Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 Hrunamannahreppur: Tveir menn sködd- uðust af að skjóta „Tívolíbombum“ Syðra-Langholti. TVEIR ungir menn sködduðust í andliti og hár þeirra sviðnaði þegar þeir voru að skjóta upp þessum svokölluðu Tívolíbomb- um á gamlárskvöld. Ekki sködd- uðust þeir þó það mikið að þeir þyrftu að leita læknis og má telja mildi að ekki fór verr eftir að hafa heyrt um þá miklu skaða sem þessar bombur hafa valdið. Mikið er orðið um það að margs- konar flugeldum sé skotið á loft á gamlárskvöld jafnt hér um slóðir sem annars staðar og annast þjörg- unarsveitir og skátar sölu á þessum vamingi til fjáröflunar fyrir sína starfsemi. Ekki er fréttaritara kunnugt um að þessi varningur hafi valdið slysum hér um slóðir utan það sem þessir tveir ungu menn hlutu sem fyrr sagði. Nokkuð hefur hinsvegar verið um það að útigangshross hafi tryllst við flug- eldaskotin og eru þess dæmi að hross hafi hlaupið tugi kílómetra til heiða. Kveikt var í brennum víða á gamlárskvöld svo sem venja er. Kviknaði víða í sinu þar sem jörð er alauð og mjög þurr en ekki hlut- ust tjón af, en strekkingsvindur var á norðaustan hér á gamlárskvöld. Sjónvarpið er að sjálfsögðu vel vaktað hér sem annars staðar á þetta kvöld. Þá var að venju nokkur fagnaður í félagsheimilinu á Flúð- um eftir miðnætti, sem er einkum sóttur af yngra fólki. — Sig. Sigm. Gufunes- kirkjugarður HAMRAHVERFI FOLDAHVERFI Gullinbrú o ARTÚNSHÖFÐI Rannsóknastofnanir KELDNAHOLTI 4 ' > KELDUR, * rannsókna'- _ stofnanir H.í. GRAFARVOGUR III, Brekknahverfi: Úthlutun 140 einbýlis- og par- húsalóða hefst í janúar. vesturlandsvz 500 m Lóðaúthlutun í Grafarvogi í janúar fer fram úthlutun á 140 einbýlis- og parhúsalóðum i Grafarvogi III, í Brekkuhverfi í Reykjavík. Síðar á þessu ári fer fram úthlutun á lóðum fyrir um 500 íbúðir í einbýlis-, fjölbýlis og rað- eða parhúsum. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar á þessu ári. Útgerðarráðgjafinn: Sérhaunaður hugbúnaður fyrir skipstjóra togskipa UM BORÐ í togara Granda hf., Ásbirni, var nýverið tekin með í veiðitúr tölva af gerðinni Hew- lett Packard. Verið var að prófa hugbúnað fyrir veiðiskip í sam- vinnu Granda, Háskóla íslands, Félags íslenskra iðnrekenda og Iðntæknistofnunar íslands. Hug- búnaður þessL sem er á tilrauna- stigi, heitir Utgerðarráðgjafinn og er unninn fyrir styrk frá Rannsóknaráði ríkisins. Verk- efnisstjóri er Kristján Jónasson. Reynslan af fyrstu ferðinni lofar góðu um framhaldið. Tölvan er tengd Loran C-stað- setningartæki, hraðamæli, dýptar- mæli, olíueyðslumæli og hægt er að tengja hana fleiri tækjum skips- ins til gagna- og upplýsingaúr- vinnslu. Birgðaskrá er í hugbúnað- inum fyrir veiðarfæri og annan þann skipsforða sem þarf að end- umýja. Hún getur jafnframt reikn- að út verðmæti aflans, sem um borð er hveiju sinni og gengið frá uppgjöri veiðiferðar. Tölvan er með stóran litskjá og má á hveijum stað kalla fram mynd af togslóðum skipsins með öllum upplýsingum um afla og aðstæður í hverju togi. Gert er ráð fyrir að skipstjóri geti haft aflabók sína í tölvunni með öllum þeim upplýsingum sem hann þarf og tengjast ýmsum veiði- svæðum. Skipstjórinn getur t.d. kallað fram upplýsingar um afla tiltekinna fiskislóða frá fyrri tíð og upplýsingar um einstök atriði, eins og sjávarhita, strauma, dýpi o.fl. Það er mjög mikilvægt að stutt sé við þróun af þessu tagi. Á sviði tölvutækni fyrir sjávarútveg, eigum við íslendingar tvímælalaust að vera í fararbroddi og er Útgerðar- ráðgjafinn stórt skref í þá átt. (Fréttatilkynning) Á skildinum, sem komið var fyrir á hraunkletti sem skagar fram i heimreiðinni, stendur: „í minningu Hreðavatnshjónanna Sigurlaugar Daníelsdóttur og Kristjáns Gestssonar. Með þökk íslenskra sam- vinnumanna fyrir land Samvinnuskólans á Bifröst." BALLETT KLASSÍSKUR BALLETT BRLLET5KÓLI5IGRÍÐRR flRmRníl KENNSLA HEFST A MORGUN FIMMTUDAGINN 7. JANÚAR Nemendur mæti á sömu tímum og áður. Upplýsingar í síma 72154. Félag íslenskra listdansara. SKÚLAGÖTU 32-34 Um borð í togara Granda hf., Ásbirni, var prófaður hugbúnaður fyrir veiðiskip í samvinnu Granda, Háskóla íslands, Félags íslenskra iðnrekenda og Iðntæknistofnunar íslands. Hugbúnaðurinn heitir Útgerðarráðgjafinn. Minningarskjöldur um Hreðavatnshjónin Minningarskjöldur um hjónin að Hreðavatni í Norðurárdal, Sigurlaugu Daníelsdóttur og Kristján Gestsson, var fyrir nokkru afhjúpaður við heimreið- ina að Samvinnuskólanum á Bifröst. Skjöldurinn er þakklæt- isvottur fyrir land Samvinnu- skólans er erfingjar þeirra hjóna gáfu Samvinnuskólanum á sínum tíma. Skjöldurinn er mótaður eftir birkilaufí sem tekið var á skólalóð- inni sl. sumar og var honum komið fyrir á hraunkletti sem skagar fram í heimreiðinni. Á skildinum er áletr- un sem lýsir þökk íslenskra sam- vinnumanna. INNLENT Háskólahappdrættið og SIBS: Happdrættismið- ar hækka um 50% VERÐ á happdrættismiðum hjá happdrætti Háskólans og happ- drætti SÍBS hækkaði um 50% nú um áramótin, eða úr 200 í 300 krónur á mánuði. Heildarvinn- ingupphæð happdrættanna hækkaði einnig um 50%, en miða- verð hefur staðið í stað undan- farin tvö ár. Heildaríjárhæð vinninga hjá happdrætti Háskólans er nú 1.360,8 milljónir króna, að sögn Jóhannesar Helgasonar framkvæmdastjóra happdrættisins. Lægsti vinningur hækkar úr 5000 krónum í 7500 krónur, en hæsti vinningur á einn miða er nú 5 milljónir. Happdrætti Háskólans hleypti af stokkunum skyndihappdrættinu Happaþrennu í mars sl., og hefur miðaverðið, 50 krónur, haldist óbreytt og engin hækkun áætluð á næstunni. Ólafur Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri happdrættis SÍBS, sagði í samtali við Morgunblaðið að heildarvinningsupphæð happ- drættisins væri nú 163,4 milljónir, en vinningum hefur verið fjölgað um rúmlega 30%. Lægsti vinningur hjá happdrætti SÍBS er 5000 krón- ur, en hæsti vinningur 3 milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.