Morgunblaðið - 06.01.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 06.01.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 31 Dráttur á greiðslu til sauðfjárbænda: Mun leiða til endurskoð- unar á fyrirkomulaginu - segir Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambauds bænda „SVONA uppákomur ganga ekki og munu leiða til endurskoðunar á þessu fyrirkomulagi," sagði Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda um greiðslur sláturleyfishafa til bænda fyrir sauðfjárinnlegg í haust. Innleggið átti að vera að fullu greitt fyrir 15. desember en margir sláturleyfishafar hafa enn ekki greitt bændum að fullu. Flestir færðu innleggið inn á við- skiptareikninga bænda fyrir áramót, án þess að lofa greiðslu. Sláturleyfishafar telja að ríkið hafi ekki staðið við loforð um fjár- mögnun staðgreiðslu afurðanna sem gefin hafi verið út við sam- þykkt búvörulaganna. Landbúnað- arráðuneytið telur hins vegar aó Hvítanesið: íslenskum skipverj- um ekki sagt upp - segir Guðmundur Asgeirsson framkvæmdastjóri Nesskips hf. FRAMKVÆMDASTJÓRI Nes- skips, Guðmundur Asgeirsson, hafði samband við Morgunblaðið vegna fréttar á bls. 61 í blaðinu í gær, þar sem haft var eftir Guðmundi Hallvarðssyni, form- anni Sjómannafélags Reykja- víkur, að fjórum islenskum skipverjum á m/s Hvítanesi hafi nýlega verið sagt upp störfum og Pólveijar ráðnir í þeirra stað. „Það hefur engum íslenskum skip- vetja á Hvítanesi verið sagt upp störfum," sagði Guðmundur. „Einn hinna fjóru skipvetja sem Guð- mundur Hallvarðsson segir að sagt hafi verið upp störfum, er í fríi í Austurlöndum, annar er að taka meirapróf, sá þriðji er matsveinn og ekki í Sjómannafélagi Reykja- víkur. Hann hafði beðið um að vera færður í annað skip Nesskips hf. og er þar nú í starfi. Sá fjórði er bátsmaður á Hvítanesi. Það hafa engar vangaveltur verið uppi um að segja þessum mönnum upp störf- um. Hins vegar hafa útlendingar einnig verið í áhöfn Hvítanessins sem er skráð í Panama,“ sagði Guðmundur Ásgeirsson. búið sé að gera þær ráðstafanir með afurðalánum og staðgreiðslu- láni ríkissjóðs að sláturleyfishafarn- ir hafi átt að geta greitt bændum afurðirnar að fullu rétt eftir miðjan desember. Landbúnaðarráðuneytiá hefur nú boðað forystumenn slátur- leyfishafa og fulltrúa bænda á fund í ráðuneytið í dag til að skýra þenn- an ágreining. Haukur Halldórsson sagðist ekki geta sagt hvemig best væri að bæta úr. Hann sagði að ýmsum hugmyndum hefði verið várpað fram, til dæmis að ríkið keypti allt kjötið beint af bændum og slátur- leyfishafarnir yrðu þá eingöngu verktakar við slátrunina eða hverfa aftur til gamla umboðssölukerfis- ins. Báðum þessum hugmyndum hefði verið varpað fram og ýmsum þar á milli. Lúðvík Georgsson hjá KR: I lANDSSAMBAK JHJAlWUlSVflTASU;, BOMBUR Uröbcimpfgarum nctkun X'‘ '! Engin eftirsjá í hættulegri vöru Söluaðilar kanna skaðabótaskyldu Athugasemd frá stjóm Félags þroskaþjálfa MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá sljórn Félags þroskaþjálfa: Þetta er skrifað í tilefni af grein er birtist í Morgunblaðinu sunnu- daginn 13. desember 1987. Þar er ijallað um heimilismenn á deild 2 á Kópavogshæli á mjög persónulegan hátt. Stjóm Félags þroskaþjálfa vill taka fram að þroskaþjálfar eins og aðrir opinberir starfsmenn þurfa að gæta þagmælsku um ákveðin atriði í starfi sínu. Þetta er ítrekað í 6. grein laga um þroskaþjálfa nr. 18/1978, þar segir: „Þroskaþjálfa er skylt að gæta þagmælsku um atriði, sem hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara skv. lögum eða eðli máls. Þagnar- skylda helst þótt viðkomandi hafi látið af störfum." Við fögnum því að á undanföm- um árum hefur umfjöllum um málefni fatlaðra aukist og opnast með hvetju árinu sem líður. Þessi umfjöllun hefur að flestu leyti verið til góðs og stuðlað að auknum skiln- ingi almennings á aðstæðum og þörfum fatlaðra. En kynning á stofnunum fyrir fatlaða er vand- meðfarin. Hér teljum við að gengið hafi verið of langt og blaðamanni látnar í té of miklar og persónuleg- ar upplýsingar. Auk þess teljum við að blaðamaðurinn hafi leyft sér að lýsa fólki á neikvæðan hátt og leggja mat á útlit þess. Kynning má aldrei vera á kostnað hins fatl- aða eða aðstandenda hans og . verður að lúta lögum og reglugerð- um. Þetta á ekki síst við um kynningu á heimilum fólks, þar þurfa bæði starfsmenn og fjölmiðla- fólk að gæta þess að rjúfa ekki friðhelgi einkalífsins. Rekstrarfræði á há- skólastigi að Bifröst S AMVINNU SKÓLINN að Bi- fröst í Borgarfirði verður sér- skóli á háskólastigi næsta haust. í fréttatilkynningu frá skólanum segir, að samvinnuskólapróf i rekstrarfræðum verði tekið að loknu tveggja ára námi, en inn- tökuskilyrði er stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabraut. Auk þess verður boðið eins vetr- ar undirbúningsnám til inntöku í rekstrarfræðanám. Inntöku- skilyrði í undirbúningsnámi er þriggja ára nám á framhalds- skólastigi án tillits til námsbraut- ar. Viðfangsefni námsins verða m.a. verslunar- og framleiðslustjórn, starfsmannastjómun og skipulags- mál, fjármálastjórn og reiknings- hald, almannatengsl, lögfræði og félagsfræði. Áhersla verður lögð á raunhæf verkefni og tengsl við at- vinnulífið. Viðfangsefni í undirbún- ingsnámi verða m.a. yfirlit um viðskipta- og félagsmálagreinar miðað við nemendur sem áður hafa stundað nám á ólíkum námsbraut- um, t.d. í iðn- eða vélskólum, sjómanna- eða bændaskólum, mennta-, verslunar- eða fjölbrauta- skólum, fiskvinnslu- eða öðrum verkmenntaskólum. „OKKUR er engin eftirsjá í vöru sem talin er hættuleg al- menningi," sagði Lúðvík Georgsson hjá Flugeldasölu KR. „Fyrstu viðbrögð okkar við fréttum af þessum slysum voru á þá leið að banna ætti bomb- urnar, en við munum bíða eftir niðurstöðu rannsókna opin- berra aðila með endanlega ákvörðun í málinu." Söluaðilar kanna nú hvort þeir séu skaða- bótaskyldir vegna slysa sem hlotist hafa af meðferð tívolíbombanna. Lúðvík sagðist ekki vera sáttur við skrif um að til sölu hefðu verið bannaðar tívolíbombur. Hann sagði að frá 1980-1984 hefðu ver- ið tvær tegundir af tívolíbombum af markaði. B orið hefði á því að minni bombunum hefði verið skotið úr rörum fyrir þær stærri, því hefði fylgt slysahætta og það átt þátt í Leiðrétting í grein minni í Morgunblaðinu í gær, á blaðsíðu 16, hafa slæðst nokkrar villur, flestar léttvægar, en þó vil ég leiðrétta meinlegar villur á tveim stöðum í greininni: 1. í lok 3. töluliðs greinarinnar átti að standa: „Borgarsjóður verður að gera sér ljóst, að ef þessum ágangi heldur áfram, þá verður Reykjavíkurborg að leysa þessi hús til sín og greiða fullar bætur fyrir.“ Þarna féll niður orðið „til“. 2. í lok greinar minnar átti að standa: „Verði nú hætt við í annað sinn, að hola ráðhúsi niður í Tjörnina, þá býð ég lóð við Tjörnina vestanverða til þess að reisa styttu af Davíð Oddssyni...“ Þarna stóð „eia“ í stað reisa. Reykjavík, 6. janúar 1988, Leifur Sveinsson. að ákveðið var að banna stærri gerðina en léyfa þá minni. Þetta hefði verið gert í samstarfi innflytj- enda og yfirvalda. Minni gerðin hafi í daglegu tali verið nefnd 2 tommu en væri í raun 2’A tommu og skotið úr 2Vs tommu röri. Svo óhönduglega hefði tekist til við samningu reglnanna að ekki hefði verið slegið máli á bombumar, heldur eingöngu stuðst við þessa málvenju og frá 1984 hefðu þessar „2 tommu“ bombur verið hinar stærstu á markaðinum eins og ætlunin hefði verið að yrði . Lúðvík kvaðst telja að tívolíbombumar sem KR seldi hefðu verið nægilega vel merktar enda hefðu aldrei borist athuga- semdir frá Eldvarnaeftirliti um annað. Eldvarnaeftirlitsmenn hefðu árlega skoðað lager, merk- ingar og aðstæður í söluskála KR en engar athugasemdir gert. Að sögn Lúðvíks hefur út- breiðsla tívolíbomba margfaldast síðastliðin 2-3 ár. „Áður vom það fáir menn sem keyptu þessar bombur ár eftir ár og vissu full- komlega hvað þeir vom með í höndunum. Fyrir nokkmm ámm fóm síðan ónefndir aðilar að reka grimman áróður fyrir sölu þessara sprengja og nú þykir sá varla maður með mönnum sem ekki skýtur upp tívolíbombum. Þær em langódýrastar sé miðað við ljós- í frétt Morgunblaðsins í gær var sagt eftir Bjarka Elíassyni, yfir- lögregluþjóni í Reykjavík, að lögregla hefði ekki verið kvödd á vettvang í neinu þeirra tilfella, þegar menn slösuðust á gamlárs- magn og verð á þeim hækkaði ekki nema um 10% nú milli ára, þetta er kínversk framleiðsla og verð bundið við bandaríkjadal. Aðrir stórir flugeldar, vestur- þýskir, breskir og íslenskir hafa hækkað margfalt meira. „Afleiðingin er sú að notkunin hefur margfaldast og þrátt fyrir að við höfum merkt vömna vel og látið sérstakar leiðbeiningar fylgja hveiju setti, virðist sem margir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þeir vom með hættulegan hlut í höndunum," sagði Lúðvík Georgs- son. Skátar kanna skaða- bótaskyldu Björn Hermannsson fram- kvæmdastjóri Landsambands Hjálparsveita skáta sagði á sama hátt og Lúðvík frá tilkomu þess að stærri gerðir tívolíbomba vom bannaðar árið 1984. Hann sagði einnig að allir skoteldar sem seldir hefðu verið i nafni LHS hefðu verið mektir mjög vel, betur en gerðist annars staðar. Til marks um það nefndi hann að á hólka fyrir tívolíbombur hefðu verið límdar varúðarleiðbeiningar og allar um- búðir verið merktar mjög vandlega. Varðandi skaðabótaskyldu sagði Bjöm að skátar hefðu leitað álits lögfræðinga á því máli og væri það til athugunar. kvöld af völdum tívolíbomba. Rétt er, að lögi’eglan í Borgar- nesi var kvödd til vegna annars slyssins, sem varð í hennar um- dæmi. Það slys varð við orlofshús Iðju í Svignaskarði. Slysin á gamlárskvöld: Lögreglan í Borgarnesi var kvödd að Svignaskarði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.