Morgunblaðið - 06.01.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 06.01.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 HANDKNATTLEIKUR / WORLD CUP í SVÍÞJÓÐ r-J WORLD-CUP í SVÍÞJÓÐ 12.-17. JAN. 1988 i PITEÁ (1000 km frá Eskilstuna) 7. - 8. SÆTI Laugardag 16. jan. 1 r^ ) UMEÁ (800 km frá Eskilstuna) 5. - 6. SÆTI Laugardag 16. jan. ( I I I ESKILSTUNA DVALARSTAÐUR LANDSLIÐSINS ÖREBRO (70 km frá Eskilstuna) ÍSLAND - JÚGÓSLAVÍA Miðvikudag 13. jan. STOKKHÓLMUR KATERINEHOLM (50 km frá Eskilstuna) ÍSLAND - A-ÞÝSKALAND Þriðjudag 12. jan. MOTALA (160 km frá Eskilstuna) ÍSLAND DANMÖRK Fimmtudag 14. jan. Sovétmenn óhressir með að fá ekki að taka þátt í World Cup Voru búnirað panta farseðla til Svíþjóðar Sovétmenn eru óhressir með að þeir hafi ekki fengið boð frá Svíum um að taka þátt í World Cup. Jewtuschenko, landsliðsþjálfari Sovét- manna, segir að hann hafi verið búinn að panta farseðla fyrir rússneska landsliðið - sem ætlaði að verja titil sinn. Sovétmenn, sem hafa alltaf verið með í World Cup, eða fjórum sinnum, urðu sigur- vegarar síðast -1984. Frekja Sovétmanna hefur vak- ið mikla undrun hér í Svíþjóð, því að þeir vitað um reglur World Cup. Svíar bjóða til leiks sjö efstu Þorbergur Aðatsteinsson skritarfrá Sviþjóð þjóðunum, fyrir utan þá, úr síðustu HM. Sovétríkin náðu því ekki og féllu niður í B- keppni HM. Jewtuschenko hefur bannað tveimur sovéskum félagsliðum að taka þátt í mótum í Svíþjóð, vegna þessa máls. Svíar með ráðstefnu Sænska handknattleikssamband- ið heldur ráðstefnu samfara World Cup. Sambandið hefur boðið for- ráðamönnum allra handknatt- leiksþjóða á ráðstefnuna, sem þeir nota til að kynna alla aðstöðu í Svíþjóð - íþróttahús og annað, í sambandi við umsókn þeirra á að halda HM 1983. Svíar óttast nú að Alexander Kozukov, aðalritari sovéska handknattleikssam- bandsins, mæti ekki á ráðstefn- una, eins og hann hefur látið í veðri vaka. Þeir eru hræddir um að það skaði ráðstefnuna og um- sókn þeirra til HM. 145 þús. óhorfendur í gær kom það fram hér í blöðum að Svíar reikna með að yfir 145 þús. áhorfendur komi til að sjá leikina í HM-keppninni ef hún verður haldin í Svíþjóð. íslendingar mæta A-Þjóð- verjum fyrst Síðan Júgóslövum og Dönum Islenska landsliðið hefur aðsetur í Eskilstuna íslendingar mæta A-Þjóðverj- um í fyrsta leik sínum í World Cup í handknattleik í Svíþjóð. Síðan verður leikið gegn heimsmeisturum frá Júgó- slavíu og Dönum. Þessar fjórar þjóðir hafa samastað í Eskilst- una, fyrir vestan Stokkhólm. Íslendingar og A-Þjóðverjar leika í Katrineholm, þriðjudaginn 12. janúar. Leikurinn gegn Júgóslövum verður leikinn á miðvikudegi í Orebro og viðureignin gegn'Dönum fer fram í Motala á fimmtudegi. Ef Islendingar hafna í öðru af tveimur efstu sætum B-riðilsins, liggur leið þeirra til Stokkhólms, þar sem leikið verður um 3.-4. sæti og 1.-2. sæti á sunnudeginum 17. janúar. Ef íslendingar hafna í þriðja sæti fara þeir til N-Svíþjóðar, þar ■sem leikið verður í Umeá um 5.-6. sætið. Keppnin um 7.-8. sætið fer fram í Piteá, sem er einnig norðan- lega í Svíþjóð. Leikirnir í A-riðlinum, þar sem Svíar, Ungverjar, V-Þjóðveijar og Spánveijar leika í, fara fram í S- Svíþjóð. Niðurröðun leika í World Cup er þessi: Þríðjudagur 12. janúan A-RIÐILL: Svíþjóð - Spánn í Malmö og Ungveijaland - V-Þýskaland í Váxjö. B-RIÐILL: Júgóslavía - Danmörk í Borlánge og A-Þýskaland - ísland í Katrineholm. Miðvikudagur 13. janúar: A-RIÐILL: Svíþjóð - Ungveijaland í Kalmar og V-Þýskaland - Spánn í Kristianstad. B-RIÐILL: ísland - Júgóslavía í Örebro og Danmörk - A-Þýskaland í Uppsölum. Fimmtudagur 14. janúar: A-RIÐILL: Svíþjóð - V-Þýskaland í Ystad og Ungveijaland - Spánn í Karlskrona. B-RIÐILL: ísland - Danmörk í Motala og Júgóslavía - A-Þýskaland í Eskilstuna. Svíar hafa nú þegar ákveðið að sjónvarpa beint frá öllum áður- nefndum leikjum Svía, svo og úrslitaleiknum. Svíar ætla sér að leika til úrslita Roger Carlson, landsliðs- þjálfari Svía, hefur valið landsliðshóp sinn, sem leikur í World Cup. Carlson hefur sagt að hann sætti sig ekki við neitt annað - nema að leika til úrslita. Landsliðshópur Svía er þannig skipaður: Markverðir: Mats Olsson, Lugi, Mats Fransson, Lysekil og Tom- as Svensson, Eskilstuna. Aðrir leikmenn: Peder Jörphag og Per Carlén, Granollers, Magnús Wislaijder, Per Carls- son,' Björn Jilsen og Per Jilsen, Redbergslid, Robert Hedin, Ystad, Mats Lindau og Staffan Olsson, Cliff, Ola Lindgren, Drott, Erik Hajas, Hellas, Sten Sjögren, Lugi og Stefan Kennegard, Vástra Frölunda. Anders Dahl hefur valið landsliðs- hópinn sinn ANDERS Dahl-Nielsen, lands- liðsþjálfari Dana íhandknatt- leik, hef ur valið landsliðshóp sinn sem leikur í World Cup. Hann hefur valið sautján leik- menn, þar sem Morten Stig Christensen, sem leikur með norska liðinu Stavanger, getur ekki verið með í öllum leikjum Dana. Danski landsliðshópurinn er skipaður nær sömu leikmönn- um og léku í mótinu í Danmörku á dögunum. Danir unnu þá sigur, 25:24, yfir Islendingum: Markverðir: Karsten Holm, Kold- ing, Jens Chr. Kristensen, Skov- bakken og Jens Warmberg, GOG. Aðrir leikmenn: Jens Erik Roep- storff og Flemming Hansen, Helsin- gör, Morten Stig Christensen, Stavanger, Klaus Sletting Jensen og Claus Munkedal, Holte, Erik Veje Rasmussen, Dragsholm, Kim G. Jacobsen, Kolding, Otto Mertz, Santander, Michael Fenger og Lars Lundbye, HIK, Bjarne Simonsen, Skovbakken, Frank Jörgensen, Gladsaxe/HG, Niels-Erik Kilde- lund, GOG og Ole Lauridsen, Ribe.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.