Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 21 til sem gerir þessi tímamót erfið fyrir fólk. Margir eru einhleypir og lenda þá í enn meiri einangrun. Og á lífeyrisaldri gerist það oft að maki fellur frá eða verður varanlega veikur. Fólkið sjálft Til að vinna að undirbúningi ell- innar þarf fólk að mínu viti að byrja á skipulegan hátt að hugsa um elli- árin miklu fyrr. Það getur orðið of seint að búa sig undir ellina þegar maður gengur einn daginn út af vinnumarkaði sem „löggilt gamal- menni“. Umræða um aðlögun starfsloka þarf að fara fram á miklu víðara sviði en nú er gert. En fyrst og fremst þarf fólkið sjálft, þeir sem nálgast lífeyrisaldurinn, að huga að þessum málum. Auðvitað eru margir sem eiga fijó áhugamál og eru vel staddir félagslega á þessum tímamótum. Hitt mun þó vera al- gengara að visst tómarúm skapist og viðbrigðin frá fullri þátttöku í algera hvíld séu of mikii. Samtök fólks, svo sem verkalýðshreyfingin, þurfa að taka þessi mál til endur- skoðunar. Innan raða verkalýðs- hreyfingarinnar er meginþorri af vinnandi fólki í landinu. Á þessum vettvangi þarf að vinna skipulega að málunum. Fólk þarf sjálft að taka þetta upp í verkalýðsfélögun- um áður en það verður gamalt og í samtökum opinberra starfsmanna og í öðrum fjöldasamtökum fólks. Fólkið sjálft þarf og á að hafa frum- kvæði að því að brúa bilið út af vinnumarkaði og inn á lífeyrisaldur- inn — sérstaklega félagslegu hlið- ina. Að mínu viti hefur verkalýðs- hreyfingin brugðist þarna og orðið það fyrst fyrir að „hringja í steypubíl" þegar nálgast verkalok- in. Brúarsmíðin Hér verður að lokum sagt frá tilraunum sem gerðar eru í Kópa- vogi á þessu sviði. í Kópavogi starfa tvenns konar samtök fólks sem komið er á fullorðinsár. Þessi sam- tök skarast. Onnur þessara sam- taka eru „Hana nú“ klúbbarnir, sem eru óformleg samtök fólks sem er 50 ára og eldra. Þessi samtök hafa starfað í nokkur ár og fá svolítinn styrk frá bæjarfélaginu ti) að skipu- leggja starfið og eru formlega tengd félagsmálaþjónustu bæjarins. Að öðru leyti reka klúbbamir sig sjálf- ir og eru þeir óformlegir en sérstak- ur starfsmaður aðstoðar við að skipuleggja starfið. Engin gjöld eru í klúbbunum, engin stjóm og engar kvaðir. Fólk tekur þátt í starfi klúbbanna ef það langar til þess og annars ekki. Og starfsemin er öll byggð á hugmyndum fólksins sem starfar í klúbbunum. í þá em nú skráðir um fimm hundruð ein- staklingar sem em auðvitað mismunandi virkir m.a. vegna þess að meginþorri félaganna er enn á vinnumarkaði og hefur ýmsar skyldur þar og annars staðar. Þau verkefni sem félagar í Hana nú klúbbunum velja sér em öll val- in með það fyrir augum að um skemmtilegt og fijótt félagslíf sé að ræða. Það em ótrúlegar uppá- komur í Hana nú og sífellt leitað á ný mið. En gmnntónnin er að mað- ur er manns gaman. Það em margar dýrðlegar stundir sem við höfum átt og upplifað í þessum óformlegu samtökum, undanfarin ár. Þó ekki væri annað en það, væri tilgangi náð, en ekki er vafi á því að þau verkefni Hana nú klúbbanna sem tengjast listum, bókmenntum, náttúmskoðun og ýmis skonar menningarstarfsemi fyrir utan samvem í léttari dúr, verða eftir í pokahominu þegar við göngum að lokum út af vinnustað okkar að loknu ævistarfi. Og félags- leg tengsl og vináttubönd verða í mörgum tilvikum varanleg. Og ekki má gleyma því að í fjöldaaðgerðum heildarsamtaka Hana nú klúbbanna koma oft gestir félaganna, bæði böm og aðrir sem brúa enn frekar kynslóðabilið. Hin samtökin sem starfa í Kópa- vogi em Félagsstarf aldraðra sem er bundið við 67 ára aldurinn — „löggildinguna". í félagsstarfinu er mjög mikil gróska og á ýmsum sviðum þjónusta fyrir fullorðið fólk sem Hana nú klúbbarnir em ekki með á sinni könnu. Starfsemin skar- ast. Á þenna hátt er gerð tilraun í Kópavogi til að byggja brú og gefa fólki kost á að byija fyrr að huga að elliárum og raunar löngu áður en sá tími kemur. Þetta er gert á fijálsan og óformlegan hátt. Tilboð- in em miðuð við þarfir hvers aldurs og áhugamál og þegar að því kem- ur að þrekið minnkar á elliárunum em til hliðar við þetta tilboð eins og vönduð heimilishjálp og ýmis önnur aðstoð sem ellilífeyrisþegar eiga kost á að njóta. Höfundur er atvinnumálafulltrúi íKópavogi. Merniina flýjum við ekki Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Jón Erlendsson: KVÆÐABÓK. Utgefandi höfundur, Akureyri 1987. Kvæðabók er fyrsta bók Jóns Erlendssonar. Bókin er ekki ólík öðmm byijendaverkum, en athygli vekur fjölbreytni formsins. í bókinni em háttbundin ljóð, órímuð ljóð og ljóð sem brúa bil beggja. Yfírleitt tekst Jóni Erlendssyni best að koma hugsunum sinum á framfæri þegar hann er hvað lengst frá gömlum bragarháttum. Dæmi er Frelsi: Ein tegund af frelsi væri að flýja mennina í svanaliki út að vötnunum i viðáttum heiðanna. Þau ljóð Jóns Erlendssonar sem leitast við að vera háttbundin gjalda þess að höfundurinn hefur ekki gott vald á slíku formi og honum hættir mjög til mælsku. Hlutar þessara ljóða em þó ekki illa ortir, stundum er laglega kveðið, en of oft minna þau á það sem Jón segir sjálfur í Lífinu og tímanum að „nauðsynlegt er að gæða hlutina nýju Iífi“. Því ber ekki að leyna að sumt er æði veigalítið í Kvæðabók og skyggir á lofsverðar tilraunir til skáldskapar. Jón hefur tilhneigingu til ær- ingjaskapar og ber út af fyrir sig ekki að lasta. En þessi einkenni hans nýtast sjaldan í ljóði, þó einna helst þegar hann temur sér hófstill- ingu. Dæmi em Nagli og Steinninn i steypunni, bæði ljóðin stutt og ekki fjarri þvi að vera hnyttin. Sum ljóðin í bókinni em varla annað en glens. Þó væri sú kennd fundin vegna Qærveru manna. Mennina flýjum við ekki. Og i líki mávsins er hverfur frá bláum öldum hafsins að leita sér ætis á öskuhauga þéttbýlisins myndum við fljúga þvert á drauminn og heim. Meðal annarra ljóða sem njóta þess að höfundurinn fer fijálslega með form em Ég vil fara um þessi fjöll og dali, Andartak sumar, Gagnvart deginum og í skugga ormsins. m dBASE 111+ 12.1. INNRITUN TIL ÍUAN. SÍMl: 621066 ERT PÚ AÐ FÁST VIÐ FÉLAGATÖL, PÓSTLISTA EÐA AÐRAR SKRÁR? dBASE 111+ GERIR ÞETTA AÐ EINFÖLDU MÁLI. EFNI: • Um gagnasafnakerii. • Skipulagning og uppsetning gagnasafna. • Rööun gagna. • Útreikningar og úrvinnsla. • Útprentun skýrslna, límmiða og giróseöla. LEIÐBEINANDI: Valgeir Hallvarðsson, véltæknifræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 12.-14. jan. kl. 13.30 - 17.30 að Ánanaustum 15. ALVÍS BÓKHALD 11.1. INNRffUNTIL B.JAN. SÍMI: 621066 ALVÍS BÓKHALD Með þekkingu og valdi á notkun Alvís bókhaldskerfis- ins er hægt að nýta hina miklu möguleika þess til hlítar. EFNI: • Aðalbókhald • Viðskiptamannabókhald • Skuldabókhald • Afstemmingar • Áætlanakerfi • Uppgjörskerfi • Gjaldkerakerfi LEIÐBEINANDI: Sigríður Olgeirsdóttir. TÍMI OG STAÐUR: 11.-14. jan. kl. 13.30- 17.30 að Ánanauslum 15. MULTIPLAN INNRITUN TIL 15.JAN. SÍMh 621066 ÁÆTLANAGERÐ, TÖLULEG ÚRVINNSLA OG SAMANBURÐUR ÓLÍKRA VALKOSTA ERU DÆMIGERÐ VERKEFNI MULTIPLAN Multiplan er mest notaði töflureiknir á íslandi og þótt víðar væri leitað. LEIÐBEINANDI: Ólafur H. Einarsson, kerfisfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 18- 21. jan. kl. 13:30 - 17:30 að Ánanaustum 15. RITVINNSLUKERFIÐ WORD i 181 INNRfTUNTIL 15.JAN. SÍMI: 621066 SÉ RITVINNSLA EITTHVAÐ FYRIR ÞIG, ÁTT ÞÚ ERINDI VIÐ WORD KERFIÐ, eitt hið öflugasta og mest noiaða hérlendis. Word kerfið inniheldur m.a. sjálfvirkt efnisyfirlit og atriðaskrá. í því má vinna samtímis á 7 mismunandi skrár. EFNI: • Skipanir kerfisins. • Uppsetning skjala og bréfa. • íslenskir staðlar. • Æfingar. LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. TÍMI OG STAÐUR: 18,- 21. jan. kl. 8:30 til 12:30 að Ánanaustum 15. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. Scjórnunarfélag Í5[ands 4 TÖLVUSKÓU A i . Ánanaustum 15 Simi: 6210 66 ^===1 J——s flD PIONEER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.