Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐE), FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Minning: Guðrún Ragna Guðmundsdóttir Fædd 13. febrúar 1921 Dáin 6. desember 1987 Fermingarsystir, vinkona og frænka er dáin. Andlát hennar bar snöggt að enda þótt vitað væri að hún gengi með ólæknandi sjúkdóm. Guðrún var fædd á Snæfoksstöð- um í Grímsnesi þar sem foreldrar hennar bjuggu um ára bil. Stuttu eftir fermingu fluttist hún með for- eldrum sínum að Læk í Hraungerð- ishreppi. Átján ára fór hún á Héraðsskólann á Laugarvatni og var þar einn vetur. Ekki varð af lengri skólagöngu þrátt fyrir mikla námshæfileika. Næst fór hún til Hafnarfjarðar og lærði þar kjóla- saum. Fundum okkar bar fyrst saman þegar við vorum 9 ára. Fór þá mamma með mig að Snæfoksstöð- um til að heimsækja Þórunni, ömmu Guðrúnar, sem ég kallaði líka ömmu vegna þess að hún fóstraði upp föður minn og var honum alla tíð sem besta móðir. Svo djúpt liggja þessar rætur að föðuramma mín, Rannveig Sveinsdóttir, var fermd frá foreldrum Þórunnar. Amman varð víst ekki mikið vör við þessa heimsókn því ég varð strax mjög upptekin af Guðrúnu, sem allt vildi sýna mér. Hænumar sýndi hún mér meðal annars og þá mundi ég að fyrsta hænueggið borðaði ég þegar ég var fjögurra ára og var það einmitt frá Snæfoks- stöðum. Ég man enn hvað Guðrún var tápmikil stelpa með hvíta svuntu og með tvær þykkar, dökkar fléttur. Seinna lét hún klippa sig og gaf hún mér þá aðra fléttuna. Nokkrum sinnum kom ég að Snæfoksstöðum eftir þetta. T.d. var ég þar 3 síðustu vikur skólagöngu minnar í bamaskóla og var með því að notfæra mér gamalt boð. Haustið 1934 kom Guðmundur, fað- ir Guðrúnar, í heimsókn að Hömmm og bauð foreldrum mínum að ég mætti dvelja á Snæfoksstöðum um veturinn þegar kennt væri í Önd- verðamesi og ganga þá í skóla með bömunum hans. Af þessu varð ekki líklega vegna þess að ég var mjög ánægð í heimavistinni á Bijánsstöð- um. 1. apríl 1935 var skólagöngu minni lokið en eftir átti að kenna 1 mánuð í Öndverðamesi. Mér fannst það hræðileg tilhugsun að geta aldrei farið í skóla framar, svo ég bað pabba að leyfa mér að fara að Snæfoksstöðum og verða þar þessar vikur sem eftir voru fram að prófí. Það leyfí var auðfengið. Þessum vordögum gleymi ég aldrei. Það var svo gaman bæði heima á Snæfoksstöðum og í skól- anum í Öndverðamesi. Seinna þetta vor vomm við Guðrún saman í spumingum á Mosfelli i 10 daga og í júní aðra 10 daga á sundnám- skeiði í Reykholti í Biskupstungum í boði Kvenfélags Grímsneshrepps. Sumarið 1936 fékk faðir hennar slægjur í Hamralandi og var hún þar með honum við heyskapinn. Yfír eina helgi vom þau á Hömmm og þá fengum við stelpumar að fara saman á Borgarball 15 ára gamlar. Snemma vetrar 1937 vor- um við mánaðartíma saman á saumanámskeiði sem kvenfélagið hélt í Klausturhólum. Eftir þetta skildust leiðir í bili. Báðar giftumst við ungar og sett- umst að í Reykjavík, Guðrún í vesturbænum en ég fyrir innan bæinn. Ekki fór það svo að við misstum alveg hvor af annarri, því eitt sinn kom sonur hennar til mín með námsbókina sína og bað mig um smá aðstoð fyrir próf. Fyrir þetta lítilræði saumaði Guðrún fyrir mig vandaðan samkvæmiskjól og þóttu mér vinnubíttin góð því hún var frábær saumakona. Þó er mér minnisstæðust heim- sókn Guðrúnar til okkar hjónanna l júní 1985 og sá timi sem þá fór í hönd. Hún átti von á frænku sinni og manni hennar frá Ameríku. Frænkuna langði að vita eitthvað um ætt sína hér á landi og bað Guðrún mig því að fara á Þjóð- skjalasafnið og tína saman smá ættartölu. Þetta gerði ég með mik- illi ánægju og í þessari ferð varð ég þess vísari að Guðrún og Jean frænka hennar voru líka ættaðar frá Hömrum og að langamma þeirra hét Ingibjörg. Mánudaginn 8. júlí hringdi Guð- rún og bauð okkur hjónunum að koma í te með Jean frænku sinni. Við brugðum skjótt við og fórum í þetta skemmtilega boð. Þessi vika sem Jean og Bill dvöldu hér á landi er mér alveg ógleymanleg. Eitt kvöldið bauð Guðrún til mikillar veislu fyrir ættingja og vini og auð- vitað fórum við austur að Hömrum saman. En brátt dró ský fyrir sólu. Næst þegar ég hitti Guðrúnu trúði hún mér fyrir því að hún hefði farið í rannsókn vegna óþæginda í baki og að þessi rannsókn hefði leitt í ljós að hún gengi með krabbamein. Framundan var lyíjameðferð í þeirri von að geta átt fáein ár eftir. Veikindum sínum tók hún með sömu reisn og öðru sem hún varð fyrir á lífsleiðinni. Hún seldi nú stóru fallegu hæðina sína og keypti sér minni íbúð, gerði hana vel í stand og átti þar mjög fallegt heim- ili 2 síðustu árin. Það er stutt síðan við Guðrún eyddum kvöldstund saman. Fyrst fórum við á fund en á eftir bauð hún mér upp á kaffí og heimabakað- ar kökur. Við sátum lengi jrfír kaffíbolla í fallegu stofunni hennar og töluðum um lífið og tilveruna og jafnvel dauðann. Hún sagði mér að hún væri lækni sínum mjög þakklát fyrir hvað hann reyndi að lofa sér að fylgjast með hvemig gengi hveiju sinni. Nú skiljast leiðir um sinn. Um leið og ég þakka Guðrúnu æviianga t Frændi okkar, ÁSGEIR BJARNÞÓRSSON listmálari, lóst á heimili sínu Droplaugarstöðum miðvikudaginn 16. desember. Systkinabörn. t Bróðir okkar, ÁGÚST DANfELSSON, lóst á Elliheimilinu Grund 5. desember sl. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hins látna. Systkinin. t Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞORBJARGAR GUÐLAUGAR BJÖRNSDÓTTUR, Hvassaleiti 38, Raykjavfk, fer fram ( Dómkirkjunni fimmtudaginn 17. des. kl. 15.00. GuArún Þ. Elnarsdóttir, Jóhann E. Ólafsson, Birna Einarsdóttlr, Þórir Slgursteinsson, Auður Inga Einarsdóttir, Guðmundur öm Guðmundsson og barnabörn. t Faöir og fósturfaðir, EMIL B. JÓNASSON fyrrv. umdæmisstjóri Pósts og síma, frá Seyðisfirði, andaöist í Landakotsspítala 11. desember. Hann veröur jarösettur föstudaginn 18. desember frá Fossvogs- kirkju kl. 13.30. Anna Katrfn Emllsdóttir, Halldóra Jóna Stefánsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN JÓNSSON, ~~ Bragagötu 16, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 17. desem- ber kl. 13.30. Kristfn Guðjónsdóttir, Karl Sigurbjörnsson, GuAjón GuAjónsson, Slv GuAjónsson Jón Adolf Guðjónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, og barnabörn. tiyggð og vináttu' sendi ég ástvinum hennar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu hennar. Ingibjörg Tönsberg í dag verður jarðsungin Guðrún Ragna Guðmundsdóttir, Gunna á Kapló, eins og við ávallt kölluðum hana. Kynni okkar Guðrúnar hófust fyrir 28 árum en þá var ég 5 ára gamall drengur. Um syipað leyti hófst vinátta mína og Áma, eins af sonum Guðrúnar. Það var strax í upphafí sem ég fékk mikið dálæti á Guðrúnu og allt vildi hún fyrir mann gera það sem hún gat. Það má segja að ég, smápollinn af Hringbrautinni, hafí gjörsamlega fallið fyrir henni. Allt- af vom það síðustu orð Gunnu til mín eftir margra klukkutíma leik í garði hennar eða uppi á háaloftinu góða: „Bóbó minn. Þú kemur svo bara þegar þú villt." Þessi orð vom sögð með slíkri ró og vinsemd að það varð til þess að heimili Gunnu og Steina var fyrir mig nokkurs konar varaheimili og það er víst að oft kom það sér vel að eiga slíkt innhlaup. En ég bjó á þeim tíma á Hringbraut, aðeins 100 metmm frá Kaplaskjólsvegi 1. Vinátta okkar Gunnu hélst í öll ssi ár og aldrei brá skugga fyrir. mörg ár heimsótti ég Gunnu á aðfangadagskvöld og nú rifjast upp fyrir mér hversu mörg og notaleg þau kvöld urðu. Umræðuefnið var sem oftast litlu pollamir í hverfínu. Henni þótti svo vænt um okkur alla, 53 litlu KR-ingana. Margsinnis hef ég sagt við mitt fólk að enn þann dag í dag veit ég ekki um þá mann- eskju sem hefur mátt þola jafn mikla erfíðleika og Guðrún, en þeir sem þekkja til vita gjörla hvað við er átt. En þrátt fyrir allt þá var ávallt stutt í brosið. Guðrún missti tvo eiginmenn á lífsleiðinni auk eins sona sinna, Magnús. Eftir að Guðrún missti seinni mann sinn, Stein Ámason árið 1976, hóf hún störf á Hótel Sögu en margir muna eflaust eftir henni þar sem starfsmanni til fjölda ára í Grillinu. Var hún mikils metin af starfsfólki sínu þar. Eitt veit ég, sem Guðrún sætti sig aldrei við, en það var flutningur þeirra Steins frá Kaplaskjólsvegin- um að kröfu borgaiyfírvalda, þar sem átti að rífa húsið vegna skipu- lagsbreytinga. Þau urðu því að_ - flytja á Hjarðarhaga árið 1970 og yfírgáfu hús sitt með miklum trega og söknuði. En verst af öllu var að húsið var aldrei rifíð og stendur enn þann dag í dag á sínum stað og gat Guðrún aldrei skilið þessar að- farir borgaryfírvalda í hennar garð. Fyrir hönd fjölskyldu minnar er lengi bjó á Hringbraut 91, tel ég mig hér með kveðja elskulega vin- konu er mér þótti svo innilega vænt um. Fari Guðrún mín í Guðs friði og megi það bros sem ávallt fylgdi henni verða hennar aðalsmerki í nýjum heimkynnum. Sonum Guðrúnar, þeim Guð- mundi Áma og Theodór, og ættinei-m um öllum, votta ég samúð mína og megi minningin um góða móður lifa með ykkur öllum. Baldur Ómar Frederiksen t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNA KRISTBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Hringbraut 80, Reykjavik, sem andaðist í Landakotsspítala 14. desember, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. desember kl. 10.30 árdegis. Stelngrfmur Pótursson, Tom Björn Rawllnson, Vera Rawllnson, Ólafía Mary Andreasen, Peter Andreasen, Bryon Rawlinson, Margrét Jóhannesdóttir, Linda Rawlinson, Stefán Rawlinson, Marfa Hermannsdóttlr og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GRÉTA BALDVINSDÓTTIR, StapasfAu 13 G, Akureyri, lólst 11. desember. Útför hennar verðurfró Glerárkirkju laugardag- inn 19. desember kl. 13.30. EiAur Ásdís EIAsdóttir, AuAur EIAsdóttir, Birna EIAsdóttir, Baldvin Hreinn EIAsson, EIAur GuAni EIAsson, Harpa Dfs Haraldsdóttlr. EIAsson, Haraldur öm Arnarson, Sveinn Benediktsson, Walter Ehrat, Sofffa Pótursdóttir, t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGVAR ÞORLEIFSSON, Kirkjubraut 30, Akranesi, andaðist í Landspítalanum 4. desember. Útförin hefur farið fram. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinóttu. Valdfs Ingimundardóttir, Þórey Ingvarsdóttir, Ingi Mór Ingvarsson, Linda Ingvarsdóttir, Glssur fslelfsson, GuAmundur Ingvarsson, Jórunn Birgisdóttir og barnabörn. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar frá kl. 14.00 fimmtudag- inn 17. desember vegna jarðarfarar ÞORBJARGAR GUÐLAUGAR BJÖRNSDÓTTUR, Hvassaleiti 38, Reykjavik. Kristjánsson hf., umboðs- og heildverslun, Ingólfsstræti 12, Rvfk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.