Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FEMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Ekkert mál? ___Bækur Steinar J. Lúðvíksson Jón Páll. Sterkasti maður heims. Jón Óskar Sólnes skráði. Útgefandi: Reykholt 1987.140 bls. Það var „ekkert mál fyrir Jón Pál" að setja svo sem eins og eitt Evrópumet í kraftlyftingum. Mörg met hefur sá frægi garpur eignast í gegnum tíðina. En það kemur hins vegar fljótlega fram við lestur nýút- kominnar bókar um Jón Pál, að það hefur heldur ekkert mál verið fyrir hann og skrásetjarann að koma bókinni saman. Eftir að hafa lesið ijálglegar lýsingar á æfíngaástund- un íbróttakappans og metnaði hans til að vera bestur á sínu sviði er bókin eins og hrópandi mótsögn. Þar kemur ekki fram neinn metnað- ur, þar kemur ekki fram neitt sem bendir til yfírlegu eða ástundunar. Nei, þvert á móti er bókin eins og lélegt uppkast að blaðaviðtali. Það þarf ekki að koma á óvart að bók um Jón Pál skuli líta dags- ins ljós. Um langt skeið hefur hann verið mjög í sviðsljósinu, bæði sem íþróttamaður og þó einkum sem skemmtikraftur. Enginn efast um það að hann er rammur að afli. Það hefur hann m.a. sýnt með afrekum sínum í keppni við erlenda jötna og titillinn „Sterkasti maður í heimi" hefur oftar en einu sinni fallið hon- um í skaut. Vitanlega erum við íslendingar stoltir af því að halda slíkum titli hjá okkur, enda hafa aflrauna- og hreystimenni lör.gum verið í hávegum höfð hérlendis. Nægir þar að nefna hetjur íslend- ingasagna eins og Egil Skallagríms- son og Gretti Asmundarson og á sínum tíma áttum við líka „Úrsus íslands", þ.e. Gunnar Salómonsson, sem ferðaðist víða um og sýndi krafta sína og listir. í sjálfu sér eru afrek Jóns Páls í aflraunum bókar- efni, þótt ekki hefði legið á að skrifa slíka bók, þar sem Jón Páll á vafalaust eftir að láta að sér kveða í aflraununum enn um hríð og safna að sér titium. Alla vega hefði ekki legið svo á bókinni að þurft hefði að rubba henni upp í hvelli, svo sem bók Jóns Gunnars Sólnesar virðist bera með sér. Það hefði til að mynda ekki sakað þótt sæmilega fær íslenskumaður hefði lesið yfír hand- ritið og reynt að snúa sumu sem þar stendur yfír á skiljanlegt mannamál og það hefði heldur ekki sakað þótt dregið hefði verið úr notkun hástemmdra lýsingarorða svona um þriðjung — nóg hefði verið af þeim samt. Þegar talað er um málfar á bók- inni er fyrst og fremst átt við að íslenskt talmál er annað en ritmál. Það á að vera verk höfundar þegar hann hefur ummæli eftir mönnum að snúa þeim til skiljanlegs ritmáls. Annað er ankannalegt. Mörg dæmi væri hægt að nefna um slíkt í bók- inni um Jón Pál, en hér skal aðeins eitt tilfært og er tekið úr kafla, þar sem Jón Páll fjallar um vaxtarrækt sína. Þar segir m.a.: „En í vaxtar- ræktarmótum verður maður að kunna „pósur“, sérstakar stellingar, og ég kunni ekkert fyrir mótið. Ég kunni ekkert í sambandi við vaxtar- rækt. Ég tók vel á lóðunum og vissi hvað ég mátti borða og hvað ekki. En maður þurfti að vera klár á öll- um „skyldupósum" og setja saman rútínu til að sýna á mótinu og það gekk nú ekkert alltof vel, því að strákamir sem ætluðu að hjálpa mér voru allir að æfa annars stað- ar, fóru að æfa í Borgartúni og ég var nánast einn eftir hjá Stefáni. Úrsusinn var hins vegar að æfa svona í og með hjá Stebba og hann peppaði mig upp, veitti mér andleg- an stuðning í þessu öllu saman. Síðan naut ég aðstoðar Guðmundar Sigurðssonar við að setja upp „pós- umar“. Á þessu tímabili borðaði ég ekkert fyrir utan það sem ég hafði einsett mér að borða, og framfarim- ar í vaxtarrækt vom hreint út sagt ótrúlegar. Ég „köttaðist" allur upp, varð allur skafínn og vöðvaskil urðu mjög greinileg og utanáliggjandi æðar sáust vel.“ Kannski er þetta ekki versta dæmið um málfar bókarinnar í bók- inni, en sjálfsagt eiga margir erfítt með að skilja hvað þama er átt við. Hvað em „pósur“? Hvemig „köttast" menn og verða skafnir? Spyr sá sem ekki veit og tel ég þó sjáífan mig sæmilega að mér í máli sem oft er notað í íþróttum. í umræddri tilvitnun er minnst á ótrúlegar framfarir og „undraverð- ur árangur" em líka orð sem oft sjást í bókinni. Stundum er slíku lofi svo hlaðið á Jón Pál, oft með hans eigin orðum, að lesandinn fær það á tilfínninguna að skrásetjari sé að draga að honum dár. Það hefur löngum þótt kostur að vera ömggur og ánægður með sjálfan sig, en var það ekki sjálfur Sókrat- es sem sagði að eigið oflof minnkaði manninn? Kaflar { bókinni verða bókstaflega spaugilegir vegna lýs- inganna á ágæti kraftamannsins, jafnframt því sem þeim sem hann telur að hafí verið eitthvað að flækj- ast fyrir sér em sendar glósur. „Maður hugsaði bara um að taka vel á þeim einhvers staðar," segir Jón Páll um „ÍSÍ-menn“, eftir að hið svokallaða lyfjamál kom upp og svona til að hnykkja á fylgir síðan Qálgleg lýsing á því hvað „ÍSÍ-karl“ varð lítill þegar sjálfur Jón Páll var í nálægð hans. „Faldi sig með andlitið ofanf bollanum" og „drakk kaffí með nefínu!" Ekki fínnst þeim er þessar línur ritar til- vitnuð ummæli vera í takt við þá ljúfmennislýsingu sem Jón Páll gef- ur sjálfum sér annars staðar í bókinni. Skástu kaflamir í bókinni em frásagnir af þátttöku Jóns Páls í keppni um titiiinn „sterkasti maður í heimi". Lýsingamar ná þó engan veginn því fram sem þama gerðist. Sjónvarpsmyndir segja þar meiri sögu, enda hafa þær notið vinsælda víða um lönd. En það er gaman að sjá heljarmenni takast á við ýmsar þrautir og ennþá skemmtilegra þeg- ar sigurvegarinn er íslendingur, því allstaðar viljum við íslendingar vera fremstir og bestir. Fjölmargar ljósmyndir prýða bókina og er mun skemmtilegra að skoða þær en lesa lesmálið. Hefur greinilega fátt verið til sparað að gera bókina sem allra best úr garði hvað ytra útliti viðkemur. Þannig em t.d. flölmargar litmyndir í bók- inni. Gallinn er bara sá að bókar- textinn er þunnur og sá galli er ekki svo lítill á einni bók. flÖPIOINIEER m Rit þetta er saga þjóðhátíðarinnar sem haldin var í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar. Þjóðhátíðin 1974 er í tveimur bindum og myndskreytt. 4?! c ' v/fc "*'* ' -*• áfev"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.