lýst, hvemig hún áskar foreldrana
um uppgjöf, en er þó á þanspretti
undan erfiðleikunum sjálf. Riddari
hvíta hestsins, Om, gengur að hlið
heilladísa hennar og það er hægt
að fullyrða, að Marí tekur spor í
rétta átt. Spenna er í stílnum, nú
skeður það á næstu síðu, hugsar
lesandinn, og sannfærður er ég Um,
að unglingum verður þetta holl lesn-
ing, sjái sjálfa sig í Marí.
Þetta er því góð bók. Höfundur,
sem er á hraðri uppleið, hefir tamið
sér agaðri vinnubrögð og á þakkir
fyrir.
Próförk vel lesin, aðeins eitt s
vantar á síðu 7. Kápumynd er full
af Qöri og æskuþokka. Prentverk
allt til sóma. Þökk fyrir góða bók.
Hljómplötur
Egill Friðleifsson
Fyrir nokkrum dögum barst mér í
hendur hljómplata, er ber titilinn „Ný
tónlist fyrir klarinett". Þar er að fínna
þrjú tónverk fyrir klarinett, sem öll
eru samin á síðustu árum og leikin
af Sigurði I. Snorrasyni ásamt Sin-
fóníuhljómsveit íslands og Önnu
Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleik-
ara.
Á hlið I er klarinettukonsert eftir
Pál P. Pálsson er hann samdi fyrir
Sigurð I. Snorrason árið 1982 og
frumfluttur var í janúar árið eftir af
Sigurði og Sinfóníuhljómsveit íslands
undir stjóm höfundar. Á plötunni eru
flytjendur þeir sömu. Verkið skiptist
í þijá þætti. Hinn fyrsti hefst á íhug-
ulu eintali klarinettunnar en brátt
grípa strengifnir tónhendinguna á lofti
og bera áfram undir þungum höggum
pákunnar, en hljómsveitin öll fæst
síðan við að vinna úr steflaefninu með
flörlegu flögri klarinettunnar. Stef
annars þáttar er angurvært en þar er
einnig vitnað í fallegt austurrískt lag,
en þaðan er höfundur ættaður og þar
stundaði einleikarinn nám. Uppistaða
lokaþáttarins er fom gregoríanskur
sálmur sóttur úr Þorlákstíðum og er
látinn njóta sín í einfoldum búningi
og líður áfram í hátíðlegri, upphafinni
ró. Konsertinn er mjög áheyrilegur og
auðskilinn, enda næsta hefðbundinn í
framsetningu. Sigurður I. Snorrason
er góður hljóðfæraleikari. Hann hefur
fallegan tón og spilar konsertinn yfír-
vegað í góðri samvinnu við hljómsveit
og stjómanda.
Á hlið II verða fyrst fyrir okkur
„Ristur" fyrir klarinett og píanó eftir
Jón Nordal er hann samdi árið 1985
fyrir þau Sigurð og Önnu Guðnýju
Guðmundsdóttur, sem hér leikur á
píanóið. „Ristur" skiptast í þijá stutta
þætti þar sem sá fyrsti og síðasti bera
með sér skyldleika hvað varðar efni
og úrvinnslu, en miðkaflinn myndar
andstæðu með yfirbragði göngulags-
ins. Verkið er einfalt að gerð dregið
ákveðnum, vafningalausum dráttum.
Síðara verkið á hlið II nefnist „Stef-
laus tilbrigði" eftir austurríska tón-
skáldið Wemer Schulze og er samið
árið 1982.
„Steflaus tilbrigði" samanstendur
af níu ólíkum þáttum, þar sem okkar
kæra gamla „Liljulagi" bregður óvænt
fyrir. „Steflaus tilbrigði" em skemmti-
leg áheymar og em hér, líkt og
„Ristur", prýðilega flutt af þeim Sig-
urði I. Snorrasyni og Önnu Guðnýju
Guðmundsdóttur.
Tónmeistari er Bjami Rúnar
Bjamason og er ekki annað að heyra
en fagmannlega sé að tæknivinnu
staðið. Frágangur plötunnar er vand-
aður og smekklegur.
BÝÐUR EINHVER
BETUR?
MICROSOFT WINDOWS
MEÐ ÍSLENSKUÐU
LYKLABORÐI FYLGIR
PCX FRÁ KR. 59.850
TÖLVUTÆKI - BÓKVAL, KAUPVANGSSTRÆTI 4, AKUREYRI, SlMI (96)26100
TÖLVUVÖRUR HF, SKEIFAN 17, REYKJAVÍK, SlMI (91)687175
TARGET FRÁ KR. 106.875*
PCA FRÁ KR. 106.875*
HANS PETERSEN HF
TÖLVUDEILD AUSTURVERI HÁALEITISBRAUT 68 !OB REYKJAVÍK
SÍMI:91-31555 & 35201