Morgunblaðið - 29.12.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 29.12.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 45 Alls voru brautskráðir 47 nemendur, þar af 28 stúdentar. Á myndinni eru nemendurnir ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fjölbrautaskóli Suðurlands: Lífið er ekki einastaþekkmg 800 manns sóttu nám í Odda á 13. starfsönn skólans — 47 brautskráðir Selfossi. 47 NEMENDUR voru braut- skráðir af 13. starfsönn Fjöl- brautaskóla Suðurlands laugardag- 19. desember. Á starfsönninni stunduðu 504 nemendur nám í dagskóla og 159 i öldungadeild og hafa nemendur aidrei verið fleiri. 1981 voru 242 nemendur í dag- skóla. Að meðtöldum þátttak- endum í námskeiðum sem fram hafa farið í skólanum hafa um 800 nemendur stundað þar nám á önninni. Skólinn hefur nú brautskráð 411 nemendur og eru stúdentar 204. Meðal þeirra stúdenta sem brautskráðir voiu var einn sem stundaði námið að mestu innan veggja Litla-Hrauns á Eyrar- bakka og er það í fyrsta sinn hér á landi sem maður lýkur stúdents- prófi jafnframt því að afplána fangelsisdóm. Annar vistmaður brautskráðist sem vélavörður, hann stundaði námið í verknáms- húsi skólans. Á Litla-Hrauni fer fram kennsla- á vegum skólans fyrir þá fanga sem áhuga hafa. Brautskráning nemenda fór fram við hátíðlega athöfn í Odda, hinu nýja skólahúsi Fjölbrauta- skólans, og er það í fyrsta sinn sem brautskráning fer þar fram. Skólahúsnæðið tekur jafnt og þétt á sig rétta mynd innandyra og verður fullgert á næstu þremur Ólöf Österby flutti ávarp ný- stúdenta. „Þýðingarmest að styrkja sjálfan sig“ - segir Hilmar Þórir Ólafsson vistmaður á Litla-Hrauni sem lokið hefur stúdentsprófi Selfossi. VISTMAÐUR á Litla Hrauni, Hilmar Þorir Ólafsson, útskrif- aðist á laugardag sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Suður- lands. Það er í fyrsta sinn sem maður lýkur stúdentsprófi jafnframt því að afplána fang- elsisdóm. Hilmar útskrifaðist af félags- fræðibraut og sóttist námið vel, hlaut tvær viðurkenningar fyrir námsárangur. Hann stundaði námið að mestu leyti innan veggja Litla-Hrauns á Eyrarbakka en þar fer fram kennsla á vegum Fjöl- brautaskóla Suðurlands fyrir þá fanga sem áhuga hafa. Hilmar stefnir á nám í bygg- ingaverkfræði við Háskólann. Hann sagði það hafa mikla þýð- ingu fyrir sig og aðra sem á eftir kæmu ef það fengist metið, svo sem varðandi náðun, að hafa far- ið í slíkt nám. árum. Af torgi skólans, marmar- atorginu, má í sjónhending sjá til allra skólastofanna og þar hreyfa leikandi línur byggingarinnar við skáldlegu ímyndunarafli undir stærsta glugga landsins. Kór skólans söng að venju við athöfnina undir stjóm Jóns Inga Sigurmundssonar. Örlygur Karls- son aðstoðarskólameistari flutti annál annarinnar og gat þess meðal annars að árangur nem- enda væri svipaður og áður og ekki meira um fall þó kröfur væru Að lokinni athöfninni var gestum boðið til kaffidrykkju á torgi skólans undir stærsta glugga Iandsins. hertar. Hann minntist á vel heppnaða fræsöfnun nemenda og sagði hana verða fastan lið í skóla- starfmu á hveiju hausti. Hann gat þess að nám í hússtjórnarbraut hefði verið tekið upp í fyrsta inn og að nú brautskráðist í fyrsta sinn búfræðingur af landbúnaðar- braut. „Maðurinn vex af viðfangsefni sínu. Við komum hingað hálfgerð böm og förum héðan fullorðin," sagði Olöf Österby sem flutti ávarp nýstúdenta. Hún fagnaði hinu nýja og glæsilega húsnæði og lýsti ánægju með námsdvölina og sagði tár í kinnum af. eftirsjá. „Við þökkum af alhug þau tæki- færi sem við höfum fepgið til að læra og vaxa,“ sagði Ólöf. Eftir að Þór Vigfússon skóla- meistari hafði afhent nemendum skírteini, verðlaun og viðurkenn- ingar beindi hann orðum sínum til nemenda. Hann vísaði til hinn- ar endalausu þekkingarleitar þár sem lokaniðurstöðu væri ekki að fínna heldur skipti máli að halda leitinni áfram. „Vonandi endist leit ykkar allt lífið. Ég vona að þið farið ekki mett héðan heldur hungruð og þyrst í þessum skiln- ingi,“ sagði Þór. „Lífíð er ekki einasta þekking og þekkingin er ekki einhlít til þess að ráða bug á vanþekkingu og misskilningi. Lífið mun ekki síður reyna á þol- gæði ykkar og seiglu, sjálfsafneit- un, réttlætiskennd og gott hjartalag. Án þess verður þekk- ingin aldrei meira en hvellandi málmur. Ég vona að þessir eigin- leikar endist ykkur og þroskist, ekki síður en þekkingin, þegar út í stóra samfélagið kemur, þar sem á morgun verður kallað á ykkur til að leysa þau vandamál sem okkur hefur ekki enn tekist að ráða við,“ sagði Þór er hann kvaddi nemenduma og óskaði þeim velfarnaðar. — Sig. Jóns. „Það er nauðsynlegt að finna sér eitthvað að gera, það er mann- skemmandi að gera ekki neitt,“ sagði Hilmar. „Eg hafði áhuga á að taka stúdentspróf og kýldi bara á það. Það voru allir mjög skilningsríkir og sýndu gott við- mót þegar þetta kom upp. Þetta gefur mér tækifæri til að hafa eitthvað að stefna að og það má segja að það séu komnar á mig rætur þegar ég fer út. Ég er ánægður með áfangann og þakka öllum í skólanum og öðmm sem hlut hafa átt að máli, fyrir að gera mér þetta kleift. Ég hvet menn til að íhuga þennan möguleika í námi. Það þýðingar- mesta sem maður getur gert er að styrkja sjálfan sig og námið forðar manni frá tilgangsleysinu í fangavistinni. Sig. Jóns. Jákvætt að veita f öng- um möguleika til náms - segir Þór Vigfússon skólameistari á Selfossi Selfossi. FRÁ því 1979 hefur kennsla af einhverju tagi farið fram á Litla-Hrauni. Eftir að Fjöl- brautaskóli .Suðurlands var stofnaður hafa framhalds- skólakennarar annast kennsl- una. Nú er á Litla-Hrauni ein kennslustofa og kennarar fara þangað og kenna. Þar er fylgt sömu námsskrá og í Fjölbrauta- skólanum og sömu próf lögð fyrir. Ingi S. Ingason kennari hefur umsjón með kennslunni og sagði hann að reynt væri að fá- menn til að taka próf áður en þeir færu út. Þór Vigfússon skólameistari var spurður um viðhorf skólans til starfseminnar á Litla-Hrauni en vistmaður þaðan var útskrifað- ur stúdent fra Fjölbrautaskólan- um á laugardag og annar sem vélavörður. „Fangelsisvist verður ekki til betrunar, það sýna athuganir, nema til komi nám. Það er tiltölu- lega nýtt að kennt sé á Litla- Hrauni og einstaka sinnum hafa menn komið hingað uppeftir eftir mat yfirvalda. Það er misjöfn reynsla af því en hefur þó gefíst vel í sumum tilvikum. Við vitum lítið hvort þessi kennsla hefur haft betrunaráhrif á þá sem kom- ið hafa. Þéssi útskrift héma núna gefur vissar vonir. Það virðist ákaflega jákvætt að veita föngum mögu- leika til náms en það er mjög vandmeðfarið að taka þá inn í skólann enda er svo litið á af yfir- völdum," sagði Þór Vigfússon skólameistari. Sig. Jóns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.