Morgunblaðið - 06.01.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 06.01.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 Stærsta farþegaskip heims Reuter The Sovereign of the Seas, eða Einvaldur heimshafanna, sem er stærsta farþe^askip heims, siglir hér inn í höfnina í Miami í Flórídu eftir ferð yfír Atlantshaf frá Frakklandi. Skipið er 74.000 tonn og rúmar allt að 2.690 farþega. Suður-Afríka: Löggæsla aukin í Pietermaritzburg Pakistan: Ætluðu að sprengja júmbó- þotuna í loft upp yfir Israel Rawalpindi, Reuter. FIMM Palestínuarabar sem nú bíða úrskurðar dómstóls í Raw- alpindi í Pakistan sakaðir um að hafa rænt bandarískri farþega- flugvél árið 1986 sögðu i gær að þeir hefðu ætlað að sprengja vélina í loft upp einhvers staðar yfir landssvæði ísraels. í yfirlýs- ingu frá fimmmenningunum segir að þeir hafi ætlað sér að sleppa gíslunum fjögur hundruð áður en vélin yrði sprengd upp og sögðust þeir ekki bera ábyrgð á blóðbaðinu sem fylgdi í kjölfar flugvélarránsins. Fjórir vopnaðir menn rændu júmbóþotu Pan Am flugfélagsins á flugvelli í Karachi þann 5. septem- ber árið 1986. Eftir átök milli árásarmannanna og öryggissveita lágu 22 farþegar í valnum og meira en hundrað manns særðust. Arásar- mennimir neita ákæm um rán og morð og segjast ekki bera ábyrgð á blóðbaðinu. „Við komum til Pa- kistans til að ráena bandarískri flugvél til þess að draga athygli heimsins að Palestínu sem var að blæða út. Ætlan okkar var að ræna vélinni, sleppa gíslunum lausum og fljúga vélinni svo til ýmissa landa og frelsa 1.500 palestínskar frelsis- hetjur,“ segir í yfirlýsingu frá leiðtoga mannanna, Salman Ali al- Turki. Síðan hafí þeir ætlað að sprengja vélina í loft upp yfír ísra- el með sjálfum sér innanborðs til að undirstrika kröfur sínar. Farþegar sem lifðu flugránið af segja á hinn bóginn að skothríðin hafí hafist áður en jjakistanskir hermenn komu á vettvang. Fyrst hafí árásarmennimir farið með bænir og svo beint sjálfvirkum riffl- um sínum að farþegahópnum. Réttarhöldin yfír mönnunum eiga sér stað í nýju rammgerðu fangelsi 12 km fyrir utan Rawalpindi. Ef fímmmenningamir verða sekir fundnir um ákæmrnar eiga þeir lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu yfír höfði sér. Jóhannesarborg, Reuter. SUÐUR-AFRÍSKA lögreglan sagði í gær að löggæsla yrði aukin til muna í úthverfum í grennd við Pietermaritzburg til þess að reyna að binda enda á valdabaráttu milli hópa svartra manna sem hafa kostað fimm mannslíf síðustu daga. Að sögn lögreglustjórans í Piet- ermaritzburg hefur löggæsla þegar Varað við fjöl- lyndi á kjöt- kveðjuhátíðinni Rio de Janeiro, Reuter. Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu hafa sent frá sér skorinorða við- vörun til ferðamanna, sem hyggjast vera á hinni frægu kjöt- kveðjuhátíð í Ríó í næsta mánuði. Ferðamenn eru eindregið varað- ir við að stunda kynlíf af kæruleysi og fjöllyndi þessa daga vegna hættu á alnæmis-smitun. Hátíðin er fræg um víða veröld og á síðustu ámm hefur hún og orðið alræmd vegna fjörs í kynlífs- málum. Hátíðina hafa hommar sótt í auknum mæli, en þeir em í Bras- ilíu sem annars staðar taldir í hvað mestri smitunarhættu. Yfir eitt þús- und manns hafa dáið af völdum aids í Brasilíu. verið aukin en í ráði er að bæta enn við. Ekki gat lögreglustjórinn um hversu mörgum lögreglumönnum yrði bætt við núverandi lið. Leiðtogi vinstri sinnaðra svertingja sem tek- ið hafa þátt í baráttu síðustu vikna sagði að liðsaukinn yrði einungis til þess að styrkja andstæðinga þeirra, Inkatha, sem er íhaldsamur flokkur Súlú-manna. Vinstri menn halda því á lofti að yfirvöld séu hliðholl Inköthum. Peitermaritzburg hefur tekið við af Soweto sem helsta óróasvæði Suður-Afríku. Um 270 manns létu lífíð í Pietermaritzburg og nágrenni á síðasta ári. Að sögn lögreglu hafa 20 manns þegar fallið á þessu ári. Þrír létust og einn særðist þegar ráðist var á þá á götu í Mbubu úthverfi Pietermaritzburg. Lík tveggja manna fundust í nágrenni Mbubu, höfðu þeir verið stungnir á hol. ERLENT Umhverfisslys í S ovétríkj unum: Aral-vatn að þoma upp vegna áveituframkvæmda með alvarlegum afleiðingum fyrir stóran hluta Mið-Asíu Moskvu. Reuter. ARAL-vatn í Asíuhluta Sovétríkjanna, áður fjórða stærsta vatn í heimi, hefur minnkað um þriðjung á aðeins 20 árum. Af þeim sökum blasir nú við umhverfisslys, sem haft getur stórkostlega alvarlegar afleiðingar fyrir stóran hluta Mið-Asíu. Sagði frá þessu í sovéska vikuritinu Ogonjok. I tímaritinu sagði, að vatnið úr fljótunum Amudaija og Syrdaija hefði verið ekið til áveitu og vegna þess væri nú svo komið, að fjöru- borðið hefði hopað um 100 km og vatnið giynnst um 12 metra. „Ef ekki kemur til eitthvert kraftaverk verður ekki komist hjá stórkostlegum óförum,“ segir höf- undur greinarinnar, Abdizhamíl Nurpeisov, og bætir því við, að engu sé um að kenna nema af- skiptum mannanna — 20 ára gamalli áætlun um að veita vatni. á eyðimörkina í Kazakhstan og Uzbekístan. Vegna þessara áveitufram- kvæmda tókst að rækta hrísgijón og baðmull á stórum svæðum og þorp og bæir risu á áður ófijóum sléttunum. Þvi var hins vegar engu skeytt, að vatnið, sem var notað til áveitu, var sjálf lífsupp- spretta Aral-vatns. „Það er búið að eyðileggja vist- fræðilegt jafnvægi á þessum slóðum og afleiðingin er m.a. tortímandi sand- og saltbyljir. Af loftmyndum má sjá, að milljónir tonna af sandi og salti hafa dreifst yfír allt svæðið." Fiskveiðar voru áður blómlegur atvinnuvegur við Aral-vatn en nú heyra þær sögunni til. Vatnið er orðið of grunnt fyrir skipin og of salt til að þar geti þrifíst fískur. Áður fyrr var aflinn að jafnaði um 5.000 tonn á ári. Gresjumar, sem vatninu var veitt á, eru einnig að eyðileggjast vegna saltburðarins og mengað drykkjarvatn er farið að hafa veruleg áhrif á heilsufar fólksins á þessum stöðum. „í aðeins einu héraði, Kzul-Orda, er fólk, sem haldið er smitnæmri gulu, 40% sjúklinga í öllu Kazakhstan og margir aðrir faraldrar hafa skotið upp kollinum að auki,“ segir greinarhöfundur og krefst tafar- lausra aðgerða til að bjarga Aral-vatni, sem „stjómar að nokkm leyti veðurfarinu í Mið- Asíu“. Að undanfömu hafa Sovét- menn verið að vakna til vitundar um ástand umhverfismála í ríkjunum og í fjölmiðlum er frétt- um að því gert hærra undir höfði en áður. Hefur t.d. mikið verið fjallað um Bajkal-vatn í Síberíu en út í það hefur eitmðum úr- gangi verið dælt í langan tíma. í Bajkal-vatni em um 20% af fersk- vatni jarðarinnar. EGGTENNIS Tryggðu þér tíma strax. Opið frá kl. 08.00 f.h. til 22.15 e.h SÓLEY JAR *3l ENGJATEIG 1 við Sigtúnsreit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.