Morgunblaðið - 29.12.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.12.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 pJnrip Útgefandi tuftffifrft Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Heilsuvernd og slysavarnir Tvennt varð úti á Þorláksmessu: Héldu fyrst í átt frá byggí sneru við 150 metra frá c Á þessarri mynd sést skaflinn þar sem billinn festíst, en Kollafjörðui Staðurinn þar sem likin fundust. Kvígindisfjörður sést vinstra megin á Undanfarna daga hafa jól- in, hátíð ljóss og kærleika, sett svip sinn á heimilislíf flestra fjölskyldna í landinu. Þó eru margir, þessa daga sem aðra, sem eiga um sárt að binda af ýmsum ástæðum. Ár hvert deyja á sautjánda hundr- að íslendingar, eða rúmlega þrjátíu á viku. Jólavikan er engin undantekning í því efni. Astvinamissir er ævinlega sár, en aldrei sárari en á fjölskyldu- hátíð sem jólum. í nýjasta hefti af tímaritinu Heilbrigðismál, sem Krabba- meinsfélag íslands gefur út, segir meðal annars, að slys séu algengasta dánarorsök ungs fólks hér á landi, allt frá því að fyrsta aldursári sleppir og alveg fram undir þrítugt. Þar kemur einnig fram að á síðustu fímm árum (1981-85) hafí að meðaltali 85 íslendingar látist á ári í slysum, þar af 24 í umferðarslysum, 20 við slysa- fall eða byltur, 18 í sjóslysum og drukknunum, en færri af öðrum ástæðum. Meðalaldur karla, sem fórust í sjó- og umferðarslysum, var aðeins 32 ár. Meðalaldur kvenna, sem íétust í umferðarslysum, var 43 ár. Það þarf ekki að eyða orðum að þvi hver missir fámennri þjóð er að 85 einstaklingum, oft á bezta aldri, sem ár hvert láta lífíð af slysförum hér að landi, að ekki sé talað um missi aðstandenda, sem þungbær- astur er. En hvem veg skal við bregðast? Það er hægt að gera með ýmsum hætti, ekki sízt fræðslu og forvömum. Reynslan sýnir okkur að slysa- vamir hafa borið ríkulegan árangur. Um það efni segir meðal annars í tímaritinu Heil- brigðismál: „Ef slysatíðni áranna 1971-75 hefði haldist óbreytt næstu tíu ár þar á eftir hefðu banaslys orðið 400 fleiri en raun varð á. Á einum áratug hefur þannig tekist, með slysa- vömum, að bjarga álíka mörgum mannslífum og búa í þremur stórum sambýlishúsum eða í litlu sjávarþorpi." Þessi árangur á að vera forráða- mönnum ríkisins, sveitarfélaga og félagasamtaka hvati til þess að efla enn hvers konar slysa- vamir. Þó að dauðsföllum af völdum slysa hafí fækkað hefur slysa- tilfellum fjölgað verulega. „Það getur bent til þess,“ segir tíma- ritið, „að starfsfólki heilbrigð- isþjónustunnar takist að bjarga sífellt fleimm frá að deyja úr slysum" — og vitnar í því efni til erindis Olafs Ólafssonar, landlæknis, á „þriðja lands- fundi um slysavamir". En talið er að milli 60 og 80 þúsund manns leiti á ári hveiju til heil- brigðisþjónustunnar vegna slysa. Orsakir þessara slysa em af ýmsum toga. Umferðarslys vega máske þyngst. Þau kosta að meðaltali tvö mannslíf í mánuði og valda fjölda fólks andlegum og líkamiegum þján- ingum, sem ekki er hægt að bæta. Eignatjón er og vem- legt. Slys á vinnustöðum em 0g tíðari hér en í öðmm lönd- um. Tíundi hver starfandi karlmaður og fertugasta hver kona á höfuðborgarsvæðinu leita til Slysadeildar Borg- arspítalans á einu ári vegna vinnuslysa. Slys í skólum em og tíð. „Að meðaltali slasast áttundi hver nemandi á einum vetri en í sumum aldursflokk- um slasaðist allt að fímmti hver nemandi,“ segir.í Heil- brigðismálum. Slys á heimilum em og tíð, samanber ritið „Heimaslys, rannsókn á 7.562 slysum, byggð á gögnum Slysadeildar Borgarspítalans árið 1979“, eftir Eiríku A. Frið- riksdóttur, hagfræðing, og Ólaf Ólafsson, landlækni. Kanna þarf rækilega orsakir slysa, ekki sízt umferðarslysa, til að fækka þeim og draga úr afleiðingum þeirra. Á síðast- liðnu vori var saraþykkt þingsályktun um þjóðarátak til að auka öryggi í umferðinni. Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, sagði af því tilefni á landsfundinum um slysavamir: „Hin nýju umferðarlög og þetta átak ættu saman að vera tæki til að breyta umferðinni til hins betra svo að um mun- ar. Gleggri upplýsingar um tíðni og orsakir slysa yfírleitt em nauðsynlegar til að efla megi virkar slysavamir, en þær em í reynd mikilvæg heilsu- vemd. Ef til vill er helzt framfaravon í heilbrigðismál- um á þessu sviði, sem þó liggur að vemlegu leyti utan verk- sviðs og ábyrgðar heilbrigðis- kerfísins í venjulegum skilningi." UNGUR maður og stúlka urðu úti á Klettshálsi í Austur-Barða- strandarsýslu á Þorláksmessu. Ekki varð vart við bifreiðina sem þau voru á fyrr en á annan í jólum, eða þremur sólarhringum síðar, og lík þeirra fundust síðan eftír skipulagða leit daginn eftir. Þau sem létust voru Sigurjón S. Thorarensen, 31 árs Keflvíking- ur, og Þómnn Hjðrdis Gests- dóttir, 16 ára Hafnfirðingur. Þau Siguijón og Þórunn héldu fótgangandi eftir veginum eftir að bUlinn sem þau voru á festíst í skafli, en í öfuga átt við bæinn Klett, sem var aðeins í um tveggja km fjarlægð. Eftir 6 km göngu snem þau við á vegamót- um, aðeins um 150 metra frá eyðibýlinu Illugastöðum, og gengu aftur áleiðis að bilnum, en létust þegar þau áttu tæplega helming leiðarinnar eftir. Veður var tekið að versna síðdegis á Þorláksmessu, og kominn blind- bylur og grimmdarfrost um kvöldið, en þau Sigurjón og Þór- unn vora bæði vanbúin til vetrarferða. Ráðlagði þeim að snúa við Fólk frá Gufudal varð vart við bifreiðina sem þau Siguijón og Þórunn óku á Odrjúgshálsi fyrir vestan Djúpafjörð um hádegi á Þorláksmessu. Hálka var þar í brekkunni og bifreiðin, sem er af gerðinni Mazda 323, náði ekki að komast þar upp. Fólkið frá Gufudal lét Samúel Sakaríasson, bónda í Djúpadal, vita um ferðir fólksins í Mözdunni, og fór hann til þeirra og bauð þeim heim að Djúpadal. Þar bauð hann þeim að borða og ráðlagði þeim eindregið að snúa við, því von væri á versnandi veðri. Siguijón kvaðst vera á leið til Bíldu- dals, og bað Samúel að draga sig upp Ódijúgshálsinn, sagðist hafa reynt að komast upp hann síðan um kl. 5 þá um morguninn. Samúel sagði í samtali við Morg- unblaðið að sér hefði sýnst fólkið vera illa búið, og bíllinn auk þess vanbúinn, keðjulaus með sumar- hjólbarða á öðru framhjólinu, og hefði hann því neitað að draga þau upp Ódijúgshálsinn. Fékk nýjar keðjur og skóflu Siguijón gat fengið keyptar nýjar keðjur hjá öðrum gesti í Djúpadal, Magnúsi Kristjánssyni, ýtumanni, og fóru Siguijón og Þórunn þaðan kl. 13:30-14:00 á Þorláksmessudag. Að skilnaði lét Samúel Siguijón fá skóflu, og ráðlagði þeim að ná Klettshálsinum áður en færi að dimma, og taldi reyndar víst að það ætti að nást. Klettshálsinn er um í Skálmarfjörð. 400 metra hár fjallvegur sem getur verið viðsjáll að vetrarlagi. Siguijón virðist hafa tekið bensín í Skála- nesi, og er það það síðasta sem spurðist til ferða hans og Þórunnar. Veður var þokkalegt þegar fólkið lagði af stað frá Djúpadal, en fór að versna um kl. .16-17 og um kvöldið var komið foráttuveður; austanrok, snjókoma og um 8 gráðu frost. Þá hefðu þau Siguijón og Þórunn að öllu áfallalausu átt að vera komin til Bíldudals, en ekki var hægt að grennslast fyrir um ferðir þein-a frá Djúpadal, því síminn var bilaður og ekki hægt að hringja frá bænum. Mannlaus bíll í skaf li Bfllinn fannst síðan rétt fyrir ofan hólinn Gunnstein í Klettshálsi Þessi mynd er tekin af bílnum < niður að bænum Kletti, en í baks; þar sem bíllinn festíst á leiðinni i Staðurinn þar sem bíllin festíst, skorðaður i ræsinu við vegar kantinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.