Morgunblaðið - 06.01.1988, Page 25

Morgunblaðið - 06.01.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 25 Danmörk: ÁTÖK ÁRIÐ 1987 Samkomulag um framlög til varnar- mála ekki í höfn Kaupmannahöfn, Reuter. MINNIHLUTASTJÓRN Pouls SchlUters, forsætisráðherra Dan- merkur, hefur enn ekki tekist að ná samkomulagi við stjórnarand- stöðuna um framlög ríkisins til vamarmála. SchlUter vill að framlögin verði um sex prósent umfram verðbólgu á næstu fjórum árum en Jafnaðarmannaflokkurinn, stærsti sfjórnarandstöðuflokkurinn, telur nægilegt að framlögin fylgi þróun verðbólgu. í desember rann út samkomulag stjómar og stjómarandstöðu um framlög til vamarmála undanfar- inna þriggja ára. Schluter sagði í ræðu í nóvember að hann teldi nauðsynlegt að auka fjárframlög til varnarmála um 800 milljónir danskra króna (rúmir 4,6 milljarðar ísl. kr.) og hvatti alla þá þingflokka sem fylgjandi em aðild Danmerkur að Atlantshafsbandalaginu til að styðja þessa tillögu. Jafnaðarmenn, sem lögðust á sínum tíma gegn uppsetningu með- aldrægra kjamorkuflauga í Evrópu og vilja að Norðurlöndin verði lýst kjamorkuvopnalaust svæði, segja að almenningur í Danmörku sé andvígur því að framlög til vamar- mála verði aukin. Telja þeir einnig að unnt sé að spara verulegar íjár- upphæðir á þessu sviði. Bemt Collet, vamarmálaráð- herra danmerkur, sagði í viðtali við Reuters-fréttastofuna í gær að þeg- ar hefði verið gripið til spamaðarað- gerða vegna þess að framlög til þessa málaflokks hefðu dregist saman. Sagði hann ekki unnt að samþykkja frekari niðurskurð. Aðildarríki NATO hafa gagnrýnt stjómvöld í Danmörku fyrir tak- mörkuð framlög til vamarmála. Undanfarin þijú ár hafa einungis 2,3 prósent af vergri þjóðarfram- leiðslu mnnið til þessa málaflokks og munu aðeins Lúxemborg og Kanda veija minni fjármunum í þessu skyni. „Það er mikilvægt að öll ríkin auki fjárframlög sín til Atlantshafsbandalagsins," sagði George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er hann sótti Dan- mörku heim í síðasta mánuði. Framlög Dana til varnarmála verða óbreytt þar til að samkomulag hefur náðst. A þessu ári er áætlað að veija rúmum 7,6 milljörðum íslenskra króna til þeirra. Árið 1981 liðu níu mánuðir þar til að sam- komulag náðist um fjárveitingar þessar en almennt er búist við að þess sé ekki svo lengi að bíða að þessu sinni. Viðræðum um málið verður framhaldið á þingi í dag, miðvikudag. í Moskvu var það ekki „Ron og Mikhaíl" heldur „Urbi og Gorbi“. Það mætti útleggjast „heimsborgarinn og Gorbi“ ef tekið er mið af fomfræðimenntun Strauss. orð til að lýsa hrifningu sinni: „Hvað sem öðru líður bjóst ég ekki við svona löguðu og allra síst hér í Rússlandi með leiðtoga Sovétríkj- anna. Gorbatsjov er óþvingaður, mjög sjálfsöruggur en samt ekki úr hófi.“ Að endingu skiptust félagamir á tilvitnunum í Herakleitos, gríska heimspekinginn: „Allt fram streym- ir,“ sagði sá sovéski og vísaði til breytinganna sem nú eiga sér stað í samskiptum ríkja heims. „Stríð er upphaf allra hluta,“ svaraði þá Strauss en leiðrétti svo Herakleitos gamla og sagði: „Nú væri stríð endir alls“. (Heimild: Der Spiegel) Hér gefur að lífa stríð þau oa skærur, sem geisuðu í heimsbyggöinni órið 1987. lárslok var lausn þeirra hvergi i sjonmáli. S-Amerlka 1: Guatemala: Stjórnin og skæruliöar halda áfram 26 ára langri borgarastyrjöld. 2: El Salvador: Kommúnistar stríða gegn hinn ungu stjórn Duartes, sem Bandaríkjastjórn styöur. 3: Nicaragua: Kontra-skæruliðar berjast gegn sósíalískri stjórn sandínista. 4: Haiti: Eyjan nær stjórnlaus eftir aö Duvalier er steypt af stóli. Kosningum erfrestaðog áþján a'mennings söm við sig. 5: Surínam: Skæruliðar reyna aö bylta stjórn Desi Bouterse 6: Perú: Maóistasamtökin "Vegur Ijóssins" stunda hryðjuverk gegn stjórninni. Evrópa 7: Norður-lrland: Átök kaþólskra oa mótmælenda um bresk yfírráð halda áfram. Hryðjuverkasamtökin IRA fá stuðning frá Líbýu. 8:Spánn: Aðskilnaöarsamtök Baska halda áfram hryðju- verkum. Frakkar liðsinna spænskum stjórnvöldum við upprætingu þeirra. A-As(a 9: Afganistan: Innrásarher Sovétmanna veröur fyrir skakkaföllum í átökum viö frelsishermenn Afgana. 10: Indland: Aðskilnaöarsinnar síkka berjast fyrir sjálfstæði Punjab. 11: Burma: Karen-skæruliðar berjast fyrir sjálfstæðu ríki í norðri gegn stjórn sósíalista. 12:SriLanka: Aðskilnaðarsinnar Tamíla berjast gegn stjórninni fyrir sjálfstæði á norðurhluta eyjarinnar; Indverskar her- sveitir gegna friöargæslu. 13: Kambódía: Leppstjórn Víetnama berst gegn Rauöu khmerunum og uppreisnar- fylkingu Sihanouks fursta. 14: Filippseyjar: Kommúnískir og íslamskir skæruliöar stríða gegn valtri stjórn Corazon Aquino. 15: Nýja Kaledónía: Frumbyggjar reyna að varpa af sér stjórn Frakka. Afrfka 16: Vestur-Sahara: Marokkó herjar á sveitir Polisario- skæruliða. 17: Chad/Líbýa: Stuðningur Líbýu við byltingu í Chad veldur beinu striöi milli ríkjanna. 18: Eþíópía: Kommúnistastjórnin berst gegn aðskilnaðarsinnum i norðausturhluta landsins meó hjálp Sovétmanna. 19: Mozambique: Skæruliðar RENAMO eiga í erfiðleikum með að fá stuðning annars staöar frá en Suður-Afríku. 20: Suður-Afríka: Afríska þjóðarráðið berst fyrir stjórn svertingja; Bandaríkin og ísrael styðja stjórnina í Pretoríu með hálfum huga. Miöausturlönd 21: Líbanon: Sýrlendingar reyna einir utanaðkomandi þjóða að halda uppi reglu meðal hinnar margklofnu þjóðar. 22: ísrael: Palestíhuarabar á hernumdu svæðunum berjast fyrir sjálfstjórn; Hryðjuverkaárásir araba við landamærin halda áfram. 23: íran/írak: Hundruð þúsunda deyia í sjö ára löngu stríði þjóoanna og vopnasölu þangað linnir ekki. KnightiRidder Graphics Network Afganistan: Franskur blaðamaður get- ur áfrviað til Najibullah Moskvu. Reuter. FRANSKUR blaðamaður, sem afganskur réttur dæmdi til tíu ára fangelsisvistar fyrir njósn- ir, getur áfrýjað máli sínu til Najibullah, forseta Afganistans, og farið fram á náðun, að því er Tass-fréttastofan sovéska sagði i gær. Dómurinn yfir Alain Guillo, 45 ára gömlum fréttamanni og myndatökumanni franska frétta- myndastofunnar Sygma, var birtur í Kabul á mánudag. Frönsk stjómvöld mótmæltu dóminum þegar í stað. Tass sagði, að réttarhöldin hefðu farið fram fyrir luktum dyr- um, þar sem fjallað hefði verið um hernaðarleg og pólitísk leyndar- mál. Frönsk stjómvöld, sem kröfðust þess, að sovéskir ráðamenn beittu áhrifum sínum til að fá Guillo leystan úr haldi, létu í ljós furðu sína á framgangi réttarhaldanna. Frönskum lögfræðingi, sem ætlaði að sjá um málareksturinn fyrir hans hönd, var ekki leyft að koma til Kabul. „Dómurinn er endanlegur,“ sagði Tass. „Það var útskýrt fyrir Guillo, að hann gæti sent forseta Afganistans náðunarbeiðni." ERLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.