Morgunblaðið - 29.12.1987, Page 61

Morgunblaðið - 29.12.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 61 Endurskinsmerki ekki fáanleg Guðfinna Hannesdóttir - hringdi: „Allir eru hvattir til að nota endurskinsmerki. Vissulega er þörf á að framfylgja því þegar skyggnið er slæmt eins og verið hefur undanfarið. Þau eiga að vera til sölu í bensínsölum, mat- vörubúðum og lyfjabúðum. Nýlega gekk ég á röðina hér í Hveragerði í áðurgreindar búðir til að kaupa endurskinsmerki. Þau voru hvergi til, utan límborðar í lyfjabúð. Einn afgreiðslumaður svaraði mér nokkuð mynduglega: Við höfum aldrei selt slíkt hérna.“ Gullúr Kvengullúr tapaðist föstudag- inn 10. desember í eða fyrir utan Broadway á sýningu Jassballet dansflokksins. Gæti einnig hafa tapast á Víðimel sama kvöld. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 18031. Fundarlaun. Gullkross Gullkross með keðju tapaðist við Iðufell eða þar í grennd. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma S.77104. Fund- arlaun. Sjal Svart munstrað sjal tapaðist fyrir nokkru á Skólavörðustíg. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 43248. Svört læöa Tæplega fullvaxin svört læða, með hvítar hosur, háls og maga, er í óskilum. Eigandi hennar er beðinn að hringja í síma 33461. Álit 133 lækna: Hvar er fótfestan? Til Velvakanda. 133 læknar senda Alþingi bréf og segjast ekki telja ástæðu „til að ætla að fslenska þjóðin muni missa fótfestuna í áfengismálum þótt leyfð verði sala bjórs í áfengisútsöl- um.“ Hver er sú fótfesta sem þeir tala . um? Finnst þeim þjóðin hafa örugga fótfestu og fulla stjóm á neyslu áfengis? Finnst þeim engin ástæða til viðnáms gegn vímuefnaneyslu? Eru þeir ánægðir með ástandið eins og það er? Hver er fótfestan? Þeir kunna tölur Sem benda til þess að skorpulifur hafi verið á undanhaldi á íslandi enda þótt áfengisneysla færi vaxandi. Skorpulifur er næstum óþekktur sjúkdómur hér á landi svo að þess- ar tölur em ekki marktækar. Ef til dæmis 3 menn í landinu hafa skorpulifur og einn deyr hefur tíðni þessa sjúkdóms skyndilega lækkað um 33 prósentustig. Til hvers em læknarnir að tala um þetta? Vill ekki einhver þeirra vera svo vænn að segja mér og öðmm fáfróðum hvort þeir haldi að ekkert samband sé á milli áfeng- isneyslu og lifrarskemmda? Það er það sem máli skiptir. Hreint svar við því. í öðm lagi mætti spýija hvort þessir 133 læknar séu vissir um það að tölur um drykkjusjúka á íslandi og í Bandaríkjunum séu sambæri- legar þannig að Ömggt sé að þar verði réttur samanburður um hlut- fóll? Það er athyglisvert að þessir 133 nefna engin ákveðin rök með bjór- sölunni, en segja bara að ekki sé sannað að hún muni auka heildar- drykkjuna á íslandi. Þeir varast að nefna hveijar séu þær „einu hlið- stæður erlendis" sem þeir telja að bendi til þess að heildameyslan muni lítið breytast. En höldum okkur við aðalatriði málsins. Telja þeir' 133 að ekkert samband sé milli áfengisneyslu og iifrar- skemmda? Og hver er sú fótfesta í áfengis- málum sem þeir tala um? H.Kr. Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábcndingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Bundið slitlag á alla vegi Ágæti Velvakandi. Ég hitti starfsmann vegagerðar- innar í sumar og við vomm hjartan- lega sammála. Nýta bærí takmarkað framkvæmdafé til að koma bundnu slitlagi á vegi lands- ins. Ósa og fjarðarbrýr væm því ekki tímabærar og göng í gegnum fjöll eða undir Atlantsála ekki held- ur. Sérstaklega bæri að fresta framkvæmdum sem væm bæði dýr- ar og í þágu fárra. Fólk er streitu- hlaðið nú til dags. Akstur á góðum vegi í náttúmfögm landi, upp með á eða fyrir fjörð, getur verið af- slappandi og ánægjuríkur. Ekki er það verra ef viðtækið í bílnum býð- ur upp á góða tónlist á meðan. Sjaldan verða óhöpp í íslenskri hálku eða snjó sé sjálfsagðrar vark- ámi gætt og bifreið búin til vetrar- aksturs. Hægt er að vinna skapandi störf á meðan menn bíða af sér verstu illviðri sem sjaldan em mörg dæg- ur. Flug er aldrei hversdagslegt ef menn einbeita sér að njóta þess. Útsýni úr flugvél getur verið alveg undurfagurt. Og smá sjóferð með skipi eins og Heijólfi eða Akraborg- inni með bílinn í farteskinu er stundum draumur í bókstaflegri merkingu. Því engin er hættan að lenda í skurði eða út í móa, þó dottað sé á meðan á ferðinni stend- ur. Bjarni Valdimarsson Hárgreiðslustofan, rakarastofan ogsnyrtistofan Hótel Sögu tilkynna: Frá 1. janúar ’88 til 8. febrúar ’88 verða stof- ur okkar lokaðar vegna gagngerðra breytinga. Við biðjumst velvirðingar á þessari röskun og vonumst til að sjá þig hjá okkur í glæsilegu húsnæði á nýju ári. Opnum 8. febrúar ’88. Hárgreiðslustofan Úótel Sögu Rakarastofan Hótel Sögu. Snyrtistofan Hótel Sögu Símar 35408 og 83033 V VESTURBÆR AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 Fornaströnd Bauganes Nýlendugata Einarsnes MIÐBÆR Látraströnd Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur 4-33 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. KOPAVOGUR Nýbýlavegur 5-36 Laufabrekka o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.