Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 ! Einstæð og eftirminnileg saga manns sem leggur allt undir í örvæntingar- fullri baráttu sinni við óvægin örlög, bók sem oft hefur verið líkt við fræga ævisögu Martins Grey, Ég lifi, enda vekur hún sömu tilfinningar hjá les- endum. Mögnuð og átakanleg lýsing á grimmum og miskunnarlausum örlögum og mann- legri þjáningu, saga sem grípur lesandann heljartökum og heldur honum föngnum frá upphafi til enda. Þetta er saga manns sem er hrakinn út í ógæfuna af eigin ástríð- um og örvæntingu, sjúkur á sál og líkama. Eitt sinn var hann elskaður og dáður um allan heiminn, en nú er hann flestum gleymdur. Eftir tuttugu ára bið fær hann loks eitt einasta tækifæri til að sýna hvað í honum býr. En er það of seint? Hefur hann þegar steypt sjálfum sér og öðrum í glötun? Ógnvekjandi saga sem lýsir skuggahliðum mannlífsins og örlagaþrungnum atburðum vægðarlaust en þó af djúpum skilningi og samkennd. Sá sem hér segir frá hlífir engum, hvorki sjálfum sér né fesendum, við afdráttarlausri játningu sinni. IÐUNN Karlotta Karls- dóttir - Minning Fædd 15. ágúst 1921 Dáin 8. desember 1987 Fljótt skipast veður í lofti. Karl- otta, tengdamóðir mín, er dáin. Ekki datt manni í hug fyrir tveim mánuðum að hún ætti svo skammt eftir. Hún hafði átti við sjúkdóm að striða í nokkur ár sem fór versn- andi, en þegar hún fór inn á spítala í aðgerð í október bjóst maður við að hitta hana hressa og káta eins og venjulega, innan tveggja vikna eða svo. Því ekki töldum við aðgerð- ina hættumeiri þá. Fyrir okkur hafa síðastliðnar vikur verið erfíðar, því hún var oft það hress að við héldum að hún mundi hafa það af, en það fór á annan veg. 8 desember lést hún, blessunin. Jólin nú verða því haldin með minningu hennar í heiðri. Það minnir mig á að jólin hafa áður verið haldin við þessar aðstæður því 8. desember 1981 lést móðir mín við svipaðar aðstæður. Þær voru góðar vinkonur og báðar fæddar 1921. Nú getur sá vinskap- ur haldið áfram. Ég kynntist Karlottu 1967 í Nökkvavoginum og þar hóf ég minn búskap í kjallaranum hjá Einari og Karlottu. Þar leið okkur flölskyld- unni vel, samgangur var mikill og mikið rætt í eldhúsinu uppi, oft var eldhúsið troðfullt af fólki, enda Qöl- skyldan stór og allir vildu tala, þá náði Karlotta oft orðinu með því að hvessa sig aðeins, en alltaf góð- lega, enda hændust bamabömin mjög að henni. Nökkvavogurinn hefur alltaf verið miðpunkturinn. Sunnudagsbíltúrinn endaði oftast í kaffí hjá Karlottu. Guð blessi minningu hennar. Þórir Gunnlaugsson þeirra við frændfólk og vini var aðdáunarverð. Frá liðnum árum er margs góðs að minnast og þakka Karlottu í þá veru. Karlotta og Einar eignuðust 5 böm og lét Karlotta sér mjög annt um uppeldi þeirra og reyndist þeim góð móðir. Sömu umhyggjuna sýndi hún mökum þeirra og bamabömun- um, þegar þau komu eitt af öðm. Böm þeirra hjóna eru: Ásgeir, sendibílstjóri í Reykjavík, f. 15. apríl 1944, kvæntur Eiínu Elías- dóttur, og eiga þau tvö böm, Elías og Karlottu; Sigurveig, verslunar- maður í Reylq'avík, f. 24. nóv. 1948, gift Þóri G. Gunnlaugssyni ritvéla- tækni, og eiga þau tvö böm, Stefán Öm og Ingibjörgu Ástu; Guðrún, húsmóðir í Reykjavík, f. 17. júní. 1953, gift Sölva M. Egilssyni vegg- fóðrarameistara, og eiga þau þrjú böm, Einar Mikael, Svavar Egil og Lárus Amar; Einar Karl, tann- smíðameistari f Reylgavík, f. 19. des. 1954, kvæntur Hólmfríði G. Jónsdóttur og eiga þau tvö böm, Irenu Dögg og Ingibjörgu Ósk; Magnús Stefán, rafsuðumaður í Reykjavík, f. 15. okt. 1960, sambýl- iskona hans er Dana Lind Lúthers- dóttir ritari. Það er mikil sorg kveðin að eigin- manni Karlottu, fjölskyldu hennr og vinum við fráfall hennar, en minningin um góða og elskulega manneskju lifír. Ég og ijölskylda mín vottum eftirlifandi eiginmanni og ljölskyldu dýpstu samúð. Þorsteinn Sigurðsson í dág verður gerð útför Karlottu Karlsdóttur, en hún lést í Landspít- alanum þann 8. desember sl. eftir þungbær veikindi. Karlotta giftist ung Einari Ás- geirssyni, sem lengi var kenndur við Toledó, eignuðust þau 5 mann- vænleg böm svo heimilið var mannmargt. Helgaði Karlotta sig lengst af húsmóðurstörfum, en á seinni árum, þegar um hægðist, fór hún út á vinnumarkaðinn. Karlotta og Einar reistu sér fallegt hús í Nökkvavogi 54 og bjuggu þar í næstu 4 áratugi, en nú síðustu árin bjuggu þau í Hvassaleiti 56 og undu vel hag sínum þar. Fljótlega eftir að Karlotta settist að í Nökkvavogi stofnsettum við nokkrar vinkonur saumaklúbb, sem staðið hefir óslitið síðan, það var ætíð tilhlökkunarefni að hittast. Nú er skarð fyrir skildi, þegar Karlotta er horfin, hún var mikill gleðigjafí og hreif alla með sinni léttu lund og smitandi hlátri og þótt oft blési á móti lét hún aldrei á sér bilbug fínna, horfði fram á veginn og nú síðustu árin, þegar veikindin settu mark á hana, var hún sem fyrr hinn sanni veitandi og kvartaði aldrei þótt hún væri oft sárþjáð. Nú að leiðarlokum kveðjum við vinkonu okkar með miklum sökn- uði, ástvinum hennar flytjum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Saumaklúbburinn Mágkona mín, Karlotta Karls- dóttir, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 8. desember síðastlið- inn. Lát hennar kom ekki á óvart. Hún hafði ekki gengið heil til skóg- ar um alllangt skeið, og varð loks að lúta í gras eftir tvísýnan upp- skurð og þar á eftir 7 vikna erfíða baráttu við dauðann. Karlotta fæddist í Reykjavík þann 15. ágúst 1921, dóttir hjón- anna Sigurveigar Magnúsdóttur og Karls Þorvaldssonar trésmiðs. For- eldrar Karlottu voru bæði ættuð frá Eyrarbakka, Sigurveig var dóttir hjónanna Gróu Jónsdóttur og Magnúsar Ormssonar formanns og hafnsögumanns, en Karl var sonur Ragnhildar Sveinsdóttur og Þor- valdar Magnússonar sjómanns. Karlotta ólst upp í stórum og samstilltum systkinahópi á Berg- staðastræti 61, þar sem foreldrar hennar bjuggu allan sinn búskap. Kreppuárin fyrir stríð einkenndust af atvinnuleysi og fátækt, og al- þýðufólk í þann tíma átti naumast möguleika á að senda böm sín til langskólanáms. Karlotta fór því að vinna að loknu skyldunáminu eins og títt var. Þegar stríð og hemám vitjaði íslands breyttist margt, m.a. tók atvinnulífið kipp og ný tækifæri buðust mönnum. Ungur athafna- maður tók á leigu verslunarhúsnæði föður Karlottu á Bergstaðastræti 61 og setti þar á fót vefjariðnað. Karlotta fékk vinnu hjá fyrirtæki hans, Toledo, og brátt felldu hún og ungi forstjórinn, Einar Ásgeirs- son, hugi saman. Þau gengu í hjónaband þann 27. nóvember 1943 og skömmu síðar reistu þau sér fallegt hús í Nökkvavogi 54. Það jók á ánægjuna með nýja heimilið að faðir Karlottu stóð fyrir smíðinni af stakri hugkvæmni og vand- virkni. Á Nökkvavoginum bjuggu Karlotta og Einar sér sérlega fal- legt heimili. Karlotta var falleg kona, glaðlynd og elskuleg, og það var indælt að vera í návist hennar. Hún var eiginmanni sínum mikill styrkur, frábær húsfreyja á heimili athafnamanns, þar sem mjög var gestkvæmt og allir mættu alúð og umhyggjusemi. Þau hjón voru mjög samhent í gestrisni sinni og rækt Kveðjuorð: Bergsteinn Guðjóns son bifreiðastjóri Þegar ég frétti um andlát Berg- steins komu fram í huga mér ótal minningar. Ég hef þekkt Beigstein alla mína ævi og það voru ófáar stundimar sem ég eyddi hjá honum heima á Bústaðaveginum. Alltaf var hann boðinn og búinn að aðstoða við hvað sem var og það sem meira var hann treysti okkur krökkunum fyrir ýmiss konar verkefnum sem fáir aðrir hefðu trúað bömum fyrir. Fyrir vikið var hann afar vinsæll af öllum bömum hverfisins og allir reyndu af fremsta megni að gera allt sem best fyrir Bergstein eða „afa“, eins og við kölluðum hann oftast. Hann var við okkur alveg eins og öllum fínnst að afí eigi að vera, hann var alltaf góður við okk- ur. Það var oft handagangur í öskj- unni heima hjá honum og þröngt setinn bekkurinn í stofunni fyrstu ár sjónvarpsins, því þá var algengt að aJlir hópuðust heim til Bergsteins til að horfa og ekki spillti fyrir að yfirleitt vom veitingar handa öllum hópnum. Hann var líka ólatur að segja okkur sögur og af þeim kunni hann nóg, allur hópurinn sat dolfall- inn og hlustaði meðan hann sagði frá lífínu í gamla daga og ýmsu öðm sem okkur þótti forvitnilegt. Á sumrin var Bergsteinn aldrei í vandræðum með aðstoðarfólk þegar þurfti að slá blettinn, allir vom ráðnir í kaupavinnu hjá honum og fengu að sjálfsögðu greitt fyrir með veitingum að verki loknu. Örlæti hans og vinskapur hans við böm var alveg einstakur. Þó ég yxi úr grasi og flytti af Bústaðaveginum fylgdist hann allt- af með mér og gladdist með mér á góðum tímum og fann til með mér á erfíðum stundum. Þó ég og hinir krakkamir væmm ekki Iengur böm, hættu böm ekki að heim- sækja hann. Ný böm fundu hvað þangað var gott að koma og þegar amma og afi á Bústaðaveginum vom heimsótt var alveg tilvalið að heimsækja Beigstein, böm em ekki lengi að fínna hvar vinskap og vel- vild er að fá. Á þeim rúmlega 30 ámm sem foreldrar mínir og Bergsteinn vom nágrannar bar aldrei skugga á og veit ég að þau sakna hans mikið og þau kunna honum bestu þakkir fyrir samvemna. Eftir að hann fór á sjúkrahúsið í sumar saknaði ég þess að hitta hann aldrei þegar ég leit við og alltaf vonaði ég að hann kæmi bráðlega heim. En hans tími var kominn og veit ég að nú líður honum vel, hann var alltaf mjög trúaður og var viss um að vel yrði tekið á móti honum, þegar hann kveddi þennan heim. Það er ég líka viss um og allar góðu minningamar um hann em mér mjög dýrmætar. Eins og hann sagði alltaf við mig þegar ég fór frá honum segi ég núna: „Guð geymi þig vinur minn.“ María Richter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.