Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 35 Skýrsla utanríkisráðherra um byggingu Flugstöðvar Leifs Eirikssonar: Aætlanir byggingarnefndar gáfu glögga og raunsæja mynd af byggingarkostnaði Morj?unblaðið/01.K.M Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti þingsins, rœðir við Jón Sig- urðsson, ráðherra. ALÞINGIÍ DAG Tuttugu frumvörp, eru enn óaf- greidd af þeim stjórnarfrumvörp- um, sem stefnt er að að fá samþykkt fyrir jól, sagði Þorvald- ur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, í stuttu spjalli við þingfréttamann Morgunblaðsins f gær. Þar af eru 10 frumvörp enn f fyrri þingdeild en 10 f sfðari. Meðal þeirra er frumvarp til fjár- laga fyrir komandi ár, ásamt stórum fylgifrumvörpum; um stað- greiðslu skatta, söluskatt, vöru- gjald, tolla, tekju- og eignaskatt og launaskatt. Einnig frumvörp um stjórn fiskveiða, húsnæðislána- kerfið og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Forseti sameinaðs þings sagði að þriðja umræða um Qárlagafrumvarpið færi væntanlega fram á mánudag. Hann sagði, að þingsins biði flöl- breytt og viðamikil dagskrá í dag (fimmtudag). Sameinað þing hefur störf klukkan tfu árdegis. Á dagskrá eru tíu fyrirspumir, sem viðkomandi ráðherrar svara. Á síðari fundi sam- einaðs þings verður lqörinn umboðs- maður Alþingis í fyrsta sinni, sem verður að telja tíðindi. Meðal dagskrármála í sameinuðu þingi á morgun eru greinargerð ut- anríkisráðherra (skýrsla ríkisendur- skoðunar) um byggingarkostnað Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og fyr- irspumir sem tengjast því máli. Ef ekki tekst að ljúka þingmálum fyrir jól, svo sem nú er að stefnt, verða þingfundir milli jóla og nýjárs, sagði þingforseti. Nei, það er ekki einsdæmi f þingsögunni, sagði hann aðspurður. Þegar vinstri sQóm Her- manns Jónassonar fór frá í desem- bermánuði 19B8 vóru flárlög óafgreidd. Minnihlutastjóm Alþýðu- flokks undir forsæti Emils Jónssonar, sem var undanfari viðreisnarstjómar (1959-1971), tók við. Meðal mála, sem þingið afgreiddi milli jóla og nýj- ars 1958, vóru heimildir til bráða- birgðagreiðslna úr rfkissjóði á þvf ári, er f hönd fór. Fjárlög vóru ekki af- greidd fyrr en tveir, þrír mánuðir vóru liðnir af fjárlagaárinu, enda þurfti ný ríkisstjóm tíma til að móta nýja fjárlagastefnu í ríkisbúskapnum. í skýrslu utanrikisráðherra, um útgjöld og kostnað við byggingu Flugstöðvar Leifs Eirikssonar, sem dreift var á Alþingi i gœr, segir að flestar þær fullyrðingar, sem fram hafa komið síðustu daga, vik- ur og mánuði um byggingarframkvæmd og byggingarkostnað flugstöðvarinnnar, séu rangar. Megin skýringin á krónutöluhækkun byggingarkostnaðar umfram þá tölu sem nefnd væri í viðmiðunará- ætlun um fyrsta byggingaráfanga 1983 væru verðhækkanir langt umfram að sem gert hefði verið ráð fyrir 1983. Skýringar á fjárþörf á árinu 1987 umfram samþykktar heimildir megi aðallega rekja til tveggja meginþátta. Annars vegar til skekkju í áætlun um eftirstöðv- ar á framlagi Bandaríkjanna 1987 og hins vegar til ófyrirséðra magnaukninga, viðbóta og krafna verktaka ásamt verulegu gengistapi. Framkvœmdir Verðbætur Frumáætlun um byggingar- kostnað nýrrar flugstöðvar var 57 M USD sem á verðlagi 1. septem- ber 1987 er 2677 mkr. án endur- mats og breytinga en 3.321 mkr. með endurmati og breytingum. __ í skýrslu utnaríkisráðherra segir. „í áætlun um byggingarkostnað fyrsta byggingaráfanga var gert ráð fyrir 33,5 M USD eða 936 mkr. í framkvæmdakostnað og 8,5 M USD eða 238 m.kr. í verðhækkanir á byggingartímanum. Miðað við verðlag 1. september 1987 er þessi áætlun 2.121 mkr. Þegar þessi áætlun er metin til verðlags 1. sept- ember 1987 með þeim breytingum, viðbótum og magnaukningum sem gerðar voru snemma á byggingar- tímanum er hún 2909 mkr. Eðlilegast er hins vegar að miða í samanburði við áætlanir um bygg- ingarkostnað frá 1983 og verð- bætur sem þá voru áætlaðar annars vegar og bókfærðan kostnað við byggingu flugstöðvarinnar og áætl- anir sem byggingamefnd lagði fyrir Qárlaga- og hagsýslustofnun hins vegar. Aætlaður bókfærður kostnaður við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til verkloka á árinu 1988 er 2483 mkr. Innifalið f þeirri upphæð eru 150. mkr. vegna fram- kvæmda á árinu 1988 sem enn eru ósamþykktar en óhjákvæmilegar. Hér er m.a. um að ræða lagningu hitaveitu, aðstöðu starfsmanna og höggmyndir eftir Rúrí og Magnús Tómasson. Framangreindur kostnaður skiptist sem hér segir: Grunnkostnaður (byggingar- kostnaður) á verðlagi í ágúst 1983 kr. 1.321.000.000.- Verðlagshækkanir frá upphafi framkvæmda til september 1987 kr. 1.162.000.000,- Samtals kr. 2.483.000.000.- Viðmiðunaráætlun um bygging- arkostnað fyrsta byggingaráfanga var sem hér segir: Áætlun í USA Áætlun ÍIsl. kr. 33,5 MUSD 936 mkr. 8,5 M USD 238 mkr. Niðurstaða á samanburði þessara áætlunartalna þar sem ekkert er tekið til þeirra breytinga, viðbóta, magnaukninga sem samþykktar voru á byggingartíma er sem hér segir: Bókfærður kostnaður Áætlun 1983 Mismunur Áætlun frá 1983 var þannig í raun í tveim köflum. Annars vegar var áætlað fyrir framkvæmda- kostnaði og hins vegar fyrir verð- hækkunum. Báðir þessir liðir fóru fram úr viðmiðunaráætlun. Fram- kvæmdakostnaður um 385 mkr. og verðhækkanir um 924 mkr. Fyrr er greint frá þvf að í þessum saman- burði er sleppt úr áætlun þeim breytingum viðbótum og magn- aukningum sem samþykkt var en þau atriði eru öll inni í bókfærðum kostnaði. Á framkvæmdatímanum gerði byggingamefnd ítarlegar kostnað- aráætlanir og voru m.a. samþykkt- ar nokkrar viðbætur og breytingar á frumáætlun um bygginguna sem óhjákvæmilegar voru taldar í ljósi ört vaxandi umferðar um Keflavík- urflugvöll. Byggingamefnd gerði því ráð fyrir því að byggingarkostnaður yrði 2.544,2 mkr. eða 61 mkr. meira en bókfærður byggingar- kostnaður er áætlaður til verkloka. Þessar áætlanir byggingamefnd- ar sem hún lagði fyrir fjárlaga og hagsýslustofnun gerðu því glögga og raunsæa grein fyrir byggingar- kostnaði. Um umframkostnað samanborið við þessar áætlanir er því ekki að ræða. Ekki er heldur um að ræða umframkostnað ef við- miðunaráætlun frá 1983 ásamt því endurmati sem fram fór á henni er borin saman við bókfærðan byggingarkostnað. En samkvæmt því endurmati er hún 2909 mkr. á verðlagi 1. september 1987. Framkvæmdir 1.321 mkr. 936 mkr. 385 mkr. Verðhækkanir 1.162 mkr. 238 mkr. 924 mkr. Samtals 2.483 mkr. 1.174 mkr. 1.309 mkr. Ef byggt hefði verið á grundvelli viðmiðunaráætlunar um fyrsta byggingaráfanga óbreyttri (936 mkr. til framkvæmda og 238 mkr. til verðlækkunar) og verkinu miðað á sama hátt og raun varð á hefðu verðhækkanir á verktfma orðið 823 mkr.', þ.e.a.s. 585 mkr. meiri en gert var ráð fyrir í viðmiðunaráætl- un frá ágúst 1983. Á fyrstu mánuðum þessa árs kom í ljós að fjárveitingar ársins mundu ekki verða nægjanlegar til aðjgreiða umsamdar framkvæmdir. Astæð- umar era eftirfarandi: 1. í tillögum byggingamefiidar er framlag Bandaríkjanna til bygg- Ár 1982 1983 1984 1985 1986 1987 Lend- ingar 3.580 3.269 3.466 4.045 4.337 5.377 FjSldi farþega um KeflavtkurflugvSU irín 1982-1987 (nivember og desember 1987 iætlað) Áfram Héðan 150.887 145.667 165.276 182.393 213.056 265.254 Hingað 152.411 144.628 168.435 183.469 211.539 260.192 (transit) 69.489 165.698 170.435 201.374 179.292 228.238 Samtals 472.787 455.883 - 504.181 + 576.236 + 603.887 + 754.254 + 3,7* 10,6* 12,5* 6,5* 24,9* Áætlanir byggingamefndar um byggingarkostnað til ársins 1987 sem hér segir: 1984 254,7 mkr. 1985 301,0 mkr. 1986 1.002,3 mkr. 1987 986,2 mkr. 2.544,2 mkr. ingarkostnaðar ofinetið vegna skekkju í áætlun. 2. Kröfur verktaka sem alger óvissa ríkti um í júní 1986 við ijár- lagagerð ársins 1987 og magn- breytingar og viðbætur, sem ekki var vitað um þegar flárlagatillögur fyrir 1987 vora unnar. Lánsloforð seld með afföllum: Efnisatriði frumvarpsins skapa svigrúm til frekari breytinga sagði félagsmálaráðherra í efri deild Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sagði í efri deild Alþingis í gær, að samkvæmt úttekt Húsnæðismálastofnunar hefðu 148 einstakiingar selt lánsloforð, samtals að fjárhæð 150 miiyónir króna, með 12 m.kr. afföllum og 3 m.kr. greiðslum í sölulaun. Hún sagði jafnframt að ef húsnæðislánakerfið hefði verið opnað, að öðru óbreyttu, hefði þurft að afgreiða um 4.000 lánsumsóknir — eða Iánsloforð upp á tugi mil(jarða. Það hefði skapað óf yrirséða þenslu og enn frekara verðris íbúðarhúsnæðis. Ráðherra sagði að aðeins 27 styðja frumvarp raonerrans, sein lífeyrissjóðir (af 80-90) hefðu samið um skuldabréfakaup af Byggingarsjóði ríkisins. Lífeyris- sjóðir biðu með ákvarðanir eftir afgreiðslu stjómarframvarps til breytinga á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins. Ráðherra sagði í athugun að gefa út lánsloforð í breyttri mynd, þann veg að þau yrðu síður söluvara. Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) sagði Sjálfstæðisflokkinn skref til leiðréttingar, þótt það næði skammt til framtíðaröryggis f húsnæðislánakerfínu. Sjálfstæð- Í8flokkurinn legði höfuðáherzlu á sjálfseignarstefnu í húsnæðismál- um, en styddi jafnframt félagsleg- ar íbúðir, enda eðlilegt, að valkostir væru fyrir hendi. Guð- mundur sagði jöfnuð f húsnæðis- málum" meiri hér á landi en víðast annars staðar, enda hafi mikið verið byggt á fáum áratugum. Hann sagði verkalýðshreyfínguna — með lífeyrissjóðakerfíð sér við hlið — hafa bolmagn til byggingar leiguíbúða og minnti á framtak V erzlunarmannafélags Reylgavfkur í byggingu fbúða fyr- ir aldraða. Guðmundur sagði nauðsynlegt að endurskoða húsnæðislánakerf- ið í heild, ekki sízt með tilliti til vaxtamunar (á lánum, sem kerfíð tæki, og útlánum þess). Kanna þyrfti og hvort flytja eigi hluta af verkefnum Húsnseðisstofnunar til bankakerfísins, með samning- um við lífeyrissjóði. Júlíus Sólnes og Guðmundur Ágústsson, þingmenn Borgara- flokks, töldu frumvarp ráðherra ■ganga of skammt. Hinsvegar fæli frumvarp flokksins um húsnæðis- banka með og ásamt breytingart- illögum hans við frumvarp ráðherra í sér nýtt og gjörbreytt húsnæðislánakerfi. Júlíus sagði mikilvægt að „fella burt“ hugtak- ið lánskjaravísitölu. Svavar Gestsson (Abl(/Rvk) sagði vanda húsnæðislánakerfís- ins hinn sama og áður, fjármagns- skort. Félagsmálaráðherra, sem verið hafí helzti gagnrýnandi hús- næðiskerfísins í tíð tveggja ríkis- stjóma, hafí nú lifað það að það „er hægara um að tala en f að komast". Hún hafi í hlutverki gagnrýnandans haft ráð undir rifí hveiju. Ráðin tíni hinsvegar tölunni eftir því sem hún sæti lengur. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/ Rvk) sagði frumvarp ráðherra fela í sér breytingar í réttlætisátt, þótt lengra hefði þurft að ganga. Taka þurfí húsnæðislánakerfið allt til gagngerrar endurskoðunar. 3. Veralegt gengistap. 4. Verðhækkanir umfram verð- lagsforsendur fíárlaga. Af þessum sökum var farið fram á heimildir til innlendrar lántöku vegna framkvæmda 1987 að fjár- hæð 679 mkr., þar af er ofmat á framlagi Bandaríkjanna 205 mkr. - og gengistap 137 mkr. Við fjárlaga- gerð 1984, 1985 og 1986 vora tillögur byggingamefndar skomar niður um 15,0 mkr, 30,0 mkr. og 291 mkr., eða alls um 336 mkr. sem era 462 mkr. á verðlagi 1. septem- ber 1987. Af öllu framangreindu kemur glögglega fram að heildamiðurstöð- ur þeirra áætlana sem unnið var eftir og vora lagðar fyrir flárlaga- og hagsýslustofnun vora tölulega réttar, þ.e.a.s. í þeim var kostnaðar- mat rétt, enda þótt gerð hafí verið skekkja varðandi mat á inneign hjá Bandaríkjunum. Á byggingartím- anum varð mikið misgengi milli gengis Bandaríkjadals og bygg- ingavísitölu. Samkvæmt greinar- gerð Seðlabanka íslands námu greiðsiur Bandaríkjanna til fram- kvæmdanna 780 mkr., uppreiknað raunvirði greiðslna þeirra er 1.013 mkr. en ætti að vera 1.249 mkr. ef dollar hefði fylgt byggingavísi- tölu. Gengistap nemur því 236 mkr. Þessi upphæð þarf að greiða af framlögum íslands til fram- kvæmdarinnar. Þetta gengistap er 90 mkr. á árinu 1986 og 137 mkr. á árinu 1987 eða alls 227 mkr. á þessum tveimur áram. í skýrslunni er einnig vikið að flármögnunarhliðinni og sagt að __ gert sé ráð fyrir að hluti íslands P" byggingarkostnaði verði fíármagn- aður með erlendum lánum. Hlutur íslands í bökfærðum framkvæmda- kostnaði ásamt verðhækkunum er 2.483 mkr. að frádregnum 780 mkr.eða 1703 mkr. Áætluð heildarlántaka nemur nú um 1.800 mkr. og verða þessi lán greidd með leigutekjum og öðrum tekjum af rekstri flugstöðvarinnar. Leigutekjur og aðrar tekjur flug- stöðvarinnar era ráðgerðar 225 mkr. á næsta ári og er áætlað að þær muni nægja á árinu til greiðslu vaxta, viðhalds og sameiginlegs kostnaðar. Gert er ráð fyrir að tekj- ur þessar og væntanleg aukning þeirra á næstu áram muni nægja til að greiða lántökur vegna fram- kvæmdarinnar á næstu 25 árum. Þegar áætlanir um byggingu flugstöðvar vora gerðar í upphafí voru framkvæmdinni fyrirhugaðar mjög veralegar tekjur. Auk leigu- tekna var þeim áætlað tekjum af fríhöfn og tekjum af flugvallar- skatti. Alþingi hefur nú á síðustu áram ráðstafað stóram hluta þess- ara tekna til annarra verkefna þannig að eftir era aðeins leigutelg- ur og lendingargjöld til ráðstöfunar til greiðslu lána er tekin hafa verið vegna framkvæmdanna. I lok skýrslunnar segir svo: „Eins og glöggt má sjá af þessari skýrslu era flestar þær fullyrðinga sem fram hafa komið síðustu daga, vik- ur og mánuði um byggingarfram- kvæmd og byggingarkostnað Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar rang- ar. Megin skýringin á krónutölu- hækkun byggingarkostnaðar umfram þá tölu sem nefnd er f við- miðunar- áætlun um fyrsta byggingar- áfanga 1983 era verðhækkanir umfram það sem gert var ráð fyrir 1983. Skýringar á fjárþörf á árinu 1987« umfram samþykktar heimildir má rekja aðallega til tveggja megin- þátta. Annars vegar til skeklgu f áætlun um eftirstöðvar á framlagi Bandarílganna 1987 og hins vegar til ófyrirséðra magnaukninga, við- bóta og krafna verktaka ásamt veralegu gengistapi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.