Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 13
_ <rTn.i rnym+jrtrs nfriA ktmí r^crnw - MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 13 Tónlistarhúsið er eitt brýnasta verkefnið í íslensku menningarlífi eftirBergþór Pálsson íslenskt tónlistarllff er svo gróskumikið, að einstakt má telj- ast. Hver gæti ímyndað sér að í Reykjavík einni saman séu haidnir að meðaltali 35 tónleikar í hveijum mánuði? Og hver gæti ímyndað sér að þar sem svo rismikið tónlistarlíf er staðreynd, sé ekki til tónleika- hús, sem sinnir þörfum þess? Þörfín er augljós og það má teljast merki- legt að ekki skuli hafa verið hafíst handa fyrir löngu við að byggja hér tónlistarhús. Undanfarin 5 ár hef ég dvalið í Bandaríkjunum í 100 þúsund manna háskólabæ í Indiana. Einn helsti þáttur bæjarlífsins þar er mikilfenglegt tónlistarhús sem rúm- ar um 1.450 manns í sæti. Það er i notkun stanslaust frá morgni til kvölds. Þar þykir húsið ómissandi þáttur í því að laða fólk að bænum. Aðeins með samstilltu átaki landsmanna eygjum við von um að okkar eigið tónlistarhús rísi á næstu árum. Það hús verður eign allra landsmanna, þar eiga allir eftir að koma við, smáir sem stórir, og njóta þess sem þar fer fram. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða rokkáhugafólk, jazzáhugafólk áhugafólk um klassíska músík, vísnasöng eða hvað sem er, húsið verður eign okkar allra. Auk þess að eignast hús fyrir okkur öll, eignumst við áþreifanlegt merki um blómlegt tónlistarlíf, sem getur skipt sköpum í landkynningu. Þegar við kynnum landið okkar, erum við stolt af sérstæðri sögu, unaðslega fallegu landslagi og menningarlifí á háu stigi. En hver eru húsakynnin sem einum mikil- vægasta hluta menningarlífsins, tónlistinni, eru ætluð? Það verður lítið um svör, því að þótt hér séu bíóhús og salir í húsakynnum sem ætluð eru til annarra nota, fullnæg- ir ekkert þessara húsa þeim kröfum sem okkar blómlega tónlistarlíf gef- ur tilefni til. Og þótt einstaklingar hafí af frábærum stórhug komið á fót íslensku óperunni undir ötulli stjóm Garðars Cortez, og stjómvöld séu nú að vakna til Kfsins um að „Hver gæti ímyndað sér að þar sem svo rismikið tónlistarlíf er stað- reynd, sé ekki til tón- leikahús, sem sinnir þörfumþess?“ styðja það þjóðþrifafyrirtæki, þá hefur ekki enn verið skilningur hjá sumum ráðamönnum á því að hér verður að rísa tónlistarhús, því að slík hús teljast aðalsmerki sið- menntaðra þjóða. Viðskipti okkar við útlönd byggj- ast að töluverðu leyti á þeirri ímynd sem landið og þjóðin hefur í huga Bergþór Pálsson umheimsins. í þeirri ímynd verður að felast að hér búi þróttmikil þjóð, sem iðki menningarlíf á háu stigi. íslendingar, styðjum af heilum hug það óskabam sem verður eitt af sameiningartáknum okkar allra. Höfundur er óperusöngvari. idi jólablóm er húsin jólailmi. i, okkar vero. i n Sýpns jólasijaman Nýsending komin at1 • ''oKK' jólastjörnunn. Fallegar potta- plöntur í tiletni ióla. Þrítastvel t.d. í stotueöa aróðurskála. Alparos Blómstrandi Alparós er a taiieg. fag/eg þjónusta Fag/eg jjekking ‘689770 68 90 70. Kringlunni Groöurhúsinu viö Sigtun,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.