Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Afmæliskveðja: Ellert Sölvason Lolli - Sjötmmr Ellert Sölvason sem flestir íþróttaáhugamenn þekkja undir stjömunafninu „Lolli í Val“ er sjö- tugur í dag. Lolli var einn besti knattspymumaður okkar íslend- inga. Sjö sinnum íslandsmeistari á 10 árum. Ellert Sölvason fæddist austur á Reyðarfirði 17. desember 1917. Foreldrar hans voru Sölvi Jónsson bóksali og Jónína Guðlaugsdóttir. Ellert er yngstur níu bama þeirra hjóna og em tvö systkini hans á lffí, Ragnheiður og Guðmundur. Þegar Ellert var á þriðja ári flutti flölskyldan til Reykjavíkur. íþróttir, einkum þó knattspyma og fímleikar, heilluðu Lolla strax í æsku. Óðinsgatan var fyrsti völlur Lolla. Boltinn tuskubolti sem móðir hans bjó til. Þegar kom að því að hann eignaðist fyrstu knattspymu- skóna úr leðri svaf Lolli með þá undir koddanum á nóttunni. Lolli byrjaði að stunda fímleika í ÍR og alltaf hefur hann haft taugar til þess félags. Knattspyman var þó vinsælust og eftir að hafa æft með KR í klukkustund gekk Lolli í Val 1929 og keppti fyrst fyrir Val í 3ja aldursflokki 1931. 1935 var hann kominn í meistaraflokk félagsins. Valsliðið, sem varð íslandsmeist- ari 1930 og átti síðan mikilli velgengni að fagna til 1945, var oft nefnt „gullaldarliðið". Allt voru þetta sannkallaðir stjömuleikmenn, samheldnin einstök og.félagsandinn frábær. Leikmenn þess voru dáðir og virtir og skipa háan sess í íslenskri knattspymusögu. Her- mann Hermannsson markvörðurinn frægi og Sigurður Ólafsson, nú heiðursfélagi Vals, unnu það afrek að verða 10 sinnum íslandsmeistar- ar í knattspymu á þessu tímabili. Hver man ekki eftir Valsvöminni, Hermanni, Sigurði, Frímanni og Grímari, bræðrunum Magnúsi og Jóhannesi, snillingnum Snorra, Hrólfí Ben. og meistaranum sjálf- um, AJbert. Hér eru aðeins nefnd fá nöfn. Með þessum mönnum lék Lolli, besti útherji íslenskrar knatt- spymu. Fæddur knattspymumaður og listamaður, kattliðugur og fljót- ur, skildi leikinn og leyndardóma hans til hins itrasta. Viðumefnið fræga „kötturinn" fékk Lolli er hann lék í Þýskalandi með úrvals- liði Víkings og Vals 1939. Þá plataði Lolli þýska landsliðsbak- vörðinn Hunt „upp úr skónum" eins og það heitir á fótboltamáli. Lolli lék 21 leik í Reykjavíkurúrvali, 6 fyrstu landsleiki Islands og um 200 meistaraflokksleiki með Val í 17 ár, þegar hann vegna meiðsla lagði keppnisskóna á hilluna. Lolli hefur hinsvegar helgað líf sitt knatt- spymuíþróttinni og kennt hana víðsvegar um landið. Meðal staða sem Loili hefur þjálfað á eru Hafn- arfjörður, ísafjörður, Sauðárkrók- ur, Neskaupstaður, Egilsstaðir, Vestmannaeyjar og fæðingarstað- urinn Reyðarfjörður svo nokkrir séu nefndir. Þannig hefur Lolli lagt fram dijúgan skerf til útbreiðslu og uppbyggingar á íslenskri knatt- spymu og þeir skipta hundruðum ef ekki þúsundum strákamir sem lært hafa að sparka hjá Lolla. Inn- an Vals hefur Lolli sýnt sérstakan dugnað og ósérhlífni í fjáröflun og verið allra manna ötulastur við sölu happdrættismiða, minnispeninga og Valsbókarinnar. Lolli er enn á fullu á kantinum í Val. Á Hlíðarenda „leikur" hann með alla leiki. Að vísu örlítið utar en áður. Hann fylgist með hverri sendingu frá byijun leiks, fínnur til ef einhver dettur, fagnar við hvert mark. Þegar Valur hefur unnið verður Lolli að flýta sér strax heim til að hlusta á úrslitin lesin í frétt- um. Þá fyrst er hægt að slappa af. Á þessum merkisdegi í lífí Lolla senda Valsmenn og íþróttaáhuga- menn allir Lolla innilegar ham- ingjuóskir. Við þökkum Lolla snilldarleik hans á vellinum og sam- vemna utan vallar. Hjartagæskan og velvildin skín ætíð skært til sam- ferðamanna yngri sem eldri. Þeir fá hlýtt handtak bros og fyrsta setn- ingin í daglegum samskiptum er ætíð „elsku gMi drengurinn rninn". Til hamingju með daginn, kæri vinur. Pétur Sveinbjarnarson Ellert Sölvason býr í Hátúni lOc í Reykjavík. Afmælisbamið tekur á móti gestum í dag á Hlíðarenda, í félagsheimili Vals, milli kl. 17 og 19. Nóttinflýg- ur áléttu nótunum hjá Torfa HlJómplStur Árni Johnsen Nóttin flýgur er hljómplata sem á köflum siglir þann meðalveg að vera mitt á milli þess að flokkast undir dægurlagaplötu eða vísna- plötu. Lögin á plötunni em eftir Torfa Ólafsson en textar og ljóð úr ýmsum áttum, meðal annars sótt til höfuðskáldanna. Torfí er góður lagasmiður og nokkur lögin em mjög góð eins og til dæmis Frostrósir, Vorkveðja og Systkinin. Platan er skemmtileg, en það er galli í nokkmm laganna hvað söngvamir em aftarlega í sviðinu. Þetta á sérstaklega við um lögin Frostrósir sem Berglind Björk Jón- asdóttir syngur og Gamli bærinn sem Torfi Ólafsson syngur. Meðal skáldanna á plötunni em Steinn Steinarr, Jóhannes úr Kötl- um, Einar H. Kvaran, Jóhann G. Sigurðsson, Davíð Stefánsson, Jón- as Guðlaugsson og Guðmundur Böðvarsson að ógleymdum Emi Amarsyni. Þá er ekki síður vel í lagt varð- andi flytjendur, en þeir em Eiríkur Hauksson, Bjami Arason, Pálmi Gunnarsson, Jóhann Helgason, Bjöm Thoroddsen, Eyþór Gunnars- son, Stefán S. Stefánsson, Tryggvi Hubner og Hlíf Káradóttir. Nóttin flýgur er önnur plata Torfa Ólafs- sonar. Fyrir nokkmm ámm gaf hann út plötuna Kvöldvísa, þar sem vom lög hans við ljóð Steins Stein- arr, en sú plata varð mjög vinsæl og seldist í 3.000 eintökum. Nóttin flýgur býður góðan þokka í alla staði, stemmningin er góð og platan er bæði skemmtileg og þægi- leg. Þetta er ein af þeim plötum sem er gott að grípa til hvenær sem er, því hún hefur sfgildan blæ þó ekki væri nema vegna ljóða stór- skáldanna, en hitt liggur hins vegar jafn ljóst fyrir að mörg lögin standa engu að síður. camoos / '\ campos ® ^ campos camDOS Dömu og Herra, svart - brúnt camDos / A Komnir aftur camDos / \ camDos Dömu. svart - brúnt - grænt Sölust Skæöi Laugavegi Skæöi Kringlan Garðakaup Skóverslun Kópavogs Kaupstaður Mjóddinni Fólk Eiðistorgi Verslunin Nína Akranesi Perfect Akureyri Skóbúð Sauðárkróks Verslunin Eolið iíwrfirðí K.Á. Selfossi Skóev Vestmannaevium Skðbúðin Keflavík GEYMIÐ B/EKLINGINN ísafold dreifir bæklingi um starfsemi sína, þ.m.t. útgáfu ársins, á 110. starfsári sínu 1987. Hver bæklingur er númeraður. 18. desember verður dreginn út glæsilegur vinningur: Vínarferð fyrir tvo ásamt aðgöngumiðum á hina frægu nýárstónleika með ferðaskrifstofunni Faranda. Vinningsnúmerið verður birt í dagblöðunum 19. desembern.k. Geymið bæklinginn ykkar - hver veit nema Vínarferðin falli á ykkar númer. 1877 ÍSAFOLD 1987 TÓMAS DAVÍÐSSON anna íslensk spennusaga. „Tungumál fuglanna er lipurlega samin, ... Sú spurning, sem er rauoi þráour í bók- inni, hvort fjölmiölamenn séu að láta fólk úti í bæ, þar á meðal valdagráðuga stjórnmála- menn, misnota sig, hefur verið og er ofar- lega í hugum þeirra sem fjölmiðlum stjórna". Elías Snæland Jónsson Dagblaðinu. Svartáfwítu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.