Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 KOMDU Á ÓVART MEÐ GJÖF FRÁ 9 BIRO Stillanlegurstóllog tölvu- borð á aðeins kr. 11.300, - Stólarfrákr. 4990,- Opið laugardag tilkl. 22.00 mmm 11111111 SMIÐJUVEGI 5 - 200 KÓPAVOGI SÍMI 91-43211 SIEMENS Kaffivél með gullsíu • Fyllra bragð vegna þess að gufan er skilin frá. • Gullhúðuð sía, pappírpokar óþarfir. • Droparekkieftirlögun. • Vatnsgeymir losanlegur til áfyllingar. • Fyrir 8 eða 12 bolla. Smith & Norland Nóatúni 4 - Sími 28300 Guðjón Jóns- son - Minning Ég hef oft leitt hugann að því, hvort það muni hafa verið sjaldgæf- ara á Stokkseyri en annars staðar í upphafi aldarinnar og jafnvel fram á síðustu tíma, að ungt og efnilegt fólk væri sett til mennta, eins og sagt var, eða gengi menntaveginn. En hvað sem því líður, þá heyrði slíkt til hreinna undantekninga. Það átti ekki fyrir Guðjóni Jónssyni að liggja fremur en mörgum öðrum góðum efnivið að sitja langdvölum á skólabekk. Hann var elztur bræðra og næstelztur sex systkina í Vestra-íragerði, dæmigerðu heim- ili á Stokkseyri þar sem jöfnum höndum var stunduð sjósókn og búskapur. Vinna og aftur vinna var það leiðarljós sem lýsti allar götur fram til bjargálna og manndóms. Mikil vinna varð hlutskipti Guðjóns Jónssonar þegar í barnæsku og setti svip á iíf hans og lífsviðhorf, meðan kraftar entust. Hann fæddist í Vestra-íragerði 14. sept. 1905, sonur hjónanna Jóns Jónssonar bónda þar og nafntogaðs sjósóknara og formanns og Guðnýj- ar Benediktsdóttur Benediktssonar, sem einnig var einn af dugmestu og farsælustu formönnum á Stokkseyri á sínum tíma. Systkini Gufjóns voru þau Elín, Benedikta, Margrét, Jón Guðmundur og Hall- grímur bóndi í íragerði, sem lézt 1. okt. síðastiiðinn. Eftir lifa þau Margrét ekkja á Selfossi og Jón Guðmundur í Reykjavík. Heimilið í Vestra-íragerði var menningarheimili, gildismat og uppeldi strangt, trú og grandvar- leiki í hávegum haft, mikið sungið eins og títt var á Stokkseyri í þá daga, enda heimíiisfaðirinn einhver bezti söngmaður sinnar tíðar á Stokkseyri eða eins vt segir í Stokkseyringasögu: „Sfc.-;taklega var annáluð hin djúpa og b.æfagra bassarödd Jóns í íragerði.“ Það mun Guðjón hafa lært í upp- eldi að líta á vinnuna með vel- þóknun, að vinna væri hvorki böl né kvöð, heldur eftirsóknarverð af sjálfri sér, gott og göfugt hlut- skipti, sem skilaði lífshamingju, menntun og skemmtun. Þessi af- staða varð vissulega lærdómsrík og tilhlökkunarefni á hveiju vori ung- um strák úr Reykjavík, sem síðar varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna í 10 sumur undir handleiðslu Guðjóns Jónssonar við heyskap á Stokkseyri. Ég var ungur að árum þegar ég kynntist Guðjóni og mér er enn í fersku minni þegar ég sá hann fyrst á Kalastöðum þennan væntanlega eiginmann Ingu móðursystur minnar. Ekki óraði mig fyrir því þá, að þarna væri kominn sá maður sem mér yrði einna kærastur vina á lífsleiðinni og ágætastur félagi og leiðsögumaður til þroska og manndóms. En sú varð raunin á hvort sem við stóðum í túninu í Vestri-Móhúsum eða við engjaslátt uppi á Breiðumýri, að allar stundir urðu gleðistundir, hvemig sem vindar blésu. Guðjón gekk til allrar vinnu glaðbeittur, umburðarlyndur og broshýr, þar sem hvergi örlaði fyrir armæðu eða kveinstöfum. Guðjón var bamgóður umfram aðra menn og laginn við ungviði, skildi og leiðbeindi af stakri þolinmæði, og ógleymanlegt verður mér jafnan hýrt og íbyggið bros hans, þegar strákurinn lagðist í flekkinn og nennti ekki að snúa á sólbjörtum degi. Mikið var gáð til veðurs við hey- skapinn í Flóanum og e.t.v. meira en víða annars staðar svo mjög sem veðrátta til heyskapar er þar ótrygg. Mörg og flókin voru þau formerki þurrks eða vætu, sem tek- ið var mark á um sláttinn, og var sumum meira gefið en öðmm í þeim efnum. Guðjón var glöggur á öll tilbrigði veðurfars. Spáð var í fleira en kósiga og blikur hina óskeikulu forboða vætunnar, svo sem flug fugia, hegðun og hljóð og hvaðan kæmu. En svo mjög sem Guðjón Jónsson reyndist farsæli bóndi þá er mér ekki grunlaust um, að hugur hans hafí alla tíð staðið til sjávarins. Tuttugu og tveggja ára gamall varð hann formaður og fékk strax orð fyrir að vera góður brimformaður, sem kallað var, glöggur á sjó og afburða fiskimaður. Hef ég fyrir satt að Jón Sturlaugsson, sá frægi ÁHEIT TIL HJÁLPAR Gíróniinxer 6210 05 KRÝSUVlKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVÍK ® 62 10 05 OG 62 35 50 VATNSVIRKJANS 15—25% AFSLÁTTUR Á BLÖNDUNAR- OG HREINLÆTISTÆKJUM FRAM TIL JÓLA ^ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSt 3 SÍMAR 673415 - 673416 TRÚLOFIINAR- HRÍNGAR Við höfum mikið úrval trúlofunar- hringa úr gulu, hvítu og rauðagulli; slétta og munstraða. Allar breiddir. Greiðslukorta þjónusta Sendum í póstkröfu! <$uil (ðfyollin Laugavegi 72 - Sími 17742
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.