Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Heijólfur, þjóðvegur milli lands og Eyja í tilefni nöldurskrifa Dagblaðsins um Herjólf eftir Árna Johnsen Það hlýtur að vera veimiltítuleg hugsun sem liggur að baki þeirri ákvörðun Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra Dagbiaðsins, að láta Krist- jan Má Unnarsson blaðamann skrifa trekk í trekk nöldurgreinar í garð Vestmanneyinga með því að gera rekstur Heijólfs og hlutverk tortryggilegt og óalandi bagga á ríkissjóði. Að því leyti kemur hún ekki á óvart að grátkerlinga sið verður ekki breytt og það er magn- að að mestu grátkerlingar landsins eru í hópi karla. Það er auðvelt ef menn hugsa ekki til enda að segja að það borgi sig ekki að hafa flugvöll á Egils- stöðum, að það borgi sig ekki að byggja ýmsa vegi og brýr, jafnvel að það borgi sig ekki að hafa veg- inn til Keflavíkur vegna þess að það kostar að halda honum við. Þeir Dagblaðsmenn eru miklir peninga- menn og það er ágætt, en þeir ættu að láta af þeim ósið að taka á beinið þá sem skila fyllilega sínum hlut til þjóðarbúsins og meira en það, en ætlast hins vegar til þess að búa við sömu alhliða þjónustu og aðrir landsmenn. Vegakerfí, flugvellir og hafnir eru þrír megin- þættir samgangna á íslandi og Heijólur hefur með sanni verið kall- aður þjóðvegurinn milli lands og Eyja. Fargjaldi með skipinu hefur verið stillt í hóf, en þó mætti það vera lægra með tiliiti til jöfnunar í opinberri þjónustu landsmanna. Aðhald hefur verið í rekstri og telja margir að það sé of mikið til dæm- is með því að aðeins sé ein ferð daglega milli iands og Eyja mestan hluta ársins, að vörugjald með skip- inu sé of hátt, og ýmislegt fleira mætti telja sem sýnir að rejmt er að hafa eins hagkvæma ijárhags- lega stjórnun á Heijólfí og unnt er rekstrarlega séð. Á milli Þorlákshaftiar og Vest- mannaeyja eru 72 kflómetrar. Vegur af þeirri lengd kostar að mati Vegagerðarinnar um 540 milljónir króna með bundnu slit- lagi. Það má hins vegar benda DV-mönnum á það að á leið Heij- ólfs er enginn snjómoksturskostn- aður og hefur þjóðvegurinn út í Eyjar að því leyti sérstöðu á fjöl- famari leiðum. Vestmanneyingar greiða í vegagjöld af bensíni um 40—50 milljónir á ári og ekki er ófeðlilegt að hluti af því fjármagni skili sér úr ríkissjóði í rekstur skipa- leiðarinnar milli lands og Eyja. Vestmannaeyjar eru eitt höfuðat- vinnutæki Islands með óhemju afköst miðað við flesta staði á landinu. í Eyjum eru um 1,7% íbúa landsins en Eyjar skila á annan tug prósenta af þjóðartekjum af físki, en eins og DV-mönnum ætti að vera kunnugt þá hefur íslenska þjóðin um 80% tekna sinna af sjáv- arútvegi. Þó ekki væri nema vegna umsvifa Vestmannaeyja í þjóðfélag- inu er full ástæða til þess að halda uppi rekstri farþega- og vöruflutn- inga milli lands og Eyja. Farþegar með Heijólfí á þessu ári verða milli 50 og 60 þúsund, fjöldi bíla um 11.000 og vöruflutningar um 15.000 tonn. Láta mun nærri að um helmingur farþega með Heijólfí séu Vestmanneyingar, en síðan fylla aðrir landsmenn töluna að mestu. Einn liðurinn í mikilvægi Heijólfs er að skapa örugga ferðatí- ðni, þvi oft fellur flug niður vegna veðurfars. Á þessu ári til dæmis hefur ekki verið hægt að fljúga samkvæmt áætlun í alls 90 daga. Það er hátt hlutfall þar sem milli 40 og 50 þúsund flugfarþegar fara árlega milli lands og Eyja, enda er Vestmannaeyjaflugvöllur næst fjöl- famasti landsbyggðarflugvöllur landsins á eftir Akureyri. Dagblaðið hefur haldið því fram að nýtt skip væri of dýr framkvæmd á niðurskurðartímum. Þeir sem dvelja helst við það að hossast á milli matsölustaða þéttbýlisins reikna varla með því að helmingur landsmanna á sitt að sækja eftir misjöftium samgönguleiðum. Reykjavíkurflugvöllur er til dæmis lykill landsbyggðarmanna að höfuð- borginni með um 300 þúsund farþega á ári. Skip ganga úr sér eins og önnur smíði sem á reynir og nú er Heijólfur að verða 12 ára gamall. Það er því hvort tveggja, skynsamlegt og nauðsynlegt að nýtt skip komi á Vestmannaeyja- leiðina. Dagblaðsmenn hafa jafn- framt snúið ódrengilega út úr ummælum manna um undirbúning að smíði nýs skips. Guðmundur Karlsson stjómarformaður Heijólfs lét hafa eftir sér að ekkert mætti til spara í undirbúningi að nýju skipi,' en DV útfærir það þannig að ekkert mætti til spara í smíði nýs skips. Þama er mikill munur á og ef DV-menn hefðu rænu á geta þeir fljótt komist að raun um að það er grundvallarregla Vestmann- eyinga að byggja og nýta af hagkvæmni en ekki bruðli, enda hefur allur undirbúningur að bygg- ingu nýs Heijólfs miðast við hagkvæmni og öiyggi. Þá hefur verið látið að því liggja að það muni kosta marga tugi millj- óna að endurbæta hafnaraðstöðuna fyrir nýjan Heijólf. SHkt er út í hött þó það muni að sjálfsögðu kosta éitthvað að gera klárt fyrir nýtt skip, sem er frábmgðið því fyrra, en það má ekki mgla saman í þessu máli ýmsum hugmyndum á breytingum hafnarmannvirkj a í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn, hugmyndum sem em af allt öðmm toga en þjónusta Heijólfs. Einn af þeim öryggisþáttum sem vegur þungt í nýjum Heijólfí er tveggja véla búskapur í skipinu. í Heijólfí er nú aðeins ein vél og það er hreinlega ekki hægt að bjóða upp á það af öryggisástæðum. Minna má á að í marzmánuði 1986 bilaði vél Heijólfs í snarvitlausu veðri. Það var lán í óláni að vélin bilaði áður en skipið var komið út úr Vestmannaeyjahöfn. Um borð vom -200 böm úr Vestmannaeyjum, sem vom að fara á íþróttamót. Það hefði getað komið upp slæm staða ef vélin hefði stöðvast mínútum eða klukkustund síðar í þeim 10 vind- stigum sem þá vom og engin varavél. Síðan þá hefur vélin stöðv- ast 6 sinnum og því mál að bæta úr þessu mikla öryggisleysi. 1 Málið er það að þau farþega- og vömflutningaskip sem em í þjón- ustu á landinu em fyrst og fremst hluti af samgöngukerfi landsins, þau em miklabraut landsbyggðar- innar og kosta að sjálfsögðu peninga. Fyrsta ár Heijólfs vom farþegar um 7 þúsund eða 1,5 ferð- ir á hvem Eyjamann, en nú 50—60 þúsund eða nær 10 sinnum fleiri, sem kemur einnig til vegna sífellt vaxandi ferða fastalandsmanna til Vestmannaeyja sem einnar af nátt- úmparadísum landsins. Það ætti næmur maður eins og Jónas Krist- jánsson að skilja. Fargjald á mann með Heijólfi í dag er 700 kr. aðra „Herjólfur er þjóðveg- ur milli lands og Eyja, Vestmannaeyjar eru eitt arðsamasta pláss landsins fyrir þjóðar- búið og það eru hrein- lega öll rök fyrir því að í þessu máli eigi allt að vera klárt og kvitt, það er einfaldlega kom- ið að því að nýr Heijólf- ur komi til sögu.“ leið og 400 kr. fyrir böm 6—12 ára, en frítt fyrir böm undir 6 ára. Fyrir bíl em greiddar 800 kr. og kojan er leigð á 275 kr. Þó verði sé stillt í hóf ætti það í rauninni að vera lægra vegna þess að hér er um þjóðleið að ræða. Að gera þátttöku ríkissjóðs í rekstri Heijólfs tortiyggilega er út í hött. Sjálfstæðismenn hafa haft frumkvæði að því að Eyjamenn nytu réttar síns í þessum efnum eins ög aðrir landsmenn. í þessu máli sem miklu varðar verður að hugsa til enda. Maður skiptir ekki svo glatt um skip í miðjum brim- garðinum. Ríkissjóður hefur að hluta greitt ríkisábyrgðarsjóðslán Heijólfs og árlega styrki eins og til annarra flóa- og feijuskipa á landinu. Þó er rekstrarstyrkur til Heijóifs aðeins um 18% af heildar- tekjum miðað við það að vera yfír 50% á flóabátnum Baldri, yfír 70% á Fagranesinu og um 26% á Hríseyjarfeijunni. Styrkurinn til Heijólfs er því ótrúlega lágur miðað við rekstur annarra skipa þar sem haf skilur byggð frá byggð. Rekstr- arstyrkur ríkissjóðs á þessu ári nemur 19 milljónum króna og með því að reikna styrkinn í 10 ár eða 100 ár er hægt að fá háa tölu, en aðeins til.þess að skapa tortryggni. 19 milljónir kr. styrkur á ári nemur um það bil helmingnum af árlegum opinberum gjöldum Eyjamanna af bensíni, en þau eru ætluð til sam- gangna. í áliti nefndar sem nýlega skilaði niðurstöðum um rekstur feija og fíóabáta er mörkuð sú stefna að slík þjónusta sé rekin á ábyrgð heimamanna, en rekstrarstyrkur nemi allt að 50% ef reksturinn stendur ekki undir sér, en þá er miðað við að hið opinbera greiði stofnkostnað. Heijólfur stendur þvi mjög vel við aðra sambærilega þjón- ustu á landinu. Undirbúningur að smíði nýs Heijólfs er nú á lokastigi og ætti nýja skipið að koma til landsins á árinu 1989. Ætla má að það muni kosta milli 400 og 500 millj. kr. í útboði, en Heijólfur hefur greitt um 10 millj. kr. í undirbúning. Nýja skipið á að ganga um 17 mflur og sigla milli lands og Eyja á tveimur og hálfum klukkutíma í stað þriggja klukkutíma og tuttugu mínútna. Skipið á að taka 86 bfla á móti 40 nú, rúma 550 farþega í stað 360 nú yfír sumarmánuðina. Gert er ráð fyrir 68 uppbúnum rúmum í stað 34 rúma nú, en að auki er gert ráð fyrir 56 svefnpokaplássum. Koju- notkun í Heijólfi er mjög mikil, enda sjóleiðin oft erfið á úthafi Atlantshafsins. Einhver kynni að halda að ekki væri ástæða fyrir svo mörgum kojum á ekki lengri sigl- ingaleið, en það skiptir sköpum að hafa kojumar. Nú eru leigðar 15.000 kojur árlega í Heijólfí. Með nýjum Heijólfí verða einnig tíma- mót í lestun og losun því allt bendir til þess að gegnumakstur verði í skipinu, þar með tekur það aðeins 5—10 mínútur að lesta og losa skip- ið og það mun stytta verulega ferðatímann. Þá er vert að geta þess að útgerð Heijólfs og skips- höfn hefur. kappkostað að halda skipinu vel við og það er góður agi um borð varðandi alla umgengni. Þar af leiðandi mun fást meira fyr- ir skipið upp í nýjan Heijólf en ella hefði verið. DV gerir því skóna í skrifum sínum að forusta Þorsteins Pálsson- ar forsætisráðherra fyrir afgreiðslu láns^ár í ríkisstjóminni vegna nýs Heijólfs sé ekki í samræmi við þá skoðun Þorsteins að ekki megi áusa af skattfé almennings í fram- kvæmdir án fjárhagslegrar fyrir- hyggju og kröfu um arðsemi. Heijólfur er þjóðvegur milli lands og Eyja, Vestmannaeyjar em eitt arðsamasta pláss landsins fyrir þjóðarbúið og það eru hreinlega öll rök fyrir því að f þessu máli eigi allt að vera klárt og kvitt, það er einfaldlega komið að því að nýr Heijólfur komi til sögu. Menn hafa tekið sér góðan tíma í undirbúning og hafa lagt mikið kapp á að hafa allt sem hagkvæmast, skiþ, öryggi, þægindi og kostnað. Fjölhæf: Kraftmikil: Hrærir, hnoðar, blandar, þeytir, brytjar, rífur, raspar, tætir og sker. 400 W stöðugt afl. Fyrirferðarlrtil: Þarf aðeins rými sem er 28x20 sm. Hún erfrá SIEMENS og heitir compqct Smith & Norland Nóatúni 4, simi 28300 Hönnun nýja Heijólfs er nú á lokastigi og er meðfylgjandi mynd af skipinu eins og það lítur út í dag, en það á væntanlega eftir að taka einhveijum breytingum áður en útboð fer fram í ársbyrjun 1988. Um þessar mundir standa yfir tilraunir með líkan af skipinu í sjó og lýkur þeim væntanlega .fyrir jól. Nýi Heijólfur er talsvert stærri en sá gamli og er þá miðað við þróun í flutningum milli lands og Eyja, en þeir hafa aukist jafnt og þétt á sl. 12 árum úr 7.000 farþegum fyrsta árið sem núverandi Heijólfur þjónaði upp í nær 60 þúsund á þessu ári. Sama er að segja með bíla- og vöruflutninga, en miðað við lágmarksþróun er skipið fjarri þvi of stórt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.