Morgunblaðið - 06.01.1988, Page 39

Morgunblaðið - 06.01.1988, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 Þóra Jónsdótt- Kveðja Vegna mistaka við birtingn þessarar minningargreinar sl. sunnudag, biðst Morgunblaðið velvirðingar og birtir hana aftur. Fædd 20. október 1902 Dáin 20. desember 1987 Frú Þóra Jónsdóttir er látin. Ég var svo lánsöm að vera bamabam hennar og langar mig að minnast hennar í örfáum orðum. Amma var ein af þeim sem maður vill svo gjarnan líkjast og taka til fyrirmyndar. Hún var alla tíð heil- steypt og sönn gagnvart sjálfri sér og samferðafólki sínu. Heimili sitt annaðist hún ætíð af festu og kost- gæfni hvort sem um stórt húshald eða lítið var að ræða. Alltaf var gott að koma í heimsókn til ömmu Þóm, öllum tók hún opnum örmum, hlustaði, sýndi skilning, ráðlagði og síðast en ekki síst, gaf ómælda hjartahlýju og elsku. Að vera vandur að virðingu sinni fínnst mér lýsa best hvemig amma var, og jgerði sér far um að kenna okkur. A það við um svo margt og má nefna; umhverfí sitt og eigið útlit, faia vel með það sem gefíð er án óþarfa íburðar og prjáls; málfar og samræður, segja heldur minna og vanda orð og umtal; samskipti við náungann, velja góðan félags- skap og sýna sanngimi. 'Hennar leiðarljós var kristin trú og mann- kærleiki. Það er erfítt að sjá á bak ömmu Þóm en efst í huga er þakklæti fyr- ir að hafa þekkt hana og notið hennar. Minningar hennar lifír með mörgum. Guð blessi ömmu mína. María Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. VilfríðurÞ. Bjama- dóttir — Minning Fajdd 28. september 1893 Dáin 23. desember 1987 Mig langar með örfáum orðum að minnast ömmu minnar, Vilfríðar Þ. Bjarnadóttur eða ömmu Villu eins og hún var kölluð. Amma var 94 ára þegar hún lést á Hrafnistu, þar sem hún hafði verið rúmliggj- andi í nokkur ár og var eflaust hvíldinni fegin. Um leið og ég þakka ömmu minni samfylgdina minnist ég allra okkar samverustunda með þakklæti, þar sem hún miðlaði mér af reynslu sinni og þekkingu. Amma var glað- lynd og glæsileg kona og bar sig með reisn og alltaf var gaman að koma til hennar að Austurbrún 4. Nú veit ég að elsku amma mín er komin til nýrra heimkynna, en ég kveð hana með virðingu og þökk, blessuð sé minning hennar. Þá svefn að öllu sígur, mín sál, ó drottinn, stígur í hæé og þakkar þér. Þá harkið heimsins þagnar, mitt hjarta rónni fagnar og finnur, að þú ert hjá mér. (Þýð. Stefán Thorarensen.) Halla Hauksdóttir 4:U'- "" .. " ■' *.................. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | tilboö — útboó ~~] IH ÚTBOÐ Skiptilsölu Tilboð óskast í vitaskiptið Árvakur, þar sem það liggur við Suðurhöfnina í Hafnarfirði, í því ásigkomulagi sem skipið er í núna. Skipið verður til sýnis eftir nánara samkomu- lagi við forstöðumann vita hjá Vitamálastofn- un og gefur hann jafnframt allar nánari upplýsingar, sími 27733. Tilboð leggist inn á skrifstofu vora eigi síðar en 20. jan. nk. kl. 11.30 f.h. og verða þau þá opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844. Auglýsing frá ríkisskattstjóra Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sam- bandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1988 og er þá miðað við að vísitala 1. janú- ar 1979 sé 100. 1. janúar 1980 vísitala 156 1. janúar 1981 vísitala 247 1. janúar 1982vísitala 351 1. janúar 1983 vísitala 557 1. janúar 1984vísitala 953 l.janúar 1985vísitala 1.109 1. janúar 1986vísitala 1.527 1. janúar 1987 vísitala 1.761 l.janúar 1988vísitala 2.192 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janú- ar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Reykjavík, 6.janúar 1988. Ríkisskattstjóri. Kanaríeyjafarþegar Sendum ykkur bestu nýársóskir og þökkum liðin ár. Erum ennþá á sama stað á skrifstof- unni á Broncemar. Auður og Klara, fararstjórar Flugleiða. Auglýsing frá ríkisskattstjóra um skilafresti launaskýrslna o.fl. gagna samkvæmt 92. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eigna- skatt. Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. nefndra laga hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1988 vegna greiðslna á árinu 1987, verið ákveðin sem hér segir: I Til og með 20. janúar 1988: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalnings- blaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtaln- ingsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt sam- talningsblaði. II Til og með 22. febrúar 1988: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtaln- ingsblaði. III Til og með síðasta skiladegi skatt- framtala 1988, sbr. 1.-4. mgr. 93. gr. nefndra laga: 1. Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl. C-liðar 7. gr. sömu laga. (Athygli skal vakin á því að helmingur greiddrar leigu fýrir íbúðarhúsnæði til eigin nota vegna tekjuársins er til frádráttar í reit 70 á skattframtali skv. 3. tl. E-liðar 30. gr. nefndra laga enda séu upplýsingar gefnar á fullnægjandi hátt á umræddum greiðslumiðum). Reykjavík, 6.janúar 1988. Ríkisskattstjóri. | húsnæöi i boöf~ Verslunarhúsnæði nálægt Laugavegi Til sölu er ca 270 fm gott verslunarhúsnæði á götuhæð í nálægð Laugavegar. Verð er 38.000,- kr. á fermetra. Góð áhvílandi lán. Allar frekari upplýsingar veitir: Heimir Sigurðs- son, sími 666501 eða 666701 (heimasími). Aðalfundur Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík verður hald- inn miðvikudaginn 13. janúar nk. kl. 21.00 i Átthagasal Hótel Sögu. Á dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórn fulltrúaráðs. Hafnfirðingar - Stefnir Laugardaginn 9. janúar kl. 10.30 verða fundir i starfshópum Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna i Hafnarfirði, i Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu. Allir velkomnir. Stjómin. Hafnfirðingar - f ramtíðarsýn Þorsteins Pálssonar Hádegisverðarfundur Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna i Hafnarfirði, veröur hald- inn i Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu laugardaginn 9. janúár kl. 12.30. Gestur fundarins verður Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra. Ræðir hann framtiðarsýn sina. Allir velkomnir. Stjómin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.