Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Þorbjörg G. Björns dóttir - Minning Fædd 2. desember 1919 Dáin 11. desember 1987 Þorbjörg Guðlaug var dóttir sæmd- arhjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Björns Amórssonar stórkaup- manns, sem flestir gamlir Reyk- víkingar kannast við. Lengst af starfsævi sinni rak hann heildversl- un Jóhanns Ólafssonar og co. ásamt Jóhanni. Guðrún og Bjöm byggðu sér hús að Reykjum við Sundlauga- veg, sem þá var austan við þys umferðarinnar í miðborginni og var. fíölskyldan oftast kennd við Reyki. I þessu hreiðri ólst Þorbjörg upp. Þetta var mikið menningarheimili. Systkinin vom fjögur. Elst var Helga, sem nú er gift Gísla Sigur- bjömssyni forstjóra, næst Valgerð- ur, sem er gift undirrituðum, þá Þorbjörg, en yngstur var Amór sem lést fyrir allmörgum ámm. Þorbjörg naut mjög góðrar æsku og uppeldis. Óvenjulega mikil sam- heldni og samkennd var í þessari fjölskyldu. Þann 29. júií 1945 giftist Þor- björg Einari Kristjánssyni, þá bláfátækum, en síðar háreistum athafnamanni. Einar var vestfírskr- ar ættar, gáfaður, listrænn og eðlishöfðingi. Einar dó eftir þungt dauðastríð fyrir nokkmm ámm. Heimili Þorbjargar og Einars var athvarf okkar hjóna og bama okkar í áraraðir. Skyldurækni og vinátta hefur hvergi verið rækt betur, að því er ég best til veit. Þorbjörg og Einar eignuðust 3 dætur, Guðrúnu, Bimu og Auði Ingu, sem allar em búsettar í Reykjávík. Bamaböm þeirra em orðin 8 talsins. Það sem einkenndi Þorbjörgu mest var manngæska. Hún var ein- staklega jákvæð manneskja. Góðvild hennar var svo mikil að öllum leið vel í návist henar. Dæmi um vinsældir hennar er það, að á ættarmóti sem haldið var í Munað- amesi 1986 var hún kosin heiðurs- frænka ættarinnar. Klassfsk músfk var hennar líf og yndi. Þessi fátæklegu orð segja of lítið um þá mikiu umhyggju sem hún bar í bijósti sér, og þær fómir sem hún færði konu minni og mér, er aðstæður vora erfíðar. Alltaf var hún nálæg þegar mest þurfti á henni að halda. Nærvem hennar fylgdi blessun. Hún var ekki eldri en 19 ára þegar hún kom sjóveik með „Súðinni" til að hjálpa okkur hjónum til að byggja upp okkar fyrsta heimili á fslandi. Að gera allt fyrir aðra og gleyma sjálfri sér er einstakur eiginleiki, en kannski er það lífshamingja. Við hjónin fómm til Reykjavíkur 2. desember sl. á afmæli Þorbjarg- ar, er hún lá helsjúk. Ég hefí verið læknir í meira en hálfa öld en ég hefí aldrei séð sjúkling vænta dauða síns með jafn mikilii reisn. Alúð sú er böm hennar og tengdaböm sýndu henni á dánar- beði var aðdáanleg. Akureyri, Snorri Ólafsson. „Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum sterkum hlyni, hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólarskini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap ætt og kynning. Hún bar það hlýja holla þel sem hverfur ekki úr minning." (E. Ben.) Þorbjörg Bjömsdóttir hefur nú kvatt þennan heim, fjöldskyldu sína og vini og það gerði hún með þeim hætti að allir sem kvaddir vora lifa áfram ríkari af lífsreynslu, kjarki og skilningi á því sem lífíð getur best gefið. Ekki em nema fáar vikur síðan þess sjúkdóms varð fyrst vart sem ljóst var að ekki gæti endað nema á einn veg. Það var í fullu samræmi við allt líf Þorbjargar hvemig hún brást við. Til þessa dags hafði hún helgað fjölskyldu sinni líf sitt. Hún var sú sem allir leituðu til og fengu öll ráð hjá. Hvað sem gerðist þá var hún alltaf á sínum stað tilbúin til að aðstoða, virðuleg, hlýleg og hjálpsöm en laus við alla tilgerð eða löngun til að ráða annarra högum. Það var í fullu samræmi við allt líf hennar að dauðann skyldi bera að með svo rólegum, virðulegum og yfírveguðum hætti, sem raun bar vitni. Allt til hinstu stundar tók hún sjálf ákvarðanir um allt sem máli skipti. Nú sem áður skyldi það gert sem gera þyrfti og helst þanng að aðrir hefðu sem minnst ónæði af. Það er mikil lífsreynsla að mega fylgjast með og sjá hve veikburða kona getur búið yfír miklum innri styrk, staðfastri ró og óbilandi trú á tilgang lífsins. Og hollt er það hveijum og einum að líta augnablik upp frá eigin lífsbaráttu og sjá hvað það er í raun og vem sem gefur iífí manns gildi þegar því er lokið. Þorbjörg giftist Einari Kristjáns- syni, stórkaupmanni, og þau eignuðust þijár dætur. Heimili hélt Þorbjörg með þeim glæsibrag sém einkenndi alla framkomu hennar. Þar bar hún alla ábyrgð og sá til þess að eiginmaðurinn gæti helgað sig starfí sínu óskiptur. Þau hjónin vom afar samhent og studdu hvort annað dyggilega í starfí sínu. Sam- eiginlegan vettvang áttu þau einnig sem var áhugi á velferð annarra sem af einhveijum ástæðum þörfn- uðust athygli þeirra. Um allmörg ár vora þau hjón sameiningarafl systkinahóps Einars sem, á meðan öll lifðu, sýndi ein- staka samheldni og samstarf, bæði í starfi og leik. Þar nutu þau hjón sín bæði. Einar var hinn dugmikli athafnamaður í öllum störfum, og Þorbjörg hin glaðlynda og glettnis- fulla húsmóðir sem allir nutu að Telefaz þjónnsta Fyrirtæki - einstaklingar Gerist áskrifendur að þjónustu okkar fyrir árið ’88. Við bjóðum lágan sendingarkostnað og afslátt fyrir áskrifendur. Telefaxþjónustan, Skúlatúni 6, 3. hæð. Opið frá kl. 9-18. Sími 621971. vera samvistum við. Bæði vom þau hjónin lífselsk. Einar hafði mikinn áhuga á mynd og ljóðlist en Þor- björg naut þess mjög að hlusta á klassíska tónlist. Sameiginlegur áhugi þeirra á lífí og list stuðlaði svo aftur að því að þau nutu þess mjög að vera samvistum, hvort heldur var heima hjá sér, í við- skiptaferðum erlendis eða í sumar- bústað þeirra, sem bæði lögðu rækt við að byggja upp. Lífsstarf Þorbjargar var flöl- skylda hennar, böm og banaböm og það var henni mikil gleði að mega vera viðstödd þegar nýfædd dótturdóttir fékk nafn hennar nú fyrir fáum dögum. Það gaf lífí hennar enn frekari tilgang og sætti hana betur við að því væri lokið, 55 enda þótt þeim störfum væri alls ekki lokið sem hún hafði ætlað sér að vinna. Við Inga eigum margar ánægju- legar minningar frá samvemstund- um okkar með Þorbjörgu. Hún var svo full af lífsgleði og hafði alveg sérstakt lag á að láta öðmm líða vel í návist sinni. Þar fékk hver og einn að njóta sín. í minningunni verður hún alltaf perlan í fjölskyld- unni og húsmóðirin á því heimili sem alltaf var hægt að leita til ef á bjátaði. Þökk sé henni fyrir það sem hún var okkur og fjölskyldu okkar. Dætmm, tengdasonum og bama- bömum Þorbjargar færi ég innileg- ar samúðarkveðjur okkar Ingu um leið og við þökkum fyrir að hafa mátt kynnast og bindast fjölskyldu- tengslum þessari ljúfu konu. Sem móðir hún býr í bamsins mynd, það ber hennar ættar merki. Svo streyma skal áfram líísins lind, þó lokið sé hennar verki. Og víkja skal hel við garðsins grind, því Guð vor, hann er sá sterki. (E. Ben.) Þorvarður Elíasson Góður félagi og vinur er kvadd- ur. Þorbjörg Bjömsdóttir andaðist eftir skamma sjúkrahúslegu á Borgarspítalanum þann 11. desem- ber sl. Reyndist hún haldin ólækn- andi sjúkdómi, en slíkur var viljakraftur hennar, að fáum mun hafa komið það f hug f nóvember- byijun, að heilsu hennar væri svt) bmgðið, sem raun bar vitni. Við og dætur okkar þijár kynnt- umst Þorbjörgu fyrst er hún fluttist í Hvassaleiti 38 í ágústmánuði 1980. Eiginmaður hennar, Einar Kristjánsson stórkaupmaður, lá þá þunga legu á sjúkrahúsi hér f borg og andaðist þar síðar um haustið. _ Enda þótt söknuður hennar væri mikiil bar hún ekki sorg sína á torg. Dáðumst við strax að dugnaði og krafti þessarar fríðu, grannholda en í reynd veikbyggðu konu, sem sýndi nýju umhverfí sínu strax mik- inn áhuga. Með okkur og Þorbjörgu tókust strax góð kynni og síðar vinátta, sem stöðugt styrktist og aldrei bar skugga á. Þorbjörg var háttvís kona og fáguð í framkomu en um leið fram- takssöm og dugmikil. Snyrti- mennska hennar var mikil og féll henni sjaldnast verk úr hendi, endai- * tók hún fljótt fmmkvæði að fegmn húss og umhverfís. Ófáar vom þær stundimar, sem hún varði til þessa, en fannst samt stundum, algjöriega að ófyrirsynju, að hennar hlutur þar væri ónógur. Þannig vom öll okkar samskipti, hún vildi fremur veita en >iggja. I nánd slíkrar konu líður öllum vel. Hennar er því sárt saknað. Um leið og við þökkum samfylgdina sendum við dætmm hennar, systr- um og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur. Hildur Bemhöft, Þórarinn Sveinsson. TIL JOLAGJAFA Servíettur Pennasett • Pennastatíf • Töfl Leikspil • Óróar • Vönduö tréleikföng • Kertaglös • Kerti • Oróar • Allar jólabœkurnar • Hnattlíkön • Jólakort • Spil • Jólaskraut • Slaufur og boröar • Skrifborösmottur • Merkimiöar • Jólapappír • Skjalatöskur • O.m.m. fl. Meö nýjungarnar og nœg bílastœöi Siöumula 35 — Simi 36811 «0 liic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.