Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988
Orkuiðnaður -
fortíð og framtíð
eftir Hjörleif
Guttormsson
Eftirfarandi grein er að stofni til
byggð á erindi, sem undirritaður
flutti á ráðstefnu Verkfræðingafé-
lags íslands um efnið „Stóriðja —
Hvert stefnir?"
Hér á eftir er fyrst fjallað um
stefnu og störf stjórnvalda varðandi
orkuiðnað á árunum 1980—1983.
Þá er vikið að stöðu mála um þess-
ar mundir, m.a. að fyrirætlunum
um nýtt álver í Straumsvík. Síðar
í greininni er rætt um framtíðar-
möguleika í hagnýtingu vatnsafls
og jarðvarma og nauðsyn innlends
frumkvæðis í rannsóknum og þróun
á því sviði.
Orku- og iðnaðar-
stefna
Vorið 1981 voru sett víðtæk
heimildalög um raforkuver, þar
sem Alþingi mótaði stefnu um fjór-
ar vatnsaflsvirkjanir með áætlað
afl sem nam um 700 megavöttum
og meira en tvöföldun á orku-
vinnslugetu frá því sem þá var í
landinu. Ári síðar samþykkti þingið
stefnumótandi tillögu um virkj-
anaröð og orkunýtingu. Þar var
gengið út frá að röð næstu virkjana
yrði Blanda — Fljótsdalur — Sult-
artangi auk heimilda til ýmissa
orkuöflunargerða á Þjórsár-
Tungnaársvæðinu.
„Að nýta sem best þá möguleika
til iðnaðarframleiðslu, sem felast í
innlendum orkulindum og efla inn-
lenda aðila til forystu á því sviði.
Orkufrekur iðnaður verði þáttur í
eðlilegri iðnþróun í landinu, og jafn-
framt verði lögð áhersla á úr-
vinnsluiðnað í tengslum við hann.“
Forsendur orkuiðnaðar
Á vegum ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsens starfaði orkustefnu-
nefnd, sem m.a. setti fram stefnu-
mörkun varðandi orkufrekan
nýiðnað. Meðal forsendna sem
nefndin setti fram fyrir slíkan iðnað
voru eftirtaldar:
★ Virk íslensk yfirráð, sem fela í
sér að landsmenn eigi traustan
meirihluta í iðnfyrirtækjunum
og hafi vald á tækni, útvegun
hráefna og sölu afurða.
★ Krafa um arðsemi, þar sem
m.a. sé gengið út frá orkuverði
sem miðist við framleiðslukostn-
að í nýjum virkjunum.
★ Ríkulegt tillit verði tekið til
umhverfisvemdar, félagslegra
þátta og byggðasjónarmiða.
Lögð var áhersla á að fram-
kvæmdahraði við virkjanir fari
saman við ákvarðanir um orku-
nýtingu, enda hefðu landsmen
forræði yfir hvorutveggja.
Rannsóknir og
þekkingaröf lun
Iðnaðarráðuneytið setti á fót svo-
nefnda staðarvalsnefnd „til að
kanna hvar helst komi til álita að
reisa iðjuver í tengslum við nýtingu
á orku- og hráefnaauðlindum lands-
ins. í henni áttu m.a. sæti fulltrúar
frá Náttúruvemdarráði, heilbrigðis-
ráðuneyti og byggðadeild Fram-
kvæmdastofnunar. Þessi nefnd
starfaði fram á árið 1986 og skil-
aði mikilli og vandaðri vinnu.
Vorið 1982 samþykkti Alþingf
lög um kísilmálmverksmiðju á
Reyðarfirði. Við undirbúning að
þeirri verksmiðju var gengið út frá
þeim meginforsendum, sem getið
var um hér á undan, m.a. um eign-
arhald, orkuverð og mengunarvam-
ir.
Vegna undirbúnings að ákvörð-
unum um virkjanir var á ámnum
1979—1982 gert mikið átak í rann-
sóknum, og ekki síður í athugunum
á orkunýtingu. Iðnaðarráðuneytið
og stofnanir á þess vegum höfðu
þar fomstu, en leitað var til verk-
fræðistofa, náttúmfræðinga o.fl.
um rannsóknir og einstök verkefni.
Meginhugsunin að baki var að inn-
lendir aðilar cigi að hafa fmmkvæði
að þekkingaröflun á þessu sviði,
ekki síður en um aðra þætti at-
vinnuuppbyggingar í landinu.
í ársbyrjun 1983 var Iðntækni-
stofnun formlega falið að hafa
forgöngu um eflingu innlendrar
tækniþekkingar á sviði orkunýting-
ar og um athuganir á hagkvæmni
einstakra framleiðslukosta. Jafn-
framt var skipuð ráðgjafarnefnd
við þróunardeild Iðntæknistofnun-
ar, m.a. með aðild Háskóla Islands,
Rannsóknaráðs og Orkustofnunar,
til að samræma rannsóknir vegna
orkunýtingar.
í því sem hér hefur verið rakið
koma að hluta fram helstu áherslur
og stefna í orku- og iðnaðarmál-
um á þeim ámm sem ég gegndi
starfi iðnaðarráðherra. Þótt allgóð
samstaða tækist á Alþingi um ýmsa
þætti þessara mála, var langt frá
því að Fróðafriður ríkti um þessi
málstök, svo ekki sé minnst á þá
úttekt sem fram fór á sama tíma-
bili á starfsemi ISAL og Alusuisse
hérlendis. Þáverandi stjórnarand-
staða kvartaði m.a. undan óþarf-
lega miklu upplýsingaflæði frá
iðnaðarráðuneytinu til Alþingis í
formi skýrslugjafar og sömu aðilum
þótti seint og hægt miða varðandi
framkvæmdir.
Talsmenn erlendrar
stóriðju
Sérstaklega var að því fundið af
talsmönnum Sjálfstæðismanna í
stjómarandstöðu á þessum árum
að lítið væri gert til þess að laða
að erlent áhættufjármagn til að
byggja hér upp stóriðjufyrirtæki
samkvæmt gamalkunnu mynstri.
Undir þetta var einnig tekið af sum-
um forráðamönnum í samtökum
iðnaðarins á þessum tíma, m.a. af
þáverandi og núverandi formanni
Félags íslenskra iðnrekenda.
Þeir sem hvað harðast gagn-
rýndu stjómvöld á ámnum
1979—1983 fengu síðar sem aðilar
að ríkisstjóm tækifæri til að láta
reyna á sín sjónarmið. Reynt var
allt frá því haustið 1983 með aug-
lýsingum og ærinni fyrirhöfn að
koma íslenskri orku á framfæri úti
í hinum stóra heimi, þar sem menn
reiknuðu með að kaupendur biðu í
röðum. Ráðamenn boðuðu að álver
risi í Eyjafirði á næstu árum auk
stækkunar álvers i Straumsvík,
enda kom forstjóri ALCAN hingað
að spila golf. Áð lokum varð það
hins vegar aðeins Rio Tinto Zink
Metals, sem fékkst til að setjast að
samningaborði og þáverandi iðnað-
arráðherra aflýsti „orkuveislunni"
bæði sár og reiður.
Samning'arnir
við Alusuisse
Hér er ekki tími til að rekja nema
í fáum atriðum annmarka orku-
sölustefnunnar, sem byggir á því
að íslendingar reisi ftrkuver og bjóði
útlendingum að kaupa orkuna fyrir
erlend stóriðjuver hérlendis. Samn-
ingamir við Alusuisse um ISAL
allt frá upphafi til þessa dags eru
skilgetið afkvæmi þessarar stefnu.
Þeir samningar eru dæmi um það,
hvemig fjölþjóðafyrirtæki kemur
ár sinni fyrir borð gagnvart smá-
þjóð með yfirburðum í samninga-
tækni.
Um rafmagnssamningin vegna
ÍSAL 1966 og byggingu Búrfells-
virkjunar var fjallað í þáverandi
stjóm Landsvirkjunar, þar sem m.a.
átti sæti Sigurður Thoroddsen
verkfræðingur. Það er fróðlegt að
lesa rökstuðning hans fyrir mótat-
kvæði við þennan samning nú meira
en 20 árum síðar. í greinargerð
sinni af þessu tilefni í stjóm Lands-
virkjunar 24. mars 1966 segir
Sigurður m.a.:
„Áður er á það minnst, að ég
taldi rafmagnsverðið 10,75 aura
ekki hagkvæmt. Hvorki borið sam-
an við það verð sem „Al-Swiss“
greiðir í Noregi né fyrir virkjunina
sjálfa.
Eins og þar var gefið í skyn má
búast víð að verðið verði undir
vinnslukostnaði og hafa það aldrei
þótt hagkvæm viðskipti að selja
vöru undir kostnaðarverði.
Að selja á föstu verði byggðu á
áætlunum sem ef til vill standast
ekki fyllilega er áhætta, sem ég
myndi ekki taka á mig fyrir mína
parta og get því ekki samþykkt að
Landsvirkjunarstjóm geri það.
Að binda sig við þetta fasta verð
næstu 15 árin em því hörmuleg
mistök að mínu viti.
Ekkert tillit er tekið til verð-
sveiflna á þessú tímabili. Ekki er
tekið tillit til þess að kaupgjald og
kostnaður hækkar. Trúað er á hinn
ameríska dollar, en þó er vitað að
verðgildi hans rýrnar ár frá ári, en
ekkert tillit er til þess tekið...
Eitt atriði er vert að minna á í
þessu sambandi. Með samningun-
um er „álfélaginu" afhent mikið af
ódýrri orku um langan tíma, sem
íslenskur almenningur gæti annars
orðið aðnjótandi, svo flýta verður
virkjunum fyrir bragðið."
Aðvörunarorð þessa nestors
íslenskra ráðgjafarverkfræðinga
eru í fullu gildi enn í dag, en ekki
var mikið með þau gert af ráðandi
aðilum. Ekki aðeins hefur dollarinn
fallið. Ný raforkuver urðu mun dýr-
ari en menn óraði fyrir, t.d. reyndist
stofnkostnaður Sigölduvirkjunar
um tvöfalt hærri en Búrfellsvirkjun-
ar, fært til sáma verðlags.
Árið 1969 var Alusuisse heimilað
að stækka álverið í Straumsvík úr
60 þúsund tonna ársframleiðslu í
70 þúsund tonn með 10% fráviki í
báðum tilvikum. Samningurinn frá
1966 hélst að öðru leyti óbreyttur,
m.a. hið lága raforkuverð og engar
kvaðir voru um mengunarvamir.
Það var fyrst eftir hótun um lokun
verksmiðjunnar í krafti reglugerðar
í ársbyrjun 1973, að fyrirtækið
féllst á að koma upp búnaði til
mengunarvama, en 9 ár tók að
efna það loforð að fullu.
Enn var heimiluð stækkun verk-
smiðjunnar með samningi haustið
1975, þá í núverandi stærð, eða sem
nam allt að 88 þúsund tonna ársaf-
köstum. Þá var orkuverðið hækkað
Landsvirkjun til hagsbóta en jafn-
framt samið um nýjar skattareglur,
sem skiluðu Alusuisse til baka
ámóta upphæð og nam tekjum af
hækkun orkuverðsins.
Orkuverðið hækkaði brátt í um
6,5 mill/kvst, en vegna mjög skertr-
ar verðtryggingar, sem miðuð var
við álverð, fór raungildi þess stöð-
ugt lækkandi.
Með samþykkt ríkisstjórnar í
desember 1980 var sett fram krafa
um leiðréttingu á orkuverðinu og
að allir samningar við Alusuisse
vegna ISAL yrðu teknir til endur-
skoðunar.
Um leið upplýsti iðnaðarráðu-
neytið um „hækkun í hafí“, þ.e.
bókhaldssvik ÍSAL varðandi yfir-
verð á súráli á árunum 1974—1980,
samtals að upphæð 47,5 milljónir
bandaríkjadala. Með niðurstöðum
endurskoðunar fyrir þetta tímabil
og; fyrir árin 1981 og 1982 var leitt
í ljós, að afkoma álversins var öll
önnur og betri en ársreikningar
þess höfðu borið vott um. Renndi
það að sjálfsögðu stoðum undir
kröfur stjórnvalda um hækkun
raforkuverðs og leiðréttingu á
skattgreiðslum, ekki síst þegar
Alusuisse stóð í júlí 1984 frammi
fyrir töpuðu máli fyrir gerðar-
dómi vegna yfirverðs á aðföng-
um.
400 milljónum lægra
en áætlun
Þegar samið var um hækkun á
raforkuverðinu til ÍSAL í nóvember
1984 náðist ekki fram nema mjög
takmörkuð verðtrygging. Verðið
sem samkvæmt samningi á að vera
á bilinu 12,5—18,5 mill á kvst
reyndist vera í lágmarki allt árið
1985 og árið 1986, þ.e. 12,5 og
12,6 mill hvort ár, en gæti orðið
13.5 mill að meðaltali á yfirstand-
andi ári vegna áhrifa verðhækkunar
á áli. Tekjur af raforkusölunni
þessi þrjú ár eru 10,6 milljón
dollurum eða um 400 milljón
krónum lægri en ráð var fyrir
gert, þegar samningurin var
lagður fyrir Alþingi. Við þetta
bætist að frá því í nóvember 1984
til ágústloka 1987 nam heildar-
lækkun á verðgildi dollarans um
30% vegna gengisbreytinga og er-
lendrar verðbólgu.
Mikil óvissa ríkir áfram um verð-
þróun á áli og þar með um tekjur
af raforkusölunni til ÍSAL umfram
hið óverðtryggða lágmarksverð
12.5 mill. Hið sama er uppi á ten-
ingnum um skattgreiðslur af ÍSAL
um fram umsamið lágmark, sem
er 20 óverðtryggðir dollarar á tonn.
Ég hlýt einnig að minna á, að nær
allar breytingar á samningum um
álverið, aðrar en um raforkuverð,
sem gerðar voru 1984 og 1985, eru
íslandi í óhag. Ýmis eldri ákvæði
álsamningsins, eins og um 3,7%
tækni- og söluþóknun sem reiknast
af veltu ISAL til handa Alusuisse,
standa óbreytt og skattalögsagan
er áfrarri erlendis.
Sömu aðilar undir-
búa nýtt álver
í samningum stjórnvalda og
Alusuisse á árunum 1983 og 1984
staðfestu aðilar „gagnkvæman
áhuga sinn á því að stækka bræðsl-
una svo fljótt sem við verður komið
um 80 megawatta málraun, sem
svarar um það bil 40.000 tonna
afkastagetu og fylgja þessu síðar
meir með annarri stækkun í sama
mæli...“. Rætt var um að ljúka
fyrri áfanganum þegar á árinu
1988. Allir vita hver reyndin hefur
orðið.
Þrátt fyrir þessar yfírlýsingar,
sem fyrst og fremst voru raunar
undan rifjum manna hérlendis en
byggðu ekki á áhuga Alusuisse, fór
engin marktæk athugun fram á því
á vegum íslenskra stjómvalda,
hvort þjóðhagslega væri skynsam-
legt fyrir Islendinga að fjárfesta í
virkjunum til að selja raforku til
álversins og þá með hliðsjón af
öðrum kostum í íslensku atvinnulífi.
Enn eru stjómvöld og forysta
Landsvirkjunar með tilburði til að
lokka að nýtt álver við
Straumsvík með góðfúslegu leyfí
Alusuisse, sem sjálft vill engu til
kosta. Sömu aðilar vinna enn að
þessu máli fyrir íslands hönd og
staðið hafa í samningum við Alu-
suisse lengst af sl. 25 ár, og
sérstakur ráðgjafi starfshópsins er
enginn annar en gamall uppgjafar-
forstjóri Alusuisse, dr. Paul
Milller. Ekkert hefur verið upplýst
um það, hvaða raforkuverð verði í
boði í hugsanlegum samningum.
Orkuverðið er eins og fyrr afgangs-
stærð og ríkisleyndarmál! Þó er hér
um að ræða orkumagn sem nemur
2.500 gígavattstundum miðað við
180 þúsund tonna álver, en það
svarar til raforkuframleiðslu frá
þremur til fjórum Blönduvirkjunum.
Markaðsverð á áli hefur verið
lágt undanfarin ár (undir 60
cUDS/lbs) og eftirspurn eftir áli
dregist saman frá því sem áður
var. Á árinu 1987 hækkaði álverð
mikið, en var jafnframt mjög
sveiflukennt eða á bilinu 56—91
cent á pund (cUDS/lbs) samkvæmt
skráningu í Lundúnum (LME). Eft-
Hjörleifur Guttormsson
„En talsmenn erlendu
stóriðjunnar eru samt
ekki af baki dottnir.
Enn og aftur skýtur sú
hugmynd upp kollinum
að fyrst útlendingarnir
vilja ekki kaupa af okk-
ur orkuna, sé næsta
skrefið að bjóða þeim
að virkja fyrir eigin
kostnað.“
ir „svarta mánudaginn“ í kauphöll-
unum 19. október sl. hefur verðið
aftur farið lækkandi. Fáir þora nú
að spá ákveðið um framtíðarþróun
álmarkaðarins, en af mörgum er
talið að þangað sé ekki það gull
að sækja sem áður var. í úttekt á
vegum Framkvæmdanefndar um
framtíðarkönnun, ,sem unnin var
á árinu 1986, kemur fram það
mat, að til þess að ný áliðja á ís-
landi geti talist arðvænlegur fjár-
festingarkostur þurfi álverð að
hækka í a.m.k. 80 cent á pund
(80 cUSD/lbs) á verðlagi ársins
1985, en það svarar til 40% raun-
hækkunar frá meðaltali síðustu
ára. Er þá gert ráð fyrir 3—4%
raunvöxtum á alþjóðlegum lána-
markaði.
Kísilmálmverksmiðja
og umframorka
Orka fallvatna og jarðvarma er
því aðeins auðlind, að hún standist
samanburð við aðra orkugjafa og
unnt sé að fá fyrir hana fullt fram-
leiðslukostnaðarverð miðað við
tilkostnað í nýjum virkjunum. Þetta
á ekki síst við, ef fylgt er þeirri
stefnu að selja orkuna til iðnfyrir-
tækja í erlendri eigu, sem flytja
arðinn úr landi. Það er því brýnt
að áætlanir um tilkostnað við orku-
öflun séu traustar og ekkert sé þar
undan dregið. Fyrir 5 árum var það
mat Landsvirkjunar að orkuverð til
stómotenda í iðnaði þyrfti að nema
18—22 mill/kvst. Síðar hafa heyrst
lægri tölur, þrátt fyrir lækkun á
gengi dollarans.
Þegar ný ríkisstjórn breytti um
stefnu í stóriðjumálum 1983 var
haldið áfram orkuöflun með fram-
kvæmdum við Blönduvirkjun og
Kvíslaveitur í trausti þess að erlend-
ir aðilar myndu fljótlega gefa sig
fram sem kaupendur að orkunni.
Hrauneyjafossvirkjun var þá nýlega
komin í gagnið og í landskerfinu
voru yfir 700 gígavattstundir
umfram markað.
Byggingu kísilmálmverksmiðju
var slegið á frest samkvæmt þeirri
forskrift, að afhenda bæri útlend-
ingum yfirráðin í Kísilmálmvinnsl-
unni hf. sem notað hefði 350
gígavattstundir af raforku á ári.
Upphaflegar áætlanir um verk-
smiðjuna miðuðu við að hún hæfi
rekstur á árunum 1985—86. Síðan
hefur verið kostað til miklu fé og
mannafla með þeim árangri einum,
að nú hefur framkvæmdum verið
frestað um óákveðinn tíma. Haustið
1987 gerðist það síðan að spilin
voru stokkuð upp hjá Rio Tinto
Zink, þannig að aðalviðræðuaðili