Morgunblaðið - 29.12.1987, Side 40

Morgunblaðið - 29.12.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 smáauglýsingar Hilmar Foss lögg. skjalaþýð. og dómt., Hafnarstræti 11, simar 14824 og 621464. Jólaskemmtun verður haldin á Sundlaugarvegi 34, nýja Farfuglaheimilinu, á vegum Farfugla og Þjóðdansafé- lagsins, laugardaginn 2. janúar 1988 kl. 15.00. Miðasala við inn- ganginn. Allir velkomnir. Nefndirnar. Hjáipræðis- herinn Kirkjustræti 2 l' dag þriðjudag kl. 20.00 Nor- rænn jólafagnaður. Skúli Svavarsson, kristniboði, talar og ungt fólk syngur. Veitingar. (Hátíð- in fer fram á Skandinavísku). Miðikudag 30. desember kl. 15.00: Jólafagnaður fyrlr börn. Séra Guðni Gunnarsson skóla- prestur kemur I heimsókn. Gott I poka og veitingar. Allir velkomnir. Tónleikar í Bústaða- kirkju TÓNLEIKAR verða í Bústaða- kirkju miðvikudaginn 30. desember. A tónleikunum leika þau Valur Pálsson og Mona Sandström verk eftir Bach, Stravinsky, Rachman- inov, Zbinden, Beethoven og Bottesini. Þau hafa bæði nýlokið einleikaraprófi frá Sibelíusar- akademíunni í Helsinki og eru þetta fyrstu tónleikar þeirra hér- lendis. Tónleikarnir hefjast kl. 19.00. Valur Pálsson og Mona Sands- tröm verða með tónleika í Bústaðakirkju miðvikudaginn 30. sember. radauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar “t* fundir — mannfagnaöir Jólaball sunnudaginn 3. janúar Jólatrésskemmtun Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldin sunnudaginn 3. janúar kl. 15.00 á Hótel íslandi, Ármúla 9. Miðasala hefst 28. desember á skrifstofu VR í Húsi verslúnarinnar. Miðaverð er kr. 350,- fyrir börn og kr. 100,- fyrir fullorðna. Pantanir teknar í síma 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægir Aðalfundur félagsins verður haldinn í dag þriðjudaginn 29. desember kl. 2. e.h. í Borg- artúni 18, 2. hæð. Fu.-.darefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Lögmenn Jólatrésskemmtun LMFÍ verður haldin í dag, þriðjudaginn 29. desember, í Átthagasal Hótel Sögu og hefst kl. 15.00. Forsala aðgöngumiða verður frá kl. 9.00- 12.00 á skrifstofu félagsins. Lögmannafélag íslands. bátar — skip Nýtt stálfiskiskip Til sölu nýr stálbátur smíðaður 1987. Bátur- inn er frambyggður og útbúinn fyrir togveið- ar. Lengd 18,7 m, breidd 6,0 m, dýpt 2,9 m. Aðalvél 550 ha Caterpillar, skrúfuhringur. Mögulegt að taka eldri trébát uppí kaupin. Báturinn er til afhendingar strax í Svíþjóð. Eignahöllin HverfisgöluTB Skúli Ólafsson Hilmar Victorsson viðskiptafr Fiskiskip Til sölu: 40 brl. frambyggður stálbátur. 26 brl. eikarbátur. 26 brl. stálbátur. 17 brl. frambyggður eikarbátur. Vantar 100-150 t. bát fyrir góðan kaupanda. Skipasalan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, Reykjavík, sími 91-622554, hs. 91-34529. tilkynningar Styrkir úr vísindasjóði Vísindaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki Vísindasjóðs árið 1988. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamála- ráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis. Umsækjendur geta leitað upplýs- inga hjá Sveini Ingvarssyni, líffræðingi, (í s. 99-6551 eða 91-685140), vegna umsókna til Náttúruvísindadeildar og Líf- og læknis- fræðideildar, og hjá Þorleifi Jónssyni, bókaverði, (í s. 91-671938 (heima), 91-16864 og 91-694328), vegna umsókna til Hug- og félagsvísindadeildar. Formenn deildarstjórna eru Þórir Kr. Þórðar- son, prófessor (Hug- og félagsvísindadeild), Sigfús A. Schopka, fiskifræðingur (Náttúruvísindadeild) og Gunnar Guðmunds- son, prófessor (Líf- og læknisfræðideild). Umsóknarfrestur er til 1. febrúar, og skal skila umsóknum merktum viðkomandi deild til Vísindasjóðs, menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 4-6, 101 Reykjavík, fyrir þann tíma. Vísindaráð. Leyf isveitingar fyrir daggæslu barna á einkaheimilum hefjast að nýju 1. janúar til 1. mars 1988. Vakin er athygli á því að skortur er á dag- mæðrum í eldri hverfum borgarinnar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Dagvistar barna í Hafnarhúsinu v/Tryggva- götu. Nánari upplýsingar í síma 27277. Námsstyrkir í Bretlandi Bresk stjórnvöld bjóða fram styrki til náms eða rannsókna við háskóla eða aðrar æðri menntastofnanir í Bretlandi skólaárið 1988-89. Styrkirnir eru fólgnir í greiðslu skólagjalda að einhverju eða öllu leyti. Um- sækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi eða gera ráð fyrir að Ijúka því fyrir 30. septem- ber nk. Styrkir verða eingöngu veittir þeim sem hafa tryggt sér námsvist en tekið verð- ur á móti umsóknum þó svo að staðfesting á því liggi ekki fyrir. Umsóknir sendist brezka sendiráðinu á eyðu- blöðum sem þar fást fyrir 26. febrúar 1988. Nánari upplýsingar eru veittar í sendiráðinu, Laufásvegi 49, 121 Reykjavík, sími 15883, kl. 9-12. Utboð Bæjarsjóður Grindavíkur óskar eftir tilboðum í að steypa upp slökkvistöð Grindavíkur, full- ganga frá þaki þess með einangrun og loftklæðningu, ásamt gleri í glugga, hurðum, lögnum í grunni og jarðvinnu. Verkinu skal skila fyrir 1. október 1988. Út- boðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- tæknifræðings, Hafnargötu 7b, Grindavík, gegn 5000 kr. skilatryggingu frá og með 5. janúar 1988. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 1. febrúar 1988 kl. 11.00. Bæjarstjórin. Útboð Flugmálastjórn óskar eftir tilboðum í 2. áfanga að nýrri flugbraut við Egilsstaði. Helstu magntölur: Gröftur 100.000 rúmmetrar.. Fylling 300.000 rúmmetrar. Útboðsgögn verða afhent hjá fngólfi Arnar- syni, umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á Egilsstaðaflugvelli, og hjá Almennu verk- fræðistofunni hf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 29. des- ember nk. gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Almennu verkfræði- stofunni hf., Fellsmúla 26, Reykjavík mánudaginn 18. janúar nk. kl. 14.00 að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Flugmálastjórn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.