Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Fanginn og dómarinn Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni eftir Asgeir Jakobsson BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá í Hafnarfirði hefur gefið út bók- ina Fanginn og dómarinn - Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni eftir Ásgeir Jakobs- son. Fanginn og dómarinn er saga um fiskimann vestur á Fjörðum, sem var grunaður af almenningi um manndráp. Rannsóknardómar- inn, sem fékk mál hans til með- ferðar, kastaði höndum til rannsóknarinnar og tók manninn fastan að vilja almennings og beitti hann harðýðgi til játningar. Stjóm- völd hófu útaf því málarekstur gegn rannsóknardómaranum og sá mála- rekstur blandaðist sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar á þessum tíma um aldamótin og varð hitamál með þjóðinni. Dómarinn notaði sakaða manninn til vamar sér sem „al- ræmdan illræðismann" og vísan morðingja og hafði þar með sér almenningsálitið, sem ekki þekkti alla málavöxtu og taldi dansklund- uð stjómvöld nota þennan morð- ingja til að klekkja á rannsóknar- dómaranum, sem var ákafur þjóðfrelsismaður. Framhaldsrann- sókn í máli hins sakfellda leiddi í ljós, að enginn gmndvöllur var fyr- ir málssókn gegn honum og málið aldrei tekið til dóms, og maðurinn því hvorki dæmdur né sýknaður og almenningur lifði áfram í þeirri trú að maðurinn væri morðingi, sem ekki væri hægt að sanna á sök eða eins og það var orðað: „Varla sá maður í landinu, sem ekki taldi hann morðingja," og svo er enn, því að enn er málið á döfinni; skrif- aðar um það bækur og samin um það leikrit og trúlega væntanleg kvikmynd og enn gengið út frá því sama í allri umfjöllun að maðurinn hafi verið morðingi, sem ekki sann- aðist á sök. ÁSCEIR JAKOBSSON Síðara bindi Heimsmynd- ar á hverfanda hveli ÞATTURAF SICURÐI SKURÐI OG SKÚLA SÝSLUMANNI SKUCCSJÁ Fanginn og dómarinn er bók skrifuð til að sýna að maðurinn var algerlega saklaus af morðákærunni og það hafí verið sök dómarans, sem fékk málið í upphafí til rannsóknar, að morðingjanafnið festist á mann- inn með þjóðinni og í stað þess að sýkna manninn strax greip dómar- inn til þess óyndisúrræðis að nota hann sem vfsan morðingja í mála- rekstri sínum og baráttu við stjóm- völd. Fanginn og dómarinn er 240 bls. að stærð. Bókin var sett og prentuð í Prisma, Hafnarfírði, en bundin í Bókfelli. Kápu gerði Auglýsinga- stofa Þóru Dal, Hafnarfirði. (Fréttatilkynning) ÚT ER komið hjá Máli og menn- ingu síðara bindi af verki Þorsteins Vilhjálinssonar eðlis- fræðings, Heimsmynd á hverf- anda hveli. _ í kynningu útgefanda segir m.a.: „í fyrra bindinu var fjallað um heimsmynd vísinda frá öndverðu til Kópemikusar, en hér er haldið áfram þar sem frá var horfíð og þróuninni fylgt fram yfír daga New- tons. Sagt er frá trúvillingnum Gíordanó Brúnó sem predikaði sól- miðjukenninguna á ofanverðri 16. öld og fjallað um danska stjömu- fræðinginn Týchó Brahe og Þjóð- veijann Jóhannes Kepler og kenningar þeirra. ítarlegast er sagt frá merkilegum æviferli Galileó Galileis, vísindaafrekum hans og útistöðum við Páfagarð en loks víkur sögunni að Isaac Newton sem fullkomnaði byltingu Kópemikusar með aflfræði sinni. Frásögnin dreg- ur glöggt fram tengsl vfsinda við þjóðfélag og almenna sögu.“ Þetta síðara bindi Heimsmyndar á hverfanda hveli er 419 bls. að stærð, prýtt fjölda mynda og skýr- ingarteikninga. Teikn hannaði kápu og Prentsmiðjan Oddi prentaði. Bók um sorg og sorg- arviðbrögð gefin út ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Bros hf. hef- ur gefið út bókina Þegar ástvin- ur deyr eftir C.S. Lewis í þýðingu sr. Gunnars Björnssonar. í kynningu frá útgefanda segir: „Bókin fjallar um sorg og sorgarvið- brögð. Höfundur hugleiðir sorgina, trúna, ástina, lífíð og tilveruna í TIL VALIN JÓLAGJÖF tilefni af dauða eiginkonu sinnar. í sorg sinni lendir höfundur í miklum andlegum þrengingum gagnvart öllu umhverfí sínu og tilvem og hann velur þann kostinn að kryfja sjálfan sig til mergjar í andlegum skilningi. Bókin er einstakur vitnis- burður um uppgjör einstaklings á þeim andlegu þrengingum sem mörgum reynast svo erfíðar við frá- fall ástvinar." KÚLULJÓS kr. 957,- KRINGLUNNI -SiMI (91)685868 Læknis- ráð, Eriks Miinsters VASAÚTGÁFAN hefur gefið út 1. bindið af Læknisráðum Eriks MUnsters, sem er læknir í Dan- mörku og skrifar fasta pistla í Ekstrablaðið og Familie Journal. í fyrsta bindi, sem Vasaútgáfan sendir frá sér, er fjallað um kvef, vetrarslen og allskonar smitsjúk- dóma, sem einkum hijá mannfólkið á vetuma. Ifyrsta bindi læknisráða er 192 bls. og skiptist í 35 kafla með mynd- um og skýringartextum. Þorsteinn Thorarensen íslenskaði með ráðgjöf Eydísar Svanbjamardóttur. Bókin er prentuð í Samprenti hjá Nör- haven í Vébjörgum. VIGDIS GRIMSDOTTIR kaldaljós „Kaldaljós er óöur til fegurðar, trúnaðar, grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga ást- ar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt.“ Jóhanna Kristjónsdóttir Morgunblaðinu „Þessi skáldsaga Vigdísar er án efa eitt athyglis- verðasta skáldverk sem jólabókaflóðið færir okkur í ár... hér er ósvikið listaverk á ferðinni." Soffía Auður Birgisdóttir Helgarpóstinum. Svartáhvítu Jólamessa á snældu SNÆLDA með upptöku á jóla- messu er fáanleg f Kirkjuhúsinu en nokkuð er um að þeir sem hyggjast veija jólunum erlendis hafi spurst fyrir um upptöku á jólamessu á Biskupsstofu. í frétt frá Biskupsstofu segir að ýmsir vilji einnig senda vinum og ættingjum erlendis slíka snældu. Snældan geymir aftansöng sem sjónvarpað var á aðfangadagskvöld fyrir nokkmm ámm. Það er Dr. Sigurbjöm Einarsson sem predikar og kór Menntaskólans við Hamrahlíð sem annast sönginn undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdótt- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.