Morgunblaðið - 07.01.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.01.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 37 Málefni kaupskrárnefndar: Heyrir alfarið undir utanríkisráðuneytið - segir Jóhanna Sigurðardóttir JÓHANNA Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, segir að kaupskrárnefnd, sem fylgist með og úrskurðar um kaupgjald starfsmanna varnarliðsins, heyri alfarið undir utanríkisráðuneyt- ið og utanríkisráðherra. Fulltrú- ar starfsmanna á Keflavíkur- flugvelli sendu miðstjórn ASÍ, utanríkisráðherra og félags- málaráðherra erindi seint á síðasta ári, þar sem óskað er eftir breytingum á núverandi fyrirkomulagi kaupskrárnefnd- ar. „Málefni kaupskrárnefndar heyra alfarið undir utanríkisráðu- neytið og utanríkisráðherra, sem skipar nefndina. Það er því hans að taka á þessu máli,“ sagði Jó- hanna í samtali við Morgunblaðið aðspurð um viðbrögð hennar við erindi starfsmanna varnarliðsins. Hún sagði að einhver ár fyrir árið 1952 hefði þetta heyrt undir félags- málaráðherra, en með breytingu á lögum um yfirstjórn mála á svæði varnarliðsins frá 1954 hefðu þessi mál verið sett í hendurnar á ut- anríkisráðherra og utanríkismála- ráðuneyti. Morgunbladið/Árni Sæberg Aðstandendur samkeppninnar, f.v.: Björn Agústsson, Viðar Hauksson og Axel Eiriksson frá ÍJrsmíðafélagi íslands, Franch Michelsen úr dómnefnd og Birna Einarsdóttir frá Iðnaðarbankanum. Samkeppni barna um hönnun úra Verðlaunaúrið framleitt í Sviss ÚRSMÍÐAFÉLAG íslands og Iðn- aðarbankinn halda samkeppni 6 til 16 ára barna um hönnun úra og nefnist hún „Úrið mitt“. Keppni þessi er samnorræn og hljóta höfundar þriggja bestu til- lagna hvers lands ferð til Sviss. Þar verða sigurlaunin afhent en verðlaunaúrið verður framleitt af svissneskri úraverksmiðju. Tilgangurinn með þessari sam- keppni er að skapa norrænt úr eins og böm á Norðurlöndunum óska sér, að sögn aðstandenda keppninn- ar. Samkeppnin er fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára og verður kepp- endum skipt niður í tvo aldurshópa, 6 tíl 11 ára og 12 til 16 ára. Má hver keppandi aðeins senda inn eina tillögu, teikningu eða líkan að úri. Veitt verða þrenn verðlaun í hvorum aldurshópi auk þess sem höfundar frumlegustu tillagnanna fá sérstak- ar viðurkenningar. Besta tillagan úr hvorum flokki, auk þeirrar frumle- gustu, munu síðan keppa við tillögur frá hinum Norðurlöndunum. Úr verður framleitt af úraverksmiðju í Sviss eftir verðlaunatillögunni. Tillögunum ber að skila í næsta útibú Iðnaðarbankans eða til úr- smiðs fyrir 6. febrúar næstkomandi. Umferðin í Reykjavík: Slysum fjölg- aði lítillega Frá álfabrennu Fáksmanna fyrir nokkrum árum. > __________ Alfabrenna Fáks HIN árlega álfabrenna hesta- mannafélagsins Fáks verður laugardaginn 9. janúar og hefst kl. 16.00 á Víðivöllum í Víðidal. Álfakóngur kemur ríðandi inn á svæöið ásamt drottningu sinni og Qölmennu fylgdarliði. Kveikt verður á brennunni kl. 16.30 og flugeldum skotið á loft. Fákskonur verða með veitingar í félagsheimili félagsmanna. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Dansleikur verður haldinn í fé- lagsheimilinu þá um kvöldið og hefst hann kl. 23.00. Umferðarslysum í Reykjavík fjölgaði lítillega milli áranna 1986 og 1987, samkvæmt tölum lögreglunnar í Reykjavík. Slö- suðum fjölgaði úr 245 í 250. 19 hinna slösuðu voru börn en 14 börn slösuðust 1986. Alls y biðu 4 bana í umferðinni í Reykjavík árið 1987, einum fleira en árið áður. Alls urðu útköll lögreglunnar í höfuðborginni vegna umferðar- óhappa 7160 talsins, en árið áður voru þau 6715. Framan af stefndi í enn meiri fjölgun óhappa milli ára enda fjölgaði bifreiðum meira en nokkru sinni áður. I kjölfar umferðarátaks sem gengist var fyrir í september og októbermán- uði tókst hins vegar að snúa þróuninni við og á síðasta fjórð- ungi ársins fækkaði umferðaró- höppum um tæp 15% frá sama tíma árið 1986. Sýknaður af ákæru um okur í Sakadómi MAÐUR var nýlega sýknaður í Sakadómi Reykjavíkur af ákæru um okur. Dómarinn taldi ekki fyllilega sannað að hann hefði gerst sekur um lánveitingar gegn okurvöxtum, of langur timi leið frá þvi að málinu var vísað frá og þar til það kom aftur fyrir dóm og loks taldi dómarinn að þar sem málið hefði verið ónýtt með frávísun félli ný málshöfðun um sjálfa sig þar sem ný lög hafa verið sett í stað eldri okurlaga. Málavextir voru þeir, að í mars 1986 var maðurinn ákærður fyrir að hafa lánað Hermanni Björgvins- syni 115 sinnum peninga árin 1984 og 1985 og áskilið sér og tekið við hærri vöxtum en leyfilegt var. Þann 26. janúar 1987 féll ríkissak- sóknari frá ákærum varðandi lán sem veitt voru eftir 11. ágúst 1984 og var sú ákvörðun í samræmi við dóm Hæstaréttar, sem taldi að hámarksvextir hefu ekki verið aug- lýstir með réttum hætti af Seðla- banka íslands. Þá stóð eftir af ákæru 12 meint peningalán mannsins til Hermanns Björgvins- sonar, frá 18. janúar 1984 til 17. júlí sama ár. Við rannsókn fyrir dómi kom í ljós, að ákærði hafði aldrei verið yfirheyrður um þessi 12 ákæruat- riði sem eftir stóðu. Dómarinn ákvað því að vísa málinu frá dómi þann 2. júlí sl. vegna rannsóknar- galla. Framhaldsrannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins leiddi til þess að ný ákæra var gefin út varðandi lánveitingarnar 12 og var maðurinn sakaður um að hafa áskilið sér tæpar 69 þúsund krónur í vexti umfram það sem leyfílegt var. Maðurinn hélt því fram að tólf ávísanir, sem voru taldar greiðslur á vöxtum til hans frá Hermanni, hefðu verið endurgreiðslur Her- manns vegna verðbréfaviðskipta ákærða við hann. Hermann sagði sjálfur að hann gæti ekki borið á móti því að einhveijir tékkanna kynnu að vera vegna verðbréfavið- skiptanna. Vegna þessa taldi dómarinn ekki fyllilega sannað að maðurinn hefði gerst sekur um lánveitingar gegn okurvöxtum. Þá taldi hann málið einnig fyrnt. Það stafar af því, að þegar máli er vísað frá dómi og þannig ónýtt verður að taka það . fyrir aftur innan þriggja mánaða, samkvæmt 5. mgr. 82. greinar hegningarlaga. Máli þessu var hins vegar vísað frá 2. júlí, en ný ákæra barst dómara ekki fyrr en 5. októ- ber. Loks benti dómari á, að á síðasta ári hefðu verið sett ný vaxtalög, sem leystu okurlögin af hólmi. I þessum nýju lögum er bráðabirgðaákvæði, sem kveður á um að refsiákvæði okurlaganna skuli halda gildi sínu um opinber mál, sem ekki hafi hlotið fullnaðar- dóm við gildistöku nýju laganna. Dómarinn taldi, að þetta tiltekna mál hafí hlotið fullnaðardóm með frávísunardóminum, þar sem dóm- urinn gat ekki séð fyrir hvort ' hugsanleg framhaldsrannsókn kynni að leiða til útgáfu nýrrar ákæru. Málið hafi því í raun verið höfðað eftir gildistöku nýju lag- anna og þannig faliið um sjálft sig. Dóminn kvað upp Helgi I. Jóns- son, sakadómari. Utanríkisráðuneytið um vatnsból á Suðurnesjum: Olía hefur seytlað niðnr í grunnvatn HÉR FER á eftir í heild frétta- tilkynning frá utanríkisráðu- neytinu um ástand vatnsbóla á Suðurnesjum: „Dagana 16.—18. desember sl. var gerð rannsóknarborun á olíu- geymslusvæði varnarliðsins, vestan við Móahverfi í Ytri- Njarðvík, sunnan bæjarmarka Keflavíkur, þar sem talið er að 75 þúsund lítrar af gasolíu hafi runnið úr lekri leiðslu í október og nóvember. Tilgangurinn með þessari jarðborun var að fá vissu fyrir því, að öll olían hefði tapast á þessum stað, og til að gæta að því hvort hugsanleg olíumengun hefði náð grunnvatnsborði. Á borstað er yfirborð berg- grunns á 2,9 m dýpi, en alls var borholan 16,0 m djúp. Grunn- vatnsborð reyndist vera á 14,5 m dýpi. Að borun lokinni var steypt niður á fast berg, til að koma í veg fyrir að olía gæti komist nið- ur um holuna. Við athuganir á borstað og rannsóknir á borkjarna kom í ljós að olía hefur seytlað niður í grunn- vatn. Vatnssýni voru tekin og eru enn í rannsókn. Hugsanlegt er, að greina megi hvort þetta sé afleiðing lekans í haust, eða merki eldri mengunar. Jón Jónsson, jarðfræðingur, var viðstaddur rannsóknarborunina sem fulltrúi sérstaks vinnuhóps, sem varnarmálaskrifstofa ut- anríkisráðuneytisins setti á lag- gimar í nóvember sl. til að samræma aðgerðir vegna olíulek- ans. Hann skilaði bráðabirgða- skýrslu um borunina hinn 21. desember sl. og lokaskýrslu 30. desember sl., þar sem gerð er grein fyrir mengununni, en jafn- framt tekið fram að ólíklegt sé að vatnsból Njarðvíkinga og Keflvíkinga séu í yfirvofandi hættu. Til að gæta fyllsta öryggis komu fulltrúar varnarliðsins og sveitarfélaganna tveggja saman hinn 23. desember sl. og lögðu grunninn að neyðaráætlun um samtengingu vatnsveitna. Tilað fá annað sjálfstætt álit sérfræð- inga á grunnvatnsflæði á þessum slóðum, gerði Orkustofnun sam- kvæmt beiðni varnarmálaskrif- stofu hinn 28. desember sl., bráðabirgðaskýrslu byggða á þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Þessi skýrsla var afhent hinn 5. janúar sl.og niðurstöður hennar eru samhljóða áliti Jóns Jónssonar, þ.e. að hvorki straum- ur né stefna grunnvatns gefi tilefni til ótta um neysluvatn mengist. skyndilega. Vamarliðið er að undirbúa jarðboranir á svæðinu í samráði við varnar- málaskrifstofu og sveitarfélögin. Er þeim ætlað að tryggja eftirlit með útbreiðslu mengunarinnar og hugsanlega dælingu olíumengaðs vatns úr jarðlögum. Frá því að kunnugt varð um mengun grunnvatns á olíu- geymslusvæðinu og reyndar allt frá því að fyrst varð vart við olíu- lekann hinn 6. nóvember sl. hefur heilbrigðisfulltrúi sveitarfélaga á Suðurnesjum fylgst náið með vatnsbólum í Njarðvík og Keflavík. Hann hefur jafnframt starfað í fyrrnefndum vinnuhópi sem hefur átt reglulega fundi með fulltrúum varnarliðsins. Allt frá byijun starfsins hefur hópurinn litið til varanlegra lausna þar sem mengunarhættan er annars veg- ar, þ.á m. gerðar nýs vatnsbóls fyrir Njarðvíkinga. Þessi kostur er enn til athugunar. Vegna þeirrar mengunarhættu sem fylgir mikilli starfsemi á varnarsvæðinu á vegum vamar- liðsins, flugfélaga o.fl., er nú í undirbúningi viðamikil úttekt á grunnvatni á svæðinu. Utanríkisráðuneytið, 6. janúar 1987.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.