Morgunblaðið - 07.01.1988, Page 2

Morgunblaðið - 07.01.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANUAR 1988 Morgunblaðið/RAX Hinir japönsku gestir frá „ísjaka-íslandi" þágu heimboð forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, á Bessastöðum í gær. > > „Isjaka-Islendingar“ í heimsókn TUTTUGU manna hópur frá ísjaka-íslandi, lýðveldi, sem er við lýði nokkrar vikur á vet- urna á ísjökum fyrir utan japanska bæinn Monbetsu, er í heimsókn um þessar mundir hérlendis. Hógurinn fór í móttöku hjá for- seta íslands að Bessastöðum í gær, og í kvöld verður kynningar- fundur haldinn kl. 20-22 í far- fuglaheimilinu í Laugardal. Tilgangur farar tuttugumenning- anna er að kynnast íslensku þjóðinni og efla samskipti land- anna, að því er segir í fréttatil- kynningu. Monbetsu er á norðurströnd Hokkaidoeyjar, og er sjór þar ísi- lagður tvo mánuði á ári. Fyrir þremur árum stofnuðu bæjarbúar lýðveldið „ísjaka-ísland" til að draga að ferðamenn, en það er við lýði í febrúar og mars ár hvei t. Lýðveldið hefur forseta, ríkisstjóm, fána, þjóðhátíðardag og eigin vegabréf, og þar er fs- landshús, þar sem til sýnis er íslenski fáninn, frímerki, mynt og fleira frá íslandi. Keflavík-Njarðvík: Vatnsból ekki talin í yfirvof- andi hættu VIÐ rannsóknaboranir við Njarðvík og Keflavík hefur konrið í ljós að olía hefur kom- ist í grunnvatn á svæðinu. Vatnssýni eru enn í rannsókn og ekki vitað hvort mengunin er afleiðing olíuiekans í vetur eða merki eldri mengunar. Sér- fræðingar sem kvaddir hafa verið til telja ólíklegt að vatns- ból Njarðvíkinga og Keflvík- inga séu í yfirvofandi hættu. Vinnuhópur sem vamarmála- skrifstofan setti á laggimar eftir olíulekann i vetur, og í eiga m.a. sæti bæjarstjóramir í Njarðvík og Keflavík, mætti á fund skrifstofu- stjóra vamarmálaskrifstofunnar og var eftir fundinn gefín út til- kynning um stöðu málsins. Þar kemur fram að vamarliðið er að undirbúa jarðboranir á svæðinu í þeim tilgangi að tryggja eftirlit með útbreiðslu mengunarinnar og hugsanlega hreinsun. Einnig'kem- ur fram að heilbrigðisfulltrúi svæðisins fylgist náið með vatns- bólunum og að verið er að athuga varanlega lausn, þar á meðal gerð nýs vatnsbóls fyrir Njarðvíkinga. Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri í Keflavík sagði að stefnt væri að sameiginlegum fundi bæjarstjóma Keflavíkur og Njarðvíkur um þetta mál næstu daga þar sem stefna sveitarfélaganna yrði mörkuð. I fréttatilkynningu utanríkis- ráðuneytisins í gær segir að vegna íslenskt fyrirtæki fær veiðiheimildir í bandarískri landhelgi: Hyggst virnia afl- ann um borð 1 verksmiðjuskipi ÍSLENSKT fyrirtæki, íslenska úthafsveiðifélagið, hefur gert sam- komulag við bandarísk stjórnvöld um vinnslu á 40 þúsund tonnum af þorski veiddum innan bandarískrar landhelgi, í Beringshafi ná- lægt Aleuta-eyjum. Hyggst félagið leigja verksmiðjuskip og vinna aflann þar um borð en bandarisk skip sjái um veiðarnar. Gerður var rammasamningur við sendiráðið í Washington hefði m.a. Olía hefur kom- ist í ffrunnvatn Bandaríkjastjórn árið 1984 sem opnaði fyrir möguleika Islendinga á samvinnu við bandaríska aðila um nýtingu á vannýttum fiskiteg- undum í bandarískri landhelgi. Bandaríkjamenn settu þó það skil- yrði að skip byggð í Bandaríkjunum og undir bandarískum fána myndu annast eiginlegar veiðar. Þessir möguleikar voru kannaðir af íslenskum aðilum, m.a. sjávarút- vegsráðuneytinu, og stofnað var sérstakt félag um samskipti af þessu tagi við Bandaríkin eftir að rammasamningurinn var gerður. Ekkert hefur þó orðið af fram- kvæmdum fyrr en nú. Hermann Sveinbjömsson aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra sagði Við Morgunblaðið að ráðu- neytið hefði ekki sett sig á móti því að íslenska úthafsveiðifélagið sækti um þessar veiðiheimildir og Samningsaðilar funda á Vestfjörðum: Bjartsýni á framhaldið FULLTRÚAR Alþýðusambands Vestfjarða og Vinnuveitendafé- lags Vestfjarða héldu óformleg- an fund um kjaramál í gær og er annar fundur fyrirhugaður á föstudag. Pétur Sigurðsson formaður ASV sagði við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hann væri nokkuð bjartsýnn eftir þennan fund á það að samningsaðilar séu á réttri leið. Jón Páll Halldórsson formaður Vinnuveitendafélags Vestfjarða sagðist ekki í gærkvöldi geta spáð hvert framhaldið yrði, en taldi þó vera samningstón í mönnum og þeir vildu skoða þessi mál. Það kæmi væntanlega í ljós um helgina hvort grundvöllur væri fyrir frekari samningaviðræðum. haft milligöngu um málið. Hermann sagði hugmyndina vera að verk- smiðjuskipið sigldi undir íslenskum fána og fískurinn yrði unninn með íslenskum aðferðum og hugsanlega seldur gegnum sölukerfi íslensku físksölufyrirtækjanna í Banda- ríkjunum. Ingimundur Sigfússon forstjóri var formaður félagsins sem stofnað var 1985 til að kanna möguleika Islendinga á veiðum við Bandaríkin. Hann sagði Morgunblaðinu að- spurður að niðurstaða kannana á þeim tíma hefði verið að veiðar samkvæmt umræddum ramma- samningi væru ekki hagkvæmar og hentuðu ekki íslenskum fyrirtækj- um. Talsmaður íslenska úthafsveiði- félagsins er Jón Kristinsson. Ekki náðist í hann í gærkvöldi. í dag 2HorgunMaÍ>i& VIÐSKDPTIAIVINNULÍF Uppstokkun a críendum -: rekstríSesco BLAD B Morgunblaðið/Einar Falur Vinnuhópur sem samræma á aðgerðir vegna olíulekans á Suðumesj- um á fundi með skrifstofustjóra vamarmálaskrifstofunnar í gærmorgun, f.v.: Sturla Siguijónsson sendiráðsritari í varnarmála- skrifstofunni, Þorsteinn Ingólfsson skrifstofustjóri, Svavar Jónatans- son verkfræðingur, formaður vinnuhópsins, Jón Jónsson jarðfræð- ingur, Magnús Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi á Suðuraesjum, Oddur Einarsson bæjarstjóri í Njarðvík og Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri i Keflavík. Spumingar o g svör um staðgreiðslu STAÐGREIÐSLA skatta hófst 1. janúar síðastliðinn og í tilefni af því gefur Morgunblaðið lesendum sínum kost á að fá svarað á síðum blaðsins spurningum sem kunna að vakna varðandi stað- greiðslukerfið. Morgunblaðið kemur þeim spumingum sem berast á framfæri við embætti ríkisskattstjóra. ‘Spumingamar og svör við þeim birtast síðan í blaðinu. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins 691100 kl. 10-12 árdegis mánudaga til föstudaga og borið fram spurningar sínar. þeirrar mengunarhættu sem fylgir mikilli starfsemi á varnarsvæðinu á vegum varnarliðsins, flugfélaga og fleiri, sé nú í undirbúningi viða- mikil úttekt á grunnvatni á svæðinu. Mikil notkun íseyðingar- efna á flugbrautir hefur komið til tals í þessu sambandi og sagði Þorsteinn Ingólfsson skrifstofu- stjóri vamarmálaskrifstofunnar að ekki hefði komið í ljós alvarleg mengun vegná þessa, en þetta væri eitt af því sem athugað yrði. Vilhjálmur Ketilsson og Oddur Einarsson bæjarstjóri í Njarðvík sögðu að mengunarhætta af íseyð- ingarefninu hefði komið til tals í röðum sveitarstjómarmanna, ásamt fleiru, án þess að sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar. Sjá fréttatilkynningu ut- anríkisráðuneytisins á bls. 37. Gjaldþrot og greiðslustöðvun í kjölfar fisksölusvikanna Gríndavík. AFLEIÐING fisksölusvikanna sem tvö fisksölufyrirtæki urðu fyrir síðastliðið sumar er nú að koma í ljós eftir að annað fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta nýlega en hitt hefur verið í greiðslustöðv- un síðan í byijun desember. Hollendingur sem stóð að svikunum var kærður til alþjóðalögreglunnar Interpol á sínum tíma en henni hef- ur enn ekki tekist að hafa hendur í hári hans. Fyrirtækin tvö eru R.A. Péturs- son í. Njarðvík og ísdan í Hafnar- fírði. R.A. Pétursson var tekið til gjaldþrotaskipta rétt fyrir jól sam- kvæmt upplýsingum bæjarfógetans í Keflavík. ísdan hefur verið í greiðslustöðvun frá í byrjun desem- ber að sögn Júlíusar Högnasonar eins eiganda fyrirtækisins. Júlíus sagði að rekja mætti þessa erfið- leika beint til þeirra svika sem fyrirtæki hans varð fyrir þegar 30 tonnum af ferskum fískflökum var stolið á flugvellinum í Brussel þegar flytja átti fískinn með flutningabíl- um til Englands. Tjón fyrirtækisins var um 5 milljónir króna og hefur hlaðið utan á sig ýmsum kostnaði vegna þess hve dregist hefur að hafa hendur í hári svikarans. „Við erum hættir rekstri í hús- næðinu sem við höfðum og óvíst um áframhald þegar greiðslustöðv- uninni lýkur," sagði Júlíus. Það fyrirtæki sem verst varð úti í þessu físksölusvikamáli var R-A- Pétursson í Njarðvík, sem tapaði alls um 11 milljónum króna á við- skiptum við fyrirtæki í London sern nefndist Tricorp og var í eigu sarna manns og sveik Isdan. Kr. Ben.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.