Morgunblaðið - 06.01.1988, Page 41

Morgunblaðið - 06.01.1988, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 41 AlbertJóhannes- son frá Eyvík Fæddur 1. júní 1895 Dáinn 25. desember 1987 í dag fer fram frá Fossvogskap- ellu útför Aiberts Jóhannessonar fráEyvík. A hátíð ljóss og friðar þann 25. desember síðastliðinn, er við fögn- uðum sigri ljóssins yfir myrkrinu, rann tímaklukkan hans Alberts sitt skeið á enda í St. Jósepsspítala að Landakoti. Albert fæddist 1. júní 1895 að Eyvík í Grímsnesi. Foreldr- ar hans voru Jóhannes Einarsson, bóndi að Eyvík, og kona hans, Guð- rún Geirsdóttir frá Bjamastöðum í sömu sveit. Hann ólst upp í hópi 7 systkina sem auk hans vom: Einar, Kol- beinn, Guðmundur, Jóhann, Guðrún og Dagmar. Foreldramir bjuggu uppvaxtarár Alberts að Ejrvík, ef frá em talin árin 1900 til 1908, sem þau bjuggu að Ormsstöðum í sömu sveit og höfðu hluta af Eyvíkinni undir. Albert vandist ungur öllum al- gengum sveitastörfum og réri á vertíð frá Eyrarbakka og síðar Herdísarvík. Vorið 1919 lauk hann prófi mótorvélstjóra frá Vélskólan- um í Reykjavík. Að Vífilsstöðum var Albert ráð- inn sem vélstjóri 1920 til að sjá um ljósavélar og vatnsdælu heilsuhæl- isins. Þegar bílstjórinn, sem sá um aðdrætti heilsuhælisins, féll frá 1922 var Albert fastráðinn í hans starf. Eg leyfí mér hér með að taka upp hluta úr grein, sem birt var í Morgunblaðinu fyrir 42 árnrn, er Albert átti 25 ára starfsafmæli í þjónustu Heilsuhælisins að Vífils- stöðum, greinin er undirskrifuð H.G. Þama er honum lýst eins og hann kom mér fyrir sjónir. „í aldarfjórðung hefur Albert Jóhannesson innt af hendi störf í þágu Vífilsstaðahælis af þvílíkri árvekni og trúmennsku, að slíkt er með fágætum. Á flölmennu heimili fellur mikið til margvíslegra verka, er vinna þarf þegar í stað, svo að segja á öllum tímum sólarhringsins. Er þá tíðast leitað til þess manns, sem hveiju sinni er boðinn og búinn með jafnaðargeði að rétta hjálparhönd. Oft er margmennt I kringum bílinn hjá Albert, þegar hann er að leggja á stað í daglega ferð sína til Reykjavíkur. Starfsfólk og sjúkl- ingar hælisins eru þá að biðja hann að reka fyrir sig ýmisleg smáerindi í bænum, einn þetta og annar hitt — ekkert má gleymast. Þeir vita af reynslu, að það má reiða sig á Albert. Hann segir fátt og lofar ekki miklu, tekur ef til vill upp hjá sér þvælda vasabók og stuttan blýant, hripar eitthvað niður, og svo er hann farinn. En að kvöldi, þegar heim er komið, kemur í ljós, að bflstjórinn hefur gert að óskum hvers og eins, svo að vel má við una. Snemma á árinu 1928 brá Albert sér snöggva ferð til Englands. í þeirri för vaknaði hjá honum áhugi á flugvélum og öðru er að þeim málum lýtur. Lagði hann upp á eig- in spýtur í kostnaðarsamar tilraunir í þessum efnum. En þróun þessara mála erlendis var þá tiltölulega skammt á veg komin hjá því, sem nú er. Hinsveg- ar mun fáum hér á landi þá hafa verið ljóst, hvað framundan var á þessu sviði. Fór því hér sem oft áður, að tómlæti alls þorra manna fyrir því að reyna nýjar leiðir hindr- aði að þessu sinni, að viðleitni Alberts bæri tilætlaðan árangur. En þegar saga íslenzkra flugmála verður rituð, þykir mér ekki ólík- legt, að hans verði að nokkru getið. Albert er maður fáskiptinn og óhlutdeilinn, en þó glaðlyndur og hinn skemmtilegasti í sínum hóp. Hann fylgist vel með öllum nýjung- um og verklegum sviðum. Aukin tækni og notkun vinnuvéla er hans brennandi áhugamál, og hagnýt fræði eru honum hugleikið um- ræðuefni.“ Albert giftist 1958 eftirlifandi konu sinni Evu Jóhannesdóttur. Hjónaband þeirra var mjög farsælt og eftir því sem þau kynntust bet- ur, mátu þau hvort annað meira. Þegar heilsu Alberts fór að hraka síðustu árin veitti kona hans honum frábæra umönnun sem hann kunni mjög vel að meta. Albert föðurbróðir minn trúði því að gott og grandvart lífemi væri bezta veganestið hinumegin. Hann lifði fögru lífi og hjálpaði oft með- borgurum sínum svo lítið bar á. Naut eg þessarar hjálpsemi hans sem og aðrir sem áttu samleið með honum. Veri hann sæll og þökk fyrir allt. Jóhannes Kolbeinsson Hinsta kveðja Alberts Jóhannes- sonar, föðurbróður míns, fer fram í Fossvogskapellu kl. 16.30 í dag. Hann lézt í Landakotsspítala, eftir stutta legu, aðfaranótt jóladags á 93. aldursári. Hugur hans stóð þá til að heim- sækja Nelly, konu sína, um jólin, en hún var f Heilsuhælinu í Hveragerði að ná sér eftir uppskurð. Fyrstu minningar mínar um Al- bert voru heimsóknir hans á sunnu- dögum og samræður þeirra bræðra. Þeir voru báðir áhugasamir og vel lesnir í heimspeki, lífsspeki, sálar- rannsóknum og guðspeki, auk þess að vera báðir með góða þekkingu á vélfræði. Ég hafði að sjálfsögðu ekki mikinn áhuga á andlegu umræðunum á þeim tíma, en því meiri áhuga á umræðum um tækni og framfarir tengdum þeim. Albert fékk alveg_ sérstakan sess hjá strákahópnum á Ásvallagöt- unni, þvf að auk þess að keyra stóran bfl frá Vífilsstöðum, þá hafði hann lært að fljúga og átti flugvél. í tengslum við 80 ára afmæli Al- berts var haldið fjölmennt hóf að Hótel Esju, og bað ég Albert þá að segja mér hveija hann teldi mikil- vægustu æviáfanga sína. Hann taldi þá vera fjóra. í fyrsta lagi þegar hann fór að heiman árið 1919 til að læra á bíl og taka mótor- istapróf. í öðru lagi þegar hann hóf sitt ævistarf á Vífílsstöðum árið 1920, fyrst sem vélgæzlumaður raf- stöðvarinnar og svo fljótlega einnig sem bifreiðastjóri fyrir spftalann, sem hann starfaði svo við yfir 50 ár. í þriðja lagi þegar hann fór til Eng- lands árið 1928 til að læra að fljúga, og í fjórða lagi þegar hann giftist konu sinni, Nelly Evu, árið 1958. Þó ekki séu nema sextíu ár frá því að Albert fór til Englands til að læra að fljúga er erfítt að gera sér grein fyrir þessu óvenjulega framtaki hans. Hann fór til de Havillad-flug- vélaverksmiðjanna til að læra flug og viðgerðir á flugvélum, og fékk hann vinnu í verksmiðju þeirra. Hver flugtími kostaði sem svaraði brúttómánaðarlaunum hans. Hann sótti um opinberan styrk til námsins, en aðeins einn styrkur var veittur og annar fékk hann. Hann sá því fram á, að hann gæti ekki lokið at- vinnuflugprófí þó hann ynni hjá de Havilland og hætti því náminu þegar peningar þrutu. Nokkru eftir heimkomuna keypti Albert einssætis flugvél frá Banda- ríkjunum og var það fyrsta flugvél í eigu íslendings. Flugvélin var að- eins 20 hestafla og átti erfitt með að athafna sig á mjúkum túnum, þar sem engir flugvellir voru hér. Bjöm Eiríksson, flugmaður, lýsti því að eitt sinn er hann flaug vélinni yfir sundin blá, þá ætlaði hann ekki að hafa það til baka á Klepps-túnið áður en hann yrði bensínlaus vegna mótvinds. Vélin brotlenti síðar í flug- taki af túni við Vífilsstaði. Áhuga Alberts fyrir flugi var ekki lokið með þessu mótlæti heldur keypti hann TF-Lóa, ásamt fleirum, og var hann síðar einn af stofnfélög- um Flugfélags íslands. Hann var sæmdur gullmerki Flugmálafélags íslands fyrir nokkrum árum fyrir framlag sitt til flugmála. Fyrir áeggjan kunningjafólks árið 1957 setti Albert smáauglýsingu um hjúskapartilboð f kvöldblaðið Hamb- urger Abend Blatt. Hann fékk yfír 100 svör og eitt þeirra var frá Nelly Evu Rauir í Bremen. Hún var sú eina sem kom til íslands til að kynna sér málið nánar, og giftu þau sig svo 1958. Nelly yfirgaf gott starf hjá Bally-skófyrirtækinu, þar sem hún var innkaupastjóri fyrir verzlana- keðju þeirra í Þýzkalandi. Albert sagði að örlagadísimar hafi verið sér hliðhollar í vali sínu, því Nelly reyndist frábær kona, sem bjó honum gott heimili, sýndi honum vináttu, kærleik, og var góður félagi. Albert hafði trú á því að menn hefðu áhrif á örlög sín með hugar- fari og gerðum. Ef til vill hafa örlagadísimar tekið þama tillit til allra þeirra greiða og erinda sem Albert hafði innt af hendi fyrir aðra án þess að mæla tíma né fyrirhöfn. Albert var hlédrægur að eðlisfari, vel greindur, sjálfmenntaður í þrem- ur tungumálum, víðlesinn í andlegum bókmenntum og tæknilegum, greið- vikinn og hjálpsamur. Ég óska honum fararheillar á nýju tilvemsviði og ég vænti þess að upp- skeran verði f samræmi við hans góða hugarfar og athafnir. Nelly sendi ég vinarkveðjur með ósk um að hún eigi góða ævidaga á íslandi f framtfð. Við kveðjum góðan dreng. Guðmundur Einarsson Þrettánda dansleikur á Borginni Nú kveðjum við jólin með dans og dýfu íkvöldfrá kl. 21-01 Hinfrábæra breska hljómsveit DESOTO leikurfyrir dansi. Heiðursgestir kvöldsins: Leigubílstjórar Stór- Reykjavikursvæðisins. (9 o-\ ö * . » ■=r °'Oo I \ -o.o „o« • w *>• Notaðu símann þinn betur! Hringdu í Gulu línuna og fáðu ókaypis upplýsingar um vörur og þjónustu. DÆMI: Arkitekt, arinhleöslu, antikvörur, áklæöi, álsmiöi, baðherbergisvömr, baðtækni, barnavörur, bílavarahluti, bilaviögeröir, bókhaldsþjónustu, blóm, borðbúnaðarleigu, bókbind- ara, bruggefni, byssuviðgerðir, byggingavörur, danshljómsveit, dráttarbeisli, dúklagningamenn, dúkkuviðgerðir, eldhústæki, farsima, fatabreytingar, fiskvinnsluvélar, flisalagnir, frystihólf, förðun, föndur- vörur, gardinur, gardinuhreinsun, gámaþjónusta, gínur, gler, gluggaút- stillingar, gullsmið, gúmmibát, gúmmífóðrun, húsasmið, húsgagna- smið, hljóðfæraviðgerðir, hótelvör- ur, húsgagnasprautun, innanhúss- arkitekt, innheimtuþjónusta, innflutningsaðstoð, innrömmun, jámsmiði, kennslu, kúnststopp, leð- urhreinsun, lekaviðgerðir, Ijósmynd- un, loftræstikerfi, lögfraeðing, markaðsráðgjöf, málverkaviðgerðir, mótorhjólakennslu, múrara, mynd- bandsþjónustu, orgelviðgerðir, oliuúðun, peningaskápa, píanóstill- ingar, pípulagningamenn, plexigler, prentþjónustu, raftækjaviðgerðir, rafvirkja, reykskynjara, ritvinnslu, ryðvöm, ræstingu, samkomusal, saumakonu, silkiprent, sjónvarps- viðgerðir, sjónvörp, skallameðferð, skattaaðstoð, skemmtikraft, skjala- þýðanda, skrifstofuvélar, skrifstofu- húsgögn, skrifstofuþjónustu, skósmið, snjóbræðslukerfi, snyrt- ingu, sorplúguhreinsun, stálvaska- slipun, stiflulosun, svefnherbergis- húsgögn, skerpingar, teikningu, tiskuvörur, tollskýrslugerð, trésmið, tölvuskráningu, úrbeiningu, útgáfu- þjónustu, varahluti, vatnsrúm, veit- ingar, veitingahúsavörvr, verka- menn, verkfæri, vélaþvott, vélritun, vélsmiðju, vinnugalla, þjófavarnar- kerfi, þúsundþjalasmið, þýðingar, ökukennara. 62 33 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.