Morgunblaðið - 06.01.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 06.01.1988, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 Olafur Haukur Matt- híasson - Minning Fæddur 19. mars 1898 Dáinn 28. desember 1987 í bókinni Hin hvítu segl, æviminn- ingum Andrésar Matthíassonar sem Jóhannes Helgi, bróðursonur Andr- ésar, skrifaði fyrir rúmum aldarfjórð- ungi, er lýst lífi Qölskyldunnar í Haukadal I Dýrafirði á fyrstu árum þessarar aldar. Þar skiptust á gleði og sorg og lífybaráttan var oft hörð. Bömin urðu fimmtán talsins en Qög- ur þeirra dóu ung. í bókinni segir m.a. svo: „Hún Áslaug litla varð ekki nema nokkurra daga gömul og er skírð skemmri skím. Ég hef ekki séð hana nema einu sinni, en ég fer heim og læðist á sokkaleistunum inn í svefn- herbergi mömmu. Áslaug er í litla rúminu,- það er eins og hún sofí. Kveddu hana systur þína, segir móðir mfn. Ég kyssi bamið á ennið, stend svo vandræðalega í sömu sporum og horfi á móður mína, þessa konu sem kann ekki að gráta. Svona förum við öll, segir móðir mfn. Farðu aftur út og leiktu þér Dresi. Föður minn sé ég ekki þennan dag, en heyri hann ganga um gólf inni á skrifstofunni." Og nú er Óli Matt líka farinn eins og hin. Hann lést eftir nokkurra vikna veikindi á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki þann 28. desember sl. Húsbændur f Haukadal vom þau Matthfas Ólafsson (fæddur 1958, dáinn 1942), og Marsibil Ólafsdóttir (fædd 1869, dáin 1964). Matthías var verslunarstjóri í Haukadal, al- þingismaður Vestur-ísfirðinga 1911—1919, erindreki Fiskifélagsins og starfaði við Landsverslun. Þau fluttu til Reykjavíkur 1914 ogbjuggu þar mestalla tfð meðan Matthías starfaði. Sfðar fluttu þau í Borgames til Hlífar dóttur sinnar en eftir að Matthías lést 1942 bjó Marsibil lengst af á heimili Auðar dóttur sinnar hér í Reykjavík. Böm þeirra voru: Lilja, fædd 1889, dáin 1979, gift Sölva Jónssyni; Hulda, fædd 1891, dáin 1968, gift Helga Guðmundssyni, lækni í Keflavík. Þau eignuðust 10 böm; Sigríður, fædd 1893, dáin 1947, gift Magnúsi Richardssyni, sfmstjóra á Borðeyri. Þau eignuðust 4 böm; Andrés, fæddur 1895, dáinn 1986, kvæntur Kristjönu Erlendsdóttur. Þau voru bamlaus; Haukur, fæddur 1896, dó mánaðar gamall; Ólafúr Haukur, fæddur 1898, dáinn 1987; Hlíf, fædd 1899, var gift Ólafi Magn- ússyni, skipstjóra. Eignuðust þau 5 böm; Áslaug, fædd 1900, dó viku gömul; Jón Friðrik, loftskeytamaður, fæddur 1901. Er kvæntur Jónínu Jóhannesdóttur. Eiga þau 10 böm; Ingólfur, loftskeytamaður, fæddur 1903, dáinn 1950, var kvæntur Unni Einarsdóttur. Áttu þau 3 böm; Þórdís Áslaug, fædd 1904, dáin 1968, var gift Kára Siguijónssyni. Þau vom bamlaus; Knútur, fæddur 1905, dá- inn 1909; Öm Hauksteinn, skrif- stofumaður, fæddur 1907, var kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur. Þau áttu 3 böm; Auður, fædd 1911, var gift Axeli Sveins, verslunarstjóra. Þau áttu 1 bam; Helga, fædd 1915, dáin 1916. Af þessu má ráða að afkomendur þeirra hjóna em orðnir margir og munu á fjórða hundrað þeirra vera á lifi í dag. Nærri má geta að oft hefur mikið verið um að vera á svo stóm heim- ili, þar sem jafnframt var rekin verslun við sveitina og ekki síður Fransmenn sem vom hér fjölmennir, enda kom frönskukunnátta Matt- híasar sér þá vel. Svo aftur sé vitnað í þá frændur Jóhannes Helga og Dresa: „Kútterar með stórsegl, messan og gaffaltopp, skonnortur með klífer, st&gsegl og fokku, galíasar með forsegl, barkskip með þríhymur. Það er krökkt af skipum á Haukadalsbót. Skógur mastra í morgunsól, og sú hin sama sól logar í hlíðum Kolturshoms og Kaldbaks." Og enn segin „Flokkur Fransmanna stefiiir á verslunina, Fransmenn í pilsvíðum buxum, purp- urarauðum og bláum, sumir með pijónahúfu á höfði, aðrir með flöt kaskeiti. Dunkirkar á leðurstigvél- um, Pempólar á tréklossum og eru glaðværir, fíngumir á iði, þurfa að hitta að máli föður minn, sem hefur á boðstólum munnhörpur, harmon- ikkur, Carlsberg og sítrónuvatn, allt það sem einn Fransari gimist og getur ekki stolið." Þannig er æskuheimili Ólafs Matt- hiassonar lýst. Ekki voru tök á langri skólagöngu fyrir þennan stóra bamahóp. Ekki hefur það þó komið í veg fyrir, að á langri ævi hafi syst- kinin afiað sér menntunar og þekk- ingar, sem mörgum langskólagengn- um manni væri sómi að. Ólafúr stundaði nám f Núpsskóla og þar með var skólagöngu hans lokið. Hann hóf störf á Norðurfírði á Ströndum og kynntist þar fyrri Vídeódagur íBolholti á laugardag Hittumst niðriískola. Jólasýning nemenda, frumsýning íslenska jazzballettflokksins og fl. Karl Barbie kemur 15. jan! Kennsla hefst 11. jan. Endurnýjun skírteina laugardaginn 9. janúar sem hér segir; Hraunberg kl. 2-4 Suðurver kl. 2-4 Bolholt kl. 4-6 Innritun nýrra nemenda í síma 83730 og 79988 alla daga. 1 f>áu+ BoÍtn>ft Suðurver Hraunberg #36045 #83730 # 79988 konu sinni, Sigrúnu Guðmundsdótt- ur. Þau áttu tvo syni, Matthías, sem lengi var sjúklingur vegna berkla- veiki og lést fyrir allmörgum ámm. Hann var kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur og áttu þau tvö böm. Hinn sonurinn er Torfi, prentari, kvæntur Guðrúnu Kristinsdóttur og eiga þau þrjá syni. Þau Sigrún skildu nokkm síðar. Ólafur fluttist til Reykjavíkur og starfaði við verslun og endurskoðun uns hann hóf störf hjá vátrygginga- félaginu Trolle og Rothe og síðar varð hann skrifstofustjóri hjá Sam- ábyrgð íslands á fískiskipum. Hann kvæntist öðm sinni 1934, Ástu Jósefsdóttur og áttu þau tvö böm, Knút, sem kvæntur er Guðrúnu Oddsdóttur frá Flatatungu í Skaga- firði, þau eiga 4 böm og em búsett þar nyrðra. Gunnhildur, dóttir þeirra er gift Magnúsi Ó. Schram, aðstoðar- framkvæmdastjóra Asiaco hf. Þau eiga 4 böm og em búsett í Kópavogi. Andrés og Jóhannes Helgi lýsa Ólafi á eftirminnilegan hátt: „Ólafur bróðir er alveg dæmalaus unglingur, hann hefur eftirhermu- og leikhæfileika, köttur liðugur og horfir á fyrirbæri lifsins glæfralegum glettnisaugum eins og hann sé að horfa á kómedíu í leikhúsi; í munn- vikum hans iúrir alltaf veikt bros, nokkurs konar sigurbros. Áhættan er líf okkar og yndi. Leikir okkar þurfa að vera lífshættulegir svo að bragð sé að.“ Eftir að Ásta lést og Ólafur hætti störfum bjó hann hjá Knúti syni sínum og Guðrúnu konu hans í Varmahlíð í Skagafirðí. Hann varð fyrir því óláni að verða blindur vegna gláku fyrir allmörgum ámm en hélt andlegri reisn alveg fram undir það sfðasta. Ég minnist frænda míns sem ein- hvers mesta séntilmanns, sem ég hef kynnst á lifsleiðinni. Hann var alltaf einstaklega snyrtilegur til fara, kurt- eis og glæsilegur á velli. Hann hafði góða kímnigáfu og frásagnargieði og oft var gaman að hlusta á þá bræður rifja upp liðna tíð, svo minn- ugir og fróðir um menn og málefni sem þeir vom. Mér fínnst ég alltaf hafa átt Ólafí frænda mfnum skuid að gjalda. Á erfíðleikatímum veitti hann fjöl- skyldu minni aðstoð, sem seint gleymist, og það var gert á þann elskulega og einlæga hátt sem hon- um var lagið. Fyrir þetta vil ég nú þakka um leið og ég sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Örn Amarson, læknir. Tengdafaðir minn, Ólafur Haukur Mafthfasson, lést í Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 28. desember sl. og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. þ.m. Ólaf- ur fæddist f Haukadal í Dýrafirði 19. mars 1898, og vantaði því aðeins tæpa þijá mánuði f nírætt. Hann var sonur hjónanna Marsibilar Ólafs- dóttur frá Þingeyri og Matthíasar Ólafssonar kaupmanns og alþingis- manns í Haukadal. Ólafúr var sjötti í röð fimmtán systkina, en af þeim náðu ellefu full- orðinsaldri og enn lifa fjögur þeirra. Hjónaband Matthíasar og Marsibilar var farsælt og fagnaðarríkt, og nutu þau sambúðarinnar í 54 ár. Bjuggu þau lengst af í skólanum, stóm húsi, sem stóð niðri við sjó í miðjum daln- um, en var svo kallað, því upphaflega hafði það verið reist sem bama- og unglingaskóli, einn af þeim fyrstu sem reistir vom á þessu landi. Kom sér vel að húsið var stórt því þarna bjó lang Qölmennasta fjölskyldan í dalnum. Má geta nærri að oft var glatt á hjalla og mikið um að vera á þessu fjölmenna menningarheimili, mikill gestagangur, sveitungar og utanhéraðsmenn, innlendir og er- lendir. Þar var bóklestur í heiðri hafður, söngur, leiklist, dans, tungu- málanám, manntafl og margir fundir haldnir. Augun glömpuðu og svipur- inn léttist, þegar Ólafur síðar minntist þess tímabils, og ekki síst ef hann var þá staddur í hópi sinna elskulegu systkina. Ólafur aðstoðaði föður sinn við afgreiðslu- og lagerstörf í verslunni strax og hartn hafði getu til. Hann gekk f bama- og unglingaskóla í Haukadal, og síðar stundaði hann nám f Héraðsskólanum á Núpi. Árið 1911 varð Matthfas, faðir Ólafs, þingmaður Vestur-ísfírðinga og I framhaldi af því fluttu þau hjón árið 1911 til Revkjavíkur með alla flöl- skylduna. Olafur vann við ýmis verslunarstörf f höfuðstaðnum, þar til hann fór 19 ára til starfa við Kaupfélag Norðurfjarðar, þar sem hann lærði og starfaði við bókhald í nokkur ár. Átti nám þetta og þjálfún eftir að hafa mikil áhrif á störf hans í framtíðinni, því að ávallt síðar vom störf hans tengd bókhaldi og endur- skoðun. Á Norðurfírði kynntist Ólafur glæsilegri ungri stúlku, Sigrúnu Guðmundsdóttur. Giftust þau 3. des- ember 1921 og var heimili þeirra í Reykjavík. Með Sigrúnu eignaðist Ólafur tvo syni; Matthías, f. 1922, skrifstofumann, en hann dó um aldur fram árið 1958. Kona hans var Guð- rún Jónsdóttir. Seinni sonur þeirra var Torfi Þorkell, f. 1924, prentari hér í borginni, en kona hans er Guð- rún Kristinsdóttir. Sigrún og Ólafur slitu samvistir. Seinni kona Ólafs var Ásta Stein- unn Jósefsdóttir frá Hrísum í Helgafellssveit. Þau giftust 29. des- ember 1934 og bjuggu ávallt í Reykjavík. Ásta lést 13. september 1961. Þau áttu saman tvö böm, Knút Haukstein, f. 1936, sem kvænt- ur er Guðrúnu Oddsdóttur og búa þau í Varmahlíð í Skagafirði, þar sem Knútur er forstöðumaður Búnaðar- bankans á staðnum, og Gunnhildi, f. 1938, en hún er gift undirrituðum og býr í Kójiavogi. Einnig tóku þau Olafur og Asta í fóstur Olaf Hauk, son Matthíasar, sonar Ólafs frá fyrra hjónabandi hans. Ásta og Ólafur vom mjög samhent og varð sambúð þeirra hamingjurík. Mér er ekki kunnugt um hveijir vinnuveitendur Ólafs vom fyrst eftir að hann fór frá Norðurfírði til Reykjavíkur og stofnaði þar heimili. Meðal annars mun hann hafa stund- að sjálfstæðan verslunarrekstur, en tímamir vom erfiðir, og stóð sú starf- semi ekki lengi. Vinir hans hafa sagt mér að hann hafi átt erfitt með að neita fólki um vömr að láni, þótt séð væri fyrir að innheimta mundi e.t.v. ekki bera mikinn árangur. Seinna starfaði Ólafur svo við bókhalds- störf, m.a. hjá tryggingarfélaginu Trolle og Rothe, og síðustu starfsár- in hjá Samábyrgð Islands á fiskiskip- um, en hann var skrifstofustjóri þeirrar stofnunar í mörg ár. Ólafur var vinsæll meðal samstarfsmanna sinna og eignaðist meðal þeirra marga einlæga vini. Ástu konu sína missti Ólafur árið 1961, eins og áður segir, og var það honum mikið áfall. Um svipað leyti hætti Ólafur störfum við Samábyrgð íslands, en þá hafði ágerst hjá honum augnsjúkdómur, sem dapraði mjög sjón hans og gerði hann nánast óvinnufæran. Var þetta mikill reynslutími í lifi hans. í nokkur ár eftir þetta bjó Ólafur hjá dóttur sinni og undirrituðum í Reykjavík, en fór síðan til Varmahlíðar þar sem hann dvaldist í lengri og skemmri tíma hjá syni sínum og tengdadóttur, þar til yfir lauk. Á kveðjustund, eftir áratuga sam- skipti kemur margt upp í hugann. Fyrst minnist ég heimsóknar, þegar ég uppburðarlítill ungur maður kom á heimili þeirra hjóna í boði einka- dótturinnar, þar sem ekki fór á milli mála að gesturinn hafði í huga að eignast dótturina fyrir konu. Olafur tók mér með slíkri ljúfmennsku og góðvild ásamt með glettni og skemmtilegheitum, að samveran varð gleðifundur og ánægjan ein. Góðvild var innra hugarfar Ólafs. Hún kom fram í glaðlegu andlitinu, í orðum hans og gjörðum. Hann var gæddur miklu andlegu þreki, var stálminnugur, las mikið og hafði mikla frásagnarhæfileika. Það var mikil skemmtun að hlýða á hann iesa upp eða fara með langa bálka utanbókar, án þess að honum fatað- ist. Oft flutti hann þannig Vesturfar- ana, eftir séra Matthías Jochumsson, með innlifún, Iýtalaust, og án þess að fara út af laginu. Ólafur var maður vel ritfær og vel máli farinn. Hann eignaðist á löngum starfsferli margar bækur; honum þótti vænt um bækur og mat mikils þann fróðleik og skemmtun, sem þær höfðu að geyma. Margar þessara bóka ætlaði Ólafur að endurlesa í ellinni, en öðrum, sem honum hafði ekki gefist tími til að sinna í erli hins daglega lífs hlakkaði hann til að kynnast í ró ævikvöldsins. Þetta fór þó á annan veg; blindan hamlaði bóklestri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.