Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Verðlagsstofnun: Athugasemdir við auglýs- ingar Kók og Stöðvar 2 VERÐLAGSSTOFNUN hefur skrifað Vífilfelli hf. og Stöð 2 bréf til að benda þeim á að til- Athugasemd við ummæli formanns útvarpsráðs í Morgunblaðinu laugardaginn 12. desember er frétt á blaðsíðu 2, sem byggð er á viðtali við for- mann útvarpsráðs. Þar er haft eftir formanni að útvarpsráð hafí haft undir höndum greinargerð frá fréttastofu útvarps á fundi sínum 20. nóvember vegna máls Stefáns Jóh. Stefánssonar, fyrrverandi for- sætisráðherra. Eins og fram kom í greinargerð fréttamanna útvarps, sem birt var í Morgunblaðjnu föstu- daginn 11. desember síðastliðinn, þá hefur útvarpsráð aldrei farið fram á neina greinargerð af hálfu fréttastofu vegna þessa máls. Framkvæmdastjóri og aðstoðar- framkvæmdastjóri útvarps höfðu hinsvegar athugasemdir fréttastof- unnar vegna þessa máls á blaði á fundinum, en því var aldrei dreift þar og athugasemdimar vom aldrei lesnar upp, enda um hvomgt beðið. Það stendur því sem kom fram í greinargerð fréttamanna, að út- varpsráð bað fréttastofuna ekki um neina greinargerð fyrir fundinn 20. nóvember og ályktaði þvf um málið, án þess að útvarpsráðsmenn hefðu neitt í höndum um það frá frétta- stofu útvarps. Fréttastofa Útvarps. teknar auglýsingar þeirra kunni að bijóta f bága við verð- lagslög. Vitnað er í ákvæði um óréttmæta viðskiptahætti í þeim kafla laganna sem fjallar um neytendavernd. Fyrirtækin hafa frest til að svara bréfi Verðiagsstofnunar þar til í dag, samkvæmt upplýsingum Gísla ísleifssonar lögfræðings Verð- lagsstof nunar. Vífílfell hf., framleiðandi Kók á íslandi, heitir kaupendum verð- launum ef þeir safna saman ákveðnum flölda miða sem .lfmdir eru á flöskumar. Stöð 2 veitir áskrifendum sem dregnir eru út ferðavinninga og gefur einnig bíl. Morgunblaðið/Emilía Frá fundi fulltrúa fiskvinnslunnar með ráðherrum. Vinstra megin við borðið eru Brynjólfur Bjamason forstjóri Granda hf., Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík, Amar Sigurmundsson formaður Sambands fiskvinnslustöðvanna og Sturlaugur Sturlaugsson hjá Haraldi Böðv- arssyni & Co. Fyrir miðju situr Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra en hægra megin við borðið eru Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og Ólafur ísleifs- son efnahagsráðgjafi rikisstjómarinnar. Vandamál fiskvinnsl- unnar kynnt ráðherrum FULLTRÚAR Sambands fisk- vinnslustöðvanna áttu í gær fund með forsætisráðherra, fjármála- ráðherra og sjávarútvegsráð- herra til að kynna þeim stöðu fiskvinnslunnar. Einnig ítrekuðu þeir mótmæli við fyrirætlunum stjóravalda um að leggja 1% launaskatt á fiskvinnsluna og gerðu kröfu til þess að uppsafn- aður söluskattur, að upphæð 200 miiyónir króna, sem verið hefur frystur siðari hluta þessa árs, yrði greiddur út til fiskvinnsl- nnnar eins og til annarra útflutn- ingsgreina. rekstur fískvinnslunnar í landinu. Þorsteinn sagði að flestum sem það ígrunduðu væri ljóst að einföld gengislækkun leysti ekki þann vanda sem staðið væri frammi fyr- ir. Kjarasamningar va?ru lausir, sem auðvitað yrði að taka með í þetta reikningsdæmi, auk flölda- margra annarra atriða, og það væri heldur gamaldags máiflutn- ingur að segja að gengislækkun ein lækni svona mein. Þorsteinn sagði að á þessum fundi hefði verið rætt um ýmis efni en engar ákvarðanir verið teknar. Þessi fundur væri upphaf viðræðna um þær aðstæður sem fískvinnslan og útflutningsiðnaður býr núna við. Síldarvertíðinni að liúka: 30% aflans í bræðslu Fellahellir: Nýr forstöðu- maður ráðinn BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Skúla Skúlason forstöðu- mann Fellahellis, félagsmið- stöðvar unglinga í Breiðholti frá og með næstu áramótum. Skúli var eini umsækjandinn og tekur við starfí Margrétar K. Sverr- isdóttur sem verið hefur forstöðu- maður síðastliðin þtjú ár. Amar Sigurmundsson formaður Sambands fískvinnslustöðvanna sagði eftir fundinn að núverandi ástand í rekstri vinnslunnar gangi ekki til lengdar. Á þessum fundi hefði verið bent á að draga þyrfti úr þeirri miklu þenslu og verðbólgu sem ríkir hérlendis, þar sem tölu- vert vanti á að rekstur fískvinnsl- unnar beri sig en ekki hefði verið sett fram nein. krafa um gengis- fellingu krónunnar. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði ljóst að á síðustu tveimur mánuðum hefðu orðið mik- il umskipti til hins verra varðandi á móti 18% í fyrra Þriðjungnr kvótans seldur á milli skipa Síldarvertíðinni er að ljúka. ÖIl skipin hafa lokið við kvóta sinn nema eitt, Visir frá Horna- firði, sem er í sinni sfðustu veiðiferð. Heildaraflinn á vertf- ðinni er orðinn rúmlega 72 þúsund lestir, sem er um 15% aukning frá fyrra árí. 30% heildaraflans fór f bræðslu nú á móti 18% f fyrra, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblað- ið fékk hjá Erni Traustasyni, veiðieftirUtsmanni f sjávarút- vegsráðuneytinu. Síldveiðamar hófust þann 8. október í haust og höfðu alls 91 skip leyfí til veiða að þessu sinni. Áskorun til Alþingis íslendinga VIÐ undirrítuð lýsum áhyggj- um okkar vegna ráðagerða um að fella úr gildi lög um rfkis- stuðning við tónlistarskóla. Það er á allra vitorði hver lyftistöng þau hafa veríð tónlistaruppeldi f Iandinu og menningu þjóðar- innar. Við vifjum vara við því voðalega slysi sem hlotist gæti af að hnekkja f flaustrí lögum sem allir kunnugir eru á einu máli um að orðið hafi til gæfu. Thor Vilhjálsson rithöfiindur, Einar Bragi rithöfundur, Leifur Þórarinsson tónskáld, Siguijón B. Sigurðsson skáld, Bragi Ásgeirsson listmálari, Sigurður Pálsson skáld, form. Rit- höfundasambands íslands, Þorsteinn frá Hamri skáld, Tryggvi Ólafsson listmálari, Hringur Jóhannesson listmálari, Hjalti Rögnvaldsson ieikari, Jón Haraldsson arkitekt, Agnar Þórðarson rithöfundur, Magnús Kjartansson myndlistar- maður, Þorsteinn ö. Stephensen leikari, Magnús Tómasson myndlistar- maður, Hörður Ágústsson listmálari, Jón Óskar skáld, Kristín Jónsdóttir myndlistarmað- ur, Matthías Johannessen skáld, Karl Jóhann Sighvatsson hljóm- listarmaður, Valgeir Guðjónsson tónlistarmað- ur, Erlingur Gfslason leikari, Hjörleifur Sigurðsson listmálari, Áskell Másson tónskáld, Jóhannes Geir Jónsson listmálari, Sigfús Daðason skáld, Sigurður Þórir myndlistarmaður, Helgi Gíslason myndlistarmaður, Kristján Karlsson skáld, Knut 0degard skáld, Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistar- maður, ~ Inga Bjamason leiksijóri, Bríet Héðinsdóttir leikari, Helgi Skúlason leikari, Vigdís Grímsdóttir rithöfundur, Áníi Ibsen leikstjóri, Amór Benónýsson leikari, forseti Bandalags ísl. listamanna, Sveinn Einarsson, fyrrv. Þjóðleik- hússijóri, Sigurður A. Magnússon rithöf- undur, Jón Ásgeirsson tónskáld, Daði Guðbjömsson myndlistar- maður, Bera Nordal forstöðum. Lista- safns íslands, Gylfí Þ. Gíslason, fyrrv. mennt- málaráðherra, Jakob Benediktsson, fyrrv. rit- stjóri Orðabókar Háskólans, Bjami Guðnason prófessor, Ámi Siguijónsson fíl. dr., Guðmundur Andri Thorsson bók- menntafræði ngur, Silja Aðalsteinsdóttir cand. mag., Páll Valsson bókmenntafræðing- ur, Ömólfur Thorsson bókmennta- fræðingur, Jón Amarr innanhúss- og hús- gagnaarkitekt, Ámi Óskarsson bókmenntafræð- ingur, Halldór Guðmundsson útgáfu- stjóri Máls og menningar, Sverrir Kristinsson bókaútgef- andi, Elfn Pálmadóttir blaðamaður, Jóhann Páll Valdimarsson bó- kaútgefandi, Oddur Ólafsson blaðamaður, Stefán Jón Hafstein útvarpsmað- ur, Bjöm Jónasson bókaútgefandi, Ásgeir Hannes Eiríksson verslun- armaður, Davíð Sch. Thoreteinsson for- stjóri, Ámi Johnsen, fyrrverandi alþing- ismaður, Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. rit- stjóri, Garðar Gfslason borgardómari, Einar Laxness cand. mag., Sigmar B. Hauksson útvarpsmað- ur, Halldór Hansen læknir, Hannes Pálsson bankastjóri, Jón Þórisson, foretöðum. Gallerfs Svart á hvftu, Guðmundur Guðmundsson borg- aretarfsmaður, Hrafn Jökulsson blaðamaður, Bjami Daníelsson, skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Er það sami fjöldi og í fyrra- haust. Sjávarútvegsráðuneytið úthlutaði skipunum kvóta, sem var 800 lestir af síld á skip. 56 skip fóm til veiða og hafa öll lok- ið við að físka upp í kvóta sína að Vísi undanskildum. 33 skip framseldu kvótann til annarra skipa, alls 26.446 lestir af síld og tvö skip nýttu ekki leyfí sín. Heildaraflinn á vertíðinni er orðinn rúmlega 72 þúsund lestir, sem er 15% aukning frá fyrra ári. Rúmlega 51 þúsund lestir fóm til söltunar og frystingar og er það um 70% heildaraflans, á móti 82% í fyrra. í bræðslu fóru um 21 þúsund lestir, eða 30% aflans, á móti 18% á sfðustu vertíð. Að þessu sinni veiddist allur aflinn í nót og segir Öm Trausta- son að svo virðist sem síldveiðar í lagnet og reknet, sem talsvert vom stundaðar hér áður fyrr, heyri nú fortfðinni til. Hann sagði að ástand síldarinnar hafí verið mjög gott í haust, síldin bæði stór og feit og frekar lítið hafí borið á átu í henni. Aðalveiðisvæði ski- panna vom nú sem fyrr inni á Austfjörðum, en víðar varð þó vart við sfld. © INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.