Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 15
T89t sraaMaaso vt HtJOAŒtTMMTí .oiGAjnvmnaoM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Lf 15 VILLT SPEN- DÝR ÍSLENSK Bókmenntlr Sigurjón Björnsson Stefán Aðalsteinsson: Villtu spendýrin okkar. Bókaútgáfan Bjallan. Reykjavík 1987.80 bls. í formála greinir frá því að þessi bók sé einkum ætluð bömum og unglingum. Eins og nafnið segir fjallar hún um villt spendýr Skoðun Bifreiðaeftír- litsins á Mitshubishibif- reiðunum fjórum: á íslandi og við ísland. En ekki eru þetta margar skepnur, ef í tegundum- er talið. Landdýrin em einungis fímm: refír, mýs, rottur, hreindýr og minkar. Lagardýr eru ekki önnur en selir og hvalir. UmQöllun þessara dýra, þó að þau greinist sundur innbyrðis, er því naumast efni í langa bók, enda er þessi stutt. Höfundur gerir ,öll- um þessum dýrum góð skil í einkar skemmtilegum og fróðleg- um texta, sem ritaður er á prýðis- góðu máli. Frásögn höfundar er ljós og skilmerkileg. Sögð em deili á hverju dýri, sérkennum þess og lifnaðarháttum, út- breiðslu, nytjum þess eða skað- semi og bætt er við sagnaefni úr þjóðsögum eða öðmm prentuðum heimildum. Sérstaklega fínnst mér lofsvfert hversu höfundur leggur sig fram um að útskýra hugtök og kenna gömul og góð íslensk orð. Þetta mun vera þriðja bók höf- undar af þessari gerð ætluð bömum og unglingum. í fyrra kom út bók hans um íslenska fugla, gullfalleg og skemmtileg bók. Kannski heldur meira aðlað- andi efnislega en þessi. En bækur þessar allar em afar vel fallnar til að glæða áhuga bama, vekja umræður og hvetja til frekari lest- urs. Og ekki jafna ég þvi saman hversu miklu heldur ég vil sjá bók af þessu tagi í höndum stálpaðra bama en margt af því endemis óraunhæfa mgli sem bömum er boðið upp á. Þó að gott sé að örva hugarflug bama má vissu- lega of mikið af öllu gera. í bok eins og þeirri sem hér er getið emm við innan raunvemleikans og hann þurfa böm svo sannar- lega að þekkja. Öll útgerð þessarar bókar er með hinum mestu ágætum. Hönn- un hennar (Friðrika Geirsdóttir) er prýðisgóð. Þá er mikill fjöldi prýðisvel gerðra litmynda í ritinu, sem eiga eina ellefu myndasmiði að höfundum. í bókarlok er skrá yfír íslensk og latnesk dýraheiti. Þá er atriðisorðaskrá, myndaskrá og skrá yfír helstu heimildarrit. Þetta er allt eins og það á að vera. Og gætu margir sem við bókargerð fást af því lært. Bók þessi þarf að vera til í öll- um skólabókasöfnum og foreldrar ættu að sjá til þess að þessi og aðrar hliðstæður fræðandi bækur séu jafnan í bókakosti bama þeirra. Bifreiðirnar stefna ekki umferðarör- yggi í hættu - segir Guðni Karls- son forstöðumaður tæknideildar Bif- reiðaeftirlitsins Bifreiðaeftirlit rikisins hefur skoðað fjórar af þeim 117 Mits- hubishibifreiðum sem Hekla hf. hefur flutt inn til landsins og lentu i flóðum i Drammen i Noregi 16. október sl. Við skoðun á bifreiðun- um kom ekkert það fram sem bent gæti tíl þess að þær hafi orð- ið fyrir þeim skaða að umferða- röryggi verði stefnt i hættu með þvi að Ieyfa notkun þeirra og verða þær þvi skráðar, að sögn Guðna Karlssonar forstöðumanns tæknideildar Bifreiðaeftirlitsins. „Við munum skoða afganginn af þessum 117 Mitsubishibifreiðum með venjulegum hætti en athuga hins vegar vel nokkrar af þeim Mitshubis- hibifreiðum sem Hekla keypti í Noregi en eru enn ekki komnar til landsins. Bifreiðaeftirlitið hefur hins vegar ekki tekið neina afstöðu til Subarubifreiða þeirra sem lentu í flóðunum í Noregi og talað hefur verið um að fluttar yrðu inn í landið," sagði Guðni. Skoðun Bifreiðaeftirlitsins á Mits- hubishibifreiðunum flórum beindist einkum að því hvort líkur væru á að saltblandað vatn hefði komist í bifreiðimar þannig að öryggis- og stjómbúnaði þeirra stafaði hætta af. Bifreiðimar voru teknar all mikið í sundur og tvær þeirra prófaðar á hemlaprófunartæki. Iðntæknistofn- un íslands aðstoðaði við skoðun bifreiðanna og rannsakaði m.a. feiti í stýrisendum og -völum, segir í frétt- atilkynningu frá Bifreiðaeftirlitinu. Ný umferð- arljós í Kópavogi KVEIKT verður á nýjum tun- ferðarljósum á gatnamótum Nýbýlavegar og Túnbrekku — Furugrund, laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Ljós þessi eru tveggja fasa og tímastýrð, jafnframt verða þau samstillt við umferðarljós á gatna- mótum Nýbýlavegar og Þver- brekku. Frá kl. 21.00 til 7.00 verða ljósin látin blikka gulu og gildir þá bið- skylda á Túnbrekku og Fumgmnd gagnvart Nýbýlavegi. A Nýbýlavegi, rétt austan við þessi gatnamót, verður á sama tíma kveikt á nýjum hnappastýrðum gangbrautarljósum. HinfíkBjafnaW)n ö^mÍHinriksw'1 íóiasöngvar nieö nötum \ú fjnnurðu í einni bók |>i;júlíu jo með notum hltíf ** *ZJ, EIE— . •&*%»**’ - • ,5. Ul ( ítKOUH' 1 W í* ?! . kirnW1 [jia, I —sungin um hver jól á hverju heimili Við hátíð skulum hálda er langþráð bók með vlnsælum jólasöngvum og frábærum textum Hinriks Bjarnasonar. Mörg þeirra eru sígild og hafa heyrst á hverju heimili í mörg ár, s.s. Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Jólasveinninn kemur í kvöld, Snæfinnur snjókarl og Jólasveinninn minn. í þessari bók er einnig að finna heimsþekkt og guilfalleg jólaiög og sálma sem ekki hafa fyrr birst á bók eða verið sungin með íslenskum texta. Bjarni Ilinriksson myndskreytir bókina á óvenjulegan og skemmtilegan hátt. Með hverjum texta fylgir laglína skrifuð með nótum. Tónsetninguna hefur Jón Kristinn Cortes annast og er hún ætluð fyrir almennan söng í heimahúsum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.