Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Guðjóni B. Ólafs- syni svarað eftírStefán Svavarsson í fréttatíma sjónvarpsins síðast- liðið sunnudagskvöld komu fram undarlegar yfirlýsingar frá for- stjóra Sambandsins um reiknings- skil fyrirtækja hér á landi, sem ástæða er til að svara. Guðón held- ur því fram, að reikningsskil fyrirtækja gefí mjög villandi mynd af raunvirði eigna vegna reglna um endurmat eigna, sem hann kenndi við „froðufærslur". Þá hélt hann því jafnframt fram, að reglur í þessum efnum hér á landi væru einstakar í heiminum. Satt best að segja er með ólíkindum, að hér skuli tala forstjóri hjá stærsta fyr- irtæki landsins. Þessi ummæli eru byggð á miklum misskilningi, sem verður að leiðrétta, einkum vegna þess hver á hlut að máli. Á árinu 1978 voru samþykkt ný skattalög, sem kváðu á um ár- legt endurmat varanlegra fjár- muna. í stuttu máli er reglan sú, að kostnaðarverð fjármuna er framreiknað frá meðalverðlagi kaupárs til meðalverðlags þess árs, sem reikningsskilin taka til hverju sinni. Verðstuðullinn, sem notaður er í þessu sambandi, er reiknaður út á grundvelli breytinga á bygg- ingarvísitölunni, en hún er af mörgum talin prýðilegur mæli- kvarði á breytingar á almennu verðlagi í landinu. Ástæðan til þess, að þessar reglur voru sam- þykktar á sínum tíma, er sú, að hér á landi hafði ríkt mikil verð- bólga, einkum frá 1973 til 1978, og því voru eignir fyrirtækjanna í landinu stórlega vanmetnar, enda færðar við upphaflegu kostnaðar- verði á þessum árum. Það var því mikið réttlætismál, að eignir fengju árlegt endurmat og að af- skriftir skyldi miða við hið endur- metna kostnaðarverð. Á síðustu árum hefur félags- skapur löggiltra endurskoðenda hér á landi unnið að endurbótum á ofangreindum reglum. Reglur skattalaganna hafa þótt nokkuð grófar, sem orsakast af því að notast er við verðstuðla, sem byggja á meðaltalsverðbreytingum milli ára. Hjá endurskoðendum er algjör samstaða um þær endurbæt- ur, sem á reglum skattalaga hafa verið gerðar í reikningshaldslegu tilliti. Þá aðferð, sem hér um ræð- ir, nota mörg af stærstu fyrirtækj- um landsins við ársreikningagerð sína. Aðferðin gengur undir heitinu fráviksaðferð. Raunar hafa mörg önnur fyrirtæki tekið þessa aðferð í notkun, aðallega á síðasta ári. Almennt má segja, að fráviksað- ferðin leiði til hærra eignamats en aðferð skattalaga, og hefur ræki- lega verið vakin athygli á því í gögnum um málið til íhugunar fyrir þá, sem beita aðferðinni. Þá má koma fram, að það er ágrein- ingslaust meðal kunnáttumanna á þessu sviði, að aðferðin er miklu betri kostur til mælingar á afkomu og efnahag fyrirtækja en aðferð skattalaga. Þegar forsljórinn talar um „froðufærslur" er hann líklega að tala um færslur, sem byggjast á ofangreindum aðferðum við skrán- ingu eigna í bókhaldi fyrirtækja. En hvað á maðurinn við? Er það froða, að færa varanlega fjármuni við verði, sem svarar til kaup- máttar þess §ár, sem látið var af hendi, þegar eign var keypt eða byggð, að teknu tilliti til afskrifta? Má ekki ætla, að með þessari að- ferð takist að nálgast raunvirði eigna á hveijum tíma? Um þetta er spurt, því það er einmitt við þess konar mati, sem eignir eru skráðar á, ef fráviksaðferðinni er beitt. Aðferð skattalaga leiðir að vísu ekki til slíks mats, nema í undantekningartilvikum, en mat skattalaga er yfírleitt lægra en mat fráviksaðferðar, eins og bent var á hér að framan. Af þeim sök- um er síður ástæða til þess að óttast ofmat eigna, ef skattalaga- aðferð er beitt. Þessar aðferðir duga prýðilega, ef verðlag varan- legra fjármuna fylgir að minnsta kosti almennum verðbreytingum í landinu. Nú getur það auðvitað gerst, að fjármunir falli í verði eða fylgi ekki almennu verðlagi og þá er hætta á, að aðferðimar leiði til ofmats eigna. Þá verður að sjálf- sögðu að virða þá meginreglu, sem kveðið er á um í lögum, að eignir megi aldrei færa við hærra verði en svarar til raunvirðis þeirra. Ætla verður, að sú regla sé í há- vegum höfð, þótt það geti að vísu verið miklum vandkvæðum bundið, eins og vikið verður að hér á eftir. Guðjón heldur því fram, að þess- ar reglur séu einstakar. Það er rangt. Aðferð skattalaga var á sínum tíma byggð á erlendum fyr- irmyndum í þessu efni. í Banda- ríkjunum samþykkt, t.d. reiknings- skilanefnd samtaka endurskoð- enda þar í landi á árinu 1969, að gagnlegt gæti verið að birta upp- lýsingar í ársreikningi um fram- reiknað kostnaðarverð Qármuna. Fjórum árum síðar var mikið rætt um verðbólgureikningsskil þar vestra, enda hafði verðbólgan kom- ist í nýjar og áður óþekktar hæðir, eða í rúmlega 10%! Það þótti mönn- um hið versta mál, og nú yrði að leiðrétta reikningsskil fyrirtækj- anna vegna vanmats eigna og annarra áhrifa, sem verðbólgan hefur í þessum efnum. Fyrst var gerð tillaga um aðferð, sem er nákvæmlega eins og ofangreind fráviksaðferð, en henni var hafnað. Þess í stað var samþykkt regla, sem gat leitt til enn hærra endur- mats eigna og gildir hún enn fyrir stærstu fyrirtækin þar í landi. Á síðustu árum hefur verið minni áhugi á þessu efni en áður, enda hefur verðbólgan verið lítil í Bandaríkjunum eða á bilinu 2—4%. Sams konar umræða fór fram í Bretlandi á sama tíma og eru bre- skir staðlar um verðbólgureikn- ingsskil ekki ósvipaðir banda- rískum reglum. Þá má geta þess, að um þessar mundir liggur fyrir tillaga að staðli frá Alþjóðlegu reikningsskilanefndinni (LASC) um reikningagerð fyrirtækja, sem búa við óðaverðbólgu. Sú aðferð, sem nefndin boðar, er í öllum meginat- riðum samhhóða íslensku fráviks- aðferðinni. Oðaverðbólga ríkir, að mati þessarar nefndar, ef hún fer umfram 100% yfír þriggja ára tímabil, sem þýðir um 26% verð- bólga á ári. Að lokum um þetta efni má geta þess, að í ýmsum löndum, Suður-Ámeríku hafa verð- bólgureikningsskil, sem eru að mestu leyti eins og íslenska að- ferðin, verið samin um árabil. Það fer því víðs ijarri, að það sé eitt- hvað einstakt við reikningagerð íslenskra fyrirtækja til mats á eignum við skilyrði verðbólgu. Hér að framan gat ég þess, að það gæti verið verulegum vand- kvæðum bundið að virða þá reglu, að eignir megi aldrei færa við hærra verði en svarar til raun- virðis þeirra. Einkum skiptir þessi regla máli hjá fyrirtækjum, sem eru fjárhagslega illa stödd. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að það er ein af grundvallarreglum við reikningagerð fyrirtækja, að „Þéim, sem þetta ritar, finnst það alvarlegt mál, þegar forstjóri stærsta fyrirtækis landsins grefur undan tiltrú manna á reikn- ingsskilum fyrirtækja með því að kenna inni- hald þeirra í veigamikl- um atriðum við froðu. Það er óvæginn dómur um aðferðir, sem hér á landi hafa hlotið viður- kenningu kunnáttu- manna á þessu sviði. Því er þessi grein skrif- uð.“ venjulegar reglur um mat eigna skuli gilda, nema efast megi um hæfí fyrirtækis til að halda rekstri áfram, þá skal víkja frá þeim regl- um og skrifa eignir niður í það verð, sem fyrir þær fengist við skyndisölu. Þá skiptir líka máii, að samband er á milli verðmætis eignar og skilyrða til atvinnu- rekstrar í þeim atvinnugreinum, sem nýta má eignina í. Verðmæti eignar ræðst fyrst og fremst af nýtingarmöguleikum. hennar til tekjuöflunar. Ljóst má vera, að erfítt kann að reynast að meta öll þessi atriði hjá fyrirtækjum, sem eiga í fjárhagslegum þrengingum. Hlutskipti endurskoðenda er því ekki öfundsvert, þegar þannig stendur á hjá fyrirtækjum, en þeim er ætlað að lýsa skoðun sinni á réttmæti efnis ársreikninga þeirra, þ.m.t. mati á varanlegum ijármun- um. Ef þeir lýsa vafa sínum um getu fyrirtækis til að halda starf- seminni áfram, gæti það flýtt fyrir endalokum þess. Ef þeir láta vera að upplýsa um vafa sinn, þá má lesandi ársreiknings gera ráð fyrir því, að reksturinn geti haldið áfram í a.m.k. eitt ár til viðbótar. Það er vafalaust reynsla flestra endur- skoðenda, að oft rætist úr fjármál- um fyrirtækja vegna ákvarðana utanaðkomandi aðila, einkum hins opinbera, ef fyrirtækið er staðsett á landsbyggðinni. Hætt er við, að mörg fyrirtæki ættu ekki fyrir skuldum ef eingöngu skyldi miða við verðmæti eignanna við skyndi- sölu, enda talið að rekstur geti ekki haldið áfram. Mér býður í grun, að það hafí verið atriði af þessu tagi, sem for- stjórinn hafði í huga, þegar hann lét ummæli sín falla um endur- matsreglur við ársreikningagerð íslenskra fyrirtækja. En það er ekki sanngjamt að fordæma bók- haldsreglumar vegna þessara vandamála. Þau væm til staðar jafnvel þótt engin verðbólga væri og fyrirtæki beittu kostnaðar- verðsreglu. Það er ekkert að reglunum; það getur á hinn bóginn verið mjög erfítt að framfylgja þeim, en það er annað mál og þessu tvennu má ekki rugla saman. Það má vel vera, að forstjórinn þekki þess dæmi, að fyrirtæki hafi farið á hausinn, en samt sýnt jákvæða eiginfjárstöðu, þegar ósköpin dundu yfír. Það þýðir ekki, að regl- umar séu rangar. Líklegra er, að þeim hafí ekki verið rétt beitt eða hitt, að óljóst hafí verið, hvemig skyldi beita þeim. í viðtalinu f sjónvarpinu beindist umræðan að mati eigna í efna- hagsreikningum fyrirtækja, en Stefán Svavarsson ekki að niðurstöðu rekstrarreikn- ings. Nú er það svo, að það orð, sem forstjórinn notaði, þ.e. „froða", hefíir aðallega verið notað um hina svonefndu verðbreyting- arfærslu, en ekki um endurmat eigna. Það er nýtt. Af þeim sökum vil ég í örstuttu máli skýra eðli þeirrar færslu, ef vera skyldi, að hann teldi hana jafnframt vera froðu, þó að það hafí ekki komið fram í viðtalinu. Tilgangurinn með verðbreytingarfærslunni er þessi: 1) eyða endurmati verðtryggðra peningalegra eigna og skulda í því skyni að draga fram raunvexti, 2) viðurkenna tap eða hagnað af óverðtryggðum peningalegum eignum og skuldum, og 3) Ieiðrétta kostnaðarverð seldra vara fyrir áhrifum almennra verðbreytinga. Leikmenn eiga erfítt með að fá tilfinningu fyrir því, að þessi færsla eigi rétt á sér, einkum vegna þess að hún hefur ekki áhrif á sjóðs- streymi fyrirtækis. í reynd er auðvelt að skýra eðli færslunnar. Sá, sem geymir 100 krónu seðil í eitt ár á meðan verðbólgan er t.d. 20% hefur tapað; kaupmáttur krónunnar hefur dvínað á tímabil- inu. Á sama hátt hreppir sá ávinning, sem skuldar óverð- tryggða skuld við skilyrði verð- bólgu. Ef verðgildi spariskírteinis hækkar úr 100 krónum í 130 krón- ur á meðan verðbólgan er 20%, hefur sá, sem það á, ekki grætt 30 krónur, heldur aðeins 10 krón- ur. Verðbreytingarfærslan, ef rétt reiknuð, kemur því í kring, að rétt er greint frá þessum hagrænu at- burðum. Hún á því fullan rétt á sér þessi færsla og hana má alls ekki kenna við „froðu", sem því miður alltof margir gera, jafnvel menn sem ætla mætti að hefðu skilning á þessu efni. Þeim, sem þetta ritar, fínnst það alvarlegt mál, þegar forstjóri stærsta fyrirtækis landsins grefur undan tiltrú manna á reiknings- skilum fyrirtækja með því að kenna innihald þeirra í veigamiklum at- riðum við froðu. Það er óvæginn dómur um aðferðir, sem hér á landi hafa hlotið viðurkenningu kunn- áttumanna á þessu sviði. Því er þessi grein skrifuð. Það er stað- reynd, sem ekki verður umflúin, að við búum og höfum búið við mikla verðbólgu. Það væri auðvitað besta lausnin, að svo myndarlega tækist að beija á verðbólgunni, að hún ylli ekki vandræðum við árs- reikningagerð fyrirtækja. Sú lausn virðist ekki vera í sjónmáli um þessar mundir. Það er erfítt að stýra fyrirtækjum við skilyrði verð- bólgu og það er líka erfitt að greina rétt frá árangri fyrirtækja við þau skilyrði. En meðan hún varir, er lausnin ekki sú, að hafna verðbólgureikningsskilum, heldur verður að reyna áfram að auka við þekkingu okkar í þessum efnum. Ég er sannfærður um, að hér á landi ríkti enn verra ástand, ef skattalögunum hefði ekki verið breytt á sínum tíma. Þau voru hins vegar bam síns tíma og þau má laga, en það er annað mál. Höfundur er lektor við viðakipta- deUd Háskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.