Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Óeirðimar á Gaza-svæðinu: Israelar kalla til liðsauka gegn Paiestínumönnum Framferði ísraela gagnrýnt víða um heim Rafah, Tel Aviv, Gaza, Washington, Reuter. ÍSRAELAR sendu liðsauka inn á Gaza-svœðið í gœr til að koma i veg fyrir frekari óeirðir Palestín- mumanna, sem búa á svæðinu. Einn fsraelskur hermaður var rek- inn á hol i gær og fluttur helsærð- ur í sjúkrahús en ísraelskir hermenn særðu ekki færri en sex Palestinumenn. ísraelskir her- menn hafa fellt að minnsta kosti 13 Palestínumenn frá því óeirðim- ar hófust i siðustu viku og hafa fjölmörg riki fordæmt valdbeit- ingu israelsku hersveitanna. „Við höfum aukið viðbúnað okkar á svæðinu. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að við slíkar að- stæður verði aukinn herafli til þess að draga úr spennu," sagði talsmað- ur ísraelshere í gær. Sveitir heriög- regiumanna og fallhlífarhermanna héldu uppi eftirliti á götum Rafah og Khan Younis þar sem óeirðimar hafa verið hvað umfangsmestar. Hermennimir reyndu að koma f veg fyrir að fréttamenn gætu fylgst með aðgerðunum en nokkrir þeirra kváð- ust hafa séð ísraelska hermenn beija á ungum Palestínumönnum sem grýtt höfðu hermennina. Yitzhak Rabin, vamarmálaráðherra tsraeis, sagði í gær að ekki ynði reynt að takmarka fréttaflutning frá óeirðun- um á Gaza-svæðinu nema frétta- menn trufluðu aðgerðir sveita here og lögreglu. Talsmaður Yitzhaks Shamir foreætisráðherra hefur sagt að ekki sé ráðgert að meina frétta- mönnurn um aðgang að svæðinu. Bassam Abu Sherif, sérlegur ráð- gjafi Yassere Arafat, leiðtoga Frels- issamtaka Palestínu (PLO), sagði í gær að hereveitir ísraela hefðu fellt sjö palestfnumeim á þriðjudag og í gær og hefðu alls 43 menn fallið f átökum á Gaza undanfama átta daga. ísraelar segjá hins vegar 13 palestfnumenn hafa fallið og einn fsraelskan hermann. Sameinuðu Þjóðimar, Bretland, Kfna, Frakkland, Austur- og Vest- ur-Þýskaland , Sovétrfkin, Tyrkland, Bandaríkin og flest öll rfki araba hafa gagnrýnt viðbrögð ísraela við óeirðunum og lýst yfir harmi sínum mannfallsins. elar náðu Gaza-svæðinu á sitt vald í „sex-daga stríðinu" svonefnda árið 1967 er þeir sigmðu herafla Egypta, Sýrlendinga og Jórdana. Þrátt fyrir mikinn viðbúnað og öflug- an herafla þykja drápin á Palestínu- mönnunum sýna að sveitir ísraela séu ekki undir það búnar að bijóta á bak aftur óeirðir með friðsamlegum hætti. Hefur verið bent á að ísraelar ráði ekki yfir nógu öflugum sérþjálf- uðum sveitum óeirðalögreglumanna líkt ogtfðkast í löndum víða um heim. Reuter Gary Hart endurnýjaði kosningabaráttu sina með því að heilsa upp á fólk í stórverslun í bænum Concord í New Hampshire en í þvi ríki verða fyrstu almennu forkosningamar meðal demókrata. Viðbrögðin við endurkomu Garys Hart: Gamanþáttur, harmleikur eða einstæð klókindabrögð Washington. Reuter. GARY Hart, sem öllum að óvörum gaf aftur kost á sér sem forsetafram- bjóðandi fyrir bandaríska demókrata, hefur skorað á landsmenn sina að láta málefnin ráða en ekki það, sem honum kann að hafa orðið á i einkalífinu, en keppinautar hnns i Demókratafloknnum hafa tekið ákvörðun h»na með nokkurri furðu. Segjast þeir hræddir um, að hún verði hvorki flokknum né honum sjálfum til framdráttar. Gaty Hart sagði í fyrrakvöld í klukkustundarlöngu sjónvarpsvið- tali, að vafalaust yrði margt og misjafnt um sig skrifað og skegg- rætt en þó varla verra en það, sem þegar hefði komið fram. Kvaðst hann ekki ætla að svara þvf. Það væru málefnin, sem þyrfti að ræða, nýjar hugmyndir hans um endurekipulagn- ingu heraflans, um aðgerðir í fjármálum þjóðarinnar og um ut- anríkisstefnu, sem „felst f öðru en að láta Gorbatsjov koma okkur á óvart". Hart sagði, að næstu sex eða átta vikur myndu skera úr um framhaldið á forkosningabaráttunni en f febrúar nk. verða demókratar f Iowa fyrstir til að velja sér forsetaframbjóðanda. Verður það gert á lokuðum flokks- fundi en fyrsta almenna forkosningin meðal demókrata verður í New Hampshire. Keppinautar Harts innan Demó- krataflokksins sögðust undrandi á ákvörðun hans og töldu vafasamt, að hún yrði til að auka hróður flokks- ins meðal kjósenda. Vildi þó enginn láta á sannast, að hann hefði áhyggj- ur af endurkomu Harts sjálfs sín vegna. Bruce Babbitt, fyrrum ríkis- stjóri í Arizona, sagði raunar, að sér kæmi ekkert á óvart lengur því „á þessu ári er það óvænta orðið að viðtekinni venju". Hart hóf kosningabaráttuna í gær með þvf að heilsa upp á fólk í stór- markaði í Concord f New Hampshire og var honum vel tekið. Það kom þó fram hjá fólki, sem fréttamenn ræddu við, að því eru enn ofarlega í huga ásakanimar um framhjáhald Harts með fyrireætunni Donnu Rice og kváðust sumir efast um, að hann kæmist yfir þann þröskuld. í skoð- anakönnun, sem fréttablaðið USA Today og sjónvarpsstöðin Cable News Network gerðu á þriðjudag, kom það hins vegar fram, að Hart nýtur enn mests fylgis meðal demó- krata. Studdu hann 29%, Michael Dukakis, ríkissljóri í Massachusetts, fékk 15% og Jesse Jackson 12%. Bandarískir stjómmálaskýrendur sögðu í gær, að til að réttlæta ákvörðun sína yrði Gaiy Hart að ná umtalsverðu fylgi á skömmum tíma, að öðrum kosti yrði hún dæmd sem grátbrosleg mistök. „Hér er á ferðinni örstuttur gam- anþáttur, langdreginn harmleikur eða einhver mestu klókindabrögð í bandarískri pólitík," sagði stjóm- málaskýrandinn Robert Beckel og Pat Caddell, fyrrum aðstoðarmaður Harts, sagði, að ákvörðun hans bæri vitni um „óvenjulega dirfsku, hvemig sem á væri litið". Hjá öðmm kom fram, að þeir teldu Hart óhæfan sem foreeta vegna sam- bands hans við Donnu Rice og tóku undir með David Broder, fréttaritara Washington Post, að sigraði Hart í forkosningunum í New Hampshire myndu álitlegir menn . á borð við Mario Cuomo, ríkissfjóra í New York, sjá sig tilneydda til að gefa kost á sér. Raunar er á kreiki orðrómur um, að Washington Post ætli að birta nýjar upplýsingar um ástamál Harts en Broder vildi þó ekki kannast við það berlega. í gær sagði hins vegar í blaðinu, að önnur kona hefði haft samband við það og boðist til að skýra frá kynnum sínum af Hart. Um það vom allir sammála, að Hart hefði tekið ákvörðunina um gefa aftur kost á sér að hluta í von um að endurheimta æmna, til að hans verði ekki minnst fyrir það eitt að hafa bundið enda á pólitfskan feril sinn með ómerkilegu framhjá- haldi. Afvopnunarsamningur risaveldanna: Varnir Sovétrflganna jafnöflugar og áður - segir yfirmaður sovéska herráðsins Moskvu, Reuter. SERGEJ Akhromejev, yfirmaður sovéska herráðsins, sagði i blaðavið- tali, sem birtist I gær, að samningur risaveldanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjamorkuflauga á landi breytti litlu sem engu um vamir Sovétrfkjanna þrátt fyrir að Sovétmenn þyrftu að eyðileggja mun fleiri kjamorkuflaugar en Bandarfkjamenn samkvæmt ákvæðum sáttmálans. Akhromejev Iét þess einig getið að Sovétmenn myndu ekki liða að vestræn riki tækju að efla varnir sinar i Vestur- Evrépu til að bæta upp missi bandarisku kjaraorkuflauganna. Viðtalið birtist í Prövdu, málgagni sovéska kommúnistaflokksins, og sneríst það einkum um herfræðilegar afleiðingar sáttmálans sem þeir Ron- ald Reagan Bandaríkjaforeeti og Míkhafl S. Gorbatsjov, aðalrítari so- véska kommúnistáflokksins, undir- rituðu í Washington á þriðjudag I sfðustu viku. „Árangur í samningaviðræðum er aðeins hugsanlegur ef báðir aðilar eru reiðubúnir til að fallast á tilslak- anir. Þetta kom á daginn í viðræðun- um um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjamorkuflauga," sagði Akhromejev. „Jafnframt þessu er tryggt að vamarmáttur herafla okkar er óskertur," bætti hann við. Akhromejev er 64 ára að aldri og tók þátt í samningaviðræðum við bandaríska embættismenn auk þess sem hann var í för með Gorbatsjov í Washington. Akhromejev sagði að nokkuð hefði miðað í viðræðum um fækkun lang- drægra kjamorkuvopna f Washing- ton vegna þess að bæði ríkin hefðu verið reiðubúin til að fallast á ákveðnar tilslakanir. Sagði hann embættismenn ríkjamia einkum hafa deilt um túlkun ABM-sáttmálans frá árínu 1972 um takmarkanir gagneld- flaugakerfa, sem Reagan foreeti og stjóm hans telur að taki ekki fyrir tilraunir með geimvamir gegn kjam- orkuvopnum. Sagði hann Banda- ríkjamenn hafa freistað þess að ijúfa tengslin milli ABM-sáttmálans og hugsanlegs samnings um fækkun langdrægra kjamorkuvopna. „Okkur tókst að koma þvf inn f sameiginlega yfirlýsingu leiðtoganna að bæði ríkin væru reiðubúin til að virða uppruna- legt orðalag ABM-sáttmálans frá árínu 1972,“ sagði Akhromejev. í viðtalinu lét Akhromejev þess getið að Sovétmenn myndu ekki líða það ef ríki Vestur-Evrópu tækju að efla hefðbundinn herafla sinn og flöl- guðu vfgvallarvopnum með kjama- hleðslum. Sagði hann þetta geta leitt til vfgbúnaðarkapphlaups sem myndi stórlega draga úr mikilvægi samn- ingsins um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjamorkuvopna. Austurríki: Tímarit gert upptækt Kært fyrir meiðyrði um Kurt Waldheim Vín, Reuter. STJÓRNVÖLD í Austurríki gerðu upptækt upplag af mánaðar- riti. Ritstjóri blaðsins hefur verið kærður fyrir meiðyrði vegna þess að í grein í blaðinu var greint frá þvi að Kurt Waldheim forseti Austurríkis hafi þegið mútur fyrir að bjarga júgóslavnesk- um borgurum í síðari heimsstyijöldinni. Tímaritið Wiener gaf út sérs- takt tölublað í síðustu viku, sem fjallaði um ásakanimar á hendur Waldheim. Gerd Leitgeb ritsljóri tfmaritsins og fulltrúi dómsmála- ráðuneytisins sögðú í samtali við Reuter að hafist hefði verið handa við að fjarlægja tímaritið af sölu- stöðum á miðvikudagsmorgun. Leitgeb sagði að samtímis hefði lögsókn hafist. Hann sagðist ekki vita nákvæmlega hversu mörg eintök af tímaritinu, sem gefið er út í 100.000 eintökum, yrðu gerð upptæk, en tímaritið verður ein- göngu fjarlægt af sölustöðum í Vín og nágrenni. Tímaritið var vfða uppselt, að sögn Leitgeb. Tímaritið, sem kom í verslanir á fímmtudag í síðustu viku, birti viðtal við Miodrag Cedic, 64 ára Júgóslava, sem nú er búsettur í Bandaríkjunum. Segir Cedic að frændi hans og faðir hafí mútað Waldheim til að bjarga Júgóslöv- um undan hefndaraðgerðum Þjóðveija. í síðari heimsstyijöld- inni myrtu Ijóðveijar 100 Júgó- slava fyrir hvem þýskan hermann sem júgóslavneskir skæruliðar felldu. Waldheim neitar allri aðild að hefndaraðgerðum Þjóðveija og annarra stríðsglæpa á Balkan- skaga, þar sem hann gegndi herþjónustu í þýska hemum á árunum 1942 til 1945. í greininni í tímaritinu, sem Charles Ashman skrifar, kemur fram að framburð- ur Cedics og listi bandaríska hereins yfír stríðsglæpamenn hafi verið ástæðan fyrir því að bandarísk stjómvöld hafi sett Waldheim á lista yfír óæskilega útlendinga. Forsetaskrifstofan í Austurríki gaf út yfirlýsingu um greinina í Wiener á föstudaginn þar sem sagði meðal annars að þessi sérút- gáfa tfmaritsins sé augljóslega ætluð til að ófrægja austurríska forsetann með ósönnum ásökun- um. „í Ijósi þess að ætlun útgef- enda tfmaritsins er ærameiðing hefur forsetinn ákveðið að kalla ákæravald Vínarborgar og hefja málsókn á hendur tímaritinu. Kurt Waldheim ákvað f gær að láta 798 fanga lausa vegna jól- anna. Að sögn dómsmálaráðu- neytisins munu fangamir verða látnir lausir f dag. Þeir fangar sem verða látnir lausir hafa allir hlotið dóma sem era styttri en fímm ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.